Morgunblaðið - 14.10.2007, Page 32

Morgunblaðið - 14.10.2007, Page 32
uppgjör 32 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Sértilboð Dorotea, Liberty og Roque Nublo Kanarí 4. des. - 15 nætur Munið Mastercard ferðaávísunina M bl 9 21 62 3 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 4. desember í 15 nætur á frábæru sértilboði. Bjóðum frábær sértilboð á Dorotea, Liberty og Roque Nunlo, þremur af allra vinsælustu gististöðum okkar á Kanarí. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangas- tað við góðan aðbúnað. Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2-5 í íbúð á Dorotea 4. des. í 15 nætur. Gisting á Liberty og Roque Nublo kostar 5.000 kr. aukalega. Frábær staðsetning ekki á forsíðu daginn eftir. Um- ræðan gerði okkur erfiðara fyrir að jafna ágreininginn, en full sátt ríkir um niðurstöðuna. Auðvitað var mjög óþægilegt þegar nánast hvert einasta skref í þessu máli var rýnt af fjölmiðlum og skýrt frá því. Og hver er það sem var með það gríðarlega mikla upplýsinga- streymi? Við höfum reynt að leysa viðkvæm mál sjálf og ég hef enga trú á því að það hafi verið borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem veittu þessar upplýsingar. Þeir hafa sagt það sjálfir og ég hef enga ástæðu til að tortryggja það. Voru það aðrir? Hver og einn verð- ur að eiga það við sig. Kannski þið á blöðunum upplýsið það?“ – Skiptir það máli hver lak upp- lýsingum? Var ekki skýrt frá at- burðum sem áttu sér stað – átti að þegja um þá? – „Nei, það á ekki að þegja. En það skiptir máli ef eitthvað er ranglega borið upp á einstaklinga. Þetta var orðið gríðarlega mikið umfjöllunarefni á forsíðum blaða. Fyrir vikið var erfiðara að ráða við atburðarásina og taka á þessu af skilvirkni fyrr en við gerðum á mánudeginum.“ – Hvað áttu við með ranglega borið upp á einstaklinga? „Allir borgarfulltrúar meirihlut- ans hafa neitað að hafa skýrt í smáatriðum hvað gerst á þessum fundum.“ – Hvernig varð þér við þegar þú heyrðir að forysta flokksins hefði fundað með borgarstjórn- arflokknum án þín og hvað finnst þér um það? „Það kom mér mjög á óvart. Og ég tel að það sé umhugsunarefni hvort hún hefði átt að gera það með þessum hætti. Þetta gaf tilefni til margskonar vangaveltna.“ – Hvenær áttaðirðu þig á því að það þyrfti að útkljá málið innan borgarstjórnarflokksins? „Ég auðvitað skynjaði þetta strax á fimmtudeginum að það þyrfti að taka á þessu. Og á föstu- deginum ræddi ég þessi mál við nokkra borgarfulltrúa. Við vorum sammála um að boða til fundar strax á mánudeginum og leysa málið okkar í milli. Ég var alveg viss um að það myndi leysast eins og önnur mál. Ég ber fullt traust til þessa fólks, það hefur marg- komið fram; við höfum unnið þétt saman og erum vinir og sam- herjar.“ – Talaðirðu við Björn Inga með- an á þessu stóð? „Nei, ég var í því að tala við mitt fólk, leggja fram flöt til lausnar á þessu máli. Við töluðum síðan sam- an eftir að hann kom heim og ég vildi þá vera með fast land undir fótum – hvernig við gætum leyst þetta. En hann var ekki tilbúinn að fallast á það. Og kannski hefur eitthvað annað verið byrjað að gerjast í þessu máli – ég veit það ekki. Að minnsta kosti var hann ekki tilbúinn að fallast á að við seldum þennan hlut og lágmörk- uðum áhættuna af útrásinni, sem hefði verið gott fyrir Orkuveituna. Hann vildi hinsvegar vera í útrás þar til REI yrði sett á markað og er sannfærður um að hagnaðurinn verði miklu fleiri milljarðar en tíu þegar upp verður staðið, en ekkert liggur því til grundvallar annað en vangaveltur og væntingar.“ – Hefðuð þið getað myndað meirihluta með öðrum flokki út frá málefnagrundvelli? „Já, ég tel að við hefðum getað það, ef sú staða hefði komið upp.“ – En það var ekki leitað til ykk- ar? „Við vorum í samstarfi af fullum heilindum. Og á meðan svo er, þá tölum við ekki við aðra. Þannig vinnum við sjálfstæðismenn, erum ekki í baktjaldamakki. Við vorum bara í góðu samstarfi og það komu engin alvarleg ágreiningsmál upp þessa fimmtán mánuði ef samruna- málið er undanskilið. Sennilega hefur Framsókn trúað að við vær- um í viðræðum við VG, sem við vorum ekki, og hafa ætlað að vera á undan. Þau hafa greinilega óttast það, sem var algjörlega ástæðu- laust, því við vorum ákveðin í því að halda samstarfinu áfram.