Morgunblaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 35 ✝ Hjálmar Kjart-ansson fæddist á Þórsgötu 2 í Reykjavík 14. mars 1922. Hann and- aðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 7. október síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Kristrúnar Guð- jónsdóttur hús- freyju, lengst af á Urðarstíg 4 í Reykjavík, f. 10. júní 1894, d. 14. júní 1976 og Kjartans Jónssonar trésmiðs, f. 21. september 1899, d. 24. mars 1989. Systkini Hjálmars voru: Jón Ragnar, f. 1919; Ingunn, f. 1923, d. 2000; Ragnheiður, f. 1925 og Kjartan Ármann, f. 1930. Hjálmar átti einn hálfbróður, sammæðra; Erling Dagsson, f. 1914. Hjálmar stofnaði heimili með Auði Marinósdóttur, f. 5. ágúst 1925, d. 8. mars 1987, fyrst á Urðarstíg 4 og síðar í Sólheimum 27 í Reykjavík. Foreldrar Auðar voru Guðbjörg Guðnadóttir, f. 1902, d. 1988 og Marinó Jónsson, f. 1900, d. 1962. Hjálmar og Auð- ur slitu samvistir árið 1978. Auður og Hjálmar eignuðust tvo syni, þeir eru: 1) Viktor, f. 1946, maki Magnea Guðríður Ingólfsdóttir, f. 1947. Fósturbarn þeirra er Jökull Viðar Harð- arson, f. 1978, maki Vala Ósk Ólafsdóttir, f. 1982. Börn þeirra eru Viktor Ingi, f. 2002, Rúnar Búi, f. í mars 2004, d. í ágúst sama ár og Erna Magnea Elísa, f. 2005. 2) Kjartan Már, f. 1960, maki Agla Björk Ólafs- dóttir, f. 1969. Son- ur þeirra er Baldur Óli, f. 2003. Hjálmar lauk prófi í málaraiðn frá Iðnskólanum í Reykjavík 1946 og fékk meistarabréf. Hann rak eig- ið fyrirtæki, Almennu húsamál- unina sf., sem hann stofnaði ásamt Ástvaldi Stefánssyni, mál- arameistara. Hjálmar starfaði við iðn sína fram á gamals aldur. Hjálmar lærði söng hjá Sigurði Demetz og tók virkan þátt í tón- listarlífi í Reykjavík, söng með ýmsum kórum um áratugaskeið þ.á m. Þjóðleikhúskórnum, Út- varpskórnum, Pólýfónkórnum, Fríkirkjukórnum og Karlakór Reykjavíkur og var þar einsöngv- ari. Hann tók þátt í söngleikja- sýningum Þjóðleikhússins og fór með hlutverk í óperum. Hann ferðaðist víða um heiminn með kórunum. Hann stundaði nám í Handíða- og myndlistaskólanum og Myndlistaskólanum í Reykja- vík og málaði mikið í frístundum sínum. Hjálmar verður jarðsung- inn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hjálmar Kjartansson tengdafað- ir minn lést hinn 7. október síðast- liðinn. Hjálmar var einstaklega hæverskur og hógvær maður í allri framgöngu en á bak við bjó maður með mikla listræna hæfileika. Það sem hæst bar var söngurinn en hann starfaði í mörgum kórum á langri ævi. Hann hafði einstaklega djúpa og hlýja bassarödd og eru ófá einsöngshlutverkin sem hann söng með þeim kórum sem hann starfaði með. Þá söng hann einnig í óperum og þá oft einsöng. Margir minnast þess þegar Hjálmar söng, Ó, helga nótt, við messu á aðfanga- dagskvöld í Fríkirkjunni í Reykja- vík. Þá fyrst voru jólin komin í hugum þeirra sem á hlýddu. Hjálmar var í Austurbæjarskól- anum sem barn og minntist hann oft á kennarann sinn þar, Aðalstein Sigmundsson. Hann sá listræna hæfileika drengsins varðandi teikningar og málun og hvatti hann óspart á því sviði. Seinna stundaði Hjálmar listnám bæði í Handíða- og myndlistaskólanum og Mynd- listaskólanum um árabil. Allar myndir hans sem hann vann á þessum árum eyðilögðust í elds- voða og varð það Hjálmari mikið áfall. Um langt árabil hvorki mál- aði hann né teiknaði. Smám saman tók hann til við að mála og teikna aftur. Eftir hann liggja ógrynni smámynda sem hann vann að mestu inni á heimili sínu. Undir lokin dvaldi Hjálmar á Grund og þar fékk hann góða aðstöðu í fönd- urstofunni og er aðdáunarvert að sjá þær myndir sem hann málaði þar þrotinn að kröftum. Hjálmar fór ungur í iðnnám og var það ef til vill ekki tilviljun að málaraiðnin varð fyrir