Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ian Buruma Þ að er orðið viðtekið í röð- um tiltekinna gáfu- manna að líta á trúleysi sem merki um æðri menntun, þróaðri sið- menningu, upplýsingu. Nýlegar metsölubækur gefa til kynna að það að vera trúaður sé í raun merki um að vera aftarlega á merinni, beri því vitni að menn séu frumstæðir og fastir í myrkum miðöldum og eigi eftir að tileinka sér vísindalega skyn- semi. Okkur er sagt að kenna megi trú um ofbeldi, kúgun, fátækt og margt annað illt. Það er ekki erfitt að finna dæmi til að styðja slíkar fullyrðingar. En get- ur trúin einnig verið afl til góðs? Sem meira er; eru tilfelli þar sem trúin kemur til bjargar þeim, sem ekki eru trúaðir? Munkarnir fá meira að segja einræðisherrann til að hika Þar sem ég hef hvorki notið góðs af né goldið fyrir að tilheyra tiltek- inni trú kann það að virðast vera hræsni af mér að verja þá, sem það á við um. En að fylgjast í sjónvarpi með búrmískum munkum bjóða ör- yggissveitum einhverrar mestu kúg- unarstjórnar heims birginn gerir erfitt að sjá ekki einhvern kost í trúnni. Búrmabúar eru ákaflega trú- uð þjóð og flestir karlmenn gerast búddamunkar í einhvern tíma. Meira að segja reginfanturinn á einræðis- herrastólnum hlýtur að hika áður en hann ræðst með ofbeldi og morðum á menn klædda í rauðar og appelsínu- gular skikkjur eins og hæfir trú þeirra. Námsmenn, leikarar og aðrir slóg- ust brátt í hóp búrmísku munkanna, ásamt öðrum, sem vildu losna við herforingjastjórnina. En munkarnir og nunnurnar tóku fyrsta skrefið: þau þorðu að mótmæla þegar aðrir höfðu að mestu gefist upp. Og þau gerðu það með siðferðislegu valdi sinnar Búddatrúar. Þeir, sem eru rómantískir í hugs- un, kynnu að segja að ólíkt öðrum trúarbrögðum sé búddismi frekar heimspeki en trú. Búddismi hefur hins vegar verið trú í Asíu í margar aldir og eins og hefur eins og öll önn- ur trúarbrögð verið notaður til að réttlæta ofbeldisverk. Í þeim efnum nægir að líta til Sri Lanka þar sem Búddismi er tengdur þjóðarbrota- rembu í hinu hægfara borgarastríði milli búddískra sinhala og hindúskra tamíla. Rétt eins og búddatrúarmenn hafa hætt lífi sínu til að taka afstöðu með lýðræði í Búrma hafa kristnir menn látið að sér kveða í öðrum löndum. Stjórn Marcosar var dauða- dæmd um miðjan níunda áratuginn um leið og katólska kirkjan snerist gegn henni. Mörg þúsund venjulegir borgarar fóru gegn skriðdrekunum þegar Marcos hótaði að mala and- spyrnu fólksins mélinu smærra, en nærvera presta og nunna veitti upp- reisninni siðferðilegan kraft. Margir pólitískir andófsmenn í Suður-Kóreu fengu innblástur frá kristinni trú og það sama má segja um Kína. Og enginn getur neitað því að trúarlegt vald Jóhannesar Páls páfa II. var hvati að uppreisn Pól- verja gegn einræði kommúnista á ní- unda áratugnum. Hinir sanntrúuðu munu án vafa sjá hönd guðs að verki í þessum at- burðum. Cory Aquino, helsti and- stæðingur Ferdinands Marcosar, hrósaði sér meira að segja af því að vera með beina línu til drottins. Ég hlýt hins vegar sem trúleysingi að umgangast slíkar fullyrðingar af tor- tryggni. Siðferðislegur styrkur trú- arinnar þarfnast hins vegar ekki yf- irskilvitlegra skýringa. Styrkur hennar er trúin sjálf – trú á siðferði- lega skipan, sem virðir að vettugi veraldlega eða jafnvel trúarlega ein- ræðisherra. Trúin drifkraftur í andspyrnu Virkir andspyrnumenn við nasista í heimsstyrjöldinni síðari voru oft trúræknir kristnir menn. Sumir þeirra skutu skjólshúsi yfir gyðinga – þrátt fyrir eigin fordóma – einfald- lega vegna þess að þeir töldu það vera siðferðilega