Morgunblaðið - 18.10.2007, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.10.2007, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR E FT I R DAG www.jpv.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is VATNI var í fyrsta sinn veitt úr Hálslóni í aðrennslisgöng Kára- hnjúkavirkjunar um hádegisbil í gær. Áætlað er að hefja framleiðslu rafmagns í Fljótsdalsstöð í fyrstu viku nóvember. Aðalinntakslokum hefur nú verið hleypt upp en varalokur eru niðri. Á þeim eru svokallaðir fyllingar- stútar sem vatn streymir inn um og niður í göngin. Aðrennslisgöngin eru 40 km löng og austurhluti þeirra, frá Þrælahálsi að Valþjófs- staðarfjalli, orðinn hálffullur af jarðvatni fyrir. Þegar göngin verða orðin full af vatni má reikna með að aðallokurnar verði settar niður aft- ur og þrýstingsaukningu stjórnað með því að opna þær smám saman. Reiknað er með að göngin fyllist á örfáum dögum en um vikutíma þaðan í frá taki að ná upp fullum þrýstingi. Um aðra helgi ætti því allt að vera tilbúið í aðrennslisgöng- unum, prófunum á vélum lýkur jafnframt og þess vænst að raf- magnsframleiðsla hefjist fyrstu viku nóvembermánaðar. Sigurður Arn- alds hjá Landsvirkjun segir enda- sprettinn hafa gengið hraðar en menn höfðu vænst. Undanfarna daga hefur síðustu aðgöngum inn í aðrennslisgöngin verið lokað með 18 metra þykkum steinsteyptum töppum. Tímamót þegar vatni var í fyrsta sinn hleypt úr Hálslóni í göngin Ljósmynd/Þórhallur Árnason Lyfta Jóhann Kröyer, verkefnisstjóri Landsvirkjunar við gangagerðina, ræsir lokubúnaðinn sem hleypir vatni úr Hálslóni í aðrennslisgöngin. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Haust 2005 Inntaksmannvirkið inn í aðrennslisgöngin í byggingu. STJÓRN Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga skorar á félagsmenn sína að senda heilbrigðisráðherra, fjár- málaráðherra, félagsmálaráðherra og utanríkisráðherra tölvupóst og fara fram á að hjúkrunarfræðingar fái 30 þúsund króna álagsgreiðslu líkt og lögreglumenn um allt land hafa fengið. Félagsráðsfundur Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga sam- þykkti ályktun í síðasta mánuði þar sem fagnað er þeirri ákvörðun dóms- málaráðherra að nýta kjarasamn- ingsbundið ákvæði í samningum lög- reglumanna um greiðslu vegna sérstakra tímabundinna álagsþátta. Harmað er að heilbrigðisráðherra skuli ekki hafa nýtt sér þessi samn- ingsbundnu úrræði gagnvart hjúkr- unarfræðingum. Hjúkrunarfræðinga vantar nú í tæplega 600 stöður að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Senda ráðherrum tölvupóst Hjúkrunarfræðingar vilja álagsgreiðslur strætisvagnsins ók í veg fyrir bif- hjólamennina með þeim afleiðingum að sá sem fremstur ók lenti í árekstri við vagninn og fórst við það. Tókst hinum tveimur bifhjóla- mönnunum að forða sér frá árekstri. Átti að sveigja frá hættunni en ekki að nauðhemla Í skýrslu rannsóknarnefndar um- ferðarslysa kemur fram að sól hafi byrgt ökumanni strætisvagnsins sýn og einnig kunni óhreinindi á framrúðu vagnsins að hafa haft áhrif á útsýni hans. Sól var lágt á lofti þetta kvöld en við slíkar að- stæður magnast óhreinindi á fram- rúðum og byrgja útsýni meira en undir venjulegum kringumstæðum. Metur nefndin það svo að þetta séu