valinu. Á þeim tíma unnu málarar að ýmsum verkefnum tengdum skreytingum, t.d. í kirkjum og fleira. Hann rak fyrirtækið Almennu húsamálunina í mörg ár ásamt Ástvaldi Stefáns- syni málarameistara. Þeir höfðu töluverð umsvif í nokkra áratugi. Þrátt fyrir að reka fyrirtæki og vinna þar fullan vinnudag tókst Hjálmari að stunda bæði söngnám og kórastarf jafnframt vinnu. Á þessum árum kom hann sér upp íbúð í háhýsinu Sólheimum 27. Þangað flutti hann 1960 ásamt Auði konu sinni og sonum þeirra, Viktori og Kjartani. Þar bjuggu þau sér notalegt heimili en Auður var smekkkona og mikil húsmóðir. Hún var einstaklega flink í höndum og saumaði og prjónaði mikið. Hjálmar og Auður slitu samvistir árið 1978. Með þeim Auði hélst ávallt góður vinskapur en hún lést árið 1987. Það eru eflaust ekki margir sem á langri lífsleið hafa átt aðeins tvö lögheimili. Ef til vill má lesa eitt- hvað út úr því um einstaklinginn Hjálmar. Hann vann að sínu með hægð og engu offorsi. Hann naut söngsins og svo þess að mála og dunda sér þegar færi gafst frá erli dagsins. Hann var ekki margmáll, en undir hljóðu og hógværu yfir- borði var hlýr og húmorískur ein- staklingur sem ljúft var að eiga samverustundir með. Þegar Hjálmar var að nálgast áttrætt eignaðist hann góða vin- konu, hana Dystu. Þau höfðu þekkst fyrr á árum en bundust vin- áttuböndum sem voru Hjálmari af- skaplega mikils virði. Þau áttu nokkur góð ár saman og þegar hann var kominn á Grund leið ekki sá dagur að Dysta kæmi ekki til hans. Það var bæði honum og okk- ur fjölskyldunni mikils virði hversu natin hún var við hann fram á síð- asta dag og verður það seint full- þakkað. Blessuð sé minning þín, kæri Hjálmar. Þín tengdadóttir Magnea Ingólfsdóttir. Hæglátur, traustur, alltaf létt kíminn; hann Hjálmar Kjartans var kominn að mála. Ég man eftir því að sem krakki þá hékk maður yfir honum þar sem hann var að gera fínt fyrir okkur á Ljósvalla- götunni og reyndi að toga upp úr honum sögur. Það voru ekki aðrir áhugaverðari í mínu umhverfi í þá daga. Þetta var dulafulli maðurinn sem var svo oft á sviðinu í Þjóðleik- húsinu. Náunginn sem fékk að vera í allskonar búningum í leiksýning- um og óperum. Gangarnir hjá okkur í stóra skrítna fjölskylduhúsinu á Ljós- vallagötu 32 voru það flóknir og sérstakir í allri málningarvinnu að fólkið í húsinu sammældist um að fá meistara Hjálmar til að sjá um verkið. Og smám saman sá Hjálm- ar um allt slíkt hjá okkur. Það var svo sem ekki eins og það væri ein- hver ókunnugur málarameistari ut- an úr bæ sem mætti á svæðið. Hjálmar og pabbi voru vinir og fé- lagar frá því á unglingsárum. Það var listaáhuginn sem leiddi þá sam- an. Í Handíða- og myndlistaskól- anum lágu saman þeirra leiðir. Báðir fóru ungir að teikna og síðan að ferðast saman og syngja saman. Á árunum fyrir og upp úr 1940 voru kvartettar eins vinsælir og bítlabönd voru á mínum unglings- árum. Þeir allra frægustu úti í heimi voru Comedian Harmonists, en hér á landi var það MA-kvart- ettinn sem var stóra númerið. Pabbi og Hjálmar stofnuðu kvart- ett. Ég man enn eftir að hafa sem smákrakki setið fremst í Austur- bæjarbíói og hlustað á Hauk og Begga, Hjálmar og pabba. Mér fannst þeir æðislegir. En einn þeirra varð alvörusöngvari, Hjálm- ar. E.t.v. hefur þessi kvartett verið fyrsta skrefið hans inn í óperu- sönginn. Í minni æsku var Hjálmar Kjartansson glæsilegasti bassa- söngvari Íslands. Hann söng alla tíð í Þjóðleikhúskórnum og mikið af einsöngshlutverkum bæði í leik- húsinu og á öðrum vettvangi. Vin- áttusambandið milli hans og pabba hélst eftir að þeir félagarnir eign- uðust fjölskyldur. Ég man eftir sumrinu í Hraun- hvammi. Þar voru Hjálmar og Lóló, pabbi og mamma með okkur