“ Vinurinn Björn Ingi – Björn Ingi kallaði þig „vin“ sinn á föstudag og virðist bera mikla umhyggju fyrir þér? „Við höfum átt gott samstarf og aldrei borið skugga á það. Þess vegna kemur framganga Björns Inga mjög á óvart og hefur valdið mér miklum vonbrigðum.“ – Þið féllust meira að segja í faðma eftir borgarstjórnarfund- inn? „Já, við vorum báðir með þann ásetning að leysa þessi mál. Eða það hélt ég. En þá er Alfreð búinn að tala við Dag B. Eggerts- son þegar þetta gerist. Og hefur örugglega haft umboð Björns Inga til þess.“ – Það hefur verið talað um góða vináttu milli ykkar Alfreðs? „Já, já, það var ágætis vinátta á milli okkar. Alfreð hefur ekkert rætt þessi mál við mig, akkúrat ekki neitt. Það er greinilegt að hann telur sig eiga einhverra harma að hefna og það getur vel verið að það að honum var ekki fal- ið að halda áfram starfi sínu sem formaður byggingarnefndar Land- spítalans hafi haft þarna einhver áhrif. Svo hef ég heyrt af gremju meðal framsóknarmanna vegna ríkisstjórnarslita.“ – Þannig að Björn Ingi hefur orðið fyrir þrýstingi úr bakland- inu? „Að einhverju leyti, það er alveg klárt.“ – Hvernig varð þér við þegar þú heyrðir ræðu Björns Inga á borg- arstjórnarfundinum, þar sem hann skerpti á ágreiningnum? „Mér fannst hún endurspegla það að hann var ekki í neinum sér- stökum sáttahug gagnvart okkur sjálfstæðismönnum,“ segir Vil- hjálmur, lítur niður og hugsar sig um. „Og hvers vegna hann kaus að fjalla svona um þetta mál með þessum hætti á þessum tíma kann að skýra það sem gerðist morg- uninn eftir.“ – Björn Ingi mætir ekki heim til þín klukkan ellefu á fimmtudags- morgun eins og talað hafði verið um – hvenær fer þig að gruna að hann sé að makka annað? „Svona kortér í tólf,“ svarar Vil- hjálmur brosandi eftir andartaks hik. 180 gráða snúningur Svandísar – Þetta hefur tekið á? „Auðvitað hefur þetta mál verið gríðarlega erfitt fyrir mig persónu- lega. Mér finnst miður að þessi góði meirihluti, sem ýtti svo mörg- um góðum málum af stað, skuli nú þurfa að víkja fyrir stökkbreyttum R-lista. Það eiga borgarbúar svo sannarlega ekki skilið. Og það er öllum augljóst að þessir fjórir flokkar geta aldrei nokkurn tíma náð því að stýra borgarmálum og rekstri borgarinnar með eindregn- um hætti.“ – Munu Björn Ingi og Svandís Svavarsdóttir ná saman um mál- efni Orkuveitunnar? „Ef það á að gerast, þá þarf Svandís að snúast í 180 gráður og gera allt annað en hún hefur pre- dikað í þessu máli. Í raun og veru eru hennar skoðanir á þessum mál- um miklu nær skoðunum okkar sjálfstæðismanna um að vera ekki í áhættusömum rekstri og takmarka okkar áhættu. En mest myndi reyna á hana ef að ákvörðun eig- endafundarins yrði af einhverjum ástæðum dæmd ólögmæt og sam- þykkja þyrfti málið á nýjan leik.“ – Mynduð þið greiða atkvæði á móti? „Við þyrftum að fara vandlega yfir afstöðu okkar með tilliti til þeirra sjónarmiða og athugasemda sem komið hafa fram í umræðunni, m.a. spurninga umboðsmanns Al- þingis.“ – Hvað finnst þér um þær? „Mér finnst eðlilegt að umboðs- maður Alþingis velti fyrir sér ýms- um álitamálum í sambandi við þetta. Og borgin þarf að svara því fyrir 30. október. Það er nýmæli að opinberir og einkaaðilar standi saman í svona samrunaferli og spurningarnar eru til þess fallnar að skýra þá stöðu betur. Það er fagnaðarefni að umboðsmaður skuli hafa haft þetta frumkvæði.“ Kaupréttarmál viðkvæm – Mikið hefur verið deilt um kaupréttarsamningana. „Ég var búinn að samþykkja fyr- ir mitt leyti að starfsmenn REI og » Björn Ingi ræddi það við mig hvortstjórnarmenn í Orkuveitunni og í REI, ut- an Bjarna Ármannssonar, ættu að fá að kaupa hlutafé. Hann setti ekki fram neinar tillögur um það. En mér fannst það að sjálf- sögðu ekki koma til greina. »Hann vildi hinsvegar vera í útrás þar tilREI yrði sett á markað og er sannfærður um að hagnaðurinn verði miklu fleiri millj- arðar en tíu þegar upp verður staðið, en ekk- ert liggur því til grundvallar annað en vangaveltur og væntingar. Morgunblaðið/Golli Borgarstjórinn Vilhjálmur telur að forysta flokksins hefði ekki átt að funda með borgarfulltrúum með þessum hætti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.