Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ og flóðahætta aukast á ýmsum frjó- sömum og þéttbýlum svæðum. Auk þess kynnu að verða breytingar á lífsskilyrðum í sjó vegna breytinga á straumum og seltu. Óvíst er hvaða afleiðingar þetta hefði fyrir mann- kynið, en að líkindum myndu lofts- lagsbreytingar og afleiðingar þeirra auka mjög á vandann sem nú þegar steðjar að mannkyninu vegna mik- illar fjölgunar jarðarbúa.“ Augu Hreins standa á stilkum. „Farðu neðar, þarna stendur í hverju loftslagsbreytingar felast.“ Pabbi les áfram: „Aukinn styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúms- lofti er talinn leiða til röskunar á veðurfari á jörðinni, m.a. hækkunar á meðalhita. Hve mikil sú hlýnun verður ræðst af þróun í útstreymi gróðurhúsalofttegunda en milli- ríkjanefnd um loftslagsbreytingar spáir hækkun á hitastigi á bilinu 1,4-5,2°C næstu hundrað árin. Slík hlýnun á sér ekki hliðstæðu í lofts- lagssögu jarðar síðasta árþúsundið. Talið er að hlýnað hafi um 0,6°C síð- ustu hundrað árin og svo virðist sem hraði hlýnunarinnar hafi aukist á síðustu 20 árum.“ „Sko, sagði ég ekki,“ segir Hreinn sperrtur. „Ég er ekkert að bulla.“ „Það hefur enginn sagt það, Hreinn minn. En nú verðum við að drífa okkur svo þið verðið ekki of sein í skólann,“ segir mamma. „Ég hjóla,“ svarar Hreinn að bragði. „En hver er annars þessi stóri bróðir?“ Dónalegt að benda Nokkrir dagar líða. Hreinn lætur ekki deigan síga og Snæfríður Sól er meira að segja farin að benda á foreldra sína í tíma og ótíma. „Hvað ert þú að hugsa?“ Þegar mamma hættir að sjá húm- orinn í þeim ábendingum lætur hún Snæfríði Sól vita að það sé dónalegt að benda á fólk. Sú stutta hættir samstundis að benda enda annt um kunnáttu sína í mannasiðum, eins og svo mörgum sjö ára gömlum börn- um. Kvöld eitt vísar Hreinn til heitra umræðna í skólanum. „Mamma og pabbi hans Gauja í bekknum eru á bólakafi í þessu, flokka ruslið og allt,“ segir hann hugfanginn. „Hver nennir því?“ spyr pabbi. „Þú vilt kannski taka það að þér á þessu heimili, Hreinn?“ Nú reynir á baráttuþrek drengs- ins sem hugsar sig stundarkorn um. „Já, ég er alveg til í það,“ segir hann svo galvaskur. „En yrði það ekki vandræðalegt fyrir ykkur ef 13 ára strákur sæi um þetta. Hvað myndi Stína frænka segja þegar hún kæmi í heimsókn og sæi mig sitja og flokka rusl? Er hún ekki mannafræðingur eða eitthvað og alltaf að tala um barnaþræla?“ „Mannfræðingur. Hún Stína er mannfræðingur,“ leiðréttir mamma. „Voddevör,“ segir Hreinn. Hvað segir séra Seamus? „Mér sýnist ekkert benda til þess að þú ætlir að gefast upp í þessum efnum,“ segir pabbi. „Ég var aðeins að ræða þetta við strákana í fimmtudagsboltanum og þá kom í ljós að séra Seamus hefur eitthvað verið að skoða þetta. Ég kannski ræði þetta betur við hann.“ „Séra Seamus?“ étur Hreinn upp eftir honum. „Já, hann er hálfírskur. Séra Sea- mus O’Houlihan. Hann er að mestu uppalinn á Íslandi og fór í guðfræði hér.“ „Er hann þá alvöru prestur?“ spyr Hreinn. „Já, að sjálfsögðu. Í Árbænum. Hann er mjög vinsæll.“ „Getur hann eitthvað í fótbolta?“ spyr Hreinn. „Já, hann er ágætur. Mjög harð- skeyttur leikmaður. Straujar menn reglulega.