Morgunblaðið - 14.10.2007, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.10.2007, Qupperneq 28
Þótt grátið hafi verið á lokasýn- ingu meistarans var gleðin ekki langt undan. Valentino vildi að síðasta sýning sín yrði skemmtileg og ungleg Valentino hélt sínasíðustu „ready-to-wear“-sýningu ánýafstaðinni tískuviku í París. Þessum ítalska tískurisa var vel fagnað eftir að hann kynnti vor- og sumarlínu sína og mátti víða sjá tár blika á hvarmi. Reyndar á Valent- ino eftir eina línu til við- bótar en allra síðasta sýn- ing hans verður á hátískufatnaði í París í jan- úar. „Ég vil hætta meðan ég er á hátindi frægðar minn- ar,“ sagði þessi 75 ára gamli hönnuður við frétta- menn baksviðs. „Mig lang- ar til að skemmta mér því ég hef eytt ævinni í há- tískuhúsum að teikna hundruð skissa á hverri tískuártíð,“ hefur fréttastofa AP eftir hönnuðinum. Valentino fagnaði 45 ára starfi sínu í tískuheim- inum með þriggja daga hátíðahöldum í Róm í sumar. Hann tilkynnti síðan í síðasta mánuði að hann drægi sig í hlé árið 2008. Fyrrverandi hönn- uður Gucci, Alessandra Facchinetti, hefur verið ráðin til að taka við af honum. Félagar Valentino úr tískuheiminum lofuðu hann eftir sýninguna en hönnuðurinn hefur klætt stjörnur á borð við Jackie Kennedy og Gwyneth Paltrow og deilir að mörgu leyti glæsilífsstíl viðskiptavina sinna. „Þetta er tilfinningarík stund, hann er mikilvægur hönnuður og stór hluti af tískusögunni,“ sagði Ken Downing, tískustjóri hjá bandarísku stórversluninni Neiman Marcus. Karl Lagerfeld var óánægður með þá ákvörðun kollega síns að láta af störfum. „Ég er ekki ánægður því ég tel það ekki gott að hann sé að hætta, hann er í góðu formi.“ Sjálfur sagði Lagerfeld við blaðamenn að samn- ingar hans sjálfs væru allir til lífstíðar en Lagerfeld gegnir hlutverki listræns stjórnanda hjá Chanel og Fendi auk þess að vera með eigið merki. Valentino ætlar þó ekki að hverfa algjörlega af yfirborði jarðar. Hann hefur sett á laggirnar stofnun sem hýsir sköp- unarverk hans í gegnum tíðina og hefur hug á því að hanna búninga fyrir óperur og ballettsýningar. Þótt grátið hafi verið á lokasýningu meistarans var gleðin ekki langt undan. Valentino vildi að síðasta sýning sín yrði skemmtileg og ungleg, til heiðurs aðdáendum sínum á öllum aldri, og kannski til að sýna Permira, nýj- um eigendum tískuhússins, hvað þeir eigi eftir að fara á mis við. Sýningin þótti heppnast vel og á áreiðanlega eftir að seljast vel enda gefst þarna síðasta tækifærið til að fá Valentino-föt hönnuð af meistaranum sjálfum. ingarun@mbl.is REUTERS Spari Valentino hefur verið vinsæll á rauða dreglinum. Svart og hvítt Vinsælir litir hjá hönnuðinum. Blómleg Sannkölluð blómarós hér á ferð. Grátur og gleði Ítalski fatahönnuðurinn Valentino tilkynnti í síðasta mánuði að hann ætlaði að láta af störfum eftir 45 ár í bransanum. Inga Rún Sigurðar- dóttir skoðaði síðustu tískusýninguna hans á almennri tískuviku í París. Taskan Fylgihlutirnir eru líka mikilvægir. Glamúr Bara fyrir glæsipíur. Hárautt Dæmigerð hönnun frá Valentino. Valentino Súkkulaðibrúni meistarinn sjálfur. Sumarlegt Glaðlegt gaman í líflegum litum. Reuters daglegtlíf Guðmundur Jónsson segir ný- stofnaða Miðstöð munnlegrar sögu vera að safna heimildum og varðveita til frambúðar. » 44 sagnfræði Með bókinni Velkomin til Bag- dad opnar Davíð Logi Sigurðs- son okkur hinum glugga að um- heiminum. » 34 bækur |sunnudagur|14. 10. 2007| mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.