Morgunblaðið - 14.10.2007, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.10.2007, Qupperneq 23
ekki vita hvaða áhrif þetta muni hafa á fiskstofnana umhverfis landið. „Hins vegar eru rannsóknir á þessu mjög á dagskrá í fræðunum. Við Ís- lendingar tökum þátt í stóru Evrópu- verkefni sem lýtur að kolefni í sjón- um og Bandaríkjamenn eru líka að fara af stað með stór verkefni á þessu sviði.“ Loks má nefna sjávarborðið en samkvæmt spám IPCC er gert ráð fyrir því að það geti hækkað um allt að metra á næstu hundrað árum. „Það er reyndar mjög öfgafullt dæmi,“ segir Halldór Björnsson. „Al- mennt er talað um kannski tíu til tuttugu sentímetra hækkun á hálfri öld. Tilfellið er hins vegar að á und- anförnum áratugum hefur yfirborð sjávar hækkað hraðar en menn hafa spáð. Mesta óvissan í þessum spám tengist samt því hvort stóru jökulhvelin á Grænlandi og Suður- skautslandinu muni bráðna hraðar en gert er ráð fyrir. Gerist það verður sjávaryfirborðshækkunin meiri.“ Bráðnun íss er þó ekki það eina sem kemur til, heldur skiptir þensla hafs- ins af völdum hækkandi hitastigs ekki minna máli. Gas- og olíuauðlindir verði aðgengilegar Þótt flestir séu sennilega áhyggju- fullir yfir afleiðingum loftslagsbreyt- inga eru þeir til sem sjá frekar já- kvæðar hliðar á hlýnuninni, a.m.k. fyrir okkur hér á norðurhjara. Einn þeirra er Trausti Valsson skipulags- fræðingur sem í bók sinni How the World will Change – with Global Warming lýsir norðurslóðum sem einum mikilvægasta heimshluta framtíðarinnar. Þær muni hafa veru- legan ávinning af hnattrænni hlýnun andrúmslofts meðan suðlægari svæði muni tapa. „Það sem líklega mun hafa mest áhrif er opnun siglingaleiða um Norður-Íshafið, og alla leið yfir í Kyrrahaf þar sem stærsta markaðs- svæði heimsins er í örri þróun, bæði á vesturströnd N-Ameríku og í SA- Asíu. Þegar þessi siglingaleið verður orðin opin mestan hluta ársins, verður Ísland í fyrsta sinn komið í þjóðleið flutninga um hnöttinn,“ seg- ir Trausti í samtali við Morgunblaðið fyrr á árinu. Þá bendir hann á að nægt vatn sé á norðurslóðum og þar muni loftslag verða þægilegt en sunnar verði líkur á jafnvel enn meiri hitum og þurrkum en nú er. Þá verði gas- og olíuauðlindir undir hafsbotninum á heimskautasvæð- unum aðgengilegri með minnkandi hafís. Og hörfun jökla heimavið get- ur einnig haft jákvæð áhrif að hans mati. „Jöklarnir bráðna núna um ca. einn metra á ári, sem þýðir viðbót- arorku sem samsvarar einni Blöndu- virkjun. Eftir að jöklarnir taka að minnka njóta virkjanirnar þess að með hlýnuninni kemur aukin úr- koma.“ Vesturlandabúar bera ábyrgðina Er hlýnunin þá ekki bara góð og blessuð fyrir okkur? Er nokkur ástæða til að grípa til aðgerða ef breytingarnar verða okkur kannski fyrst og fremst til góðs? „Rök sem þessi hefðu hugs- anlega átt við fyrir hnattvæðinguna,“ svarar Halldór Þorgeirsson. „Stað- reyndin er hins vegar sú – þótt það sé klisja – að ekkert land er eyja og afleiðingar fyrir aðra jarðarbúa hafa áhrif á Íslandi. Það er alveg ljóst að í svona breytingum eru „winners and losers“ – þetta kemur mismunandi niður. Og ef við horfum á Ísland í þrengsta skilningi eru afleiðingarnar hugsanlega ekki eins alvarlegar og fyrir mörg önnur lönd.“ Nafni hans Björnsson segir mik- ilvægt að hver þjóð reyni að átta sig á afleiðingum loftslagsbreytinganna. „Ef við komumst að því að breyting- arnar hafi jákvæðar afleiðingar fyrir okkur er það engin eigingirni, heldur einfaldlega lýsing á því sem við vilj- um að muni gerast. Hins vegar þýðir það ekki að við séum stikkfrí. Vanda- mál þriðja heimsins eru líka okkar vandamál og við getum ekki látið eins og þau séu ekki þarna. Svo er hin augljósa siðferðislega ábyrgð. Vesturlandabúar hafa losað meiri- hlutann af þessum gróðurhúsa- lofttegundum og þeir hljóta að bera einhverja ábyrgð gagnvart þeim sem þurfa að þola afleiðingarnar. Fyrir þjóðir á norðurhjara er þetta ekki dómsdagsspá. Þó hangir það alltaf yfir manni að við erum tengd heim- inum og spurningin er: verða átök milli þjóðfélaga út af þessu? Það er eitthvað sem enginn veit.“ Alþjóðasamfélagið hefur í það minnsta tekið ákvörðun um að að- gerða sé þörf. Og það er ástæða til bjartsýni ef mið er tekið af hversu vel tókst til með ósonlagið, sem nú er óðum að jafna sig. Þessa dagana er unnið hörðum höndum að því að undirbúa loftslagsfund sem Samein- uðu þjóðirnar halda í Balí í desember þar sem vonast er til að grunnur verði lagður að nýjum viðauka við loftslagssamning þjóðanna sem taka myndi við af Kyoto-bókuninni. Eða eins og Sir Nicholas Stern orð- aði það í fyrra: „Það kemur ekki til álita að aðhafast ekkert.“  Vestur- landa- búar hafa losað meiri- hlutann af þessum gróðurhúsa- lofttegundum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 23 Í næstu grein gera Ísafold og Loftur helgarinnkaupin og uppgötva að ákvarðanir þeirra í búðinni hafa ólíkar afleiðingar fyrir loftslagið. Út í loftið | 2. grein Íslenskur raforkumarkaður Einkavæðing - skipulagsbreytingar - samkeppni Opinn morgunfundur Samtaka iðnaðarins þriðjudaginn 16. október á Grand Hótel Samtök iðnaðarins efna til morgunfundar um íslenskan raforkumarkað á Grand Hóteli þriðjudaginn 16. október næstkomandi. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 8:15 og stendur til 10:30. Ræðumenn: Katrín Júlíusdóttir formaður iðnaðarnefndar Alþingis Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæ Bryndís Skúladóttir verkfræðingur hjá SI Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar Tómas Már Sigurðsson forstjóri Fjarðaáls og stjórnarmaður í SI Fundarstjóri: Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri SI Fundurinn er öllum opinn Félagsmenn SI eru eindregið hvattir til að sækja fundinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.