Morgunblaðið - 14.10.2007, Síða 6

Morgunblaðið - 14.10.2007, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ég var óviti á árum hinnar fyrri heimsstyrjaldar. En mér er samt í minni, að fólk var með óhug að ræða slitróttar fréttir, sem bárust utan úr heimi menning- arinnar, um mikla illsku og manndráp þar. Fallbyssur höfðingjanna suður í stóru löndunum, þaðan sem strandmennirnir voru, sem stundum festu skip sín á Meðallandsfjörum, drógu ekki hingað norð- ur. En verri voru þær í heimi ímyndunaraflsins en annað illþýði, sem sögur fóru af. Og sterka fólkið á bænum og í sveitinni gat víst ekkert gert til þess að láta þær hætta að drepa. Almúginn í hámenningarlöndum álfunnar gat það ekki heldur. Og reyndi ekkert í þá veru. Öflug samtök verkamanna í öllum stríðslöndum höfðu vakið vonir um, að með þeim væri komið til sögunnar afl, sem gæti komið í veg fyrir stórvelda- styrjaldir. Þær vonir brugðust. „Öreigar allra landa, sameinist!“ var tímabært og magnað heróp, þrungið af sigurvissu. En öreigarnir sameinuðust aldrei. „Þjáðir menn í þúsund löndum“ fóru með vopnum hverir gegn öðr- um sem áður. Ekkert var breytt nema það, að vopnin voru orðin djöfullegri en nokkra stríðsmenn fyrri tíða gat órað fyrir. Og stórmenni menningarlífsins, maklega dáðir hugsuðir og afreksmenn andans, hvað gerðu þeir? Hvað reyndu þeir? Hvað gátu þeir? Stefan Zweig (Veröld sem var, bls. 209 o.áfr.) minnir eftirminnilega á þátt rithöfunda og mennta- manna í stríðsæsingum og vígamóði, þegar styrjöldin hófst. Því má bæta við, að einhverjir frægir guðfræð- ingar voru þar í flokki. Hvar var það vit, sem var svo óblekkt, hvar var sá vilji, sem var nógu sterkur til þess að taka stýrið af þeim blekkta trölldómi, sem hér réði ferðinni? Um hitt þarf ekki að spyrja, að það krafðist mikils hugvits, það byggðist á stórkostlegri einbeitni og af- rekum í vísindum að koma manndrápstækninni á það hástig, sem náðist þegar á síðustu öld. Þær gáfur voru reiðubúnar til þjónustu, það mann- vit á hæsta stigi var og er fúslega látið í té til vígbún- aðar og morðtóla. Hvað stýrir því? Raunsær vilji eða blekktur? Kristin kirkja hefur sannarlega líka verið á vett- vangi og hafði lengi sterka aðstöðu til áhrifa. Aldrei gat hún verið í vafa um þá köllun sína að sætta og friða menn og þjóðir, sefa hatur, stöðva styrjaldir. Allur ófalsaður vitnisburður hennar miðar að því. En hvað gat hún, þegar verst var í efni? Hún megnaði ekki heldur að sameina sitt lið og krafta yfir landamæri stríðandi ríkja, gat ekki haml- að gegn hatursáróðri og stríðsæsingum, þar sem leik- ið var ótæpilega á strengi þjóðerniskennda og föð- urlandsástar og ótta við vonda óvini. Hitasótt vígamóðsins er smitandi og ekkert bólu- efni til við henni, hvorki í fórum kirkjunnar né hjá öðrum. Kirkjan hefur frá upphafi átt við þann heim að etja, sem vill láta blekkjast. Og iðulega blekktist hún af blekktum heimi og þá leiddi blindur blindan. Sá heiði himinn, sem kirkjan sér og bendir á, varð aldrei laus við ský og skugga, sem komu frá henni sjálfri. En blinda er það samt eða annað verra að vilja aldrei sjá til sólar úr því að hún getur hulist skýjum á stundum. Mahatma Gandhi vakti verðskuldaða athygli með vopnlausri baráttu sinni fyrir lausn Indlands undan yfirráðum Breta. Sú styrjaldaraðferð hans bar tilætlaðan árangur. Af því að þar var herstjórn og stríðsmönnum að mæta, sem skirrðust við því að skjóta af fallstykkj- um, dengja sprengjum eða eiturgasi yfir vopnlausan múg, sem sat hljóður fyrir þeim á vegum úti með hendur í skauti. En fyllsta efamál er það, að dáðustu „hugsjóna- menn“ aldarinnar, methafarnir í kaldrifjuðum mann- drápum, hefðu hikað við að senda eldspúandi skrið- dreka yfir slíka einfeldninga eða hæfilegan skammt af eiturgasi. Reyndar er það ekkert efamál í ljósi staðreynda, sem blasa við í slóð þeirra. Sigurbjörn Einarsson Hvað viltu, veröld? (15) Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Það er vægt til orða tekið aðsegja að ég sé slæmur.