Morgunblaðið - 14.10.2007, Side 63

Morgunblaðið - 14.10.2007, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. OKTÓBER 2007 63 Afi var af gamla skólanum. Gott ef hann var ekki skólastjóri þar. Þetta þykist ég vita um afa enda þótt næstum þrjátíu ár okkar sem barnabarns og afa hafi kannski ekki opinberað fyrir mér sér- staklega mikið um persónu hans sjálfs. Það held ég reyndar að sé al- gengt um afa og barnabörn. Fyrir barnabarninu mér var hann einfald- lega afi, með öllu því góða sem því tengist. Ég þekkti því afa eins vel og flestir aðrir en ég veit ekki hversu mikið ég kynntist að sama skapi Kristni R. Sigurjónssyni. Að einu leyti þó er ég alveg viss um að ekki varð neitt greint milli Kristins R. Sigurjónssonar og afa míns. Það var auðvitað þegar kom að þessu embætti skólastjóra gamla skólans. Afi Kristinn þurfti enga starfslýsingu til að sinna til hlítar öllum embættis- færslum þar. Hún var honum í blóð borin. Hann var mikill verkmaður, mun hafa verið hamhleypa í húsasmíðinni. Afi byggði meðal annars kirkjuna sem hann verður jarðaður frá. Maður sem reist hefur guðshús á jörðu hlýt- ur að eiga víst þak yfir höfuðið efra, þó ekki kæmi meira til. Hann stund- aði þjóðlegar og karlmannlegar íþróttir, glímu og frjálsíþróttir, og atti okkur Steinari frænda ákaft en þó ávallt drengilega saman í hlaupum og stökkum í Baldurshaganum á barns- aldri. Hann gekk teinréttur, með brjóstið út og axlirnar aftur, á meðan hann gat á annað borð gengið einn og óstuddur, sem var lengst af. Honum leið best í pólóbol, íþróttagalla og íþróttaskóm. Mér fannst hann bera slíkan klæðnað betur en flestir, kannski einfaldlega útaf því að sjald- an sá ég hann öðruvísi. Afi keyrði bíl þar til örfáum mánuðum áður en hann dó og hætti ekki að keyra ótilneydd- ur. Lengst af átti hann Volvo. Það fór aldrei milli mála ef afi var á hlaðinu því bílinn þandi hann til hins ýtrasta, ekki síður en sjálfan sig. Og aldrei fór hann silkisokkum um kúplingar. Afi vaknaði alltaf eldsnemma, alveg Kristinn R. Sigurjónsson ✝ Kristinn RagnarSigurjónsson fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1920. Hann lést á heimili sínu, Ásbraut 7 í Kópa- vogi, 5. október síð- astliðinn. Útför Kristins var gerð frá Langholts- kirkju 11. október sl. í rauðabítið, og náði alltaf pent að láta mann vita af þeim sið. Hann gerði armbeygj- ur og aðrar líkamsæf- ingar á morgnana lengur en margir eftir- launaþegar valda pútt- kylfunni. Ef minnið bregst mér ekki því meir rámar mig í virðu- legar Mullersæfingar líka. Afi svolgraði ný- mjólk úr stórum glös- um, stakk þau út í ein- um teig, þöndum hálsi. Að mér vitandi kom hann aldrei ná- lægt matseld á heimili þeirra ömmu. Hann fékk sér kríu í eftirmiðdaginn í Stólnum, með stóru S-i. Svaf laust og aldrei lengi. Hann tók lýsi og hélt því miskunnarlaust að okkur barnabörn- unum. Í eina skiptið sem við afi fórum saman út í hádegismat kom ekkert annað til greina en Múlakaffi. Og einu sinni þegar afi átti að fá ferskt sér- verslunarkaffi, möndlubragðbætt og nýmalað, í matarboði hjá mömmu og pabba komu vöflur á hann. Hann benti mér svo lítið bar á að finna sig í forstofunni og hvíslaði þar að mér hvort ég myndi nokkuð ná í kaffið Hans út í bíl. Í hanskahólfinu var dolla af Nescafé. Neyðarbirgðir sem báru fyrirhyggju gamla mannsins fagurt vitni. Nú hefur bjalla gamla skólans loks- ins glumið afa mínum. Ég kveð hann stoltur og þakklátur. Og