“ Hreini er skemmt. Pabbi er enn að velta þessum loftslagsmálum fyrir sér með hálf- um huga en lætur verða af því að færa þetta í tal við séra Seamus eft- ir næsta fótboltatíma. „Hvað segirðu, séra Seamus, hvers vegna fórst þú að pæla í þessu gróðurhúsadóti?“ spyr Loftur. „Það var eiginleg algjör tilviljun,“ segir séra Seamus. „Ég var úti á Ítalíu fyrir nokkrum árum og kom í lítinn bæ sem skilgreinir sig sem vistvænt samfélag. Þar flokka menn sorp í gríð og erg og eru mjög með- vitaðir varðandi samgöngur og ann- að. Mér fannst þetta áhugavert. Eitthvað svo óíslenskt.“ „Strákurinn minn sá Al Gore- myndina í skólanum um daginn og fór eiginlega á límingunum. Suðar stanslaust í okkur. Er eitthvað vit í þessari mynd?“ „Hún er ágæt. Gore er vel upp- lýstur en hann er kannski svolítill öfgamaður, setur þetta fram sem einskonar dómsdagsspá. Kannski öðrum þræði til að ná athygli fólks. Á maður ekki alltaf að búa sig undir það versta. Þetta er dálítið sá boð- skapur.“ Vísindamenn nokkuð sammála „Efast ekki margir um að þessi spá hans sé rétt?“ „Í raun ekki. Efasemdarmenn verða alltaf til. Er ekki ennþá starf- ræktur félagsskapur fólks sem trúir því að jörðin sé flöt? Vísinda- samfélagið er almennt nokkuð sam- mála um að loftslagsbreytingar af mannavöldum sé veruleiki en hitt er annað mál að menn greinir á um það hversu miklar afleiðingar þær hafa í för með sér og hvort við get- um yfir höfuð gert eitthvað til að sporna við þessari þróun.“ „En er það ekki þitt hlutverk að vera á öndverðum meiði við vís- indin?“ Séra Seamus hlær. „Ekki endilega,“ segir hann svo. „Mér er annt um allt líf á jörðinni og ef það er vá fyrir dyrum lít ég á það sem mitt hlutverk að bregðast við.“ „Getum við sem einstaklingar í raun og veru haft áhrif?“ „Það held ég, já. Ég get auðvitað ekki verið viss um að það sem ég legg á mig til að draga úr mengun Út í loftið H ús sem splundrast í aftakaveðrum, íbúar smáeyja sem vaða vatn upp í ökkla í eldhúsinu heima hjá sér, upp- þornuð dýrahræ á sprunginni jörð og ísbirnir í örvæntingarfullri baráttu við að kom- ast upp á þunnan ís sem stöðugt lætur und- an. Slíkar myndir eru brenndar í huga þeirra sem hafa séð heimildarmyndir manna á borð við Al Gore og David Attenborough um afleið- ingar loftslagsbreytinga á heimsvísu. Hvort þær draga upp raunsanna mynd af ástandinu í framtíðinni er ómögulegt að segja því þó að hlýnun jarðar sé staðreynd eru óvissuþætt- irnir varðandi afleiðingarnar margir. IPCC dreg- ur þó upp mynd af líklegum afleiðingum á öld- inni í öðrum hluta skýrslu sinnar sem birtist í ár og birtir Veðurstofan útdrátt úr henni á heimasíðu sinni. Talið er mjög líklegt að úrkoma aukist víða í kaldari heimshlutum en minnki á þurrum svæðum í hlýrri hluta heimsins. Þar mun þurrkur því aukast sem og vatnsskortur, sem er ærinn fyrir. Samhliða verður aftakaúrkoma algengari með tilheyrandi flóðahættu og þess- ar sviptingar munu aftur hafa neikvæð áhrif á ræktun og fæðuframleiðslu. Gert er ráð fyrir að minnkandi vatnsbirgðir í jöklum og snjóa- lögum muni hafa áhrif á vatnsframboð hjá um sjötta hluta mannkyns. Sömuleiðis