skyldu sína. Trú þarf heldur ekki að beinast að yf- irnáttúrulegri veru. Konur og karl- ar, sem fundu styrk í trú á kommúnismann, börðust af jafn miklu harðfylgi gegn nasismanum. Þrátt fyrir hryllilegt ofbeldi öfga- manna úr röðum íslamista má ekki gleyma því að moskan getur einnig verið löggildur vettvangur and- spyrnu gegn einræðisríkjum, sem að mestu eru veraldleg, í Mið-Austur- löndum í dag. Í heimi pólitískrar kúgunar og siðferðilegrar spillingar veita trúarleg gildi kost á annars konar siðferðisskipan. Þessi kostur er ekki endilega lýðræðislegri, en hann getur verið það. Engu að síður fylgir sú hætta öll- um kreddum, hvort sem þær eru trúarlegar eða veraldlegar, að þær leiði til kúgunar af einhverju tagi. Uppreisnin gegn yfirráðum Sovét- manna í Afganistan var undir for- ustu heilagra stríðsmanna, sem síð- an knúðu fram sína eigin óstjórn. Þá getur forusta leiðtoga, sem byggir vald sitt á þokka, verið vand- kvæðum bundin, meira að segja þeg- ar hún tekur á sig mynd hins góða. Guðsmóðurleg staða Cory Aquino á Filippseyjum blés mönnum í brjóst þegar hún var að komast til valda, en gerði lítið til að treysta í sessi stofn- anir veraldlegs lýðræðis. Þegar bar- áttan gegn kommúnisma hafði unn- ist í Póllandi kom brátt fram sundrung í Samstöðu milli verald- legra demókrata og trúaðra félaga, sem leituðu leiðsagnar hjá kirkjunni. Kirkjan hefur sérstaklega mikil- vægu hlutverki að gegna við aðstæð- ur þar sem frjálslyndir menn, sem kalla má veraldlega, eru vanmegna, eins og raunin var þegar nasistar, kommúnistar eða herforingjastjórn- ir hafa sölsað undir sig völdin. Hinna frjálslyndu er helst þörf þegar gera þarf málamiðlanir, en þeir nýtast ekki næstum því eins vel þegar þeir standa andspænis grímulausu of- beldi. Það er þá sem hugsjónamenn og hinir sanntrúuðu taka áhættu, sem flest okkar mundu telja fífl- dirfsku, knúðir áfram af trú sinni. Þegar á heildina er litið er ekki gott að slíkar hetjur stjórni, en það er gott að hafa hetjurnar til taks þegar þeirra er þörf. Uppreisn hinna réttlátu Reuters Andóf Munkar sitja á hækjum sér og mótmæla eftir að óeirðalögregla í Rangoon í Búrma hefti för þeirra. Munk- arnir í Búrma hafa boðið hernum, sem setið hefur óslitið við völd í 45 ár, byrginn. Í HNOTSKURN »Karl Barth var einn leiðtogakristilegrar andspyrnu gegn nasistum og yfirtöku þeirra á kirkjum mótmælenda. Hann var neyddur í útlegð og margir trú- bræður hans gengu nasistum á hönd. »Strangtrúaðir talibanar tókuvöldin í Afganistan og bundu enda á þrotlaus átök, en komu síðan á ógnarstjórn. »Munkarnir í Búrma hafa leittandófið þar í landi. Þeir hófu mótmælin og síðan fylgdu fleiri í kjölfarið. »Munkarnir eru andvígir her-foringjastjórninni, sem hald- ið hefur landinu í greipum ógnar í áratugi. Þeir sækjast ekki eftir völdum, en herforingjarnir hafa gert ýmislegt til að kaupa velvild þeirra. TRÚARBRÖGл Trúin er oft drifkraftur andspyrnu gegn kúgun og harðstjórn Munkarnir og nunnurnar tóku fyrsta skrefið í Búrma Ef til vill er ekki gott að hetjurnar stjórni en það er gott að hafa þær til taks Höfundur er prófessor í lýðræði, mannréttindum og blaðamennsku við Bard College. Nýjasta bók hans heitir Murder in Amsterdam: The Death of Theo Van Gogh and the Limits of Tolerance. ©Project Syndicate. Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is M argur landinn setur upp snúð í bakaríum landsins þessa dag- ana vegna þess að afgreiðslufólkið mis- skilur hann eða skilur hann bara alls ekki. Ástæðan er sú að í uppsveifl- unni undanfarið fást Íslendingar ekki svo glatt til að gegna helstu láglauna- störfunum og því hafa útlendingar, sem hvorki skilja né tala íslensku, í auknum mæli verið ráðnir til starfa í bakaríum, stórmörkuðum og þjón- ustufyrirtækjum. Með því að láta af pirringnum, brosa þess í stað og pata kannski svo- lítið með höndunum mætti ætla að auðvelt væri að kippa málum í lag og ganga fremur út með snúð en snúð- ugur – eða sæll og glaður með hvers kyns brauð og bakkelsi. Umdeild ákvörðun Í Sainsbury’s-verslunarkeðjunum á Bretlandi hefur líka verið töluvert um handapat upp á síðkastið og í ein- staka tilvikum hafa viðskiptavinir gengið snúðugir út. Þannig er í pott- inn búið að frá því um mánaðamótin hafa þeir íslömsku starfsmenn, sem hafna áfengi af trúarlegum ástæðum, haft leyfi vinnuveitenda sinna fyrir að neita að afgreiða alla áfenga drykki. Frumkvæði og forgöngu um málið hafði fyrirtækið sjálft. Íslömskum starfsmönnum var sagt að þegar áfengi kæmi inn á þeirra borð skyldu þeir einfaldlega rétta upp hendur og gefa kollegum sínum þannig til kynna að leysa þá tímabundið undan af- greiðslunni. Þeim sem unnu við að raða víni, bjór og öðru áfengi upp í hillur hafa verið boðin önnur störf í fyrirtækinu, enda segjast talsmenn þess kappkosta að koma til móts við trú allra starfsmanna sinna. Eins og við var að búast reyndist ákvörðunin umdeild. Spurningar álík- ar þeirri hvort Múhameð ætti að fara til fjallsins eða fjallið til Múhameðs vöknuðu og sitt sýndist hverjum. Þó þótti skjóta skökku við þegar nokkrir múslímar úr röðum menntamanna fordæmdu ákvörðunina opinberlega og lýstu því yfir að múslímar, sem neituðu að selja áfengi brygðust skyldum sínum við vinnuveitendur sína. Öfugsnúið umburðarlyndi? Íslamstrú kveður á um að múslím- ar megi ekki að neyta áfengis, en skiptar skoðanir eru hvort þeim sé heimilt að versla með áfengi. Sumir múslímar í Sainsbury’s kæra sig koll- ótta og halda störfum sínum áfram eins og ekkert hafi í skorist. Aðrir nýta sér undanþáguna til hins ýtr- asta. The Sunday Times segir að við- skiptavinir kippi sér alla jafna ekki upp við vesenið sem af þessu getur hlotist, öfugt við nokkra málsmetandi múslíma, sem hafi allt á hornum sér. Til að mynda Ghayasuddin Siddiqui, forstjóri Múslímastofnunarinnar og leiðtogi þings múslíma, sem segir til- tækið birtingarmynd öfganna. „Mað- ur ætlast til fagmannlegrar hegðunar hjá fólki í þessum starfsstéttum,“ sagði hann og ennfremur að það lýsti skorti á þroska að nýta sér heimild- ina. Hann hrósar þó Sainsbury’s fyrir viðleitni til að virða óskir starfs- manna sinna, en segir sökina liggja hjá þeim sem notfæri sér góð- mennsku vinnuveitenda sinna. Einu gildi þótt það sé í föstumánuðinum ramadan. Ibrahim Mogra, formaður nefndar um samskipti trúarbragða í múslím- aráðinu í Bretlandi tekur nokkurn veginn í sama streng og Siddiqui: „Íslamskir starfsmenn ættu að hugsa meira um það svigrúm, sem þeir hafa innan íslamskra laga til að verða betri starfskraftar í stað þess að ýta undir að litið verði á þá sem fólk sem erfitt er að umgangast og koma til móts við. Talsmaður Sainsbury’s upplýsti að allir umsækjendur um störf væru spurðir mikilvægra spurninga um hvort þeir hefðu eitthvað á móti því að fást við ákveðnar vörur. Ef um slíkt væri að ræða reyndi fyrirtækið eftir föngum að koma til móts við væntanlega starfsmenn sína. Múhameð og fjallið Reuters Undanþága Múslímar í Bretlandi eru ekki á eitt sáttir um undanþáguheim- ild, sem Sainsbury’s veiti íslömskum starfsmönnum sínum. Í Sainsbury’s mega íslamskir starfs- menn neita að afgreiða áfenga drykki SAMFÉLAGIл
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.