Morgunblaðið - 14.10.2007, Side 35

Morgunblaðið - 14.10.2007, Side 35
Amman 2007 „Hlutskipti íraska flóttafólksins í Jórdaníu er ekki upp á marga fiska. Heimsókn mín til þeirra hafði ekki síður áhrif á mig en heimsóknin til Bagdad. Mér finnst þessi mynd lýsandi fyrir ömurlegar aðstæður þessa fólks, það horfir út um gluggann, en Írak er þeim horfið, og fyrir utan framandi heimur sem það mun fæst eignazt einhverja almennilega hlutdeild í. Flóttafólkið frá Írak á ekki í mörg hús að venda. Enginn þeirra tíu Íraka sem hafa sótt um hæli á Íslandi frá 2003 hefur fengið jákvætt svar. En hvað sem því líður er bezta lausnin á vanda þessa fólks friður í Írak sem gerir þeim kleift að flytja heim aftur. Meðan það ger- ist ekki situr það við gluggann og bíður.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 35 VERÐ FRÁ 67.000 KR.* Á MANN Í TVÍBÝLI Björgvin Halldórsson, ásamt stórhljómsveit og strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Konunglegu Óperunnar í Kaupmannahöfn, kemur fram á stórtónleikum í Cirkusbygningen í Kaupmannahöfn, sumardaginn fyrsta, þann 24. apríl 2008. Gestasöngvarar: Stefán Hilmarsson, Svala Björgvins, Sigga Beinteins, Eyjólfur Kristjánsson, Regína Ósk o.fl. Tónleikarnir fara fram undir borðhaldi og síðan er dansleikur til kl. 02:00 þar sem Björgvin og hljómsveit hans, ásamt gestasöngvurum, halda uppi stuðinu. + Nánari upplýsingar á www.icelandair.is *Innifalið í verði: Flug, flugvallarskattar, gisting á Hotel Du Nord og miði á tónleika og dansleik ásamt 3ja rétta kvöldverði (frá kl. 19:30 til 22:00) í Cirkusbygningen 24. apríl. Hægt er að velja um gistingu á fleiri hótelum í Kaupmannahöfn og í allt að 4 nætur. Í boði eru flugferðir til Kaupmannahafnar 23. eða 24. apríl og frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur 25., 26. eða 27. apríl. Eingöngu bókanlegt á netinu! Takmarkað sætaframboð! Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir ICELANDAIR Í SAMSTARFI VIÐ WWW.KOBEN.IS KYNNA: BO Í KÖBEN Í APRÍL 2008 UNDIR STJÓRN ÞÓRIS BALDURSSONAR ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 3 94 28 1 0/ 07 Málstofa í Landbúnaðarháskóla Íslands 15. október kl. 15 á Keldnaholti Breytileiki í hvatberamengi íslenskra og norskra hesta Fyrirlesarinn, Gunnfríður Hreiðarsdóttir, greinir frá rannsókn sem beinist að því að skoða erfðabreytileika innan íslenska hrossastofnsins í samanburði við önnur hrossakyn. Skoðaður er breytileiki í setröðum hvatberaerfðamengisins og erfðasamsetning þessara stofna greind með hliðsjón af þeim breytileika. Meðal stofna sem greindir hafa verið til samanburðar eru norsku, sænsku og færeysku hrossakynin, auk kynja frá Bretlandseyjum, norður-Evrópu og Asíu. Gögnin gefa upplýsingar um erfðafjölbreytni íslensku og norsku stofnana í samanburði við aðra stofna sem og samanburð á virkri stofnstærð kvendýra. Hugsanlegur uppruni setraða í íslenska stofninum er skoðaður. Gunnfríður Hreiðarsdóttir lauk mastersnámi frá Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 2005 og vinnur nú að doktorsnámi sínu við Landbúnaðarháskóla Íslands að verkefni þar sem hún rannsakar erfðabreytileika íslenska hestsins. Gunnfríður var nýlega ráðin í hlutastarf sem landsráðunautur í nautgriparækt hjá Bændasamtökum Íslands. Sæl og sátt börn Um gildin í fjölskyldunni - endurtekið námskeið Stöðugt áreiti er á fjölskyldum í nútímaþjóðfélagi, börnum finnst þau þurfa að vera með í öllu sem býðst og foreldrarnir dragast inn í hringiðu þarfa og væntinga. Mikil- vægt er að foreldrar nái tökum á atburðarásinni og stýri henni. Til eru ýmsar leiðir til að ná tökum á áreitinu, skapa áhugaverða valkosti fyrir börnin og góða samveru fyrir fjölskylduna. Leiðbeinandi: Ágústína Ingvarsdóttir sálfræðingur þýddi og staðfærði námskeiðið SOS hjálp fyrir foreldra. Hvenær og hvar er námskeiðið haldið? Laugardaginn 20. október 2007 kl. 10-17 í Bolholti 4, 4 hæð t.v. Innifalið: 8 kennslust. námskeið, 2 klst. handleiðsla, námskeiðsgögn, léttur hádegismatur, kaffi og te. Námskeiðið kostar aðeins 15.000 kr. fyrir þátttakanda eða 25.000 kr. fyrir par. Skráning á: info@life-navigation.com eða í síma 663-8927.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.