Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög L angt í burtu, óraveg frá Íslandi, er stórt land þar sem fólkið borðar með prjónum, les og skrifar framandi tákn og býr við ævafornan menningararf. Miklar þjóðfélagsbreytingar ein- kenndu síðustu öld og nú er síður en svo lognmolla í þessu fjölmennasta ríki heims. Alþýðulýðveldið Kína er í mikilli uppbyggingu, útrás, líkt og ís- lensku fyrirtækin sem nú reyna að festa sér sess þar í landi. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af opnun kínversks viðskiptalífs og samfélags. Mikil umfjöllun hefur verið um sam- skipti Íslands og Kína, mest um heimsókn forseta Íslands og starf- semi íslenskra athafnamanna og fyr- irtækja. Menningartengsl eru þó ekki síður mikilvægur þáttur í slíku samstarfi. Hamrahlíðarkórinn, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, hélt um miðjan september til Kína sem boð- berar íslenskra menningarstrauma, nánar tiltekið íslenskrar kór- tónlistar. Ferð þessi var farin á veg- um sendiráðs Íslands í Kína og er kórinn stærsti hópur Íslendinga sem þangað hefur komið í opinberum er- indagjörðum. Hamrahlíðarkórinn skipa sextíu ungmenni á aldrinum 17-25 ára sem fóru ásamt stjórnanda og tveimur fararstjórum, þeim Jóhanni Ingólfs- syni og Kent Lárusi Björnssyni, í tveggja vikna tónleikaferð til fjög- urra kínverskra borga. Ferðin hófst í höfuðborginni Peking, þaðan lá leiðin til Xianyang, þá til Wuhan og lokaáfangastaðurinn var Qingdao. Heimsóknirnar byggðust hver á mismunandi tengingum við borg- irnar. Tengiliður kórsins í Peking var Daxing nr. 1-framhaldsskólinn, en nafnið er til komið vegna þess að hann er elsti skólinn á sínu stigi í Daxing-hverfinu í Peking. Nöfn borganna Xianyang og Qingdao hljóma ef til kunnuglega, en Geysir Green Energy og Enex hafa unnið að jarðvarmaverkefnum í samstarfi við borgaryfirvöld í Xianyang, og ýmis íslensk fyrirtæki hafa nú hafið starfsemi í hafnarborginni Qingdao. Þá komst vinabær Kópavogs, Wuh- an, einnig á síður dagblaðanna nú í október í tengslum við kínverska menningarviku. Frá hráum eggjum til KFC Óhætt er að segja að móttökurnar sem kórinn fékk hafi einkennst af mikilli gestrisni allt frá fyrsta degi. Þar sem enginn ferðalanganna hafði áður stigið fæti á kínverska grund kom auðvitað margt forvitnilega fyr- ir sjónir, ekki síst þar sem fyrstu þrjár næturnar var gist á heimilum. Hver og einn kórfélagi fékk gistingu hjá fjölskyldum nemenda Daxing- framhaldsskólans, sópranar og altar hjá stelpum, tenórar og bassar hjá strákum. Mikil spenna ríkti í hópn- um fyrir heimagistingunni, en þegar við vorum sótt fyrsta kvöldið var al- veg ljóst að eftirvænting gestgjaf- anna var ekki minni. Daginn eftir var lítið annað rætt en það sem komið hafði fyrir sjónir á kínversku heimilunum. Morgunmat- urinn var vafalítið eitt vinsælasta umræðuefnið, enda ýmislegt á boð- stólum sem fæstum Íslendingum myndi detta í hug að láta sér til munns, allra síst svo snemma dags. Má þar nefna allt frá hráum eggjum til kjúklingaborgara frá Kentucky Fried. Einni brá heldur betur í brún þegar henni var boðið upp á „mon- key sandwich“. Best að brosa á móti, kinka kolli. Augnabliki seinna kom