krakkana í nokkrar vikur í bústað úti á Álftanesi. Mér finnst að það hafi verið sumarið 1950. Þeir fóru saman félagarnir í bæinn í vinnuna með Hafnarfjarðarstrætó, og með okkur krakkana í sund í gömlu lauginni í Norðurbænum í Firðin- um á sunnudögum. Svo man ég eft- ir afmælisboðum á Urðarstígnum þegar Viktor var eitthvað þriggja eða fjögurra ára. Svo líður tíminn, en alltaf í gegnum öll árin sá mað- ur Hjálmari öðru hvoru bregða fyr- ir við að dytta að á Ljósvallagöt- unni. En það leið alltaf lengri tími á milli. Svo deyr pabbi og þá var Hjálmar fyrir nokkru orðinn einn. Það er fallegt þegar fullorðið fólk finnur sér nýjan lífsförunaut í stað þess að einangra sig. Mamma keypti sér sumarbústað upp úr 1990. Allt í einu var Hjálmar farinn að aðstoða hana við einhverjar lag- færingar þar. Það hefur kannski sína kosti að eiga ómyndarlega syni sem hafa sjaldan tíma til að gera það sem maður biður þá um? En sem sagt, aftur var Hjálmar kominn inn í líf okkar með sína hæglátu og viðfelldnu framkomu. Alltaf hefur það verið gleðilegt að hitta hann fyrir og ómetanlegt hvernig hann og mamma hafa lært að lifa lífinu saman án þess að þurfa að riðla sínum föstu venjum og siðum. Þau hafa komið með hamingju inn í líf hvort annars á gamals aldri og orðið óaðskiljan- legir vinir. Fyrir okkur börnin hennar Dystu þá segi ég það að við munum sakna hans Hjálmars af því að við vitum að hún móðir okk- ar mun sakna hans. Sonum Hjálm- ars og fjölskyldum þeirra vottum við okkar innilegustu samúð. Og mamma mín, ég og við öll sam- hryggjumst þér. Kjartan Ragnarsson Kveðja frá Karlakór Reykjavíkur Látinn er góður vinur og söng- bróðir Hjálmar Kjartansson. Hjálmar gekk til liðs við Karla- kór Reykjavíkur 1978 og var mikill fengur að hinni djúpu og fögru bassarödd hans. Fyrsta för hans með kórnum til útlanda var til Kína í nóvember 1979. Minnisstætt er, þegar hann sté út úr röðum kórsins og söng negrasálminn „My Lord what a morning“ og hrifust áheyr- endur svo, að endurtaka þurfti lag- ið. Þetta gerðist á öllum sex tón- leikunum sem kórinn söng í Kína. Margoft síðan bæði innan- og utan- lands söng Hjálmar einsöng með kórnum við miklar vinsældir hljómleikagesta. Hjálmar var mjög hæglátur maður og hlýr í viðmóti og hafði skemmtilegan húmor. Hann söng með kórnum fram á miðjan tíunda áratug síðustu aldar er fætur hans gerðu honum erfitt að standa á söngpöllum. Hjálmar var góður fé- lagi og er hans sárt saknað af kór- mönnum. Aðstandendum sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Hjálmar Kjartansson Þriðjudagskvöldið 11. september feng- um við þær fréttir að Siggi hefði látist í um- ferðarslysi. Siggi var góður vinur föður/ tengdaföður okkar og voru þeir ávallt tilbúnir til að aðstoða hvor annan, Siggi var síðast í ágúst að hjálpa til við að steypa sökkla undir sumarbústað sem á að fara að reisa. Siggi var einstaklega bóngóður og fljótur að rétta fram hjálpar- hönd þegar þörf var á. Ef við stóð- um í framkvæmdum vantaði okkur iðulega verkfærin og þá var gott að geta skotist til Sigga því öll þau verkfæri sem hægt er að nefna á nafn var hægt að finna í skúrnum hjá honum og alltaf var sjálfsagt að fá þau lánuð. Að vísu gat tekið smá stund að finna þau en þau voru þarna! Í vor þurftum við á vírklipp- Sigurður Guðmarsson ✝ Sigurður Guð-marsson fæddist 22. júní 1945. Hann lést af slysförum 11. september síðastlið- inn. Útför Sigurðar var gerð frá Ás- kirkju 24. sept. sl.. um að halda. Siggi átti nokkrar og fann strax tvennar. „Hvað þarf að klippa?“ spurði hann. „Nú, já, þá á ég aðrar betri.