Morgunblaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Magnús Jónssonfæddist á Litla Dunki í Hörðudal í Dalasýslu 18. októ- ber 1927. Hann and- aðist á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 9. október síðastliðinn Foreldrar hans voru Kristjana Ingiríður Kristjánsdóttir, f. 12.9. 1902, d. 13.12. 1993 og Jón Laxdal, f. 7.12.1891, d. 19.1. 1981. Systkini Magnúsar eru sjö, Unnur, f. 23.8. 1923, d. 29.4. 1986, Svanlaug, dó á fyrsta ári, Gísli, f. 9.1. 1926, d. 7.9. 1994, Kristján, f. 28.10. 1931, Gunnar, f. 14.11. 1934, Steinar, f. 20.5. 1938 og Rögnvaldur, f. 27.4. 1941. For- eldrar Magnúsar bjuggu á Litla Dunki þar sem hann ólst upp til sextán ára aldurs en þá fluttu þau búferlum og hófu búskap í Blönduhlíð í sama hreppi. Magnús kvæntist Magdalenu Eiríks- dóttur en þau slitu samvistum. Dóttir hennar er Unnur Ásgeirsdóttir. Þau bjuggu í Reykja- vík. Árið 1972 hóf Magnús sambúð með Kristínu Ingu Kristjánsdóttur og bjuggu þau í Álfa- tröðum í Hörðudal til 1996 en fluttust síðan í Búðardal. Magnús fór fljótlega að vinna fyrir sér og stundaði ýmsa vinnu og þar á meðal sjómennsku og byggingarvinnu. Hann vann í Öl- gerð Egils Skallagrímssonar þau ár sem hann bjó í Reykjavík. Magnús var síðan bóndi í Álfa- tröðum í 24 ár. Útför Magnúsar verður gerð frá Snóksdalskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar að minnast Magnúsar bróður míns í nokkrum orðum. Magnús hafði margt til að bera, las mikið, var minnugur og fróðleiksfús. Ekki varð þó af langri skólagöngu ut- an einn vetur í Reykholti. Hann var verkmaður góður, og með sterkari mönnum. Man ég hann lyfta þungum hlutum sem ekki margir hefðu leikið eftir. Mér er minnisstætt þegar mig drengstaulann, átta ára, langaði að gera kartöflugarð, en þá kom Maggi, lagði mér lið og stakk upp garðinn. Á þessum árum var venjan sú að unglingarnir fóru fljótt að vinna og fór Maggi á vertíð, en varð seinna starfsmaður í Ölgerðinni í Reykjavík. Síðar fluttist hann aftur í Dalina þar sem við unnum saman í brúarvinnu og seinna meir í byggingavinnu hjá mér. Magnús var ósérhlífinn dugnað- arforkur. Það var stundum kraftmik- ið og ekki mjög heflað sem gat hrotið út úr Magga ef hlutirnir gengu ekki alveg að óskum og vakti það jafnan nokkra kátínu viðstaddra. Þetta var hans ávani og eiginleiki sem engum brá við sem til þekktu. Maggi gerðist síðan bóndi í Álfa- tröðum, nálægt æskuslóðum okkar, með sambýliskonu sinni Diddu. Lögðu þau hart að sér við búskapinn og sinntu þeirri vinnu af alúð. Synir mínir Sigurður og Gunnar voru þar í sauðburði og eiga þaðan góðar minn- ingar. Þegar heilsan fór að gefa sig hjá Magnúsi brugðu þau búi og keyptu sér gott hús í Búðardal. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þeirra og var þar léttleikinn í fyr- irrúmi ásamt ýmsu spjalli um daginn og veginn. Með þökk fyrir góðar samveru- stundir. Kæra Didda, innilegar sam- úðarkveðjur. Gunnar A. Jónsson og fjölskylda. Minn ágæti bróðir Magnús eða Maggi sem hann var jafnan kallaður af skyldmennum og vinum dó á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi þriðju- daginn 9. október síðastliðinn. Hann hafði átt við erfið veikindi að stríða í mörg ár og var aðdáunarvert hvernig hann tókst á við þau. Magnús fæddist og ólst upp við gott