Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 55 í dag frá kl. 14 - 15 Ásakór 13 -15 - Kópavogi Komdu og skoðaðu! Löggiltur fasteignasali á staðnum FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Náttúruperlur í næsta nágrenni Frábært skipulag, allt sér Vandaðar innréttingar Fjölskylduvænn staður Glæsilegt útsýni Um er að ræða 3-5 herbergja íbúðir frá 103-160 fm. Stæði í bílageymslu með flestum íbúðum. Afhending nóv-des 2007. FÖSTUDAGINN 5. október skrifar Helgi Hafsteinn Helgason yfirlætislega grein í Morg- unblaðið, þar sem hann fjallar um störf hjúkrunarfræðinga á hroka- fullan hátt. Yfirleitt svarar maður ekki svona skrifum en þar sem innihald skrifa Helga Hafsteins er þess eðlis, þá er ekki annað hægt en að skrifa nokkur orð um „meintan skort á hjúkrunarfræð- ingum“ og breytingu á störfum hjúkrunarfræðinga. Í raun þarf ekki að eyða mörg- um orðum í þennan „meinta“ skort á hjúkrunarfræðingum eins og Helgi Hafsteinn orðar það. All- ir raunveruleikatengdir ein- staklingar sem koma að heilbrigð- iskerfinu hér á landi vita um raunverulegan skort á hjúkr- unarfræðingum. Þetta styðja rannsóknir og opinberar skýrslur. Vitneskjan um skort á hjúkr- unarfræðingum er ekki bundin við heilbrigðisstarfsmenn, því stjórn- málamenn hafa margsinnis tjáð sig um skort á heilbrigðisstarfs- fólki og meira að segja gripið til aðgerða í því samhengi. Nóg um það, Helgi Hafsteinn fjallar um starfssvið hjúkr- unarfræðinga og hvernig það hef- ur breyst undanfarna áratugi fyrir tilstuðlan „forsvarsmanna hjúkr- unarfræðinga“. Jafnframt nefnir hann að „hinn venjulegi hjúkr- unarfræðingur“ vilji bara vinna vinnu sína! Ekki átta ég mig alveg á því hvað Helgi Hafsteinn er að fara í þessu samhengi né heldur hvar hann fær upplýsingar um „hinn venjulega hjúkrunarfræðing“. Lík- legast er Helgi Hafsteinn þó að vísa til þess þegar hjúkrunarkonur voru undirsettar læknum sem allt gátu og vissu. Vissulega hefur starfsvið hjúkr- unarfræðinga breyst, annað væri óeðlilegt. Heilbrigðisþjónustan á að breytast í takt við þarfir og kröfur samfélagsins. Með aukinni tæki og þekkingu breytast hlutir, það á við um allar lifandi og sjálf- stæðar fræðigreinar. Að leggjast inn á sjúkrahús get- ur verið flókið ferli. Huga þarf að mörgum þáttum þegar veikindi eru annarsvegar og oft þarf að sitja fyrir aftan tölvu í því sam- hengi, til þess eins að sjúkrahús- innlögnin og allt sem henni tengist (fyrir og eftir) gangi hreinlega upp. Það að fylgja eftir sjúkling- um, t.d. með fræðslu og að und- irbúa útskrift heim, er líka hjúkr- un. Eða er skilgreining á hjúkrun kannski þröngur afmarkaður þátt- ur sem á sér bara stað við rúm sjúklingsins í huga Helga Haf- steins? Að tengja skort á hjúkr- unarfræðingum því að þeir „eyði dýrmætum tíma í skriffinnsku“ ber merki fáfræði og hroka. Hvað varðar skráningu hjúkrunar, þá hefur Landlæknisembættið sett fram tilmæli um lágmarksskrán- ingu vistunarupplýsinga sem hjúkrunarfræðingum ber að fylgja. Þarna inn í spilar öryggi og velferð sjúklinga stórt hlutverk, sem og að geta boðið upp á bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Skráning hjúkrunar er langt frá því að vera ótengd sjúk- lingaþjónustunni. Með vandaðri skráningu hjúkrunar verður m.a. til þekking sem kemur notendum heilbrigðisþjónustunnar beint og óbeint til góða. Allar lifandi fræði- greinar vinna markvisst að því að búa til þekkingu og er „af því bara“ þekking eitthvað sem flestir vilja ekki sjá. Stundar Helgi Haf- steinn Helgason kannski „af því bara“ lækningar? Já, það vantar hjúkrunarfræðinga Þorsteinn Jónsson svarar grein Helga Hafsteins Helgasonar » Að tengja skort áhjúkrunarfræð- ingum því að þeir „eyði dýrmætum tíma í skrif- finnsku“ ber merki fá- fræði og hroka. Þorsteinn Jónsson Höfundur er hjúkrunarfræðingur. mbl.is smáauglýsingar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.