Morgunblaðið - 14.10.2007, Page 46

Morgunblaðið - 14.10.2007, Page 46
46 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Álfkonuhvarf 29 - Kópavogi 4ra herb. endaíbúð á efstu hæð með útsýni Opið hús í dag kl. 12.30-13.30 Falleg 128 fm, 4ra herb. endaíbúð á 3. hæð (efstu hæð), íbúð 0301, í nýlegu lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu. Sérinngangur af svölum. Íbúðin skiptist í anddyri, bjarta stofu með útgangi á svalir til suðvesturs, eldhús með fallegri innréttingu úr eik, borðstofu, 3 svefnherbergi, þvottaherbergi og baðherbergi sem er flísalagt í gólf og veggi. Góðar suðvestursvalir með miklu útsýni yfir Elliðavatn og Bláfjöll. Stutt í skóla og aðra þjónustu. Verð 32,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, kl. 12.30-13.30 Sölumaður verður á staðnum. Verið velkomin. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Opið hús í dag á milli kl. 16 og 17 að Brekkubæ 33 Um er að ræða gott, ca 250 fm raðhús með séríbúð á jarðhæð. Íbúð fylgir ca 23 fm góður bílskúr. Húsið er staðsett í neðstu röð rétt við íþróttavöll Fylkis. Fjögur svefnherbergi. Park- et á flestum gólfum, góður. Garður sem snýr í suður. Húsið getur verið laust fljótlega. Mjög góð staðsettning rétt hjá t.d. skóla, leikskóla, sundlaug svo og útivistarparadísin Elliðarárdalur í göngufæri. V. 54,9 m. Hreggviður og Hafdís sýna húsið í dag á milli 16 og 17. Sími 588 4477 HVASSALEITI 153 – OPIÐ HÚS Í dag sunnudag frá kl 14.00 - 15.00 mun Björn taka á móti ykkur að Hvassaleiti 153 4.h.h, bjalla merkt Óskar og Ingibjörg. Þetta er falleg og rúmgóð 4ra herbergja íbúð ásamt bílskúr alls 121,6 fm. Stofa björt og rúmgóð. Rúmgóð svefnherbergi. Eignin stendur við Listabrautina. Hús og sameign er vel viðhaldið. LAUS VIÐ KAUPSAMNING. Verð 25,9 millj. Þverholti 14 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | www.holl.is | holl@holl.is M b l 9 22 76 2 Til sölu sumarhúsalóðir í landi Vaðness í Grímsnesi Um er að ræða eignarlóðir sem búið er að skipuleggja fyrir frístundabyggð við Mosabraut í landi Vaðness.Mosabraut er kjarri vaxið land og eru lóðirnar um hektari að stærð. Vaðnes er vinsælt frístundahúsasvæði, kjarri og skógi vaxið. Frá Reykjavík er u.þ.b. 40 mínútna akstur. Golfvellir og sundlaugar í næsta nágrenni, stutt er í alla þjónustu. Nánari upplýsingar á www.fasteignakaup.is. Allar nánari upplýsingar veitir sölustjóri Fasteignakaupa, Páll Höskuldsson, í síma 864-0500 Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Sími 515 0500 www.fasteignakaup.is GULLÆÐIÐ í Bandaríkjunum á 19. öld var mörgum holl lexía um auð- lindanýtingu. Á sumum stöðum var svo mikið kapp að nýta hina takmörk- uðu auðlind að hagnaður af heildarnýtingunni varð lítill sem enginn auk þess sem auðlindin gekk sér til þurrðar. Gullgrafarastemmning í íslenskri hagsögu er vel þekkt. Stríðsgróða síð- ari heimsstyrjald- arinnar var eytt í ný- sköpun atvinnutækja sem reyndust á margan hátt óhentug. Bæj- arútgerð Reykjavíkur var m.a. stofnuð á þess- um tíma. Fyrir borg- arsjóð var taprekstur á því félagi regla fremur en undantekning en það var selt einkaaðilum árið 1988. Skut- togaravæðingin og smíði raðsmíð- averkefnisskipa á 8. og 9. áratug 20. aldar eru prýðileg dæmi þegar op- inberar aðilar ausa fé úr sjóðum sín- um sem verða síðan til þess að auka verulega líkurnar á að auðlindanýting verði í heild óhagkvæm og ósjálfbær. Ef minnið svíkur ekki undirritaðan las hann fyrir u.þ.b. 8-9 árum síðan a.m.k. eina blaðagrein þar sem ónefndur stjórnmálamaður, sem sat þá í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR), taldi að ný tækni væri að ryðja sér til rúms í kjölfar stofnunar á dótt- urfélagi OR og átti hið nýja félag að færa borg- arbúum gróða og ómæld tækifæri í kjölfar lagn- inga á svokölluðum ljós- leiðurum. Þó að ekki séu enn öll kurl komin til grafar um rekstur þessa ágæta dótturfélags er tal- ið að það hafi tapað nokkrum milljörðum króna á undanförnum ár- um. Borgarfulltrúinn Björn Ingi Hrafnsson hélt fyrir skömmu ræðu á auka- fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur þar sem hann vitnaði m.a. í hinn virta hag- fræðing Jónas Haralz. Sú tilvitnun virtist m.a. eiga að réttlæta þá skoðun Björns að OR ætti að taka þátt í útrás á sviði orkumála. Samkvæmt Birni og fleiri borgarfulltrúum væri með slíku verið að tryggja borgarbúum hlutdeild í ómældum hagnaði í framtíðinni ásamt því sem Íslendingar legðu sitt af mörkum til að bæta aðstæður í fjar- lægjum löndum við að afla orku. Í heiminum í dag eru ríflega sex