Morgunblaðið - 14.10.2007, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 14.10.2007, Qupperneq 62
62 SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓNA FANNEY GUNNARSDÓTTIR kjólameistari, Bólstaðarhlíð 41, lést á Droplaugarstöðum, þriðjudaginn 9. október. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju, fimmtu- daginn 18. október kl. 13.00. Jón Helgason, Salóme H. Magnúsdóttir, Gunnar Helgason, Inga Arndís Ólafsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Þorbjörn Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur okkar og bróðir minn, Sigurður Tryggvason, Heiðargerði 86, lést á heimili sínu aðfaranótt fimmtudagsins 11. október. Útförin auglýst síðar. Steinunn Ástvaldsdóttir, Tryggvi Sigurðsson, Ástvaldur Tryggvason. ✝ Svanhild Dani-ella Daniels- dóttir, frá Krauna- stöðum, fædd Tomsen, fæddist í Kollafirði í Fær- eyjum 29.5. 1943. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Þing- eyinga aðfaranótt laugardagsins 22. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Ida María Svanhild, f. 12.7. 1914, d. 14.9. 1951 og Daniel Petur Sofus Thomsen, f. 12.6. 1904, d. 6.9. 1987. Svanhild var fjórða yngst af þrettán systk- inum. Sex þeirra eru á lífi. Eiginmaður Svanhild er Jón Helgi Ólafsson, f. 13.11. 1926. Börn þeirra eru: 1) Sigurfinnur, f. 22.2. 1961, kvæntur Álfheiði H. Guðmundsdóttur, börn þeirra Svanhildur Ósk, Kristín Harpa, og Guðmundur Ásgeir. 2) Bergljót, f. 25.5. 1963, börn hennar Björgvin Viðarsson og Alma Svanhild Róbertsdóttir. 3) Ída, f. 29.7. 1967, gift Jóhannesi Gísla Henningssyni, börn þeirra Adam Helgi og Henning. 4) Ólaf- ur, f. 1.10. 1968, sambýliskona Anna Benediktsdóttir. Dóttir Ólafs Daníela Mjöll og börn Önnu Hildur Dögg og Jóhann Aðalbert. 5) Daníel, f. 17.1. 1971, kvæntur Árnýju Björnsdóttur, börn þeirra Viktor Freyr, Dagbjört Lilja og Valdís Birna. 6) Heiðar, f. 21.7. 1976, dætur hans Katrín Anna og Hrefna María. Útför Svanhild var gerð frá Grenjaðarstaðarkirkju 6. október í kyrrþey. Elsku mamma, amma, tengda- mamma. Þú fórst allt of fljótt til englanna en þér líður ábyggilega betur núna. Þín verður sárt saknað og mikið tómarúm sem þarf að fylla. Alltaf var okkur vel tekið í sveitinni, nóg pláss og alltaf eitthvað matarkyns á eldhúsborðinu. Oft var setið í eld- húsinu á Kraunastöðum og spjallað langt fram eftir nóttu og mikið hlegið og verður áfram þegar við förum að rifja upp sögur um þig. Takk fyrir alla ást og þolimæði, elsku mamma. Ída, Jóhannes, Adam Helgi og Henning. Elsku tengdamamma. Nú hefur þú kvatt þennan heim allt of fljótt eftir stutta en erfiða baráttu við þennan illvíga sjúkdóm. Þegar ég hugsa til baka streyma minningarnar um þig fram. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég kom fyrst í sveitina, þá var ég að- eins á 16. ári og þú tókst svo vel á móti mér, þótt þér litist ekkert á hve ung ég væri. Þú hefur alltaf verið svo góð og sýnt okkur mikla hlýju. Alltaf varst þú með fullt búr af heimabökuðu brauði, sem þú lagðir svo fram hverja einustu helgi þegar við kom- um á Kraunastaði. Þú varst mjög lagin við börn, enda voru barna- börnin og önnur börn mjög hænd að þér. Þú gafst þér alltaf tíma með þeim, fórst út að labba með þeim, í dúkkó, kubbaðir eða last fyrir þau. Þú varst einstaklega þolinmóð kona, lést lítið fyrir þér fara og það þurfti alltaf lítið til að gleðja þig, þú varst alltaf ánægð með allt. Það má nú ekki gleyma að nefna hversu lagin þú varst í höndunum, þú saumaðir, heklaðir og prjónaðir. Fallegu bútasaumsteppin sem þú gerðir liggja nú á mörgum rúmum. Þú hjálpaðir mér mikið að prjóna, þá aðallega að setja flíkurnar sam- an, ég veit ekki hvernig ég fer að, nú þegar þú ert farin. Mér finnst æðislegt að hafa upp- lifað að hafa farið til Færeyja með þér, á þínar heimaslóðir, og kynnst þínu fólki þar. Þar talaðir þú bara færeysku og ég þurfti að leggja mig alla fram til að skilja þig. Það var svo gott að hafa þig hjá mér þegar Valdís Birna fæddist í apríl sl., þegar ég lá á fæðingar- deildinni og þú á