leiðrétting, nei, þetta var „donkey sandwich“. Líklega best að brosa að- eins meira. Þessar gestrisnu fjölskyldur opn- uðu heimili sín með bros á vör og vin- gjarnlegu handapati, en tungumála- kunnátta flestra var af skornum skammti. Leikræn tjáning til að komast í sturtu var hluti af upplif- uninni, og að dvölinni lokinni vorum við leyst út með gjöfum. Gjafir þess- ar voru mismargar og misáberandi, miserfiðar að bera, en mest fór þó líklega fyrir ólympíulukkudýrinu Beibei og tveggja metra tréblæ- vængjunum. Heimagistingin var okkur ómet- anleg lífsreynsla, enda standa slík tækifæri ekki til boða á hverjum degi. Heimsókn okkar hefur vísast þótt góð saga, því nokkur skyld- menni litu inn til að skoða gripina. Þá mun kveðjustundin ekki gleym- ast í bráð, flestar stelpurnar grétu og sumar fjölskyldur stóðu með kökk í hálsinum. „Þú ert systirin sem ég átti aldrei,“ sagði ein við hina íslensku „systur sína“, áður en kór- inn kvaddi Daxing nr. 1-framhalds- skólann og hélt áfram för sinni. Mjög fín málmaskja Þegar dvölinni í Peking lauk tók við allt annað andrúmsloft og nýtt hlutverk, Hamrahlíðarkórinn var sendiboði Íslands í Xianyang. Xia- nyang er smáborg á kínverskan mælikvarða, þar býr aðeins ein millj- ón manna. Ef til vill á smæðin þátt í því að okkur kórfélögum leið á stundum eins og við værum þjóð- höfðingjar, slíkar voru móttökurnar. Í Xianyang urðum við einnig hvað mest vör við þá miklu stéttaskipt- ingu sem ríkir í Kína. Sjálfstæðum Íslendingum kom viðhorf margra Kínverja til ýmissa mikilmenna spánskt fyrir sjónir. Heimsókn okkar í fjöltækniskólann í Xianyang var gott dæmi. Kona nokkur lóðsaði kórinn um skóla- svæðið og stoppaði hjá uppstækk- aðri mynd af fyrrverandi leiðtoga Kommúnistaflokksins, Deng Xia- oping, og ungum manni, fyrrverandi nemanda skólans, með litla málm- öskju í höndunum. Deng Xiaoping hafði heimsótt vinnustað unga mannsins, séð málmöskjuna og sagt: „Þetta er mjög fín málmaskja.“ Þessi nemandi og þetta atvik væri skólanum til mikils sóma og því væri myndin höfð hér til sýnis. Fyrsta daginn hélt aðstoðarborg- arstjórinn kórnum móttöku með Á múrnum Þrátt fyrir lítinn tíma var ótrúleg upplifun að ganga á Kínamúrnum. Nína, Marteinn, Magnús, Hákon og Hildur brostu breitt. Ljósmyndir/Þorleifur Örn Gunnarsson Heræfing? Nemendur Daxing skólans eiga ekki í neinum vandræðum með að raða sér upp fyrir daglega morgunleikfimi sína. Mikil áhersla er lögð á heilsurækt í Kína og á leikvöllum eru oft æfingatæki í staðinn fyrir rólur og rennibrautir. Heimsókn okkar hefur vís- ast þótt góð saga, því nokkur skyldmenni litu inn til að skoða gripina. Framandi matargerð Réttir í tugatali, sumir kunnuglegir, aðrir allt að því ógnvekjandi. Helgi, Halla, Gígja, Halli og Marteinn áttu hér enn eftir að fá súpuna, sem átti jafnan fátt skylt við súpur á Íslandi. Ævintýraferð Hamra Hamrahlíðarkórinn lagði 18. september í tveggja vikna söngferð til Kína. Halldóra Þórs- dóttir segir frá menn- ingunni, matnum og mikilmennunum. Peking Kínversk ungmenni vita að pís-merkið myndast afar vel. Ragn- heiður og Yrsa blanda hér saman íslenskum og kínverskum menning- aráhrifum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.