Morgunblaðið - 14.10.2007, Síða 34

Morgunblaðið - 14.10.2007, Síða 34
bækur 34 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Bagdad 2004 „Ég lagði ekki almennilega í að munda myndavélina í Bag- dad, að minnsta kosti ekki úti á götu. Niðri í Suður-Írak hafði ég lent í því að þar sem ég dró upp myndavél hópaðist að mér fólk, áhugasamt um grip- inn, æst í að fá tekna af sér mynd. Slíkt var í lagi þegar ég naut verndar danskra hermanna þar en ég kærði mig lítið um að lenda í múgæsingu í miðri Bagdad. Kannski voru þessar áhyggjur óþarfar í ljósi þess að fólkið í Bagdad var öllu veraldarvanara og hafði án efa séð svona tæki. Og þó - með því að taka upp myndavél í miðbæ Bagdad var maður að draga að sér athyglina að óþörfu, jafnvel gera sig að skotmarki þeirra sem ímigust höfðu á veru vest- rænna manna í þessu þjakaða landi. En ljósmyndir skipta miklu máli fyrir öll skrif í dagblöð og þegar Sami ræsti bíl sinn og byrjaði að bakka út úr innkeyrslu Ahmeds Abo Ali hugsaði ég með mér að það væri nú alveg grábölvað hversu illa mér hafði gengið að taka brúkhæfar myndir inni á heimili fjölskyldunnar. Morgunblaðið/Davíð Logi Bagram, Afganistan 2005 „Með þessum mynd- um langar mig til þess að sýna aðra hlið á Bandaríkjamönnum en þá sem ég beini reiði- lestri mínum að vegna klúðurs þeirra í stríðinu gegn hryðjuverkum. Efri myndin er tekin í sjúkrahúsinu í Bagram, sem er um klukku- stundar akstur frá Kabul, en þar reka Banda- ríkjamenn bæði fangelsi og svo þetta fullkomna sjúkrahús. Sú þjónusta sem Bandaríkjamenn veita afgönskum almenningi þar er af hinu góða. Stúlkan á myndinni Zarghona brenndist illa heima hjá sér á þriðja degi lífs síns, en for- eldrar hennar voru hirðingjar og komu með hana á spítalann. Jonathan Leong ofursti á spít- alanum, sagði að strax hefði verið gengið í það að veita Zarghona beztu mögulega umönnun og síðar yrði hún send til Bandaríkjanna í aðgerð- ir. Ég hef alltaf séð í andliti Leong á myndinni merki þeirrar ástúðar og umhyggju, sem Bandaríkjamenn eiga til og kunna að gefa af sér. Það hafði sérstök áhrif á mig að sjá þessa litlu stúlku svo mikið slasaða, að heima átti ég stúlku á svipuðu reki. Hún kallaði því ýmsar hugrenningar fram hjá mér og allt í einu var ég uppfullur af heimþrá, ég fann það svo bók- staflega, hvað ég var langt í burtu frá fjölskyld- unni. Í sumar fór ég svo að kanna, hvað hefði oðið um Zarghona og þá kom í ljós, að menn höfðu staðið við orð Leong, barnið var flutt til Boston í Bandaríkjunum á vegum samtakanna Childspring International. Þar gengst hún und- ir aðgerðir og er talið að meðferðin taki allt að fimm ár til viðbótar. Ég talaði við fósturmóður Zarghona í síma; hún sagði stúlkuna komna með augnlok og byrjað væri að búa til á hana nef. Hún sendi mér nýlega mynd af Zarghonu [neðri myndin t.v.]. Stúlkan dafnar vel og leikur sér eins og önnur börn. Ég velti því fyrir mér, hvort Zarghona eigi afturkvæmt til Afganistan, þegar meðferð hennar er lokið. Er hún þá í stakk búin til þess að taka aftur upp hirðingjalíf hjá Bagram eða hefur hún ánetjast bandarísk- um heimi um of. Einungis framtíðin getur skor- ið úr þessu, en fósturmóður hennar sagði við mig að þau reyndu að hugsa ekki of mikið um þetta nú. Aðgerðirnar og endurhæfingin ganga fyrir öllu öðru.