Morgunblaðið - 18.10.2007, Side 17

Morgunblaðið - 18.10.2007, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 17 Þetta einstaka tilboðsfargjald gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands innanlands er fyrir börn 2 – 11 ára í fylgd með fullorðnum og í sömu bókun bókanlegt frá 9. október 2007 ferðatímabil 10. – 30. október 2007 býðst eingöngu þegar bókað er á netinu, www.flugfelag.is ÍS L E N S K A S IA .I S F LU 39 42 2 10 .2 00 7 1 kr. aðra leiðina + 490 kr. 10.- 30. október. (flugvallarskattur) Aðeins 1 króna fyrir börnin www.flugfelag.is | 570 3030 JÚLÍA Tímósj- enkó verður for- sætisráðherra í Úkraínu en sam- komulag hefur náðst milli um- bótaflokks Tímósjenkó og flokks Viktors Jústsjenkó for- seta. Tímósjenkó var áður forsætisráðherra á árinu 2005 en misklíð kom síðan upp milli hennar og Jústsjenkó sem varð til þess að hún hvarf frá völdum. Flokkarnir tveir hafa meirihluta á þingi eftir kosningar 30. september sl. Viktor Janúkóvítsj, sem horfir fremur til Rússlands en til Evrópu, hefur verið forsætisráðherra sl. misseri en flokkur hans fer nú í stjórnarandstöðu. Forsætisráð- herra á ný Júlía Tímósjenkó VERULEGA hefur dregið úr öl- drykkju á krám og veitingahúsum í Árósum í Danmörk eftir að reyk- ingabannið kom til, víða um 30%. Fólk kýs heldur að drekka sinn bjór heima þar sem það getur reykt. Minna af ölinu VIÐ býsnumst yfir umferðarslysum sem eðlilegt er en en áttum okkur ekki á, að margfalt fleira fólk lætur lífið vegna mengunar frá bílum en í bílslysum. Í Danmörku er áætlað, að talan sé um 3.000 á ári. Banvæn mengun GLÓÐARPERAN heyrir brátt sög- unni til í Danmörku og tölvur, prentarar og raftæki, sem bruðla með rafmagn, sömuleiðis. Hafa ríki og bær sameinast um þetta til þess að spara og draga úr mengun. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ljósapera og ljósapera eru sitthvað þegar kemur að rafmagnsnotkun. Bruðlið kvatt ELSTA eintakið af glæsivagninum Rolls Royce er nú til sölu hjá breska uppboðsfyrirtækinu Bonhams. Er um að ræða 10 hestafla vagn fyrir tvo frá árinu 1904. Ber hann fram- leiðslunúmerið 20154. Talið er, að bifreiðin fari ekki á minna en 120 milljónir íslenskra króna en eins og sjá má er engu líkara en hún hafi komið af færibandinu í gær. AP Glæsileikinn hefur lítið fölnað. Eins og nýr, 103 ára NEYSLUVATN í Ósló er svo meng- að af sníkjudýrinu Giardia, að það er óhæft til drykkjar ósoðið. Þetta kom upp í Björgvin fyrir nokkrum árum og veiktust þá margir. Hafa sumir ekki náð sér enn. Varist vatnið! Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BENAZIR Bhutto kveðst vera staðráðin í að koma á lýðræði í Pakistan eftir að hún snýr þang- að aftur úr útlegð í annað skipti á viðburðaríkri ævi. Stuðningsmenn Bhutto spáðu því að milljón manna myndi fagna henni á götum Karachi þegar hún kemur þangað í dag, eða jafnmargir og þegar hún sneri aftur úr útlegð 1986, sjö árum eftir að einræðisherrann Zia-ul-Haq lét hengja föður hennar, Zulfiqar Ali Bhutto, fyrrverandi forsætis- ráðherra. Benazir Bhutto hefur getið sér orð á Vestur- löndum fyrir hugrekki, frjálslyndi og eindregna andstöðu við íslamska öfgamenn. Hún er hins veg- ar mjög umdeild í heimalandi