Morgunblaðið - 14.10.2007, Page 42

Morgunblaðið - 14.10.2007, Page 42
42 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ 16. október 1977: „Við fram- kvæmd þessa verkfalls opin- berra starfsmanna hafa komið upp vandamál við hliðin á Keflavíkurflugvelli vegna þess, að lög- reglumenn í hliðinu fram- fylgdu ekki úrskurði kjara- deilunefndar. Órói hefur skapast á sjúkrahúsum vegna þess, að BSRB hefur ekki virt úrskurði kjara- deilunefndar. Vandræði hafa orðið hjá Hjúkrunarskól- anum vegna þess að BSRB hefur ekki virt úrskurði kjaradeilunefndar. Virðing- arleysi BSRB gagnvart úr- skurðum kjaradeilunefndar hefur verið slíkt fyrstu daga verkfallsins, að kjaradeilu- nefnd hefur séð sig til- neydda til að senda BSRB bréf þar sem athygli er vak- in á þeim viðurlögum, sem eru við því að brjóta þessi lög.“ . . . . . . . . . . 18. október 1987: „Í ræðu sinni bendir Sólveig Arn- ardóttir á það, að sökin á því, sem miður fer, er ekki bara unglinganna. „Þjóðfé- lagið er bara orðið svo spillt og gildismatið svo rangt. Verðmætamatið er orðið að engu, og þótt maður brjóti eina rúðu, þá skiptir það ekki svo miklu máli.“ Ef Sól- veig lýsir með þessum orð- um almennri afstöðu ung- linga til þjóðfélagsins, er þar um miklu alvarlegra mál að ræða en miðborgarferðir á síðkvöldum um helgar.“ . . . . . . . . . . 19. október 1997: „Mikil póli- tísk átök urðu um byggingu álversins í Straumsvík á sín- um tíma. Reynslan hefur sýnt, að andstæðingar þess höfðu rangt fyrir sér. Til- raun til pólitískrar herferðar gegn fyrirtækinu snemma á síðasta áratug rann út í sandinn. Í eina tíð trúðu menn því, að meiri stöðugleiki einkenndi stóriðju heldur en sjávar- útveg. Reynslan hefur líka kennt okkur, að þær hug- myndir voru rangar. Gíf- urlegar sveiflur eru í álverði á heimsmarkaði og segja má, að mikill hagnaður í uppsveiflu geri álfyrirtækj- unum kleift að lifa öldudal- ina af. Í fyrradag var nýr hluti ál- versins í Straumsvík tekinn í notkun að viðstöddu miklu fjölmenni. Við það tilefni sagði Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, að þeir fjár- munir, sem starfsemi álvers- ins hefði skilið eftir í íslenzku samfélagi, hefðu auðveldað okkur að byggja hér upp velferðarkerfi. Það er áreiðanlega rétt. Álverið í Straumsvík hefur átt ríkan þátt í að skjóta fleiri stoðum undir íslenzkt atvinnulíf og afkomu þjóðarinnar, eins og því var ætlað í upphafi.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁBYRGÐIN ER OKKAR Ábyrgðin á jörðinni er okkar ogþað er hvers og eins að leggjasitt af mörkum til að koma í veg fyrir að mannkyn hafi þau áhrif á umhverfi sitt að plánetan verði óbyggileg. Loftslagsbreytingar af völdum útblásturs gróðurhúsaloftteg- unda eru alvarlegt mál. Það þarf ekki mikið til þess að jafnvægið í lífríkinu fari úr skorðum og breytingarnar verði svo afgerandi að ekki verði aftur snúið. Vísindamenn eru hins vegar sammála um að enn sé hægt að grípa í taumana. Umhverfismál hafa verið á oddinum undanfarna daga. Á föstudag hlutu Al Gore, fyrrverandi varaforseti Banda- ríkjanna, og vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC, friðarverðlaun Nóbels. Sú ákvörðun Nóbelsnefndarinnar er áminning til allra um mikilvægi þess að stemma stigu við loftslagsbreyting- um. Á föstudag hófst umhverfisþing í Reykjavík. Þar sagði Þórunn Svein- bjarnardóttir umhverfisráðherra: „Við eigum ekki að biðja um undan- þágur, heldur leggja okkar af mörk- um, vera í fararbroddi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og til fyr- irmyndar í þeim efnum.