Morgunblaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 43 Krossgáta Lárétt | 1 mjallhvítt, 8 innt eftir, 9 sundrast, 10 rekkja, 11 böggla, 13 fyrir innan, 15 slæm skrift, 18 tími, 21 ungviði, 22 koma undan, 23 heið- ursmerkið, 24 djöfullinn. Lóðrétt | 2 framleiðslu- vara, 3 lasta, 4 hiti, 5 refurinn, 6 saklaus, 7 skordýr, 12 hrós, 14 veiðarfæri, 15 skikkja, 16 frægðarverk, 17 fisk- ur, 18 spé, 19 grjótið, 20 ruddi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 ljúft, 4 mölva, 7 kerru, 8 grund, 9 tón, 11 ausa, 13 sauð, 14 skera, 15 fólk, 17 gröm, 20 far, 22 fróða, 23 játar, 24 sötra, 25 lausa. Lóðrétt: 1 lokka, 2 útrás, 3 taut, 4 magn, 5 lauga, 6 andúð, 10 ópera, 12 ask, 13 sag, 15 fífls, 16 ljótt, 18 rytju, 19 myrða, 20 fata, 21 rjól. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Hver þarfnast draslsins sem skapar bara óreiðu í lífinu? Sýndu enga miskunn þegar þú ferð í gegnum geymslur, hillur og undir rúm. Höfum það einfalt. (20. apríl - 20. maí)  Naut Gjöf þín frá stjörnunum er and- legur stuðningur, jafnvel frá ósann- gjörnu fólki. Með alla þessa orku að vopni gerirðu breytingar. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú er að hressa upp á heiminn þinn, eitt umhverfi í einu. Byrjaðu á heimilinu. Gott heimili teygir sig inn á önnur svæði, m.a. inn í sambönd. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Í dag býrðu yfir aukaskammti af stjörnusjarma, og kemst upp með allt – sem annars gerist ekki. Nú þegar þú veist hvernig það virkar, má notfæra sér það oftar. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er eldur í samböndum þínum, sérstaklega við önnur ljón, bogmenn og hrúta. Eyddu tíma með félaga í eitthvað sem er ykkur báðum alveg nýtt. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú færð mikilvæg skilaboð. Þú dregur ályktanir af því sem er sagt og látið ósagt. En þú lærir mest af því að hlusta á tilfinninguna á bakvið orðin en orðin sjálf. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú ert sterkur núna svo ást sem tekur á er í lagi. Þetta er góður tími til að sneiða hjá samúð, sérstaklega þeirri sem þú sýnir sjálfum þér. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Samfélagslegar reglur virð- ast í einhverri óreglu þessa dagana. Þú gerir hlutina öðruvísi til að sjá hvað ger- ist. Það gefur af sér að vera frumlegur. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Sumir myndu segja að þú værir heppinn, en þú situr ekki og lætur þig dreyma um að einn dag … pling! Nei, þú vinnur stöðugt í þínum málum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Undanfarið hefur þér liðið eins og keppnishundi sem er fastur úti í garði. En þú færð tækifæri til að hlaupa þessa vikuna. Gerðu upphitunaræfingar. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Flóknar aðstæður einfaldast og vandamál leysast. Byrjaðu á að þykj- ast vita lausnina, og bráðum veistu hana. Hrútur hefur það sem þú þarfnast. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Fólk er heillað af þér. Er að svona slæmt? Njóttu viðurkenningar- innar sem þú færð, þótt það sé erfitt. Ef þú tekur henni vel, kemur meira á næstu vikum. stjörnuspá Holiday Mathis STAÐAN kom upp á sterku alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Karlsbad í Tékklandi. Heimamaðurinn David Navara (2.656) hafði með svörtu yfirspilað Ser- gei Movsesjan (2.667) og gat nú leikið 38. … He6! og hótað þá Hh5-h1+ eða Df3-f6. Hvítur hefði ekki átt viðunandi svör við þessum hótunum en í stað þessa lék svartur 38. … Df4?? og gafst upp eftir 39. gxf4. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik Harmleikur. Norður ♠986 ♥D10932 ♦1053 ♣ÁG Vestur Austur ♠K104 ♠D732 ♥86 ♥KG75 ♦ÁDG ♦74 ♣109876 ♣KD2 Suður ♠ÁG5 ♥Á4 ♦K9862 ♣543 Suður spilar 1G doblað. Þegar styrkurinn er jafn á báða bóga er algengt að sá vængur sem verður fyrri til að opna endi í grandbút. Oft eru þetta baráttuspil, sem vinnast slétt eða fara 1-2 niður, en einstaka sinnum snúast slík spil upp í harmleik. Í úrslitaleik Noregs og Bandaríkjanna á HM vakti Zia í suður á tígli, Rosen- berg í norður svaraði á hjarta og Zia sagði eitt grand til að sýna lágmarks- opnun. Hverdagslegra getur það ekki verið. Rosenberg sagði pass við grand- inu, en Helgemo í austur ákvað að æsa leikinn með "til-í-allt" dobli. Allir sögðu pass við því og Helness kom út með lauftíu. Spilið liggur til varnarinnar og Zia fór fór 1100 niður - fékk bara á ás- ana þrjá. Spilið gaf Norðmönnum 13 stig (impa), því á hinu borðinu spilaði Sæ- lensminde tvö hjörtu í norður, þrjá nið- ur en ódobluð. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1Málefni Orkuveitu Reykjavíkur eru komin til erlendrarstofnunar. Hverrar? 2 Leikfélag Reykjavíkur ætlar að stofna sérstakan leik-ritunarsjóð. Hver er stjórnarformaður LR? 3 Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er að leggjaupp í langt ferðalag. Hvert er ferðinni heitið? 4 Ráðinn hefur verið yfirmaður knattspyrnumála hjáKR. Hver er hann? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Utanríkisráðuneytið hef- ur ráðið upplýsingafull- trúa. Hvern? Svar: Urði Gunnarsdóttur. 2. Ný kattategund bætist senn í fánuna hér á landi. Hvað kallast hún? Svar: Rag- doll. 3. Mál Svandísar Svavarsdóttur vegna Orku- veitunnar hefur verið þing- fest. Hver rekur málið fyrir Svandísi? Svar: Ragnar Hall. 4. Hver er formaður nýs Flugráðs? Svar: Sr. Gunnlaugur Stefánsson. Spurter… ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Meistaramatur á Vefvarpi mbl.is Nýr þáttur á mbl.is þar sem landslið- skokkarnir Ragnar og Bjarni fá Hafliða Ragnarsson í Mosfellsbakaríi til sín, en hann galdrar fram einfalda súkkulaðimús úr hvítu súkkulaði ásamt hindberjasósu og fræðir auk þess áhorfendur um gæðasúkkulaði. Þú sérð uppskriftirnar á Vefvarpi mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.