Morgunblaðið - 14.10.2007, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 14.10.2007, Qupperneq 56
56 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Heilsárshús á eignarlóð nálægt Húsafelli 90 fm heilsárshús á 4.500 fm skógi vaxinni eignarlóð í nágrenni Hallmundar- hrauns, Barnafossa og Hraunfossa. Glæsilegt útsýni, Eiríksjökull, Strútur og Tunga í bakgrunni af 200 fm viðarpalli, úr heitum potti eða stofugluggum. Svefnherbergi fyrir 8 fullorðna, snyrting með sturtuklefa og opið rými með eld- húsi og borð- og setustofu. Sér- smíðað og upphitað grillskýli. Heitt og kalt vatn, rafmagn og þráðlaust netsamband. Bíla- stæði fyrir 10-12 bíla. 5 km í golf- völl og sundlaug. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. M bl .9 21 76 4 H V A N N A K U R 1 0 | G A R ‹ A B Æ Hvannakur 10 fiegar hvergi er slaka› á kröfunum og öll smáatri›i úthugsu›, flá ver›ur ni›ursta›an hús eins og fletta. Húsi› er innst í götu vi› opi› svæ›I á besta sta› í Akralandi, Gar›abæ. fia› er 332 fermetrar a› stær›, allt á einni hæ›. Öll hönnun og frágangur, a› utan sem innan var í höndum fagmanna. Nánari uppl‡singar um húsi› veitir Ásmundur Skeggjason hjá Höf›a, asmundur@hofdi.is / GSM 895 3000. • Allar innréttingar frá Tisettanta á Ítalíu • Bor›stofubor› og stólar frá Tisettanta • 2 kæliskápar auk vínkælis frá Liebherr • Ofn og uppflvottavél frá Miele • 2 flvottavélar og 2 flurrkarar frá Miele • Sérsmí›a›ur sófi og hljómtækjaskápur • Granít og ni›urlímd hnota á gólfum • Samtengt Bang&Olufsen kerfi • L‡singahönnun og ljós frá Lumex • Allir speglar í húsinu fylgja • Sky diskur www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Sogavegur 115 - íbúð 0201 Opið hús í dag frá kl. 17-18 Í einkasölu mjög góð 3-4ra herb. íb. á 2. hæð í fallegu nýl. mál. húsi á útsýnisstað ásamt aukaherb. í kj. 2 svefnherb. á hæðinni (3 samkv. teikningu) og mikið útsýni, parket, flísalagt baðherb. Suðursvalir, glæsil. útsýni. Mjög góð staðsetn. V. 26,9 m. Snorri tekur á móti áhugasömum í dag frá kl. 17-18. Sími 588 4477 Breiðavík 20 – íbúð 0202 Opið hús í dag frá kl. 15:30-17 Glæsileg 4ra herb. íbúð á 2. hæð í góðu húsi. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Þvottahús innan íbúð- ar. Gott skipulag. Útsýni yfir 9. flöt á Korpúlfsstaðarvelli. Flísar á svöl- um. Falleg sameign. Góð stað- setn. V. 24 m. Sigríður tekur á móti áhugasömum í dag frá kl. 15:30-17:00. M bl .9 22 35 8 Í GRUNNSKÓLUM landsins er kennd námsgrein sem samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla nefnist „Kristin fræði, siðfræði og trúar- bragðafræði“. Af lestri námskrár- innar sést fljótt að eink- um er átt við kristilega siðfræði. Hér er því ekki hlutlaus kennsla í siðfræði, t.d. eins og hún birtist í mannrétt- indasáttmála SÞ eða hjá forngrísku heim- spekingunum. Kristin siðfræði byggist á vilja Guðs og því sem stend- ur í ritningunni, ekki þörfum mannsins eins og húmanisminn. Krist- in siðfræði hlýtur því alltaf að vera takmörkuð. En skoðum dæmi. Adam og Eva Námsbók 6. bekkjar hefst á synda- fallinu. Nemendur lesa biblíutextann, fyrstu Mósebók 3:1-23, söguna af Adam og Evu. Í umfjöllun um text- ann er fjallað um óhlýðnina og að Adam og Eva þorðu ekki að kannast við glæp sinn. Síðan fylgir stutt smá- saga sem á að gerast í samtíma nem- enda þar aftur er fjallað um hlýðni og að játa á sig syndir sínar. Loks er hugleiðing þar sem fjallað er um að við þurfum öll að velja og berum öll ábyrgð á okkar eigin lífi. Af því við er- um hluti af sköpunarverkinu