milljarðar manna en rétt yfir 300 þús- und á Íslandi. Það eru án efa til hæfir verkfræðingar og aðrir sérfræðingar á sviði jarðvarmavirkjana annars staðar en á Íslandi. Hæfileikafólk um allan heim hefur sjálfsagt burði til að kynna sér verk Íslendinga á þessu sviði. Í hverju felst þá gróðavonin í svokallaðri útrás í orkugeiranum? Hefur hún skilað miklum hagnaði hingað til? Er ætlunin að græða á væntingum um það sem kann að verða eða eru bara íslenskir stjórn- mála- og embættismenn, ásamt öfl- ugum fagfjárfestum í einkageiranum, heppileg blanda af viðskiptateymi? Setja lagareglur um opinberan rekst- ur ekki neitt strik í þá samvinnu? Það er m.a. hlutverk stjórnmála- manna að ákveða umsvif sveitarfé- laga. Eiga þau að standa í fjárfest- ingum og reka fyrirtæki í samkeppnisrekstri eða eiga þau að sinna grunnþjónustu eins og t.d. að út- vega vatn og rafmagn á lágu verði og skapa viðunandi starfsaðstæður fyrir börn, foreldra og kennara í leik- og grunnskólum? Hvort er mikilvægara, gróðabrall eða almannaþjónusta? Gullgröftur og almannaþjónusta Helgi Áss Grétarsson skrifar um hlutverk sveitarfélaga Helgi Áss Grétarsson Höfundur er borgarbúi. »Hvort er mikilvæg-ara í rekstri sveitar- félaga, gróðabrall eða almannaþjónusta? Í DAG hefst kynningarvika Rauða kross Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem slík vika er haldin en stefnt er að því að hún verði fastur liður í starfi félagsins annað hvert ár. Til- gangurinn er að beina kastljósinu að því um- fangsmikla starfi sem sjálfboðaliðar Rauða krossins vinna á hverj- um degi um land allt. Í könnun sem Rauði krossinn hefur látið gera kemur fram að flestir telja að félagið sinni alþjóðlegu hjálp- arstarfi í meiri mæli en hjálparstarfi innan- lands. Staðreyndin er hins vegar sú að stærsti hluti starfsemi Rauða kross Íslands fer fram innanlands. Deildir félagsins eru 50 talsins og nær starfsemi þeirra um landið allt. Þar starfar fjöldi fólks dag hvern að marg- breytilegum verkefnum sem mörg hver eru lítið þekkt. Margir þekkja Rauða krossinn af sjúkrabílum sem fé- lagið á og rekur sam- kvæmt samningi við stjórnvöld og fatasafn- anir og sölubúðir félags- ins eru vel þekktar. Færri vita hins vegar að Rauði krossinn rekur at- hvörf fyrir geðfatlaða vítt og breitt um landið og at- hvarf fyrir heimilislausar konur í Reykjavík, heldur námskeið og starfrækir stuðnings- og sjálfshjálp- arhópa fyrir aðstand- endur geðfatlaðra, að- stoðar börn af erlendum uppruna við heimanám og heimsækir hælisleitendur og börn í Kvenna- athvarfinu reglulega. Kannanir Rauða krossins á und- anförnum árum hafa sýnt að einsemd er víða vandamál í samfélaginu. Rauði krossinn hefur lagt áherslu á það í innanlandsstarfi sínu að rjúfa og koma í veg fyrir einangrun fólks. Fjöldi heimsóknarvina á öllum aldri heimsækir reglulega stóran hóp fólks um allt land á heimili þeirra, dvalar- og hjúkrunarheimili sem og á sjúkra- hús og í fangelsi. Stefnt er að því að heimsóknavinir verði starfandi hjá öllum deildum Rauða krossins innan skamms. Rauði krossinn hefur ætíð notið mikils velvilja meðal Íslendinga. Það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með fjölgun félaga í Rauða krossinum síðustu ár en kannanir hafa sýnt að enn fleiri hafa áhuga á að starfa með félaginu á einn eða annan hátt. Eitt af markmiðum félagsins er að ná til þessa hóps, fjölga sjálfboðaliðum og veita þeim tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum og skemmtilegum verk- efnum þar sem hæfileikar og reynsla hvers og eins nýtast Það er gefandi og mikils virði að verja nokkrum klukkustundum á mánuði í að láta gott af sér leiða. Þar gildir einu hvert starfið er, heimsókn- ir til þeirra sem búa við einsemd, svörun í Hjálparsíma Rauða krossins, þátttaka í neyðarvörnum eða að prjóna barnaföt fyrir þurfandi. Þann- ig öðlumst við dýrmæta reynslu sem ekki er auðfengin á annan hátt. Það er von mín að þessi fyrsta kynningarvika Rauða krossins verði til þess að almenningur komist í snertingu við hið fjölbreytta og metn- aðarfulla starf sem sjálfboðaliðar fé- lagsins halda uppi og gangi til liðs við Rauða krossinn í því skyni að byggja betra samfélag. Byggjum betra samfélag með Rauða krossinum Ómar H. Kristmundsson skrifar um starfsemi Rauða krossins »Rauði krossinnstendur fyrir kynn- ingarviku á innanlands- verkefnum sínum dag- ana 14.-20. október til að safna nýjum liðsmönn- um og kynna starf fé- lagsins. Ómar H. Kristmundsson Höfundur er formaður Rauða kross Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.