atlæti þó að efnin væru lítil og þegar börnin stækkuðu voru þau send í sumarvinnu á aðra bæi en Magnús var nokkur sumur á Breiða- bólstað í Miðdölum hjá frænku sinni Guðrúnu. Hann var síðan einn vetur við nám í héraðsskólanum í Reyk- holti, en skólagangan varð ekki lengri og var það honum ekki að skapi því hann átti gott með að læra. Hann var alla tíð mjög fróðleiksfús og las mikið og var hafsjór af fróðleik og var sjaldnast komið að tómum kofunum hjá honum. Magnús fór fljótlega að vinna fyrir sér og stundaði ýmsa vinnu og þar á meðal sjómennsku og byggingarvinnu. Hann var dugnað- arforkur, ósérhlífinn og vel sterkur en það kom oft að góðum notum því oft var vinnan erfið. Eftir að Magnús og Magdalena slitu samvistir fluttist Magnús vestur í Dali og stundaði að- allega byggingarvinnu, m.a. brúar- vinnu, og einnig var hann við smíðar hjá bróður sínum Gunnari. Um tíma vorum við þrír bræðurnir saman í brúarvinnu hjá Kristleifi á Sturlu- reykjum. Þetta var góður og skemmtilegur tími og var Magnús járnamaður og sá um að framleiða steypu í hrærivél í brýrnar en það var ekki látið í hendur nema á þeim sem voru bæði samviskusamir og áreið- anlegir. Árið 1972 hóf Magnús sambúð með Kristínu Ingu Kristjánsdóttur frá Bugðustöðum í Hörðudal og var það án efa mikið gæfuspor fyrir hann. Þau bjuggu í 24 ár í Álfatröðum í sömu sveit og stunduðu hefðbundinn búskap með kindur og kýr. Það var gott að koma að Álfatröðum og sitja í eldhúsinu yfir rjúkandi kaffi og góðu meðlæti og ræða um allt mögulegt. Magnús var ekki endilega að ræða um búskap heldur um þá hluti sem í það sinn voru efst á baugi í þjóðfélag- inu enda pólitískur og fylgdi vinstri- flokkunum að málum. Didda og Maggi, brugðu búi árið 1996 og fluttu til Búðardals, þar festu þau kaup á fallegu húsi. Magnús stundaði ekki fasta vinnu eftir að þau fluttu í Búð- ardal enda var heilsan farin að versna. Þrátt fyrir það átti hann margar góðar stundir og notaði tím- ann mikið við lestur góðra bóka. Magnús var traustur og vandur að virðingu sinni. Hann var góður vinur vina sinna og var alla tíð mjög hrein- skilinn. Hann sagði meiningu sína umbúðalaust, þó þannig að það særði ekki. Hann var hjálpsamur og taldi ekki eftir sér að aðstoða aðra ef þörf var á. Síðustu árin þurfti hann stöð- ugt á meiri aðstoð að halda og var aðdáunarvert hvað Didda gat látið honum líða vel heima þar sem honum þótti best að vera. Didda mín, ég vil fyrir hönd fjöl- skyldu minnar votta þér samúð okk- ar en við vitum að þú átt góðar minn- ingar um gæðadreng. Rögnvaldur. Í dag, fimmtudag, verður til mold- ar borinn frá sinni sóknarkirkju föð- urbróðir minn, Magnús Jónsson fyrr- um bóndi á Álfatröðum í Hörðudal. Ég hef þekkt hann alla mína ævi en fyrstu árin þó sem frænda sem bjó í Reykjavík og kom í heimsókn í Hörðudalinn á sumrin. Þar vann hann hjá Ölgerð Egils Skallagríms- sonar. Er hann fluttist aftur í Dalina átti hann heimili í Blönduhlíð ásamt því að stunda smíðavinnu víða og vann þá mest hjá Gunnari bróður sín- um sem rak trésmíðafyrirtæki. Magnús var einn af þeim sem komu að verki þegar ráðist var í byggingu útihúsa í Blönduhlíð og vann ég með honum að því verki eins og ég gat. Voru það oft skemmtilegar stundir enda kunni Magnús ógrynni sagna sem hann var duglegur að