höfuðorsakir þess að slysið varð. ÖKUMAÐUR strætisvagns tók vinstri beygju þrátt fyrir að sól byrgði honum sýn; framrúða stræt- isvagnsins var óhrein og viðbrögð ökumanns bifhjóls sem kom úr gagnstæðri átt voru röng. Þetta eru helstu orsakir þess að 35 ára bif- hjólsökumaður lést hinn 16. júlí í árekstri strætisvagns og bifhjóls. Þetta eru meginniðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar umferðarslysa sem nefndin gaf nýlega frá sér. Banaslysið varð í sumar á Akra- fjallsvegi, þar sem vegurinn mætir Innnesvegi. Ökumaður strætisvagns var að aka vestur Akrafjallsveg og hugðist beygja til vinstri inn á Inn- nesveg. Á sama tíma var þremur bifhjólum ekið austur Akrafjallsveg áleiðis framhjá vegamótunum á 80 til 90 km hraða á klst. Ökumaður Einnig séu vísbendingar um að bif- hjólamaðurinn hafi reynt að nauð- hemla í stað þess að reyna að stýra framhjá hættunni líkt og bifhjóla- mönnum sé kennt að gera. Telur nefndin að reynsluleysi ökumanns bifhjólsins sé meðverkandi þáttur í slysinu. Rannsóknarnefndin gerir í niður- lagi skýrslu sinnar ýmiss konar til- lögur. Ítrekar nefndin athugasemdir sem hún gerði árið 2006 um hvernig betur mætti búa um þessi tilteknu gatnamót Akrafjallsvegar og Inn- nesvegar, en þar hafi nokkur slys og óhöpp orðið á síðastliðnum árum. Brýnt er fyrir ökumönnum að nota sólskyggni og hreinsa framrúður auk þess sem leggja þurfi áherslu á það í kennslu bifhjólamanna hvernig sveigja eigi framhjá hættum. Vagnstjórinn sá ekki bifhjólin fyrir sólinni Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÖKUMENN eru nú í óða önn að skipta yfir á vetrardekkin enda styttist í fyrsta vetrardag, sem er 27. október. Mikið var að gera í upphafi vikunnar hjá Gúmmívinnustof- unni í Skipholti og má vænta að svipuð hafi verið raunin víða ann- ars staðar. Ýmsir skipta strax yf- ir á nagladekk þótt strangt til tekið byrji naglatíminn ekki fyrr en 1. nóvember. Hins vegar segist lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki munu gera athugasemdir við nagladekkjanotkun í ljósi þess tíðarfars sem verið hefur að und- anförnu. Frost og hálka hafa þeg- ar átt sinn þátt í umferðar- óhöppum og segir lögreglan mestu skipta að ökumenn séu rétt búnir til vetraraksturs. Einnig þurfi að taka tillit til þeirra sem þurfa að aka út fyrir höfuð- borgarsvæðið. Þeir sem eru komnir á naglana verða því ekki sektaðir. Kuldakaflanum er þó lokið í bili og við taka sunnanáttir og hlýindi næstu daga. Sturla Pétursson, verkstæð- isformaður hjá Gúmmívinnu- stofunni, segir miklar annir hafa verið í upphafi vikunnar en tíðar- far stjórni gjarnan umferðinni inn á verkstæðið. „Þetta kemur svona í gusum, það var mikið að gera á mánudag og þriðjudag,“ bendir hann á. „Fólk tekur ýmist nagladekk eða heilsársdekk.“ Hann segir nagladekkjakaup vanalega lifna við þegar hálkan geri vart við sig og af því megi ráða að fólk vilji sín nagladekk gegn hálku. „Þeir sem fara mikið út úr bænum vilja bara nagla- dekk. Við vissar aðstæður dugar ekkert annað,“ segir hann. Morgunblaðið/Ómar Neglt Þeir sem taka nagladekk núna verða ekki sektaðir þótt nagladekkjatíminn sé ekki hafinn. Nagladekkjanotk- un látin óátalin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.