lofa að taka lýsið mitt. Finnur Þór Vilhjálmsson. Ég sá Kidda fyrst þegar ég var fimm ára og hann sautján, á líkum aldri og systkin mín. Hann var fóst- ursonur Guðbjargar og Böðvars á Hrútsstöðum. Aðeins var nokkurra mínútna gangur milli bæjanna og oft talsverður gleðskapur meðal unga fólksins. Þetta var myndarpiltur. Ragna systir kallaði hann kroppinn þegar hún var að bera saman álitlega stráka í sveitinni. Brátt varð ljóst að Kiddi var vel fallinn til íþrótta. Hann sópaði til sín verðlaunum hjá UMF Ólafi Pá í Lax- árdal og Héraðssambandi Dala- manna. Hann var líka afbragðs verk- maður. Eitt sinn sigraði hann í kappslætti og það varð mér lærdóms- ríkt því að tveir bræður mínir höfðu orðið á undan honum en ekki vandað sig nóg við sláttinn. Það kenndi mér að vandvirkni er líka nauðsyn. Síðar fóru að berast fregnir að sunnan af gengi Kidda í glímu og öðr- um íþróttum. Og eitt sinn birtist hann sem bjargvættur. Ólafur Pá og UMF Æskan í Miðdölum kepptu í boð- hlaupi á Nesodda. Fyrirfram leit ekki vel út fyrir okkar mönnum, en skömmu áður en hlaupið skyldi hefj- ast kemur Kiddi með bíl sunnan úr Reykjavík. Hann byrjaði á að draga hlaupaskó, stuttbuxur og boli upp úr íþróttatösku og láta okkar menn klæðast. Þeir höfðu ætlað að hlaupa á sokkaleistunum og þunnum síðbux- um. Síðan tók hann að sér lokasprett- inn. Miðdælingar voru orðnir langt á undan eftir þrjá fyrstu sprettina, en Kidda tókst að vinna allt upp á síðustu metrunum. Jafnan var fagnaðarfundur þegar gömlu nágrannarnir hittust hér syðra. Það skeði ekki síst eftir að Kiddi varð formaður Breiðfirðinga- félagsins en því sinnti hann af sömu atorku og öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Hann kom líka mjög oft í jarðarfarir og stórafmæli hjá systk- inum mínum og venslafólki. Stundum lá mér við að efast um að við ættum þessa ræktarsemi skilið. Nú er þetta unga fólk sem ég horfði á í bernsku allt horfið og það kemur í minn hlut að bera kveðju frá gömlum heimkynnum. Árni Björnsson. Þú gast alltaf allt reddað öllu, alveg sama hvað það var. Ég hélt alltaf að þú gætir allt eins og þú værir súperkona eða Guð og alltaf tilbúin að hjálpa öðrum eins og krökkum sem minna mættu sín. Og stoltið var svo mikið að þegar heilsan var að hrekkja þig þá lentum við í bæjarhúsnæði. Og prjón- aðir lopapeysur fyrir lifibrauði. Svo þegar heilsan lagaðist varstu fljót að finna annað húsnæði, því þú vildir allt það besta fyrir okkur, vildir enga ölm- usu. Vannst oft á tíðum á 2 til 3 stöð- um, sendir okkur í sveit á sumrin til að þú gætir unnið meira og safnað fyrir vetrinum til að fæða okkur og klæða. Svo við myndum líka læra um dýrin og náttúruna. Fékkst gott fólk til að annast okkur. Þú varst alltaf þarna fyrir okkur. Þegar ég slasaðist eða lenti inn á sjúkrahúsi einu sinni Erla Sigurgeirsdóttir ✝ Erla Sigurgeirs-dóttir fæddist 31. ágúst 1939. Hún lést 1. september síðastliðinn. Erla var jarð- sungin frá Fossvogs- kirkju 21. sept. sl. sem oftar þá stóðst þú þétt við bak mitt. Ég vil bara segja takk fyrir allt saman, elsku mamma mín. Ég veit að þér líður vel núna. Ég bið að heilsa Sólrúnu systur og Sig- urgeir afa. Elskulega mamma mín mjúk er alltaf höndin þín Tárin þerrar sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn Þegar stór ég orðinn er allt það launa skal ég þér. Þinn sonur, Eiríkur. Þar sem englarnir syngja sefur þú. sefur í djúpinu væra. Við sem lifum lifum í