“ Og það var leitað og leitað í skúrnum en engar fundust klipp- urnar. „Bíðiði aðeins“ sagði Siggi og skaust inní hús. Eftir drykk- langa stund kom hann með þær stærstu klippur sem við höfð- um nokkurn tímann séð. Ég spurði hann hvort hann geymdi verkfærin líka undir kodd- anum en það varð fátt um svör. Við kvöddum Sigga með loforði um að klippa ekki af okkur puttana með verkfærinu! Á haustin þegar rifs- berin voru tilbúin hringdi Siggi til að láta okkur vita til að við gætum komið og tínt það sem við vildum og svo var farið heim og búið til hlaup og annað góðgæti úr berj- unum. Við sendum móður, börnum, tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Stefanía, Kjartan og Björn Róbert. Vinur minn og fé- lagi Kristinn R. Sig- urjónsson er látinn. Systkinahópurinn var stór þegar Kiddi fæddist. Vegna fátæktar urðu foreldrarnir að láta þennan litla sólargeisla frá sér. Það voru þung spor. En hann lenti hjá góðu fólki á Hrútsstöðum (Rútsstöðum) þeim Guðbjörgu Jónsdóttur og Böðvari Marteinssyni. Litli fóstur- sonurinn féll vel í hóp barna þeirra Guðbjargar og Böðvars og fór snemma að taka þátt í ýmsum störfum svo sem þá var títt með börn og vandist því ungur að vinnu. Heimilisbragur á Rútsstöðum einkenndist af snyrtimennsku og hagsýni. Böðvar var frábær smið- ur, einkum á járn, og fóru margir frábærir gripir frá Rútsstöðum vítt um landið á þeim árum. Á bernskuheimilinu lærði Kiddi því að vinna verk sín af alúð og vand- virkni. Mér er í fersku minni eftir tæp 70 ár þegar ég sá Kidda fyrst á Staðarfelli. Allir dáðust að þess- um glæsilega unga pilti sem var svo hress og traustvekjandi. Við Kiddi kynntumst í Iðnskól- anum í Reykjavík, lærðum báðir húsasmíði, og vorum saman í glímu í Ármanni um skeið. Kynnin jukust smátt og smátt. Í smíðinni tókum við að okkur verk í Dölunum. Kiddi byggði glæsilegt hús fyrir uppeld- isbróður sinn á Rútsstöðum. Það er enn eitt glæsilegasta hús í sveit á Íslandi, snyrtilegt og glæsilegt heim að líta. Einnig byggði hann íbúðarhús á Fjósum. Ég vann ég þar með honum og þá var anzi glatt. Við vorum á vormorgni lífs- ins og horfðum hressir fram á veg- inn. Er fram liðu stundir var starfsvettvangur okkar höfuðborg- in. Kiddi var virtur og vinsæll í faginu fyrir sakir vandvirkni og heiðarleika. Á þessum árum var sumum erfitt að fá góða starfs- menn en Kiddi reyndist sínum mönnum afar vel. Þeir ílengdust í Kristinn R. Sigurjónsson ✝ Kristinn RagnarSigurjónsson fæddist í Reykjavík 4. ágúst 1920. Hann lést á heimili sínu, Ásbraut 7 í Kópa- vogi, 5. október síð- astliðinn. Útför Kristins var gerð frá Langholts- kirkju 11. október sl. starfi því hann mat þá mikils og þeir vildu vinna honum vel. Þetta varð til þess að æði mikil störf hlóðust á Kidda en hann var víkingur til allra verka og oft kallaður til að leysa úr flóknum ágrein- ingsmálum enda mjög klár í faginu, af- ar lipur samninga- maður og sanngjarn í dómum. Kiddi var um langt árabil formaður Breiðfirðinga- félagsins og skilaði að vanda góðu verki enda unni hann mjög sveit- inni sinni og vildi henni allt hið besta. Íþróttirnar áttu hug hans enda mjög liðtækur í öllum þeim íþróttum sem hann stundaði, af- burða hraustmenni og framkoman prúðmannleg og drengileg í allri keppni. Kiddi var mikill lánsmaður í einkalífi, kvæntist frábærri mynd- arkonu, Kristínu Halldórsdóttur, sem skapaði þeim yndislegt og hlý- legt heimili. Þau eignuðust mikil myndarbörn sem bera æskuheimil- inu fagurt vitni. Að leiðarlokum viljum við hjónin þakka fölskvalaus kynni og hollráð góðs vinar. Við vottum Kristínu, börnum þeirra hjóna, barnabörnum og öðrum ætt- ingjum dýpstu samúð. Kæri vinur, við kveðjum þig við þessa strönd og óskum þér guðs blessunar á fyrirheitna landinu. Kristinn Sveinsson frá Sveinsstöðum, Margrét Jörundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.