Morgunblaðið - 14.10.2007, Page 22

Morgunblaðið - 14.10.2007, Page 22
22 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Út í loftið H örmungar í þriðja heiminum hafa verið ofarlega á baugi þeg- ar rætt er um afleið- ingar loftslagsbreyt- inga. Þróunarríkin eru þó ekki þau einu sem munu finna fyrir hlýnun loftslagsins – hér á Íslandi má búast við því að fólk verði áþreifanlega vart við hækkandi hitastig. Halldór Björnsson nefnir hörfun hafíss fyrst þegar hann er spurður á hvaða hátt. „Þegar hafísinn hörfar upp Grænlandssundið mun það hafa áhrif á okkar svæði, sér- staklega á hitastig að vetri til. Það er óumdeilt samband milli hafíss fyrir norðan landið og vetrar- og vorhita, einfaldlega vegna þess að vindurinn blæs yfir hafísinn og er því kaldari þegar hann kemur til landsins en ef hann hefði bara blásið yfir opið haf. Eftir því sem hafísinn fer lengra í burtu minnka þessi áhrif.“ Þetta mun því leiða til hlýnunar loftslags umfram það sem rekja má til aukinna gróðurhúsaáhrifa. Hins vegar hafa spár hvað þetta varðar ekki staðist fyllilega hingað til. „Öll líkön hafa gert ráð fyrir að haf- ísþekjan myndi minnka hægt og ró- lega en í rauninni er hún að hörfa miklu hraðar en menn höfðu spáð.“ Þetta gildir líka um jökla landsins því greinileg merki eru um að þeir séu að hopa, mismikið þó. „Svo verður líklega róleg upphitun á landinu,“ heldur Halldór áfram og útskýrir að loftslag hafi farið hlýn- andi og kólnandi á víxl frá þar síð- ustu aldamótum. Til dæmis hafi ver- ið hlýindaskeið milli 1920 og 1940 en eftir það hafi kólnað á ný. Upp úr 1980 fór aftur að hlýna, töluvert seinna en annars staðar í heim- inum, og náði hitinn hér á landi ekki fyrri hæðum fyrr en um 2003. „Síð- ustu ár hefur svo verið þó nokkur upphitun, meiri en meðaltalið í heim- inum segir til um, en hugsanlega er það vegna þess að loftslag byrjaði seinna að hitna hér en annars stað- ar.“ Hærri iðgjöld tryggingafélaga? Menn hafa bent á að auknar líkur á aftakaveðrum gætu verið áhyggju- efni fyrir Íslendinga en Halldór dreg- ur heldur úr þeim áhyggjum. „Við er- um vön djöfulgangi í veðri og aukning á aftakaveðri hér myndi sennilega birtast í aukningu á vetr- arlægðum. Hér á landi eru nátt- úrulegar sveiflur í veðurfari – milli ára og áratuga – það miklar að jafn- vel þótt aftakaveður verði eitthvað tíðari er ekkert víst að við tökum eftir því, alla vega ekki til að byrja með. En vissulega gæti slík þróun leitt til hærri tjónagreiðslna tryggingafélaga sem væntanlega myndi leiða til hærri iðgjalda að lokum.“ Ætla má að hlýnun loftslags myndi leiða til breytinga á fánu og flóru landsins. Þóra Ellen Þórhalls- dóttir grasafræðingur telur sig þegar sjá breytingar á gróðurfari á Íslandi vegna hlýindanna. „Rannsóknir á Skeiðarársandi hafa sýnt gífurlegar breytingar á síðustu 30 árum,“ sagði hún í samtali við Morg- unblaðið í desember síðastliðnum. „Þar er mjög ör framvinda í gangi og töluvert birki komið á miðjan sand- inn. Ég sé sjálf miklar breytingar í Þjórsárverum, þar sem ég hef sam- anburð frá 1981. Þar er landið reyndar ekki lengur notað sem af- réttur austan að, þannig að fé hefur fækkað, en breytingarnar eru meiri en svo að þær verði eingöngu raktar til þess.