Morgunblaðið - 14.10.2007, Síða 29

Morgunblaðið - 14.10.2007, Síða 29
hugsað upphátt MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 29 H vað í ósköpunum verð- ur til þess að maður sem hefur öðlast tölu- verðan þroska fer vikulega að heiman með alls kyns vosklæðnað í fartesk- inu, eldrauða derhúfu á hausnum og samlitan trefil sem gæti verið af tuskubangsa um hálsinn til að hvetja rauðklædda menn í boltaleik í tvo tíma? Þegar Valur varð Íslands- meistari í fótbolta í lok síðasta mán- aðar var ég vitaskuld mættur á völl- inn. Ég segi vitaskuld vegna þess að í allmörg ár höfum við bræðurnir ásamt yngstu sonum okkar leitast við að mæta á alla Valsleiki. Það hef- ur verið misjafnlega gaman. Við höfum horft upp á liðið okkar falla úr efstu deild, rífa sig upp aftur, aðeins til að hrynja niður á ný. Fram að nýafstöðnu tímabili leiddum við ekki hugann að mögu- leika á Íslandsmeistaratitli. Tuttugu ár eru langur tími í fótbolta og svo löng bið eftir titli er langt handan við að vera svekkjandi. Hún er miklu fremur einhvers konar ástand. Það var sannarlega tilfinninga- þrungin stund þegar Sigurbjörn Hreiðarsson fyrirliði kórónaði vax- andi gengi Valsara á allra síðustu misserum með því að hefja bikarinn stóra á loft þennan svala og regngráa haustdag. Svo tilfinninga- þrungin að það kom mér í opna skjöldu. Ég var að reyna að rifja það upp um daginn hvernig ég hefði orðið Valsari og það verður að segjast að það gekk erfiðlega. Það virðist vera svipað með það og fæðingu mína. Ég var bara á réttum stað á réttum tíma. Ég hef þó komið auga á eitt og annað sem ef til vill varpar ljósi á málið. Fyrstu tvö ár ævinnar bjó ég til dæmis í húsi rétt við Melavöllinn sem bar nafnið Valhöll og hýsti líka höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins. Núna er þar barnaheimili. Húsið telst vera í vesturbænum og tengslin við Hlíðarendafélagið voru engin, en það voru vissulega myndir af kröft- ugum ránfugli hér og þar á veggj- unum. Þegar ég var tveggja ára fluttu foreldrar mínir með frumburðinn í Hamrahlíð. Ekki voru íþróttir of- arlega á baugi á heimilinu, enda pabbi virkur antisportisti og mamma of mikil keppnismanneskja til að geta lagt það á sig að taka þátt í slíku. Pabbi var reyndar skráður félagi í KR á þessum árum, en ég held að það hafi bara fylgt ókeypis með flokksskírteininu og gamla heimilisfanginu. En það er stað- reynd að ég var enn á ný á réttum stað, því Hlíðarnar voru og eru jú Valshverfi. Það sem endanlega gerði svo út- slagið um félagslega afstöðu mína í íþróttum var fagurrauður, hvít- bryddaður þríhyrndur Valsfáni úr silki sem vinafólk mömmu í Dan- mörku gaf mér þegar ég var á sjötta árinu og í minni fyrstu utanlands- ferð. Húsbóndinn hafði fengið þenn- an forláta fána í Íslandsferð danska landsliðsins nokkrum árum fyrr. Þegar ég var orðinn handhafi þessa glæsilega grips varð ekki aft- ur snúið og í áraraðir hékk hann í herberginu mínu, eða allt þar til að hann vék fyrir helgimyndum af með- limum Black Sabbath í kringum 1970. En löngu síðar, meðan ég var við nám erlendis og búslóðin í geymslu á háaloftinu hjá ömmu og afa, hvarf þessi fáni og ég hef ekki séð hann síðan. Fram til þessa hef ég saknað hans. En ekki lengur. Þegar Sigurbjörn lyfti bikarnum þarna um daginn fann ég hvernig öll vonbrigði fortíðarinnar leystust upp í ylnum frá sigrinum og gleðin ríkti ein. Sama gleði og ég upplifði þegar ég eignaðist fánann forðum. Takk fyrir það og til hamingju, Valsmenn. Valur vængjum þöndum – óður til gleðinnar Sveinbjörn I. Baldvinsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.