segja manni. En einnig fékk maður nú að heyra það ef illa gekk og var þá ekki töluð tæpitunga. Hins vegar vissi ég að það var nú aldrei illa meint og hafði oftast gaman af. Mikið gæfu- spor var það Magnúsi þegar hann og Didda á Bugðustöðum ákváðu að rugla saman reytum sínum og í kjöl- farið að hefja búskap á Álfatröðum 1972. Þá var oft farið þangað í heim- sókn, ekki hvað síst til að aðstoða við heyskap og fjárrag. Magnús var hörkuduglegur og hlífði sér hvergi þótt hann hefði nú stundum mátt gera það en erfiðisvinnan hafði sett sitt mark á hann. Að verki loknu var gaman að setjast að veitingum og njóta samræðu við Magnús en hann var afar fróður um margt og fylgdist vel með. Eins var hann, á góðri stundu, afar skemmtilegur sögumað- ur og sagði manni margar ógleyman- legar skemmtisögur frá vegagerðar- og Reykjavíkurárunum. Nokkur síðustu ár hafa þau Didda búið í Búðardal en þangað fluttu þau er heilsu Magnúsar tók að hraka og aðstæður til búskapar fóru versn- andi. Að leiðarlokum þakka ég og fjölskylda mín Magnúsi samfylgdina og allar góðar stundir liðinna ára. Diddu sendum við samúðarkveðjur á erfiðri stund og biðjum henni bless- unar. Minning um góðan dreng lifir. Kristján Gíslason. Magnús Jónsson Elsku Jóhanna. Ég kynntist þér 1986 þeg- ar þú hófst störf í gamla Iðnaðarbankan- um í Lækjargötu. Á þeim tíma leið mér mjög illa og var mjög fáskiptin. En þú gafst þig að mér og tókst mig undir þinn væng. Þér tókst á mjög stuttum tíma að hvetja mig og styrkja út úr þeim erfiðu kringumstæðum sem ég var í á þessum tíma. Það hafði enginn annar staðið svona með mér eða hreinlega skipt sér af að reyna. Þú sýndir mér svo mikla virðingu og hluttekningu. Þú grést yfir því sem ég hafði ekki getað grátið yfir. En svona varst þú. Styrkur þinn og umhyggja fyrir öðrum einkenndu þig. Við gátum ekki verið lengi án hvor annarrar. Við skemmtum okkur sam- an, unnum saman og vorum saman öllum stundum. 1992 flutti ég til Svíþjóðar. Þú flutt- ir nokkru seinna til Noregs þar sem þú bjóst í nokkur ár. Ég bjó 7 ár úti í Svíþjóð og það varst þú sem hafðir svo upp á mér þegar ég kom heim aftur. Þá voru breyttar aðstæður hjá okkur báðum. Við báðar komnar með fjölskyldur svo við hittumst ekki oft en það var oftar þú, elsku Jóhanna, sem tókst upp símann og hringdir í mig. Þú varst svo trygg þínum. Einu sinni vin- ur – alltaf vinur. Elsku Jóhanna. Ég heyrði síðast í þér fyrir um þrem vikum. Þá barst þú þig vel eins og alltaf. Á föstudeginum fyrir andlát þitt fékk ég svo að vita að þú værir komin upp á spítala og hlut- irnir gerðust hratt. Ég veit í og með að þannig hefðir þú einnig viljað hafa það. Það var ekki þinn stíll að liggja í rúminu. Ég fékk að kíkja á þig á spít- alanum. Arna vinkona þín hafði málað þig og ég mun alltaf geyma þessa mynd af þér. Þetta varst þú, sama glæsikonan. Jafnvel þarna hafðir þú ekki tapað neinu af þeim sjarma sem alltaf einkenndi þig. Á þriðjudeginum í sömu viku höfð- uð þið Gaui gift ykkur. Það hafði stað- ið til í 2 ár. Vá, ég veit að þar fékkst þú ósk þína uppfyllta. Þó svo að þetta hefði ekki verið það prinsessubrúð- kaup sem hefði hæft þér þá veit ég að það var ekki það sem þér fannst skipta máli. Þú fékkst þarna að játa ást þína á þínum heittelskaða Gaua frammi fyrir Guði og mönnum. Það eru held ég allar konur sem þrá að upplifa þessa stund og þú fékkst það. Mér finnst það svo stórkostlegt mitt í öllu þessu. Ég verð einnig að minnast á krafta- verkin þín tvö. Elsku gimsteinana þína, Helenu og Rakel. Ég veit að þér Jóhanna Þorbjörnsdóttir ✝ Jóhanna Þor-björnsdóttir fæddist í Reykjavík 6. júlí 1965. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 7. október síðastliðinn og var jarðsungin frá Fossvogskirkju 17. október. fannst erfiðast að fara frá þeim og ég veit að enginn getur fyllt það skarð sem þú skilur eft- ir, en ég veit að þær eiga góðan pabba, Gauja pabba, og marga fleiri sem hjálpast nú að við að annast gimstein- ana þína. Ég bið svo algóðan Guð að styrkja og hugga ykkur, elsku Gaui, Helena, Rakel, Alexandra og Karlotta. Ég votta foreldrum og systkinum, fjölskyldu og vinum Jó- hönnu mína dýpstu samúð. Hugur minn er hjá ykkur. Elsku Jóhanna. Ég kveð þig núna. Þegar við svo hittumst aftur verður það eins og að við hefðum aldrei að- skilist því hjá Guði eru þúsund ár sem einn dagur og einn dagur sem þúsund ár. Ég elska þig. Takk fyrir allt. Minn- ing þín og hvatning mun ávallt lifa. Þín vinkona Katrín Magnúsdóttir (Kata). Jóhanna Þ. – Á fullu í augnablikinu. Þannig kynnti hún sig á MSN-inu og það var líka hennar stíll. Ég kynntist henni fyrst þegar hún gerðist sölu- kona hjá Otto B. Arnar ehf. þar sem við unnum báðar um árabil. Hún kom til vinnu – glæsileg og hnarreist – það fylgdi henni einhver innri kraftur sem smitaði frá sér og það var auðvelt að hrífast með. Þrátt fyrir 15 ára aldurs- mun tengdumst við vináttuböndum sem voru mér mjög dýrmæt. Við byrjuðum vinnudaginn oft með því að fá okkur kaffibolla saman og fá útrás fyrir spjallþörfina góða stund og síðan var hún þotin – út að selja og hún var alltaf að selja hvort sem hún var í vinnunni eða ekki – stundum greip hún tækifærið ef hún sá líklegan við- skiptavin og við skemmtum okkur oft yfir ólíklegustu aðstæðum utan vinnu- tíma þar sem hún var farin að selja vörur OBA áður en hún vissi af. Hún mætti fólki með glaðværð og af virð- ingu sem fólk kunni að meta – hún var jafningi – heil og sönn í öllum sam- skiptum. Ég dáðist oft að kjarki hennar og þrautseigju þar sem hún stóð ein með litla gullmolann sinn hana Helenu og gerði eins gott úr lífi þeirra beggja og hún gat miðað við aðstæður og aldrei heyrði ég hana vorkenna sjálfri sér. Ég lærði margt af Jóhönnu og því hvernig hún tókst á við lífið. Hún var sannur vinur vina sinna – raungóð og gjafmild. Svo urðu kaflaskipti í lífi Jóhönnu þegar hún fann Guðjón eða var það öf- ugt – ég vissi það ekki. Hún var alla- vega ákveðin – þennan vildi hún eiga. Það leið svo ekki á löngu þar til annar gullmoli leit dagsins ljós þegar Rakel fæddist og Jóhanna sneri sér heils hugar að móðurhlutverkinu – það var líka hennar stíll – að gera hlutina vel. Þar með lauk samstarfi okkar Jó- hönnu en ekki vináttu og það þótti mér vænt um. Við hittumst ekki oft en tók- um upp þráðinn eins og það hefði verið í gær þegar við hittumst. Hún hringdi til mín snemma í sum- ar og sagði mér frá aðstæðum sínum – þá hafði hún von um lengri tíma en henni var ætlaður – og hún tókst á við þetta verkefni af æðruleysi eins og annað sem lífið hafði rétt henni. Eins og alltaf