“ Gluggi að umheiminum Davíð Logi Sigurðs- son blaðamaður Morgunblaðsins hefur vakið athygli og fengið verðlaun fyrir lýsingar sínar á átakasvæðum í máli og myndum, þar sem hann hefur manneskjuna jafnan í fyrirrúmi. Nú hef- ur Davíð unnið þetta efni áfram til bók- arinnar; Velkominn til Bagdad – ótti og örlög á vígvöllum stríðsins gegn hryðjuverkum. Freysteinn Jó- hannsson ræddi við Davíð, sem ætlar bókinni að opna okkur hinum per- sónulegan glugga að umheiminum. Guantanamo 2006 „Orðið sjálft, Guantanamo, hefur öðlazt sér- stakan sess í tungumálinu. Margir tengja það við meint mann- réttindabrot og ómanneskjulega meðferð, jafnvel pyntingar. Í heimsókn minni í fangelsið hafði ég það stöðugt í huga, að ég sá bara það sem ég fékk að sjá. Auðvitað hafði ég lesið ýmislegt um meðferðina á föngunum þarna og sú vitneskja fylgdi mér inn í fangabúðirnar, en ég sá ekkert slíkt sjálfur. Ég fékk bara að kíkja inn um glugga, en það var móða á rúðunni svo lítið sást. Eftir heimsókn mína var ég oft spurður hvort fangabúðirnar væru ekki voðalegur staður. Ég get ekki svarað þeirri spurn- ingu öðru vísi en svo: Ég sá ekki neitt af því voðalegasta sem þar er sagt hafa gerzt. Reyndar var ekkert af því sem ég sá og heyrði svo voðalegt. En þegar menn lesa þetta mega þeir ekki gleyma því að ég var gestur þeirra sem þarna réðu ríkjum og þeir völdu það sem ég sá inn um gluggann. En ég upplifði þá tilfinningu, þegar ég var kominn heim í gisti- heimili úr kynnisferð dagsins, að ég gat um frjálst höfuð strokið. Ég gat farið og synt í Karíbahafinu eða legið í sólinni. Það gátu fangarnir í Guantanamobúðunum ekki. Þeir voru innilokaðir þótt aldrei hefðu sannazt á þá glæpir og það sem verra er; þeir höfðu enga hugmynd um hvenær prísundinni myndi ljúka. Þegar ég fór úr búðunum voru myndirnar sem ég tók skoðaðar og sumar voru eyðilagðar; helzt vegna þess að of mikið sæjist í andlit fanga eða fangavarða, en slíkt mátti ekki. Þess vegna er myndin svona, mennirnir þekkjast ekki, en þeir spegla vel það andrúm sem fangabúðunum fylgir.“ Ahmed fylgdi okkur Sami úr hlaði, hafði opnað hliðið að innkeyrslunni og beið þar á meðan við bökkuðum út. Börn hans og frændsystkini þeirra léku hins vegar á als oddi, hlupu um, brostu til mín og veifuðu. Ég þreif upp myndavélina og smellti af í gríð og erg, rétt í þann mund sem við ókum í burtu. Þar náði ég loks ljósmyndinni sem ég vissi að mig vant- aði. Börnin eru í forgrunni, skælbrosandi og hjartahrein, en til hliðar stendur Ahmed og brosir að öllum hamaganginum í þeim. Einhverra hluta vegna snerti þessi mynd mig strax djúpt þegar ég skoðaði hana heima á hóteli síðar um daginn. Þessi ljósmynd hjálpaði mér að muna að þó vissulega hafi verið áhugavert að koma til Bagdad, vettvang heims- fréttanna, þá snúast fréttir þegar öllu er á botninn hvolft um raunverulegt fólk. Fólk sem alls ekki er svo ólíkt manni sjálfum, þegar betur er að gáð. Myndin af Ahmed og fjölskyldu hans myndi alltaf búa í huga mér, heim- sóknin til Íraks alltaf vera mér meira en lítið minnisstæð og örlög fólksins í landinu áhyggjuefni.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.