trú. að ljósið bjarta skæra. veki þig með sól að morgni. veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Kær vinkona, Erla Sigurgeirsdótt- ir, hefur kvatt þetta líf eftir stutt en erfið veikindi. Minningarnar streyma nú fram. Við kynntumst fyrir 18 árum á Kanarí og höfum haldið góðan vin- skap síðan. Höfum ferðast saman til útlanda, og í útilegur hér á Fróni. Þið Siggi komuð oft til okkar í sumarbú- staðinn og var alltaf glatt á hjalla. Þú hafðir yndi af tónlist og söngst mikið og spilaðir á gítar. Þú hafðir bjart og gott viðmót, og hlýju. Sást alltaf það jákvæða í öllu sem hefur hjálpað þér því líf þitt var nú ekki alltaf dans á rósum framan af. Þú hafðir gaman af að ferðast og áttuð þið Siggi margar góðar ferðir saman. Samverustund- irnar í Engihjallanum, er við töluðum um lífið og tilveruna yfir kaffibolla og horfðum á útsýnið úr eldhúsgluggan- um yfir alla borgina, og fjallahring- inn. Elsku Erla mín. Ég þakka þér góð kynni, góðar samverustundir. Guð geymi hana og umvefji í ljósi og kærleika. Hér átt þú blómsveig. bundinn af elsku. hlýrri þökk og blikandi tárum. Hann fölnar ei. en fagur geymist. í hjörtum allra ástvina þinna. ( H.L.) Guð gefi Sigga og börnum Erlu og fjölskyldum þeirra styrk til að takast á við sorgina og söknuðinn. Þín vinkona, María G. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR INGÓLFSSON, Laugarásvegi 58, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum sunnudaginn 7. október. Útförin fer fram frá Áskirkju mánudaginn 15. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krýsuvíkursamtökin, banki 545-26-991 og kt. 560991-1189. Sigríður Einarsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Anna Margrét Jónsdóttir, Rósa Guðmundsdóttir, María Guðmundsdóttir, Jón Einar og Margrét Rós Guðmundsbörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og amma, KRISTJANA HARÐARDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnu- daginn 7. október. Jarðaförin verður gerð frá Grafarvogskirkju mánudaginn 15. október kl. 13.00. Friðrik Ottó Ragnarsson, Ágúst Birgir Friðriksson, Hörður Ottó Friðriksson, Laufey Friðriksdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HRÖNN A. RASMUSSEN fv. varðstjóri hjá Landssíma Íslands, hjúkrunarheimilinu Sóltúni, áður til heimilis á Vesturgötu 7, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 4. október, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 15. október kl. 15.00. Óskar F. Sverrisson, Sigurveig J. Einarsdóttir, Gunnar A. Sverrisson, Hrafnhildur Garðarsdóttir, Garðar Sverrisson, Gerður Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN FRIÐRIKKA HJÖRVAR, Ásholti 40, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 7. október, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 17. október kl. 13.00. Pálína Guðrún Karlsdóttir, Sigurður Daníelsson, Ingibjörg Hjörvar, Jón Kristján Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri, HAUKUR ÞORVALDSSON matreiðslumaður, Veghúsum 31, Reykjavík, lést þriðjudaginn 2. október á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi. Jarðarförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 16. október kl. 13.00. Björg Jóhannsdóttir, Björgvin Margeir Hauksson, Agnes Björk Hauksdóttir, Hermann Haukur Hauksson, Auður Jónsdóttir, Þorvaldur Hauksson, Jóhanna Clara Jónsdóttir, Jón Knútur Jónsson, Eva Hillerz og barnabörnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.