Morgunblaðið - 14.10.2007, Síða 74

Morgunblaðið - 14.10.2007, Síða 74
Þegar maður sturtar niður í Ástralíu þá snýst vatnið í öfuga átt … 81 » reykjavíkreykjavík „NEI, við steingleymdum því allir. Við uppgötvuðum bara allt í einu að við værum orðnir tíu ára,“ segir Andreoni þegar hann er spurður hvort meðlimir !!! hafi haldið upp á tíu ára afmæli sveit- arinnar fyrr á þessu ári. „En okkur finnst hins vegar ótrúlegt að það sé svona langt síðan við byrjuðum að spila saman. Okkur finnst þetta ekki vera svona langur tími.“ Eins og gefur að skilja hefur nafn !!! vakið mikla athygli, enda eitt af sérstakari nöfnunum í tónlistarbransanum. Aðspurður segir Andreoni að nafnið sé tekið úr gamanmyndinni The Gods Must Be Crazy frá árinu 1980. „Í myndinni má sjá frumbyggja sem gera mjög sérstök hljóð með munninum og þessi hljóð voru einfaldlega textuð „!!!“. Okkur fannst þetta sniðugt nafn á sveitina,“ segir hann og bæt- ir við að vissulega geti verið erfitt að vera í hljómsveit með þessu nafni. „Því fylgja vissulega ákveðnar neikvæðar hliðar. En við erum orðnir nokkuð vanir nafninu eftir öll þessi ár.“ Að sögn Andreoni er erfitt að skilgreina tónlist !!!, enda sé hún blanda af hinum ýmsu stefnum. „En þegar ég er með fjölskyldu minni og vinum segi ég bara að við gerum danstónlist. Það var það sem okkur langaði að gera í upphafi.“ Þannig að þið leggið áherslu á að fólk dansi við tónlistina ykkar? „Já, en fólk dansar við allskonar tónlist, bæði rokk, afríska tónlist, popp, R&B og fleira. En við köllum þetta danstónlist, enda leggjum við áherslu á það þegar við semjum tónlistina að hún sé líkleg til þess að fá fólk til þess að hreyfa sig.“ !!! er oft nefnd í sömu andrá og Íslandsvinirnir í The Rapture, enda tónlist sveitanna að mörgu leyti keimlík. „Þeir gera líka tónlist sem miðar að því að fá fólk til þess að hreyfa sig. Auk þess voru þeir að hefja störf í Kaliforníu um svipað leyti og við vorum að byrja,“ segir Andreoni, og viðurkennir að hann sé mikill aðdáandi sveitarinnar. Mikill fjöldi Á síðasta ári hitaði !!! upp fyrir Red Hot Chili Peppers á tónleika- ferð sveitarinnar um Bretland og segir Andreoni að tónleikarnir hafi breytt ferli !!! til hins betra. „Við höfðum verið með tónleika í Los Angeles sex mánuðum áður. Gítarleikari þeirra, John Frusci- ante, var á meðal áhorfenda og hann kom og spjallaði við okkur eft- ir tónleika og keypti af okkur geisladiska. Tveimur vikum síðar hafði hann samband við okkur og bað okkur að spila með þeim í Bret- landi,“ segir hann. „Okkur langaði mikið til að sjá hvernig okkur gengi að spila fyrir framan svo gríðarlegan fjölda áhorfenda sem ekki þekkti tónlist- ina okkar. Red Hot Chili Peppers er náttúrlega ein stærsta hljómsveit í heimi og það er mikill heiður að fá að spila fyrir þá, en um leið mikil áskorun því það voru auðvitað allir að bíða eftir þeim. Okkur tókst samt að ná athygli fólks, og við er- um mjög ánægðir með það.“ Um var að ræða rúmlega 15 tón- leika á aðeins þremur vikum og að sögn Andreoni voru áhorfendur frá 25.000 til 50.000 í hvert skipti. „En það sem stendur upp úr er að í dag hittum við oft fólk sem segist hafa séð okkur hita upp fyrir þá, og það sem skiptir mestu máli er að þótt flestir segist ekkert hafa þekkt okk- ur áður en þeir hafi samt sem áður orðið mjög hrifnir af tónlistinni.“ Í heitan hver Undanfarna mánuði hefur !!! ver- ið á tónleikaferðalagi um heiminn til að fylgja eftir Myth Takes, og hafa þeir félagar farið víða. „Við höfum farið um nánast allt norðurhvel jarðar, og til Ástralíu. Þegar við verðum búnir að spila á Íslandi höfum við lokið við þann hluta heimsins, við spiluðum meira að segja í Moskvu sem er borg sem mér datt aldrei í hug að ég ætti eft- ir að koma til – hvað þá spila í. Ís- land er annar staður sem manni dettur ekki í hug að maður eigi eft- ir að koma til,“ segir Andreoni sem hlakkar sérstaklega mikið til að koma til Íslands. „Ég ólst nefnilega upp á níunda áratugnum og hlust- aði mjög mikið á Sykurmolana, sem höfðu mikil áhrif á mig og mína tónlist. Þannig að mig hefur alltaf langað að koma til Íslands, og reyndar langar alla í sveitinni mikið til þess.“ En hverju mega Íslendingar bú- ast við á tónleikunum á Airwaves? „Miklu stuði,“ svarar Andreoni. „Við erum nefnilega ansi heitir þessa dagana, það er að segja hvað tónlistina varðar. Þannig að þetta verða heitir tónleikar,“ segir hann og hlær. Andreoni segir að Iceland Air- waves sé sífellt að verða stærra nafn í tónlistarbransanum og því sé það mikið gleðiefni fyrir þá félaga að spila á hátíðinni, enda hafi það staðið til í langan tíma. Þá finnst honum dagskráin í ár sérstaklega glæsileg. „Ég hef til dæmis ekki séð Grizzly Bear, vonandi næ ég að sjá þá. En svo fáum við einn frídag sem er frábært, mig langar nefnilega að fara og baða mig í heitum hver.“ HLJÓMSVEITIN MEÐ SKRÝTNA NAFNIÐ BANDARÍSKA HLJÓMSVEITIN !!!, SEM Í DAGLEGU TALI ER NEFND CHK CHK CHK, KEMUR FRAM Á ICELAND AIRWAVES Á LAUGARDAG- INN KEMUR. FYRR Á ÞESSU ÁRI SENDI SVEITIN FRÁ SÉR PLÖTUNA MYTH TAKES SEM AF MÖRGUM ER TALIN EIN ATHYGLISVERÐASTA PLATA ÁRSINS. JÓHANN BJARNI KOLBEINSSON SPJALLAÐI VIÐ MARIO ANDREONI, GÍTARLEIKARA SVEITARINNAR. !!! spilar á NASA laugardags- kvöldið 20. október. www.chkchkchk.net www.myspace.com/chkchkchk www.icelandairwaves.com 3 Iceland Airwaves dagar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.