Þetta er kvöl og pína. Égverð að taka sterk verkja- lyf ef ég ætla að halda mér gang- andi,“ segir Björn Grétar Sigurðs- son sem beðið hefur eftir liðskiptaaðgerð á vinstra hné sl. rúm þrjú ár. Fyrir fjórum árum varð Björn fyrir því óláni að slíta liðþófa í vinstra hné með þeim afleiðingum að hann þarf nú að fara í umfangsmikla aðgerð. Sú aðgerð felur í sér að saga þarf fótlegginn í sundur fyrir ofan og neðan hnjáliðinn og koma stál- teini fyrir í beininu áður en hægt verður að koma fyrir gervilið. „Þetta er allt ónýtt, þannig að þetta verður svaðaleg aðgerð. Mér er tjáð að það séu 50% líkur á að ég nái bata. Það getur líka farið svo ef líkaminn hafn- ar þessari aðgerð að ég verði löpp- inni styttri fyrir ofan hné,“ segir Björn. Nuddast bein í bein Að sögn Björns eru um í þrjú ár síðan læknirinn hans fór að ræða það að hann þyrfti á ofangreindri að- gerð að halda. Segist hann í millitíð- inni hafa farið í nokkrar smáaðgerð- ir, eins og hann orðar það. „Fyrir tæpu ári voru teknir allir liðþófar til að redda málum fram að þeirri stundu þegar ég færi í liðskiptaað- gerðina, því það var vitað að það yrði einhver bið eftir stóru aðgerðinni. Síðan hef ég bara beðið. Þá var mér sagt að brjóskið væri búið í liðnum, þannig að þetta bara nuddast bein í bein. Og það er sárt,“ segir Björn og tekur fram að hann treysti sér ekki til að labba tvö hundruð metra vegna verkja. Segist hann taka sterk verkjalyf til þess að þrauka. „Ég tek annars vegar tramól sem virkar á svipaðan hátt og morfín og hins vegar somadril sem er ópíum- skylt lyf, sem eru að eyðileggja í mér magann,“ segir Björn og bendir á að lyfin geti skert athygli og dregið úr aksturshæfni. Nota ætti 66 milljarða tekju- afganginn til að stytta biðlista Aðspurður hvort hann viti hvenær von sé til þess að hann komist í að- gerð svarar Björn: „Stundum er mér sagt að það hljóti alveg að fara koma að þessu,“ og bendir á að í vor sem leið hafi staðið til að hann færi en svo hafi því verið frestað fram á haustið. „Og núna nýverið frétti ég frá lækn- inum mínum að það væri kannski að fara sjást í hornið á blaðinu mínu,“ segir Björn og tekur fram að hann sé orðinn langþreyttur á biðinni. „Það er skelfilegt að þurfa að bíða svona lengi. Ég veit að ég er ekki sá eini. Það er fullt af fólki sem bíður. Ég verð að viðurkenna að ég er hættur að hafa trú á kerfinu. Ég er bæði bitur út í kerfið, sár og vonlítill. Það verður hátíð þegar að aðgerð- inni kemur,“ segir Björn, en bætir jafnharðan við að hann sé orðinn vonlítill um að nokkurn tímann komi að aðgerðinni. „Ég sá um daginn að fjármálaráðherra var að boða 66 milljarða króna tekjuafgang ríkis- sjóðs á þessu ári. Mér finnst að það mætti nýta þetta fjármagn til að stytta biðlistana.“ Spurður hvaða áhrif þessi veikindi og bið eftir aðgerð hafi haft á líf hans svarar Björn einfaldlega: „Þetta hef- ur lagt líf mitt í rúst. Ég hef ekki getað aflað mér eða fjölskyldu minni tekna,“ segir Björn, sem vann, áður en hann lenti í slysinu, fyrir sér sem flutningabílstjóri og rútubílstjóri. „Ég hef lítið sem ekkert getað starf- að. Starfsgetan er engin,“ segir Björn og tekur fram að hann vonist til þess að geta farið aftur út á vinnu- markað að endurhæfingu lokinni eft- ir aðgerð, en Björn er rétt um fimm- tugt. „Hins vegar er ljóst að eftir aðgerð bíður mín margra mánaða endurhæfing því ég þarf að læra að beita fætinum upp á nýtt eftir að- gerð. Ég þarf að læra að ganga upp á nýtt,“ segir Björn að lokum. ÞORVALDUR Ingvarsson, bækl- unarlæknir og framkvæmdastjóri lækninga á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri (FSA), fagnar því ef auk- in samvinna sjúkrastofnana í land- inu getur leitt til þess að unnið verði á biðlistum vegna liðskiptaaðgerða. „Það er illt að vita til þess að fólk bíði eftir aðgerðum ef það er ein- hvers staðar svigrúm innan heil- brigðiskerfisins til að leysa vanda- málið. Hér á FSA gerum við 140-160 liðskiptaaðgerðir á ári en við höfum nýverið sent heilbrigðisráðherra er- indi þess efnis að við