Morgunblaðið - 14.10.2007, Side 20

Morgunblaðið - 14.10.2007, Side 20
20 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ S umir vilja meina að mannskepnan sé þeg- ar farin að súpa seyðið af athöfnum sín- um sem sjá megi á náttúruhamförum sem hafa dunið yfir á undanförnum árum. Það dæmi sem er sennilega oftast nefnt er felli- bylurinn Katrín sem kostaði 1.300 lífið í borginni New Orleans í Bandaríkjunum síðsumars 2005. Í Evrópu létu 22.000-35.000 manns lífið af völd- um hitabylgju sem geisaði sumarið 2003. Og árið 2007? Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur benti á það á bloggsíðu sinni í sumar að 2007 væri ár veðuröfganna. Samkvæmt WMO sem er veður- fræðistofnun SÞ var hiti á jörðinni í janúar og apr- íl sá hæsti sem mælst hefur frá upphafi. Þá kostuðu flóð í Indlandi, Pakistan, Nepal og Bangladesh fjölda manns lífið auk þess sem milljónir þurftu að yfirgefa heimili sín. Í fyrsta sinn myndaðist hitabeltisstormur yfir Arabíska hafinu, stórar sjávarbylgjur gengu á land á 68 eyj- um Maldaví-eyjaklasans í Kyrrahafinu í maí með tilheyrandi eignatjóni, Nílarfljót flæddi yfir bakka sína vegna þess að sumarrigningar hófust fyrr í Súdan en venjulega. Flóð vegna rigninga í Wales og á Englandi rötuðu í heimsfréttirnar, methiti var í Danmörku og Norður-Þýskalandi í apríl og hita- met féllu í Rússlandi í maí, mannskæð hitabylgja reið yfir lönd á Balkanskaga í júlí og mældist hit- inn þar hæstur 45°C. Í Suður-Ameríku var sér- lega kaldur vetur þar sem frostið fór niður í 22 stig í Argentínu og í Suður-Afríku snjóaði í lok júní í fyrsta sinn frá árinu 1981. Hér heima er skemmst að minnast óvenjumik- illa hlýinda og þurrka á suðvesturhorninu seinni hluta júní og í júlí en seint í apríl var óvenjumikill hiti norðan- og austanlands. Alltaf nærstæðari skýringar Halldór Björnsson veðurfarsfræðingur segir þó erfitt að tengja slíkar veðursveiflur auknum gróð- urhúsaáhrifum. „Ef þú spyrð veðurfræðing þá mun hann svara því til að svokölluð hæðarblokk hafi valdið veðrinu í sumar og slíkt hefur gerst áð- ur. T.d. var hæðarblokk yfir Norðursjónum sum- arið 1991 og þá var frábært sumar á Íslandi líkt og í nágrannalöndunum. Það er ekki hægt að benda á ákveðið veðurlag og segja að það hafi orsakast vegna gróðurhúsaáhrifanna því menn koma alltaf til með að rekja sig að nærstæðari skýringum. Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreyt- ingar birtast fyrst og fremst í langtímatölfræði enda valda þær fyrst og fremst kerfislægum breytingum en koma illa fram í einstökum veðr- um.“  Flóð á Indlandi – methiti í Danmörku Reuters Náttúruhamfarir Flóð, hungursneyðir, þurrkar og aftakaveður er meðal þess sem óttast er að muni færast í aukana með hækkandi hitastigi á móður jörð. Sérfræðingar segja þó erfitt að rekja einstaka veður til gróðurhúsaáhrifa enda birtist loftslagsbreytingarnar fyrst og fremst í langtímatölfræði. Samkvæmt WMO var hiti á jörðinni í janúar og apríl sá hæsti sem mælst hef- ur frá upphafi. Dýralíf Ísbirnir eiga í vök að verjast á nokkrum stöðum vegna bráðnunar íss í umhverfi þeirra. Hitabylgja Hitamet féllu m.a. í Danmörku, Þýskalandi og Rússlandi í ár. Fellibylur Tjón varð verulegt þegar fellibylurinn Rita gekk yfir í Louisiana í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum. sé lífsnauðsynlegt en á móti kemur að það getur ekki valdið frekari skaða. Það er tiltölulega einfalt að vera vistvænn og fórnin er að mínu viti óveruleg. Þess vegna geri ég þetta í þeirri von að það hafi áhrif. Og ef það hefur engin áhrif, skiptir það ekki máli. En svo lengi sem möguleikinn er fyrir hendi ættum við að taka höndum saman og reyna að draga úr mengun í heiminum.“ „Jú, kannski, en ég myndi ekki einu sinni vita hvar ég ætti að byrja!“ „Við snerum okkur til Land- verndar. Það er heilmikill fróðleikur á heimasíðu hennar og svo er hægt að fara á námskeið undir yfirskrift- inni „Vistvernd í verki“. Við gerðum það.“ „Hvernig námskeið er það?“ „Við vorum í hópi með fjórum öðrum hjónum. Það var þjálfaður leiðbeinandi með okkur á fyrsta og síðasta fundinum en þess á milli var þetta í okkar höndum. Við skiptum með okkur verkum og hittumst að mig minnir sjö sinnum á tólf vikna tímabili. Þetta var mjög lærdóms- ríkt. Allir þátttakendur fengu hand- bók og vinnubók þar sem finna má góð ráð og skráðu árangur starfsins. Í bókinni eru tekin fyrir fimm við- fangsefni; sorp, orka, samgöngur, innkaup og vatn. Fundirnir voru notaðir til að fara yfir ýmis atriði í rekstri heimilisins og til að finna leiðir til úrbóta. Hver fundur var helgaður einu viðfangsefni og stóð aldrei lengur en tvo klukkutíma.“ Lífræn ræktun á Suðurlandi „Og hvernig tókst til?“ „Vel hjá flestum. Að vísu gengu tvenn hjón úr skaftinu þegar leið á verkefnið.“ „Gáfust þau upp?“ „Annað parið missti áhugann en hitt fór eiginlega í hina áttina. Keypti sér býli á Suðurlandi og hóf lífræna ræktun. Ætli það séu ekki hinar öfgarnar,“ segir séra Seamus hlæjandi. „Við óskuðum þeim bara góðs gengis.“ Á leiðinni heim eftir boltann kem- ur Loftur við á myndbandaleigu og leigir kvikmynd Als Gores og félaga, An Inconvenient Truth, og hina myndina með mótrökunum, The Great Global Warming Swindle. Hann gerir ekki ráð fyrir að söðla um í náinni framtíð og hefja lífræna ræktun á Suðurlandi en útilokar nú ekki þann möguleika að skrá sig á námskeið og læra meira um lofts- lagsbreytingar af mannavöldum. Hverju hefur hann svo sem að tapa? Þegar okkar maður nemur staðar fyrir utan hús sitt í Grafarvoginum spyr hann ásjónu sína í bak- sýnisspeglinum: „Hvað ert þú að hugsa?“  Út í loftið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.