Morgunblaðið - 14.10.2007, Page 47

Morgunblaðið - 14.10.2007, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 47 Í LEIÐARA Morgunblaðsins 26. 9. sl. er vitnað í grein Ög- mundar Jónassonar í blaðinu 25. s.m., þar sem hann ávarpar for- sætis- og utanríkisráðherra á eft- irfarandi hátt: „Ætlið þið að láta óátalið að þjóðin verði svipt orku- lindunum? Eða ætlið þið að bregðast við með lagasetningu, sem tryggir eignarrétt þjóð- arinnar á auðlindunum og að grunnþjónusta verði ekki færð einkafyrirtækjum í einokunar- aðstöðu?“ Og höfundur leiðarans heldur áfram: „Þau sjónarmið, sem fram koma í grein Ögmundar um eign- araðild útlendinga að íslenzkum auðlindum, áttu einu sinni við en ekki lengur.“ Í framhaldinu eru tínd til rök fyrir þeirri nauðsyn að Íslend- ingar opni aðild að orkulindum sínum upp á gátt fyrir útlend- ingum. Sá málflutningur varð ekki skil- inn á annan veg en þann, að boðuð væri einkavæðing orkugeirans. Eða: Með hvaða hætti öðrum gætu útlendingar fjárfest í auð- lindum okkar? Sem betur fer sneri Morg- unblaðið við blaðinu örskömmu síðar og lýsti yfir að einkavæðing orkugeirans kæmi ekki til greina. En átök á sviði orkumála létu ekki á sér standa með þeim afleið- ingum, að samstarf borgarstjórn- arflokkanna rofnaði og nýr meiri- hluti myndaður. Ganga klögumálin á víxl milli fyrrverandi samstarfenda. Ekki er það ætlan undirritaðs að bera blak af Framsókn- armanninum. En framkoma sex borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins gegn oddvita sínum er með þeim eindæmum að langvönum mönnum í þeim flokki ofbýður. Undir forystu Gísla Marteins sögðu sexmenningarnir sig úr lögum við borgarstjóra sinn alla átakavikuna; héldu fundi án hans leynilega; fylktu liði á fund flokks- stjórnar með klögumál sín en lyftu ekki hendi til aðstoðar við borgarstjóra sinn í þeirri vök sem hann átti að verjast. Gildir einu þótt hann hyggi sjálfur vökina í ísinn. Námsmenn hrópuðu eitt sinn „pereat“ á rektor sinn við Lærða skólann. Þau óp ætluðu seint að hljóðna í samfélaginu. Samflokksmenn borgarstjór- ans í borgarstjórn þögðu hann í hel, en blaðið þeirra, Morg- unblaðið, æpti „pereat“ á borg- arstjórann dagana 10. og 11. þessa mánaðar svo undir tók í Esjunni. Hverjir skyldu hafa verið bak- hjarlar þessarar uppákomu á kærleiksheimili Sjálfstæð- isflokksins? Augljóslega unnu þau öfl leynt og ljóst að brottrekstri Vilhjálms Þ. úr stól borgarstjóra. Það skyldi þó ekki vera að Gísli Marteinn hafi átt að taka við? Ef svo var, ætlar sá sem hér heldur á penna að gamni sínu að giska á höfuðpaurana í samsærinu á kær- leiksheimilinu: Björn Bjarnason, Hannes Hólsteinn, Davíð Odds- son og Kjartan Gunnarsson. Ætli það muni enn á sannast að oft ratist kjöftugum satt á munn? Sverrir Hermannsson Kærleiksheimilið Höfundur er fv. alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í 17 ár og miðstjórnarmaður m.m. Skógarlind Kópavogi - Gegnt Smáralind Glæsileg verslunar- og þjónustubygging Um er að ræða glæsilegt fjögurra hæða verslunar- og þjónustubyggingu við Skógarlind í Kópavogi. Heildarstærð eignarinnar er 12.008,6 fm og skiptist í 3.015,7 fm á 1. hæð, 2.986,3 fm á 2. hæð og 3.003,3 fm á 3. hæð og 4. hæð (hvor hæð). Eignin skilast fullfrágengin að utan, klædd varanlegum bygging- arefnum og tilbúin til innréttinga. Lóð verður frágengin. Vel staðsett eign við fjölfarna umferðaræð og með miklu auglýsingagildi. