Morgunblaðið - 14.10.2007, Síða 61

Morgunblaðið - 14.10.2007, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 61 HUGVEKJA A lexander Duff var á leið til Indlands með skipinu „Lady Hol- land“. Föt hans, verð- mætar eignir og bóka- safn hans í átta hundruð eintökum var um borð. Þegar skipið átti eftir örfáar mílur til Indlands strandaði það. Farþegar björg- uðust allir en farang- urinn hvarf í djúp hafsins. Duff stóð á ströndinni og skyggndist út á hafið með þá veiku von í brjósti að eitthvað af eigum hans kynni að reka að landi. Þá kom fólkið auga á eitthvað, ein- hvern örlítinn depil, sem flaut á öldunum. Allir biðu með óþreyju og fylgdust með er hann færðist nær. Hvað skyldi þetta vera? Trú- boðinn óð út í, náði taki á þessum örsmáa fljótandi hlut, og sneri aft- ur til lands. Hvað var nú þetta? Ekki var um að villast. Þetta var Biblían hans. Af öllum bókum hans og eigum bjargaðist aðeins þessi eina bók. Alexander Duff end- urheimti Biblíuna sína og tók hana sem tákn frá Guði, tók hana sem sönnun þess að hún væri hið eina af öllum eigum hans sem hefði raunverulegt gildi. Í þessari fullvissu hóf hann ævi- starf sitt sem trúboði í Indlandi. Næsta dag byrjaði hann með því að lesa úr Biblíunni með fyrsta námsflokk sinn, fimm drengi sem söfnuðust saman undir tré. Viku seinna voru áheyrendur orðnir þrjú hundruð. Nokkrum árum síð- ar stóð stórt og fallegt tré á þess- um stað. Og eitt þúsund fylgj- endur fagnaðarerindisins hófu upp raddir sínar í söng og bæn til Jesú Krists. Frásögn þessa má lesa í blaðinu „Afturelding“ frá 1948. Hún er þýdd úr „The Sunday School Digest“. En hver var hann þessi mikli trúboði? Í alfræðiritinu Britannicu má lesa, að hann hafi verið skoskur trúboði á Indlandi sem stofnaði þar skóla til að kynna evrópska menningu og bókmenntir meðal landsmanna. Hann fæddist 26. apríl 1806 í Moulin Perthshire í Skotlandi, nam við St. Andrews- háskólann og varð fyrir miklum áhrifum frá Thomas Chalmer og hlaut vígslu árið 1829. Sama ár sendu aðalstöðvar erlenda trú- boðsfélagsins hann til Indlands. Var hann fyrsti kristniboði þeirra þar í landi. Á leiðinni varð hann tvisvar sinnum skipreika og missti allar eigur sínar. Þar sem hann finnur Biblíuna sína á reki hefst hinn merkilegi ferill hans sem kristni- boði á Indlandi. Til Kalkútta komst hann loks árið 1830. Fram að því höfðu kristniboðar á Ind- landi aðeins getað unnið meðal lægri stétta og utangarðsfólks. Þeir komust ekki í snertingu við trú hindúa eða múslima. Stétta- skipting er mjög sterk í Indlandi og fólk af lægri stéttum á sér varla viðreisnar von þrátt fyrir góða menntun og hæfileika. Duff stefndi því að trúboði á menningarlegum nótum. Hann opnaði fyrst skóla þar sem Biblían gegndi aðalhlutverki. Smám saman þróaðist hann upp til háskólastigs og var samþykktur sem slíkur 1835. Duff tók þátt í að stofna dagblað í Kalkútta og var ritstjóri þess í nokkur ár. Allt fram til 1863 vann hann kappsamlega að trúboði og menningu meðal Indverja í Kal- kútta. En þá varð hann að fara heim alfarinn heilsunnar vegna. Hann vann áfram til dauðadags að eflingu kristniboðs um allan heim við háskólann í