“ Í Morgunblaðinu í dag hefst greina- flokkur eftir Bergþóru Njálu Guð- mundsdóttur og Orra Pál Ormarsson undir yfirskriftinni Út í loftið. Þar verður leitast við að draga fram þær loftslagsbreytingar, sem eru að eiga sér stað af manna völdum, og hvað hver og einn geti gert til að grípa í taumana. Það verður gert með því að segja þroskasögu tilbúinnar fjöl- skyldu, sem í upphafi lætur sér lofts- lagsmál í léttu rúmi liggja en kemst smátt og smátt til vitundar um það hvað í húfi er og breytir um lífsstíl. Rakið verður hvað fjölskyldan getur gert til þess að leggja sitt af mörkum. Lífshættir hennar eru brotnir til mergjar og farið ofan í það hverju hún getur breytt í sínu fari til að minna liggi eftir hana af gróðurhúsaloftteg- undum. Það getur verið af ýmsum toga, allt frá því að flokka heimilis- ruslið, til þess að vera vakandi fyrir umbúðum og uppruna í innkaupunum og takmarka mengunina, sem fylgir bílakostinum. Þegar talað er um breytta lífshætti er ekki átt við afneitun allra lífsins gæða. Miklu nær væri að nota orðið nægjusemi. Samtíminn virðist ein- kennast af tilhneigingu mannsins til að kaupa og sanka að sér meira af efn- islegum gæðum en hann þarf á að halda eða getur nokkurn tímann not- að. Einn einstaklingur breytir ekki gangi himintunglanna og það er stjórnvalda um allan heim að snúa bökum saman og fara fram með góðu fordæmi. Það dugar ekki lengur að blása til alþjóðlegra ráðstefna til að setja alheimsmarkmið um losun gróð- urhúsalofttegunda og yppa síðan öxl- um þegar útblásturinn eykst í stað þess að minnka. Í loftslagsgreininni í dag kemur fram að eigi að vera ein- hver möguleiki á að halda hlýnuninni innan tveggja gráða verði heildarlos- un jarðarbúa á gróðurhúsalofttegund- um að hætta að aukast innan tíu til fimmtán ára og 2050 þurfi því marki að hafa verið náð að hún verði aðeins helmingur þess, sem var árið 2000. Þessu marki þarf að ná þrátt fyrir að mannkyni muni sennilega fjölga um tvo og hálfan milljarð á næstu 43 árum en búist er við að jarðarbúar verði níu milljarðar um miðja þessa öld. Efasemdarmenn kunna að hrista höfuðið en það getur ekki sakað að umhverfið njóti vafans. Meira að segja danski efahyggjumaðurinn Bjørn Lomborg, sem finnur spám um lofts- lagsbreytingar allt til foráttu, lifir vistvænna lífi en þorri manna. Framlag hvers og eins skiptir ef til vill ekki sköpum en það er hægt að koma miklu til leiðar með samtaka- mættinum. Tími er kominn til að snúa við blaðinu og hætta að þybbast við. Það er skylda hverrar kynslóðar að skila jörðinni ekki í verra ástandi en hún tók við henni til þeirrar næstu. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ A ndstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa alla tíð haldið því fram, að sá flokkur hefði öðrum fremur verið stofnaður til þess að gæta hags- muna atvinnurekenda og þess, sem Einar Olgeirsson ásamt öðr- um kallaði „auðvaldið“. Segja má, að þar hafi víglínan verið dregin af hálfu andstæðinga Sjálf- stæðismanna. Vinstri menn, sem hafa skipulagt sig í ýmsum flokkum undir ýmsum nöfnum en nú skipt sér í fylkingar á milli Samfylkingar og Vinstri grænna hafa hins vegar lagt áherzlu á að þeir væru mál- svarar launþega og verkalýðs, þótt minna fari fyrir því að þeir noti síðarnefnda heitið nú á dög- um. Í deilunum innan borgarstjórnar Reykjavíkur um málefni Orkuveitunnar virðist þessum hlut- verkum hafa verið skipt. Þar koma fram á sjón- arsviðið 6 borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, flestir sem kallast mega ungir eða á miðjum aldri, og segja: við viljum ekki, að Orkuveita Reykjavíkur, opinbert fyrirtæki í eigu íbúa Reykjavíkur og nokkurra nágrannabyggða taki þátt í áhætturekstri einkafyrirtækja út í heimi á sviði orkumála. Við viljum að Orkuveitan einbeiti sér að því verkefni, sem hún var stofnuð til, að sjá viðskiptavinum sínum fyrir rafmagni og hita. Og leggja til að hlutur Orkuveitunnar í útrás- arfyrirtæki á sviði orkumála verði seldur. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, fráfarandi borgarstjóri í Reykjavík, hefur fallizt á þessi sjónarmið félaga sinna í borgarstjórn, þótt hann hefði áður verið hlynntur aðild Orkuveitunnar að slíkri útrás- arstarfsemi. Þessi afstaða borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins er heilbrigð. Þeir eru í raun að segja, að Orkuveitan eigi ekki að vera einhvers konar milliliður, sem innheimti fé af viðskiptavinum sínum til þess að geta fjárfest í útlöndum heldur eigi Orkuveitan að halda sig við sín upprunalegu verkefni og þá væntanlega að lækka gjaldskrá sína. Þá losna peningar, sem viðskiptavinir henn- ar geta ráðstafað sjálfir og þá hugsanlega keypt fyrir þá hlutabréf í útrásarfyrirtæki á sviði orku- mála verði það sett á markað, ef þeim sýnist svo. Nú mætti ætla, að þessi hagsmunagæzla borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í þágu borgarbúa hefði fallið vel að þeim grundvallarsjónarmiðum, sem Samfylking og Vinstri grænir hafa gefið sig út fyrir að berjast fyrir. En þá kemur í ljós, að þessir flokkar ákveða að taka að sér það hlut- verk, sem þeir hafa hingað til sakað Sjálfstæð- isflokkinn um að gegna, þ.e. að gæta hagsmuna þeirra einkarekstraraðila, sem standa að útrás- arfyrirtækinu í orkumálum. Þeir aðilar eru vissulega að sinna verðugu verkefni en það er augljóslega hagkvæmt fyrir þá að njóta fjár- muna Orkuveitunnar og þekkingar en ráða fyr- irtækinu. Stóra spurningin er auðvitað sú, hvers vegna þessi hlutverkaskipti hafa orðið. Þar má greina á milli mismunandi sjónarmiða innan Samfylking- ar og Vinstri grænna. Þótt Samfylkingin hafi tekið við hlutverki Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags (að sumu leyti) og Kvennalista í íslenzkum stjórnmálum, hefur sá flokkur aldrei lýst sömu afstöðu til „auðvalds- ins“ og talsmenn þessara flokka og þó sér- staklega þeirra fyrrnefndu lýstu í pólitískri bar- áttu 20. aldarinnar. Þvert á móti hefur Samfylkingin siglt upp að hliðinni á stórfyr- irtækjunum í landinu og hægt að færa sterk rök fyrir því, að hún hafi tekið að sér að gæta hags- muna þeirra með einhverjum hætti. Þetta er ekki alveg óþekkt fyrirbæri meðal jafnaðar- manna í öðrum löndum. Tony Blair hafði sterka tilhneigingu til að sækjast eftir stuðningi við- skiptajöfra og er frægasta dæmið um það við- leitni hans til þess að öðlast vináttu Ruperts Murdochs, fjölmiðlakóngs, sem lét sum blaða sinna styðja Blair. Sá stuðningur hefur áreið- anlega verið kostnaðarsamur fyrir Blair, sem lenti svo í erfiðum málum vegna annarra sam- skipta við brezka viðskiptajöfra, sem hann var hreinsaður af. Hið sama má segja um fyrrverandi leiðtoga þýzkra jafnaðarmanna, Gerhard Schröder, sem átti náin samskipti við stórfyrirtæki í Þýzkalandi og gekk svo í þjónustu rússnesks stórfyrirtækis, eftir að hann hætti afskiptum af stjórnmálum. Í stjórnmálum nútímans eru því dæmi um, að þeir sem kalla sig jafnaðarmenn vinni á þann veg, sem Samfylkingin hefur gert í vaxandi mæli seinni árin. Þess vegna kemur afstaða borg- arfulltrúa Samfylkingarinnar í Orkuveitumálinu ekki á óvart. Þeir sinna því hlutverki, sem forverar þeirra í stjórnmálabaráttu 20. aldarinnar sökuðu Sjálf- stæðismenn um að gera. Öðru máli gegnir um Vinstri græna. Sá flokk- ur hefur smátt og smátt orðið flokkur umhverf- isverndar umfram allt annað. En samt sem áður hafa fulltrúar hans talað á þann veg og þá ekki sízt í umræðum um Orkuveituna, að ætla hefði mátt, að þeir ættu meiri málefnalega samstöðu með borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, sem vilja selja hlut Orkuveitunnar í útrásarfyrirtæk- inu en með Samfylkingunni, sem er að gæta ann- arra hagsmuna eins og hér hefur verið rakið. Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, sem margir innan þess flokks líta til sem framtíðarleiðtoga er yfirleitt mjög skýr- mælt. En hún hefur átt ótrúlega erfitt með að skýra afstöðu Vinstri grænna til málefna Orku- veitunnar síðustu daga eftir að nýr meirihluti hafði verið myndaður í borgarstjórn Reykjavík- ur. Og enn erfiðara er að skilja þá skoðun henn- ar að hún geti tekið sér nokkra mánuði í að skoða málefni Orkuveitunnar, vegna þess, að út- rásarfyrirtækið verður auðvitað á fleygiferð á sama tíma. Eftir sem áður er Svandís Svav- arsdóttir sá borgarfulltrúi, sem stuðningsmenn þeirra sjónarmiða, að Orkuveitan eigi ekki að vera hluthafi í útrásarfyrirtækinu hljóta að binda mestar vonir við. Orkuveitumálið hefur hins vegar orðið til þess að skýrari mynd hefur fengizt af því hvers konar flokkur Framsóknarflokkurinn er. Hann er lík- lega að verða tveir flokkar. Framsóknarflokkur Guðna Ágústssonar er hinn gamli Framsókn- arflokkur dreifbýlisins, sem leggur mesta áherzlu á þá hagsmuni. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík er að verða flokkur, sem gætir þröngra viðskiptahagsmuna, sem þeir geta sinnt sem standa í viðskiptum og eiga ekki að blandast inn í stjórnmálabaráttuna. Að grafa eftir gulli F orsendan fyrir því, sem flokkarnir, sem áður töldu sig gæta hags- muna almennings, þ.e. Samfylk- ing og Vinstri grænir, gefa fyrir því að þeir vilji ekki selja hlut Orkuveitunnar í útrásarfyrirtæk- inu er athyglisverð. Þeir telja sig vera að gæta hagsmuna borgaranna á þann veg, að koma í veg fyrir að þeir missi af þeim gríðarlega hagnaði, sem í vændum er af rekstri útrásarfyrirtækisins. Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi hefur sagt, að verðmæti fyrirtækisins muni tvö- til þrefald- ast á næstu árum. Í ljósi þeirrar verðmætaaukningar, sem orðið hefur í fyrirtækjum, sem skráð hafa verið í Kauphöll Íslands á fyrstu árum 21. aldarinnar er út af fyrir sig skiljanlegt, að fólk sjái peninga í öllum hornum. Það er að vísu dálítið fyndið, að Vinstri grænir líti á það sem sitt helzta hlutverk að gæta ákveðinna hagsmuna í Kauphöllinni en látum það vera. Morgunblaðið hefur lýst þeirri skoðun, að það sé skynsamleg ráðstöfun að sameina Reykjavík Energy Invest og Geysi Green Energy. Það ligg- ur jafnframt í augum uppi, að möguleikar okkar Íslendinga til þess að láta að okkur kveða í orku- málum í öðrum löndum eru miklir og að við eig- um að nýta þá. En það er jafn ljóst, að þetta er langtímaverkefni. Arðurinn streymir ekki inn á allra næstu árum. Og alls ekki hægt að ganga út frá honum sem vísum. Aðalatriðið er þó að með því að tala á þann veg, að borgarbúar séu að missa af gríðarlegum hagnaði er verið að búa til væntingar, sem engar innistæður eru fyrir á þessari stundu. Það er verið að búa til andrúm æðis af þeirri gerð, sem kennt var við gullgröft á sinni tíð. Stjórnmála- menn eiga ekki að taka þátt í því. Ef borgarfulltrúar vinstri flokkanna búa yfir einhverjum þeim upplýsingum, sem aðrir hafa ekki undir höndum um hversu mikill hagnaður sé í farvatninu geta þeir notað einfalda aðferð til þess að láta borgarbúa njóta hans. Þeir geta skipt hlut Orkuveitunnar í Reykjavík Energy In- vest upp og sent öllum viðskiptavinum Orkuveit- unnar hlutabréf eins og Eyjólfur Konráð Jóns- son vildi gera fyrir mörgum áratugum, þegar einkavæðing Bæjarútgerðar Reykjavíkur var til umræðu. Úr því að Orkuveitan á svona mikið umframfé að hún geti lagt milljarða í áhættu- rekstur er það vísbending um að gjaldskrá fyr- irtækisins sé alltof há. Hún á þess vegna að end- urgreiða viðskiptavinum sínum og það getur hún gert með aðferð Eyjólfs Konráðs. Hættan, sem er fyrir hendi, þegar bæði stjórnmálamenn og aðrir byrja að tala hluta- bréfaverð upp er auðvitað sú, að þegar Reykja- vík Energy Invest verður sett á markað æði verð hlutabréfanna upp fyrst í stað, þeir sem eignuðust bréfin fyrir lítið í upphafi innleysi sinn hagnað og nokkrum mánuðum seinna sitji al- Laugardagur 13. október Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.