þurfum við að halda okkur óspilltum eins og við viljum að náttúran sé. Hér er siðferðið skilgreint sem ábyrgð mannsins gagnvart Guði. Við eigum að fylgja skipunum Hans, ann- ars erum við að syndga. Námsefnið fjallar ekkert um aðkomu Guðs í dæmisögunni um Adam og Evu, sem væri þó mergurinn málsins ef um „hlutlausa“ dæmisögu væri að ræða. Af hverju vildi Guð ekki að við værum eins og hann? Af hverju sagði hann Adam og Evu að þau myndu deyja? Af hverju brást hann svona harka- lega við út af einu epli? Eilíf fordæming og út- skúfun hlýtur að vera ógnvekjandi í huga 12 ára barns. Sagan er myndskreytt með óhugnanlegu málverki þar sem Adam felur andlit í greipum sér í ævarandi skömm en Eva veinar eins og skynlaus skepna. Var refsingin í sam- ræmi við glæpinn? Hver var glæpurinn? Var Guð vondur eða góður í þessari sögu? Hvað meinar Guð þegar hann segir: „Sjá, maðurinn er orðinn einn af oss, þar sem hann veit skyn góðs og ills. Aðeins að hann rétti nú ekki út hönd sína og taki einnig af lífsins tré og eti, og lifi eilíflega!“ (I Mos, 3.22) Námsefnið tekur aðeins á litlum hluta þeirra siðferðilegu álitamála sem felast í sögunni og margir nem- endur taka eflaust eftir. Siðferðileg nálgun námsefnisins er í samræmi við guðfræðilega túlkun kristinna á sögunni, markmið námsefnisins er að efla kristinn hugsunarhátt en ekki sammannlega siðfræði. Faraó drukknar Í námsefni sem miðað er við 4. bekk grunnskóla er sagt frá því þegar Guð drekkti Faraó og hermönnum hans í Rauða hafinu. Myndin sem fylgir er dökkt og drungalegt mál- verk sem sýnir Ísraelslýð fagna og þakka Drottni á meðan Egyptar berj- ast fyrir lífi sínu. Námsefnið leggur líka áherslu á gleði Ísraelsmanna. Mirjam nokkur dansar um og lofar Drottin „því hann hefur sig dýrlegan gjört, hestum og riddurum steypti hann í hafið.“ Þessi setning er tvítekin í námsefninu svo nemendur taki örugglega vel eftir. Hvernig taka kennslubókarhöf- undar á þessum atburði? Strax á eftir frásögninni er kaflinn búinn með setningunni „Þannig björguðust Ísr- aelsmenn undan Egyptum“. Fjölda- dráp á hermönnum Faraós er ekkert rætt. Siðferðilegum spurningum sem gætu vaknað í huga 10 ára barns er ósvarað: Er rétt að drepa fólk? Er fjöldadráp á öllum óvinum rétta leiðin til að vinna stríð? Er rétt að fagna þegar óvinir deyja? Er Guð góður þegar hann drepur vont fólk? Er rétt að beita ofbeldi til að ná því fram sem maður vill? Hefði ekki verið betra að loka hafinu fyrir framan Egypta og forða þeim þannig frá dauða eða vildi Guð hefna sín – og var það gott og rétt? Eins og sést er námsefnið verulega hæpið frá siðferðilegu sjónarmiði. Nálgun námsbókarhöfunda við þeim siðferðilegu spurningum sem vakna er langt í frá fullnægjandi. Nið- urstaðan, í mínum huga, er veruleg hætta á að siðferðisvitund þeirra nemenda sem áhrifagjarnastir eru þroskist ekki sem skyldi. Auðvitað er það ekki markmið kennslubókahöf- unda en þeim eru skorður settar enda gengur námsefnið út frá forsendum ævagamallar trúarbókar, og þeirrar stofnunar sem byggir tilveru sína á þeirri sömu bók, en ekki þörfum barna og foreldra þeirra á 21. öldinni. Spillir trúarbragðakennsla siðferðiskennd barna? Brynjólfur Þorvarðarson gagn- rýnir námsefni í kristnifræði- kennslu í grunnskólum »Niðurstaðan, í mín-um huga, er veruleg hætta á að siðferðisvit- und þeirra nemenda sem áhrifagjarnastir eru þroskist ekki sem skyldi. Brynjólfur Þorvarðarson Höfundur stundar nám við KHÍ. Fáðu úrslitin send í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.