“ Sýrustig hafsins þegar farið að raskast Stóru áhyggjurnar hérlendis snúa hins vegar að hafinu, sem hefur ver- ið lífæð okkar Íslendinga um langa hríð. Svörtustu spár hafa þannig var- að við því að loftslagsbreytingarnar gætu haft áhrif á Golfstrauminn með þeim afleiðingum að hafið og lofts- lagið kólnuðu verulega. Í kvikmynd Al Gores, An Inconvenient Truth, er jafnvel rætt um ísöld en Halldór talar frekar um möguleika á hafístímabili í því sambandi. Hann undirstrikar þó að líkurnar á slíku fari minnkandi með betri spálíkönum. Nafni hans Þorgeirsson hjá skrifstofu loftslags- samnings Sameinuðu þjóðanna tek- ur undir þetta. „Í nýjustu skýrslu IPCC sem kom út á þessu ári er talið fremur ólíklegt að það verði það sem er kallað meiriháttar röskun á Golf- straumnum. Það er þó ekki þar með sagt að straumakerfin verði alger- lega óbreytt. Það geta orðið breyt- ingar á aðstæðum í hafinu umhverf- is Ísland þótt þær séu ekki meiriháttar röskun á straumakerf- inu. Ég er ekki að segja að hlutirnir verði óbreyttir en það eru ekki ísald- arspár í kortunum.“ Hins vegar er þegar farið að verða vart breytinga á sýrustigi hafsins sem að sögn Jóns Ólafssonar haf- efnafræðings eru beinar afleiðingar aukins magns koltvíoxíðs í andrúms- loftinu. „Að baki liggur einfalt efna- fræðilegt lögmál sem gengur út á að sýrustig vatnsins breytist þegar kolt- víoxíð leysist upp í því – rétt eins og sýrustig á gosi breytist við að fá í sig koltvíoxíðgas. Í gegn um tíðina hefur hafið verið mjög stöðugt efnafræði- lega og t.a.m. er seltan í því mjög stöðug. Lífríkið hefur þróast og að- lagast í því umhverfi og þannig hefur það verið í um 600 milljónir ára. Með því að skoða tímabilið frá upp- hafi iðnvæðingar fyrir 200 árum og til vorra daga sést að sýrustigið hef- ur breyst og mælingaröð sem við höfum gert í hafinu umhverfis Ísland síðastliðin 20 ár sýnir það beinlínis. Raunar sveiflast sýrustigið líka ár- lega af náttúrulegum orsökum en við sjáum breytingar þar fyrir utan.“ Erfitt er að meta hugsanleg áhrif af þessu. „Fyrir u.þ.b. 10-15 árum áttuðu menn sig á því með tilraunum að sumar lífverur, s.s. kalkþörungar og svifdýr sem mynda kalkskeljar sem og kórallar, muni ekki mynda eðlilegar kalkskeljar eða þrífast við aðstæður sem menn spá að verði seint á þessari öld.“ Jón segir menn Ekkert land er eyja Morgunblaðið/ÞÖK Náttúrufegurð Hlýnun loftslags myndi leiða til breytinga á fánu og flóru Íslands og raunar telja sumir að þess sé þegar farið að gæta. Eins og víða á Íslandi er náttúrufegurðin einstök við Fossá í Hvalfirði, þar sem villtur gróðurinn dafnar. Matreiðslunámskeið NLFR Skráning á skrifstofu NLFR kl. 10-12, sími 552 8191 eða netfang nlfi@nlfi.is Grænt og gómsætt, hollustan í fyrirrúmi Námskeið verður haldið í Hússtjórnarskólanum Sólvallagötu 12, 107 Reykjavík Laugardaginn 27. október frá kl. 11-18. Sunnudaginn 28. október frá kl. 11-18. Matreiddir verða gómsætir grænmetisréttir með fjölbreytileikann í fyrirrúmi. Kenndar verða grunnaðferðir við meðferð á grænmeti og baunum. Nemendur fá veglega uppskriftamöppu. Kennari: Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari Á Næstu Grösum. Takmarkaður fjöldi. Verð kr. 8.500. Félagsmenn NLFR kr. 6.000.mb l 9 21 74 0

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.