eru taldar yfir helmingslíkur á neikvæðum afleiðingum fyrir fæðukeðju hafsins. Í heildina er því spáð að möguleikar til fæðuframleiðslu muni aukast ef hlýnun verð- ur á bilinu 1-3°C, en minnka ef meira hlýnar. Þetta hafi góð áhrif á svæðum utan hitabeltis en í hitabeltinu þar sem árstíðabundnir þurrk- ar verða algengari er gert ráð fyrir minnkandi uppskeru, jafnvel þótt hlýnunin verði ekki meiri en 1-2°C. Þetta leiðir aftur til aukinnar hættu á hungursneyð. Hundrað milljónir á vergangi Og svo er það sjávarborðið sem útlit er fyrir að fari hækkandi. Í skýrslunni er því spáð að í kringum árið 2080 muni svæði þar sem millj- ónir manna búa verða fyrir flóðum árlega vegna hækkunar sjávarborðs. Þetta gerist aðallega í Afríku og Asíu en einnig er sérstök hætta á slíku ástandi á ýmsum smáeyjum. Talað er um að vannæring muni aukast með þeim sjúkdómum sem henni fylgja auk þess sem hún hefur neikvæð áhrif á vöxt og þroska barna. Hitabylgjur, fárviðri, flóð, þurrkar og eld- ar munu fjölga slysum og dauðsföllum og auka á sjúkdóma, s.s. niðurgangssóttir. Eins munu öndunarfærasjúkdómar færast í vöxt. Fátæk samfélög fara því verst út úr loftslags- breytingum samkvæmt skýrslu IPCC, en á tempr- uðum svæðum gætu þær haft jákvæð áhrif. Í heild er þó líklegt að neikvæð áhrif hlýnunar yf- irgnæfi þau jákvæðu, einkum í þróunarlöndum. Breski hagfræðingurinn Sir Nicholas Stern tekur dýpra í árinni og segir að ef ekkert verði gert sé hætta á að flóð valdi því að 100 milljónir manna lendi á vergangi og að bráðnun jökla valdi því að einn af hverjum sex jarðarbúum lifi við vatns- skort. Í skýrslu sinni um hagfræðilegar afleið- ingar loftslagsbreytinga sem hann skilaði bresk- um stjórnvöldum fyrir réttu ári staðhæfir hann að verði ekki brugðist við loftslagsbreytingum sé hætta á að meðalhitastig á jörðinni hækki um fimm gráður, sem er sambærilegur munur á hit- anum nú og á síðustu ísöld. „Þetta myndi skapa aðstæður sem mannkyn hefur aldrei áður þurft að takast á við,“ segir hann í grein sem hann rit- aði við sama tækifæri. „Því hærri sem meðalhit- inn er því meiri er hættan á umhverfisbreytingum og eyðileggingu sem ekki verður snúið við. Slíkar breytingar myndu gjörbreyta sjálfri jarðfræði hnattkúlunnar og um leið öllu lífi okkar hér á jörð – hvar og hvernig sem við búum.“  Gerbreytir öllu lífi á jörðinni                                                      !"     #     $    ! "# "  !       # % $$   #   ! " &   '!  !  %!      ( !!   #   ! &   '!  !  )  %!   !  *   "                  ! !   +,-,     $       !       !     * ! %     # #!   #!! #  % !  !#! %   #!!( .. / $0  (   ( 12 3( 4    5         6,7  )   #       8%#!    !      !       9 (    ! !   !  !  #     $ : 0 $  $ ) ! $  0!& #!! $     !(  $( (     !%    !  %  !  ! "      !  !$ ! ! . ; $    #!!   !!0 % $      !     !!0 !     #! #!  !    %  <  =#  $ %  %   !# #!!  #!!   $     !! %!    ( !.$.  =!  #!!     !!    ! $  %                                  Því er spáð að kringum 2080 muni svæði þar sem milljónir manna búa verða fyrir flóðum árlega vegna hækkunar sjávarborðs. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.