lyfjadeildinni. Þú komst upp og sast hjá okkur, veitt- ir mér svo mikinn stuðning í veik- indum hennar, takk kærlega fyrir það. Þú varst frábær móðir, tengda- móðir og amma, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Þín er sárt saknað. Dagbjört Lilja er svo lítil og skilur ekki alveg hvar þú ert, en lítur oft til himna til að reyna að sjá þig, hún veit að þú ert ekki lengur lasin heldur ert þú hjá englunum núna. Viktor Freyr saknar þín mikið og samdi ljóð til þín sem hann er búinn að ramma inn og geymir hjá sér. Hvíl þú í friði elsku Svanhild mín. Þín tengdadóttir, Árný. Mig langar að skrifa nokkur orð til að minnast hennar ömmu minn- ar, eða ömmu í sveitinni eins og mamma og pabbi kölluðu hana. Amma mín var besta amma í öllum heiminum. Hún kenndi mér að prjóna, baka og að elda besta hafragraut í heimi. Hann eldaði hún á hverjum morgni handa afa þegar hann kom úr fjós- inu. Það var alltaf gaman í sveitinni hjá ömmu og afa. Þegar við vorum þar í heimsókn, ég, Viktor og Adam, bakaði amma heilt fjall af pönnukökum og þá fóru strákarnir í keppni um hvor þeirra væri á und- an að borða 30 pönnukökur. Þá sagði amma okkur alltaf sömu sög- una um strák sem hámaði í sig svo mikið af pönnukökum í einu að einn daginn þá hreinlega kafnaði hann. Amma mín var frá Færeyjum, og stundum átti hún það til að flækja nokkrum færeyskum orðum inn í þegar hún var að tala við mig. Ég varð líklega eitthvað skrítin á svip- inn, því ég skildi ekkert um hvað amma var að tala, en hún hló bara að mér og við báðar saman. Elsku amma mín, ég gæti skrifað um þig 100 svona sögur í viðbót. Ég mun alltaf hugsa um þig þegar ég elda hafragraut eða fæ mér pönnu- kökur. En núna ert þú ein af englunum á himnum sem passa okkur. Hvíld þú í friði, elsku amma mín, og ekki hafa neinar áhyggjur af afa, ég passa hann fyrir þig. Þín, Daníela Mjöll. Svanhild Daniella Danielsdóttir ✝ Ingveldur Jóns-dóttir fæddist á Ytri Þorsteins- stöðum í Haukadal í Dalasýslu 20. maí 1929. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 14. september síðast- liðinn. Foreldrar henn- ar voru Jón Ágúst Einarsson og Kristín Þorsteins- dóttir. Systkini Ingveldar eru Ágústa, Ólöf Erla og Þorsteinn Svanur. Dóttir Ingveldar og Alberts Jensen er Guðfinna. Börn Guðfinnu og fyrrverandi ei- gimanns hennar, Guðjóns Kristjáns- sonar, eru: a) Ingv- ar Freyr, í sambúð með Huldu Guð- mundsdóttur, son- ur þeirra er Natan Ernir, b) Ævar Örn og c) Jóhanna Thelma. Börn Guðfinnu og seinni sambýlis- manns hennar, Friðriks Rafns- sonar, eru tvíburarnir Sandra Ósk og Brynjar Rafn. Útför Ingveldar var gerð í kyrrþey. Elsku Ingveldur, amma, lang- amma og vinur. Fallegur fjallalækur á hálendi Íslands lýsir því best sem við er- um að reyna segja í þessum fáu orðum um okkar ástkæru Ingveldi ömmu, langömmu. Á vorin og sumrin sækja fuglar og búfé í lækinn og leysa sín vandamál, á haustin berast breyt- ingarnar með læknum laufin og fjallablómin. Yfir veturinn leggur lækinn en hann er enn til staðar. Uppsprett- an tifar um steina og ís með sama eldmóði og fyrr og finnur sinn áfangastað til sjávar. Stundum verða litlir lækir að stórfljóti og má segja með sanni að það hafi margoft komið í ljós er okkar ástkæra Ingveldur kom inn í okkar líf á ýmsum ögurstundum, alltaf traust og ráðagóð eins og fjallalækur sem brynnir ungviðinu og gefur nýjan lífsþrótt. Ingveldur, þú varst yndisleg manneskja í alla staði. Okkur þyk- ir sárt að kveðja þig eftir hetju- lega baráttu þína við erfið veik- indi. Í huga okkar rifjast upp margar góðar minningar um gleðistundir með þér. Þú varst yndisleg og allt- af til staðar fyrir okkur þegar á reyndi. Þín er sárt saknað. Við munum sakna þess að geta ekki hitt þig. Á heimili þínu var alltaf tekið á móti gestum af miklum raunsn- arskap. Það var svo notalegt að koma til þín í heimsókn, kaffi, kök- ur og annað góðgæti var að sjálf- sögðu borið fram. En sérstaklega munum við sakna þín á hátíðisdög- um, en partur af lífinu var að njóta þeirra með þér. Sonur okkar Natan elskaði að koma til langömmu til að sjá alla hlutina sem þar var að finna og hefði margan grúskarann rekið í rogastans að sjá regluna og skipu- lagið á öllu sem þú hélst til haga um íslenskt mannlíf. Þar má nefna úrklippur úr dagblöðum af merk- um atburðum ásamt myndbands- upptökum frá fyrstu dögum sjón- varps á Íslandi. Þetta var allt flokkað og skráð af mikilli alúð og nákvæmni. Að lokum takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og verði ný uppspretta fjallalækjar á þínum forsendum öðrum rás at- burðanna til eftirbreytni. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, – augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin – amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum.) Ingvar Freyr, Hulda Björk og Natan Ernir. Ingveldur Jónsdóttir ✝ Jón PálmarÓlafsson fædd- ist á Stokkseyri 10. október 1947. Hann lést á heimili sínu 8. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Vil- hjálmsdóttir, f. 14. apríl 1923, d. 2005 og Ólafur Guðna- son, f. 24. júní 1920, d. 1995. Bróðir Jóns er Vilhjálmur, f. 26. október 1943. Jón ólst upp í Hafnarfirði, gekk í Kaþólska skól- ann, lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla, stundaði síðan nám við Loftskeytaskól- ann og vann sem loftskeytamaður á skipum. Hann stundaði síðar sjó- mennsku í mörg ár, starfaði um skeið sem eftirlitsmaður hjá sænska mat- vælafyrirtækinu Foodia. Jón var einnig með smá- bátaútgerð í Hafn- arfirði í mörg ár. Útför Jóns var gerð frá Kapell- unni í Hafnarfirði 14. september. Náfrændi minn og gamli leikbróð- ir, Jón Pálmar Ólafsson, varð bráð- kvaddur á heimili sínu Naustahlein 25 í Garðabæ hinn 8. september sl. Við andlát hans hef ég, bræður mínir og fjölskylda misst góðan og tryggan vin sem við munum ætíð sakna. Mæður okkar voru systur og í æsku ólumst við upp í sama húsi í Hafn- arfirði, lékum okkur saman og áttum sameiginlega leikfélaga og vini. Við áttum líka góðar sameiginlegar minningar frá æskudögunum og þótt við byggjum síðar í sitt hvoru lands- horni, héldum við alltaf góðu sam- bandi bæði símleiðis og eins kom Jón frændi á stundum í heimsókn hingað til Húsavíkur og var okkur Tryggva og börnunum alltaf aufúsugestur. Þegar við hjónin áttum erindi suður, var gjarnan dvalið á heimili Nonna frænda. Hann tók alltaf höfðinglega á móti okkur, var enda sérstaklega frændrækinn gestrisinn. Jón frændi var fremur hávaxinn, samsvaraði sér vel, grannvaxinn og myndarlegur í sjón, alltaf sérlega snyrtilegur og hlýlegur í framkomu. Það má raunar segja að hann hafi eins og við öll haft sína galla, en kost- irnir í fari hans voru þó miklu fleiri. Í mars 2005 fékk Jón Pálmar al- varlegt hjartaáfall og fór þá í hjarta- aðgerð. Í þeirri aðgerð fékk hann heilablóðfall sem leiddi til lömunar hægra megin. Það var vitaskuld mik- ið áfall fyrir frænda minn en hann tók þessu með mikilli karlmennsku og innra þreki. Þrátt fyrir hreyfi- hömlun gat hann samt sem áður séð um sig sjálfur dagsdaglega með að- stoð góðra vina. Nonni frændi hefði orðið sextugur hinn 10. október sl. ef hann hefði lif- að. Í afmælisdagabókinni minni stendur við nafnið hans þessi vísa eftir Þorstein Erlingsson. Það er líkt og ylur í ómi sumra braga. Mér hefur hlýnað mest á því marga kalda daga. Ég, fjölskylda mín og bræður mín- ir kveðjum Nonna með söknuði og eftirsjá. Guðlaug Sigmarsdóttir. Jón Pálmar Ólafsson Það er svo ótal margs að minnast og svo margt sem hægt er að segja um þig, elsku amma. En efst í huga mínum er þakklæti, þú varst mér alla tíð svo góð, og kenndir mér marga hluti. Oft eru það fá orð sem segja mest. Það, er það sem ég vil segja á þessum degi. Björgvin. Vertu sæl, ég mun sakna þín. Þú verður alltaf amma mín, þó himinn skilji okkur að þá áttu alltaf í hjarta mínu stað. Þú varst mér kær og ávallt góð, varst heimsins besta fljóð. Nú situr þú með englum þeim sem tóku á móti þér í annan heim. Ég kveð þig nú með koss á kinn – nú ertu verndarengill minn. Alma Svanhild. HINSTA KVEÐJA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.