gætum fjölgað þessum aðgerðum um 30 á þessu ári gegn því að fá jaðarkostnað aðgerð- anna greiddan,“ segir Þorvaldur. Tekur hann fram að nú standi yfir viðræður við ráðuneytið og segir hann niðurstöðu þeirra vonandi að vænta fyrir lok þessa mánaðar. Þörf fyrir 750 aðgerðir á ári Spurður hvað felist í jaðarkostn- aði segir Þorvaldur að fasti kostn- aðurinn, þ.e. kostnaður vegna starfsfólks og húsnæðis, haldist óbreyttur, hins vegar þurfi spítalinn að fá efniskostnaðinn vegna aðgerð- anna greiddan, eigi spítalinn að geta fjölgað aðgerðum. Bendir hann á að samkvæmt hinni svonefndri DRG- greiningu kosti ein liðskiptaaðgerð um eina milljón króna, þar af sé efn- iskostnaður vegna sjálfs liðsins í kringum 500 þús- und kr. „Við sjáum fram á að geta gert fleiri aðgerðir, en höf- um ekki pen- ingana til þess.“ Að sögn Þor- valdar hefur bið- listinn eftir lið- skiptaaðgerðum aldrei verið lengri á FSA en nú um stundir, en alls bíða 130 manns eftir aðgerð. Segir hann ástandið í biðlistamálum nú líkjast því sem var fyrir um fimm árum, en þá gerði heilbrigðisráðu- neytið átak í því að vinna á biðlist- um. Segir hann það átak hafa skilað því að biðtíminn varð viðunandi, þ.e. þrír til fimm mánuðir. Ástandið hafi hins vegar farið hríðversnandi aftur á sl. tveimur árum og biðlistar lengst fram úr hófi. Þorvaldur skrifaði doktorsverk- efni um slitgigt árið 2000 og greindi þá þörfina fyrir gerviliðaaðgerðir næstu 30 árin. „Í ljós kom að þörfin er um 750 aðgerðir á ári og fjölgar um fjóra til fimm einstaklinga á ári vegna öldrunar,“ segir Þorvaldur og bendir á að þessar upplýsingar eigi því ekki að koma stjórnvöldum á óvart. Bendir hann á að í dag séu hérlendis gerðar í kringum 650 lið- skiptaaðgerðir. „Ég er hættur að hafa trú á kerfinu“ Björn Grétar Sigurðsson er einn þeirra fjölmörgu sem bíða eftir að komast í liðskiptaaðgerð. Hann segir skelfilegt að bíða mánuðum og jafnvel árum saman og þurfa á meðan að ganga fyrir sterkum verkjalyfjum. Morgunblaðið/Frikki Vonlítill „Ég er bæði bitur út í kerfið, sár og vonlítill,“ segir Björn Grétar Sigurðsson sem beðið hefur eftir liðskiptaaðgerð sl. þrjú ár. Björn segir lækni sinn hafa tjáð sér að bráðum fari að sjást í hornið á umsókninni hans. Getum gert fleiri aðgerðir en höfum ekki peningana Þorvaldur Ingvarsson „ÞAÐ er engin spurning að Banda- ríkin eru að upplifa martröð sem enginn endir virðist vera á,“ segir Ricardo Sanchez, fyrrverandi yfir- maður bandaríska heraflans í Írak. Hann segist ekki telja að fjölgun í bandaríska heraflanum í Írak í vor muni skipta máli þegar til lengri tíma er litið, sigur verði ekki unninn, hið mesta sem megi vænta sé að halda í horfinu. Sanchez, sem settist í helgan stein í fyrra, fór hörðum orðum um póli- tíska leiðtoga Bandaríkjanna í gær, sagði þá vanhæfa, að þeir hefðu kom- ið Bandaríkjaher út í fen sem engin leið virtist út úr. Þá ýjaði hann að því að þeir hefðu verið kærðir fyrir van- rækslu, hefðu þeir verið í hernum. Sanchez tók við sem yfirmaður heraflans í Írak í júní 2003 og sinnti starfinu í um ár en þá átti afdrifarík þróun sér stað, sem segja má að hafi um síðir vakið menn til vitundar um þann vanda sem við blasti. Abu Ghraib-hneykslið kom upp á þessu ári og allt fór í bál og brand í borg- inni Fallujah og víðar í apríl 2004. Sanchez segir hins vegar að þegar hann tók við starfinu í júní 2003 hafi honum strax orðið ljóst að sitthvað bjátaði á. Sagði hann að vanmat og vanræksla bandarískra ráðamanna eftir fall Saddam Husseins Íraksfor- seta hefði stuðlað að þeirri ógnaröld sem nú ríkir í Írak. Talsmaður Hvíta hússins sagði um ummæli Sanchez að staðan í Írak væri erfið en unnið að því að bæta hana. Sanchez var yfirmaður í Írak þeg- ar Abu Ghraib-hneykslið kom upp en hann var þó ekki látinn sæta neinni ábyrgð á málinu, að öðru leyti en því að hann var ekki hækkaður í tign. Ráðamenn sekir um vanrækslu AP Ósáttur Ricardo Sanchez var yfirmaður bandaríska heraflans í Írak.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.