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. M bl .9 22 51 5 MIKIÐ hefur verið talað um „pen- ingastefnu Seðlabank- ans“ síðustu daga. Áherslan hefur verið á stefnu og markmið Seðlabankans alveg eins og hann beri einn ábyrgð á að verðbólgan og vöxtur atvinnulífsins sé innan „skyn- samlegra“ marka. Það er ákaflega ein- kennilegt þegar ein- staklingur innan rík- isstjórnarinnar gagnrýnir bankann því ríkisstjórnin ber ábyrgð á Seðlabank- anum og stefnu hans. Ríkisstjórnin ræður bankastjóra Seðla- bankans og Alþingi set- ur lög um Seðlabank- ann og þar er hún í meirihluta. Er hægt að hafa meiri stjórn á bankanum? Stýrivextir og hlut- verk bankans Stýrivextirnir eru stjórntæki sem bank- inn notar til þess að draga úr þenslu og eftirspurn þegar hætta er á verð- bólgu, það er hins vegar aðeins eitt af mörgum verkfærum sem til eru. Rík- ið getur náð sömu markmiðum á til- tölulega skömmum tíma til dæmis með hækkun skatta, með því að draga úr útgjöldum, með lækkun lánahlut- falls í fasteignaviðskiptum og með aukinni bindiskyldu banka. Það ætti öllum að vera ljóst að þegar talað er um „peningastefnu Seðlabankans“ þá er hlutverk Seðlabankans aðeins að aðstoða ríkið að halda jafnvægi í pen- ingamálum. Það er aðeins einn í aðalhlutverki og það er ekki Seðlabankinn held- ur ríkið og þá er það stefna ríkisins í peninga- málum sem skiptir máli. Lækkun stýrivaxta Til þess að lækka stýrivexti og lækka vexti hér á landi til samræmis því sem gerist á meg- inlandi Evrópu þarf að draga úr fjárfestingum og eftirspurn. Erum við tilbúin að draga úr fjár- festingum og hugs- anlega úr vexti þjóð- arframleiðslu? Þessa spurningu þarf að at- huga vandlega enda eru mörg svör við þessari spurningu. Til þess að viðhalda velmegun landsins og velferð- arkerfinu þarf efnahags- lífið að vaxa. Til þess að lækka stýrivexti þarf ríkið að einbeita sér að hlutverki sínu og útgjöldum í stað þess að berjast við að halda efnahagslífinu og fyrirtækjum niðri eða jafnvel draga úr starfsemi þeirra. Rík- ið þarf tímabundið að draga úr út- gjöldum og hætta við skattalækkanir og sérstakar mótvægisaðgerðir. Sterk „króna“ Ein af afleiðingum hárra stýrivaxta er styrking krónunnar. Reyndar á það meira skylt við háa raunvexti en það er munurinn á stýrivöxtum og verð- bólgu. Þegar gjaldmiðillinn er „fljót- andi“ eins og íslenska krónan þá dreg- ur hún úr áhrifum hagsveiflna á milli hagkerfa. Ef minna er flutt út lækkar krónan og útflutningsaðilar fá fleiri krónur en þeir ættu annars að fá og það dregur úr hættu á samdrætti en ef meira er flutt út styrkist krónan og útflutningsaðilar fá færri krónur en þeir ættu að fá og það dregur úr hætt- unni á þenslu. Gengi krónunnar sveiflast einnig eftir vöxtum og ástandi efnahagslífsins erlendis. Háir stýrivextir og sterk króna þýða því að tekjur útflutningsfyr- irtækja lækka. Svæði eins og Vest- firðir og Norðvesturland hafa ekki fengið að njóta núverandi „óðæris“ og kaupmáttaraukningar vegna þess að þjóðarframleiðslan hefur ekki aukist í sama mæli og á öðrum stöðum. Háir stýrivextir hafa því einungis sinnt hlutverki sínu á þessum viðkvæmu svæðum enda hefur ríkið haft minni umsvif á þessum svæðum en öðrum. Mótvægisaðgerðir Það ætti því mörgum að vera ljóst að sérstakar mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar á þorskkvóta eru and- stæðar markmiðum um lækkun stýri- vaxta. Aukin opinber útgjöld þrýsta á um hækkun stýrivaxta og þýða meiri byrðar á útflutningsfyrirtæki og svæði eins og Vestfirði og Norðvest- urland. Raunverulegar og gagnlegri aðgerðir væru minnkun umsvifa og fjárfestinga hins opinbera á svæðum þar sem hagvöxtur hefur verið sem mestur. Það mun draga úr þenslu og verðbólgu sem mun gefa Seðlabank- anum svigrúm til að draga úr stýri- vöxtum. Ríkið axli ábyrð Það er kominn tími til að ríkið axli hlutverk sitt í peningamálum í stað þess að standa í stríði við Seðlabank- ann og sig sjálft. Fólk verður að sjá að minni umsvif ríkisins, lægri stýrivext- ir og veikari króna þýðir hærri tekjur fyrir útflutningsfyrirtæki og aukinn vöxt þeirra ásamt því að styrkja þær byggðir landsins sem reiða sig á þau. Peningastefnan Ríkisstjórnin ber ábyrgð á Seðlabankanum og stefnu hans segir Lúðvík Júlíusson » Til þess aðlækka stýri- vexti þarf ríkið að einbeita sér að hlutverki sínu og út- gjöldum í stað þess að berjast við að halda efnahagslífinu og fyrirtækjum niðri … Lúðvík Júlíusson Höfundur er sjómaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.