Morgunblaðið - 14.10.2007, Page 48

Morgunblaðið - 14.10.2007, Page 48
48 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞOLENDUR og gerendur einelt- is fyrirfinnast á flestum aldurs- skeiðum. Sjónum hefur hvað mest verið beint að einelti barna en e.t.v. minna að einelti meðal fullorðinna. Einelti meðal fullorðinna er síður en svo einskorðað við vinnustaði. Einelti á vinnustað Birtingarmyndir eineltis á vinnu- stað eru margar og mismunandi allt eftir eðli og aðstæðum á vinnu- staðnum. Þolendur og gerendur geta hvort heldur sem er verið úr röðum stjórnenda/millistjórnenda eða starfsmanna sem ekki bera stjórnunarlega ábyrgð. Einelti ein- kennist af röð atvika í stað eins ákveðins atburðar. Einelti er skilgreint sem ítrek- aðar neikvæðar athafnir sem beitt er af einum eða fleiri einstaklingum í garð annars einstaklings. Nei- kvæðar athafnir eru m.a.:  Baktal/rógburður  Sniðganga, einangra og hafna samstarfsaðila  Halda frá, leyna upplýsingum eða kaffæra í verkefnum  Gagnrýna, bera röngum sök- um Hvað eiga þolendur sameiginlegt? Þolendur eru á öllum aldri en rannsóknir hafa sýnt að meirihluti þeirra eru konur. Ekki hefur tekist að greina persónugerð hins dæmi- gerða þolanda. Fordóma gætir enn í umhverfinu í garð þeirra sem segjast vera þolendur eineltis. For- dómarnir lýsa sér t.d. þannig að fólk sem jafnvel þekkir lítið eða ekkert til málsatvika hefur tilhneig- ingu til að álykta að sökin sé þol- andans. Þolandinn endurspeglar fordómana með því að upplifa skömm og sektarkennd. Fordómar í garð þolandans skýra að einhverju leyti af hverju vandamál af þessu tagi hefur tilhneigingu til að vera falið. Þolandinn álítur sem svo að það kunni að stríða gegn hags- munum hans ef eineltið fréttist. Hann óttast að vera álitinn vandræðasegg- ur og með því kunni möguleikar á seinni tíma ráðningu að skerðast. Ef ástandið er viðvarandi og ekki útlit fyrir að taka eigi á málunum er líklegt að þolandinn verði auð- særanlegur og gefi frekar á sér höggstað eða geri mistök í starfi. Afleiðingar eineltis eru flestum kunnar. Ef þolandinn er látinn fara eða telur sig knúinn til að yf- irgefa vinnustaðinn er bataferillinn lengri. Auk þess sem hann hefur misst atvinnu sína er hann fullur efasemda um sjálfan sig. Í raun velta örlög þolandans hvað mest á persónustyrk hans, stuðningi fjöl- skyldu og þeirri trú að honum sé ekki alls varnað. Hvað býr í þeim sem leggur annan í einelti? Einelti finnst án tillits til efna- hags, stéttar, stöðu eða búsetu. Fullorðnir gerendur eineltis eru bæði karlar og konur. Vísbendingar eru um að gerendurnir sjálfir hafi brotna sjálfsmynd og séu óöruggir með sig. Með því að valda öðrum vanlíðan, næra þeir sína eigin og upplifa sig verðugri. Öfund er gjarnan megin drif- fjöður í einelt- isathöfnum gerand- ans. Í sumum tilvikum hefur ger- andinn sjálfur verið lagður i einelti en það er þó ekki einhlítt. Gerandinn er ekki alltaf með áhangend- ur. Algengt er þó að hann leggi sig fram um að sannfæra samstarfsfélaga sína um galla og veikleika þoland- ans. Framkoma og viðmót hans er í einstaka tilfellum snautt af allri samkennd og lítur svo út sem hann láti sér líðan þolandans í léttu rúmi liggja. Hætti þolandinn störfum, hvort sem hann sé látinn fara eða fer sjálfviljugur, upplifa gerendur gjarnan sigur. Með brotthvarfi þol- anda hafa athafnir þeirra verið réttlættar. Stjórnandinn Árangursríkur stjórnandi þarf að hafa faglega jafnt sem persónulega burði til að stjórna. Góður stjórn- andi er sér meðvitaður um styrk- leika og veikleika sína. Hann gerir Kolbrún Baldursdóttir fjallar um einelti » Gerandinn er ekkialltaf með áhang- endur. Algengt er þó að hann leggi sig fram um að sannfæra samstarfs- félaga sína um galla og veikleika þolandans. Kolbrún Baldursdóttir Einelti eða samskiptavandi IÐNAÐAR- OG ATHAFNARLÓÐ Á LAUGARVATNI Til sölu um 25.000 fm lóð á Laugarvatni Bláskógarbyggð, stór byggingareitur. Lóðin stendur við ört vaxandi íbúðarkjarna við þjóðleið. Miklir möguleikar fyrir áhugasama aðila. Fyrir spurnum svarað í tölvupósti Lykilhus.ehf@gmail.com Einnig eru upplýsingar veitar í síma 895 8519. Pétur Þorvaldsson. m b l 9 21 48 0 , Sími 533 4800 Glæsileg og mikið endurnýjuð, 4ra herbergja íbúð, 3ja samkvæmt FMR, á jarðhæð í 3-býlishúsi við Lindarbraut á Seltjarnarnesi. Íbúðin skiptist í stofu, eldhús, þrjú herbergi, þvottahús, baðherbergi, hol og geymslu. V. 37,3 millj. Opið hús í dag milli kl. 15:00 og 15:30. Brandur sýnir, s. 897-1401. Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Lindarbraut 4 – opið hús Góð 73,6 fm íbúð á 5. hæð við Grandaveg fyrir 60 ára og eldri. Íbúðin skiptist í hol, stofu, borðstofu, eldhús, svefnherbergi og baðherbergi með lögn fyrir þvottavél. Í kjallara er sérgeymsla. Mikil sameign fylgir eigninni, m.a. veislusalur á 10. hæð. V. 23,2 millj. Grandavegur – eldri borgarar Glæsilegt 168,3 fm endaraðhús á einni hæð, þar af 28,6 fm bílskúr. Gríðar- lega stór verönd með skjólvegg og heitum potti til suðurs. Húsið skiptist í forstofu, hol, stofu, eldhús, tvö barnaherbergi, hjónaherbergi með fataher- bergi, baðherbergi og þvottahús. Mikið lofthæð er í húsinu. V. 53 millj. Biskupsgata - endaraðhús Góð 98,7 fm, 4ra herbergja íbúð á jarðhæð við Hofsvallagötu. Íbúðin skipt- ist í forstofu, tvö barnaherbergi, hjónaherbergi, eldhús,stofu, baðherbergi, geymslu og sameiginlegt þvottahús í sameign. V. 27,9 millj. Hofsvallagata – sérinngangur Vel staðsett einbýlishúsalóð á glæsilegum útsýnisstað við Skálahlíð í Mos- fellsbæ. Fyrir liggja samþykktar teikningar af u.þ.b. 300 fm húsi á lóðinni. Nánari upplýsingar á skrifstofu Miðborgar. V. 25 millj. Hulduhólar – lóðir Fjölnisvegur 7 Til leigu Hæð og ris til leigu og afhendingar strax. Eignin leigist til lengri tíma, jafnvel allt að 7 árum. Aðalhæðin telst vera 88,3 m² og skiptist í tvær samliggjandi stofur, eldhús, bað og tvö svefnherbergi sem eru hvort inn af öðru. Risið er eitt opið rými auk þvottahúss og geymslu. Parket, teppi og dúkur á gólfum. Stór trjávaxinn garður. Leigjanda er heimilt að laga eignina að sínum þörfum í samráði við leigusala. Áhugasamir hafi samband við skrifstofu Leigulistans eða Guðlaug í s. 8960747. Verðtilboð. Sími 511 2900 M bl 9 22 34 9 AIP-ICELAND er handbók flugmanna, með aðflugskortum flugvalla, upplýsingum um þá og reglur sem gilda í íslenskri loft- helgi. Nýlega var sett í lög að eingöngu fjór- ir íslenskir flugvellir skyldu bera það sæmdarheiti að vera alþjóð- legir flugvellir í millilandaflugi. Þetta þýðir með öðrum orðum að ekki er heimilt að fljúga til og frá landinu frá öðrum flugvöllum, nema með sérstakri undanþágu. Þetta hefur meðal annars það í för með sér að sumir flugmenn minni véla þurfa að leggja lykkju á leið sína til (eða frá) Evr- ópu og fara um Egils- staðaflugvöll í stað þess að nýta sér Hornafjarðarflugvöll, sem er þó nær flugleið þeirra. Flestir flug- manna áforma millilendingu í Reykjavík, á leið sinni milli heims- álfa og eru margir hverjir að ferja flugvélar til nýrra eigenda. Þessar vélar þarf að tollafgreiða og utan skrifstofutíma tekur Sýslu- maðurinn á Seyðisfirði fyrir af- greiðslu eins hreyfils vélar í ferju- flugi á Egilsstaðaflugvelli (23. ágúst sl.) 13.980.-IKR. Sambæri- legar tölur fyrir Reykjavík eru 2.000.-IKR en á Akureyri og í Keflavík eru rukkaðar inn 3.900.- IKR. Hvað veldur þessum gríð- arlega mun? Er Sýslumaðurinn á Seyðisfirði að fara að lögum eða eru hin embættin að gefa afslátt. Hvar í lögum er getið um slíkan af- slátt? Þetta er fáheyrð mismunun sem á sér stað hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík og það er ljóst að á þeim bæ vinna einhverjir ekki vinnuna sína. Öll sýslumannsemb- ættin vinna eftir sömu tollalög- unum og reglugerðum, því er þessi meðhöndlun meira en lítið tor- skilin, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það er útilokað að þessi mál eigi vera með þessum hætti, því varla eru sýslumannsembættin undir hælnum á Samkeppniseft- irlitinu um að eiga það yfir höfði sér að verða kærð vegna samráðs. Ekki eingöngu lenda flugmenn í auknum kostnaði við að lengja flugtímann hjá sér, vegna laga- breytinganna, heldur eru þeir of- urseldir embætti sem virðist hafa sjálftöku í að „ræna“ saklausa flug- menn þegar þeir álpast austur á Egilsstaðaflugvöll. Er þessi mis- munun í anda nýsettra laga og í samræmi við þau lög sem eru í gildi um tollafgreiðslu á loftförum? Hvernig ganga svona vinnubrögð upp gagnvart jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar? Hver er af- staða umboðsmanns Alþingis til þessa? Er Tollstjórinn að brjóta landslög? Af hverju er toll- afgreiðsla flugvéla á Egilsstaða- flugvelli margfalt dýrari? spyr Bene- dikt V. Warén » Þetta er fáheyrð mis-munun sem á sér stað hjá embætti Toll- stjórans í Reykjavík og það er ljóst að á þeim bæ vinna einhverjir ekki vinnuna sína. Benedikt V. Warén Höfundur er einkaflugmaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.