Edinborg sem hann arfleiddi að öllum eigum sínum. Skyldu þær renna til stofnunar sjóðs til styrktar erlendu trúboði. Alexander Duff lést 12. febrúar 1878. Hann var talinn frægasti kristniboði í Indlandi á 19. öld. Ekki verður hjá því komist að hugsa til mannvinarins mikla, Móð- ur Teresu, sem setti svip sinn á hjálp við nauðstadda einmitt í Kal- kútta á 20. öld. Fátækt og mannleg neyð er yfirþyrmandi í Indlandi, þessu milljónalandi. Þá er ekki úr vegi að nefna nafn Liz Nunn. Í bók sem nefnist „Líf Jesú fram til ársins 2000“ má lesa, að eftir að hafa unnið með ungu fólki í Bretlandi fór hún til Ind- lands og mætti þar í borgunum þúsundum heimilislausra barna sem nutu engrar menntunar. Þau áttu ekki annarra úrkosta völ sem fullorðin en betla eða vera úti- gangsfólk. Hún stofnaði þar vina- félag „Lótusbarna“. Eins og Lót- usjurtin á rætur sínar í leðju árbakkanna, þannig eiga börnin rætur sínar og aðsetur í sóðalegum strætum borganna. Liz trúir því að börnin geti þroskast og borið góðan ávöxt, verði þeim hjálpað til þess. Það myndi veita þeim von og vöxt. Í sambandi við barnahjálp í Ind- landi er vert að minnast Íslend- ingsins Þóru Einarsdóttur sem var óþreytandi í að veita hjálp á þeim vettvangi á seinni hluta síðustu ald- ar, og sparaði hvorki krafta né fjár- muni til þess. Hjálparstarf íslensku þjóðkirkj- unnar rekur í dag starf meðal skólabarna í Indlandi og stuðlar að því að leysa úr ánauð ung börn sem foreldrar neyðast til vegna fátækt- ar að selja til þrælkunar. Kærleiksverkin við náungann eiga enn rætur sínar í Biblíunni, orði Guðs sem boðar fagnaðar- erindi til allra manna um víða ver- öld. Sjórekna Biblían sigurdur.aegisson@kirkjan.is Það er margt áhugavert að finna á vef ellimála- nefndar þjóðkirkjunnar, www.gamlinoi.is, og m.a. eftirfarandi frásögn. Sigurður Ægisson birtir hana sem pistil dagsins í tilefni þess að Íslendingar munu eignast nýja biblíuþýðingu næstkomandi föstudag, 19. október. Skipalón Sóleyjarrimi Glæsilegar fullbúnar íbúðir Hafnarfjörður, Hvaleyrarholt Skipalón 16-26, 2ja til 4ra herbergja. Fyrir 50 ára og eldri. Skipalón 25-27, 3ja, 4ra og 5 herbergja í almennri sölu. Reykjavík, Grafarvogur Sóleyjarrimi 19-21, 3ja og 4ra herbergja. Fyrir 50 ára og eldri. Sóleyjarrimi 23, 4ra herbergja íbúðir í almennri sölu. www.motas.is Sími 533 4040 | www.kjoreign.isSími 565 5522 | www.fasteignastofan.is Allar nánari upplýsingar um eignirnar á www.motas.is > Traustur byggingaraðili > Yfir 20 ára reynsla > Gerðu samanburð ÍS L E N S K A S IA .I S M O T 39 32 5 09 /0 7 Mótás, Stangarhyl 5, sími 567 0765 Vorum að fá í einkasölu mjög fallegt einbýlishús á tveimur hæðum í Laugarásnum. Arkitekt er Gunnar Hansson. Húsið stendur á 840 fm lóð til suðurs. Húsið er mjög vel skipulagt en það skiptist m.a. í stóra stofu með mikilli lofthæð, borðstofu, sjónvarpshol, tvö baðherbergi, snyrtingu og 4-5 herbergi. Arinn í stofu. Nánari upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir fasteignasali í síma 861 8511. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Laugarásvegur – eftirsótt staðsetning
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.