voru það börnin og eiginmað- urinn sem hugur hennar snerist um. Engin orð duga og vanmátturinn er algjör þegar ég horfist í augu við frá- fall minnar kæru vinkonu og eina leið- in fyrir mig verður sú að biðja um mis- kunn Guðs og huggun, vernd og varðveislu yfir Guðjón, Helenu og Rakel og aðra ástvini Jóhönnu. Bless- uð sé minning Jóhönnu Þorbjörns- dóttur. Margrét Eggertsdóttir. Kæra vinkona. Þeim verður ekki lýst með orðum tilfinningunum sem ég upplifi þessa dagana. Af hverju þú ert tekin frá okk- Á erlendri grundu bárust mér þær fréttir að Rósa væri látin, snögglega dró fyr- ir sólu og sorgin tók við, þetta var frétt sem gat komið hvenær sem var, en var ekki velkomin. Mér fannst svo sorglegt að heyra að Rósa væri dáin. Rósa Björg Sveinsdóttir ✝ Rósa BjörgSveinsdóttir fæddist í Reykjavík 3. apríl 1943. Hún lést á St. Frans- iskusspítalanum í Stykkishólmi 27. september síðastlið- inn. Útför Rósu var gerð frá Grund- arfjarðarkirkju 6. október sl. Hugurinn reikaði þá fjörutíu ár aftur í tím- ann og staldraði við í Mosfellsdalnum, en þar hófust okkar Rósu kynni. Í litla sumarhús- ið fyrir neðan Norður- Reyki hafði flust fjöl- skylda, hjón með þrjú börn, Jónu, Auði og Ás- geir. Alltaf var gaman þegar flutti nýtt fólk í nágrennið. Ég var þá á „barnapíualdrinum“ og ekki leið á löngu þar til ég var búin að ráða mig í pössunar- starf hjá „nýja fólkinu“. Mér fannst Rósa vera eins og fegurðardrottning, rosalega smart, falleg, blíð og já bara yndisleg. Fyrir öllu var séð á meðan þau hjónakornin skruppu af bæ, popp og nammi í skál, gos í glerflösku sem var alger lúxus svo ekki sé talað um kökur og annað góðgæti. Minningin er bara ljúf, en það var ekki verra þegar ljósin frá fjölskyldubílnum, sem var vörubíll af stærstu gerð, lýstu upp heimreiðina og Raggi lét ljósin frá bílnum lýsa heim að húsinu svo Rósa hans kæmist nú klakklaust heim, slíkt var myrkrið í Dalnum. Ekki var búsetan í Dalnum löng því Raggi og Rósa byggðu í Markholtinu og þar höfðu foreldrar mínir einnig byggt sér hús og aftur urðum við ná- grannar. Ég fékk áfram að gæta barna þeirra og með okkur myndaðist gott vináttusamband. Aldrei fann ég fyrir aldursmun þó svo að á þessum árum væri hann þónokkur. Það var hægt að ræða allt við Rósu, innstu leyndarmál sem stelpa á þessum aldri átti og alltaf átti hún ráð við vand- anum. Svo liðu árin, alltaf vissum við hvor af annarri og kveðjur gengu á milli. Símtal frá Rósu yljaði mér um hjarta- rætur, hún sem glímdi við ótrúleg veikindi lét sig ekki muna um að slá á þráðinn og spyrja frétta og „stappa stálinu í stelpuna“, sem á þeim tíma var að jafna sig eftir krankleika, sím- talinu gleymi ég ekki. Því miður fór lítið fyrir samveru- stundum, það var því ólýsanleg ánægja að hitta þau hjón á förnum vegi yfir kaffibolla vestur í Dölum fyr- ir rúmum tveimur árum, mikið óskap- lega var gaman að hitta þau þar og greinilegt að ekkert var gleymt. Rósa mín, takk fyrir yndisleg kynni og gömlu góðu stundirnar, ótímabært andlát þitt er eitthvað sem er svo ósanngjarnt en við fáum þessu ekki breytt. Kæri Raggi, börn, tengdabörn og ömmubörn, mínar innilegustu samúð- arkveðjur til ykkar allra. Kvödd er yndisleg kona, en minningin lifir. Bryndís Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.