sínu og hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að semja við Pervez Musharraf, forseta og hershöfðingja. Jafnvel mörgum stuðningsmönnum hennar blæðir í aug- um að eftir svo langa baráttu gegn hernum skuli hún vilja taka höndum saman við Musharraf sem rændi völdunum 1999. „Samningur hennar við Musharraf gæti splundrað flokki hennar og stefnt pólitískum framtíðarvonum hennar í hættu,“ hafði fréttastofan AFP eftir pakistanska stjórnmála- skýrandanum Hasan Askari. Sökuð um spillingu Öðrum ofbýður samkomulag Bhutto og Mush- arrafs um að hún fengi sakaruppgjöf vegna spill- ingarásakana sem urðu til þess að hún fór í útlegð. Benazir Bhutto er af valdamikilli ætt og fæddist í Karachi, stærstu borg Pakistans, 21. júní 1953. Hún nam stjórnmálafræði við Harvard-háskóla og lauk síðan námi í stjórnmálafræði, heimspeki og hagfræði við Oxford-háskóla 1976. Nokkrum mánuðum eftir að hún fór aftur til Pakistans var föður hennar steypt af stóli forsætisráðherra og fjölskylda hennar var handtekin. Faðir hennar var tekinn af lífi 4. apríl 1979 og Bhutto var í fang- elsi til 1984 þegar Zia hershöfðingi heimilaði henni að fara til Englands. Þar varð hún leiðtogi flokks föður síns. Bhutto var tekið með kostum og kynjum þegar hún sneri aftur til Pakistans í apríl 1986 og ári síð- ar giftist hún kaupsýslumanninum Asif Ali Zard- ari. Zia hershöfðingi lést í dularfullri sprengingu í flugvél 17. ágúst 1988 og nokkrum mánuðum síðar fékk flokkur Bhutto flest þingsæti í kosningum. Hún varð forsætisráðherra í desember 1988, þá 35 ára að aldri. Henni var vikið úr embætti árið 1990 og ákærð fyrir spillingu. Hún varð aftur forsætis- ráðherra árið 1993 eftir sigur í kosningum en þá- verandi forseti, Farooq Leghari, vék henni úr embætti vegna annarrar spillingarákæru. Eiginmaður Bhutto var mjög umdeildur og andstæðingar hennar sökuðu hann um að hafa dregið sér stórfé úr opinberum sjóðum og lagt það inn á leynilega reikninga í Evrópu. Þau hjónin hafa alltaf neitað þessum sakargiftum. Eiginmanninum var haldið í fangelsi í átta ár þótt sekt hans hefði aldrei verið sönnuð fyrir rétti. Hann var látinn laus gegn tryggingu árið 2004. „Valdi ekki þetta líf“ Bhutto er síðasti pólitíski arftaki föður síns. Bróðir hennar, Murtaza, flúði til Afganistans þeg- ar föður þeirra var steypt af stóli og hóf þar bar- áttu gegn herforingjastjórn Pakistans með her- skárri hreyfingu sem sökuð var um hryðjuverk. Hann var kjörinn á þing í Pakistan árið 1993 þótt hann væri enn í útlegð og þegar hann sneri aftur til heimalandsins skömmu síðar var hann skotinn til bana í Karachi. Annar bróðir hennar, Shahnawaz, tók þátt í baráttunni gegn hernum en með friðsamlegri hætti en bróðir þeirra. Hann lést af völdum eitr- unar í íbúð sinni á Frönsku rívíerunni 1985. „Ég valdi ekki þetta líf, það valdi mig,“ sagði Bhutto í formála að æviminningum sínum þar sem hún lýsir sér sem „Dóttur austursins“. „Ég fædd- ist í Pakistan og líf mitt endurspeglar umrótið í landinu, ógæfu þess og sigra.“ „Dóttir austursins“ snýr aftur til Pakistans Reuters Heim úr útlegð Benazir Bhutto ásamt dætrum sínum á blaðamannafundi í Dubai í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.