Morgunblaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Páll, sem hér var nefndur, skrif- aði þetta í bréfi, sem hann sendi til kristinna manna í Rómaborg. Þangað átti hann eftir að fara síðar og þar var hann tekinn af lífi sakir trúar sinnar á Krist. En áður hafði hann verið á ferð um Grikkland. Þá kom hann við í sjálfri Aþenu og flutti þar ræðu á virðulegum samkomustað skammt þaðan, sem Sókrates var dæmdur til dauða fjórum öldum áður og hálfri betur. Páll vissi vel hvar hann var staddur. Aþena var í hugum allra upp- lýstra manna höfuðborg þeirrar hellensku hámenningar, sem hafði sett mót sitt á „heims- byggðina“. Páll var, eins og aðrir menntamenn samtímans, vel mæltur á gríska tungu. Í ræðu sinni vitnaði hann til grískra skálda og fór með ljóðlínu eftir eitt þeirra. En hann var ekki kominn á þennan tígulega vettvang til þess að kynna sjálfan sig og sýna, að hann stæði hverjum öðrum á sporði í grískri mennt og andans fimi. Hann var á ferðinni frá einni borg til annarrar til þess að „flytja fagnaðarerindið um Jesú og upprisuna“, eins og segir í ferðasögu hans (Post. 17, 18). Um þetta ræddi hann við Gyð- inga, sem voru búsettir í Aþenu, í samkomuhúsi þeirra og við þá Grikki, sem sóttu það hús af því að þeir höfðu orðið snortnir af þeirri guðstrú og siðgæðisboð- skap, sem þar var að mæta. Hann ræddi einnig á torgi borgarinnar hvern dag við þá, sem þar urðu á vegi hans. Hann átti og orðastað við heimspekinga. Reyndar er sagt, að þeir hafi átt í orðakasti við hann. Sumir sögðu: „Hvað mun skraffinnur sá hafa að flytja?“ Þeim var forvitni á að heyra það en ekki líklegir til þess að gangast upp við því. Lúkas læknir og rithöfundur, ferðafélagi og aðstoðarmaður Páls, segir frá þessu og er auð- finnanlega kímileitur. Þeim félögum hefur ekki dul- ist, hvað það virtist skoplega frá- leitt tiltæki að leggja til atlögu við þessa háborg hvers kyns snilldar. En Páll var óragur. Honum var raunar boðið að halda ræðu á veglegum vettvangi. Þar sýndi hann, að hann kunni reglur grískrar ræðulistar. Hann var ekki að auglýsa það. Honum lá annað á hjarta. Hann sagði við Aþeninga, að sér virtist þeir vera miklir trúmenn. Því hvar sem hann fór í borginni blöstu við helgidómar og goða- myndir. Meðal annars, sem hann hafði séð, var altari, sem á var ritað: „Ókunnum guði“. „Þetta, sem þér nú dýrkið og þekkið ekki, það boða ég yður“, sagði Páll. Síðan sagði hann þeim í fáum orðum, hvað hann hafði að boða. Frá þessu er skýrt í Postula- sögunni, 17. kapítula. Það er læsileg frásögn, ein hin skemmtilegasta, sem til er á grískri tungu. Og þó engin skemmtisaga, heldur áreiðanleg heimild frá fyrstu hendi um sér- stæðan stórviðburð á sögulegum stað. Á bak við léttan stíl má skynja þungan nið í straumi heimssög- unnar, sem er að ryðja sér nýjan farveg. Sigurbjörn Einarsson Hvað viltu, veröld? (19) Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is DAGUR B. Eggertsson, borg- arstjóri í Reykjavík, segir ljóst að mannekla á leikskólum og þjón- ustustofnunum verði ekki leyst á einum degi. Hann ræddi málin við sviðsstjóra og embættismenn á við- komandi sviðum í gærmorgun og hefur boðað til annars fundar árla dags í dag fyrir fundinn í borgarráði. Borgarstjóraskipti urðu í fyrra- dag og Dagur tók fyrsta vinnudag- inn í embætti snemma. Hann segir að mjög mikilvægt sé að huga strax að því sem snúi að mannauði borg- arstarfsmanna og stöðunni í þjón- ustu við fólk, því það sé það sem brenni á fólki í daglegu lífi. Þess vegna hafi hann hitt alla helstu lyk- ilmenn úr hópi embættismanna borgarinnar og kallað saman stjórn- málamenn, sem hafi tekið við hinum ýmsu ráðum, til að fá glöggt yfirlit yfir stöðuna í þeim tilgangi að geta sett málin fljótt og vel í ákveðinn farveg. Dagur segir að verkefnið snúist um það að starfsfólkið, sem vinni oft við erfið skilyrði á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum, skynji að borgaryfirvöld meti störf þeirra, vilji halda þeim hjá borginni og bæta við starfsfólki eftir megni. Í gærmorgun ræddi borgarstjóri meðal annars við sviðsstjóra ÍTR, leikskóla-, grunnskóla- og velferð- arsviðs. Hann segir mikilvægt að hafa sett málið í skoðun á fyrsta degi og farið verði nánar yfir stöðuna í dag. Efndi gamalt loforð Eftir að hafa komið umræddu máli af stað hélt Dagur upp í Árbæ þar sem hann stikaði út fyrir nýrri þjónustumiðstöð og heilsugæslu. Hann segir að gert sé ráð fyrir að byrjað verði að grafa í dag og stefnt sé að því að opna strax á næsta ári. Þaðan lá leiðin í Gerðuberg í Breiðholti. Dagur segir að þar hafi hann fengið mjög hlýlegar móttökur og margir samstarfsaðilar Gerðu- bergs hafi verið á staðnum, meðal annars hverfalögreglan, skólastjórn- endur, leikskólabörn og dans- flokkur. Dagur segir að fyrir kosningarnar 2006 hafi eldri borgarar í Gerðu- bergi brýnt sig til dáða og sagt að þeir myndu tryggja honum borg- arstjórastólinn. Hann hafi þá svarað því til að hann vissi ekki hvort þeir hefðu lög að mæla en gengi spá þeirra eftir myndi hann heita á þá og koma í Gerðuberg fyrsta dag sinn í embætti. Hann segir að margt af þessu fólki hafi verið á staðnum í gær og mikið líf verið í húsinu. „Í mínum huga er Gerðuberg dæmi um það sem við eigum að reyna að sækj- ast eftir, að styrkja hverfin, þjón- ustuna úti í hverfunum, því það smit- ar svo mikilli gleði og væntumþykju út um allt samfélagið. Það skiptir svo miklu máli fyrir samfélagið allt að eiga svona hjarta í hverju hverfi.“ Dagur heimsótti líka Fellaskóla og heilsaði upp á skólastjórnendur, kennara og nemendur og síðdegis átti hann meðal annars fund með lögreglustjóra. Morgunblaðið/Kristinn Boðið upp í dans Það var líf og fjör í Gerðubergi í gær sem endranær og Unnur Eyfells tók dansspor með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Manneklan ekki leyst á einum degi Morgunblaðið/Kristinn Gleði Börn á leikskólanum Hraunborg sungu fyrir borgarstjóra. KOSIÐ var í ráð og nefndir og formenn kjörnir á fundi borgarstjórnar í fyrradag. Björn Ingi Hrafnsson er formaður borgarráðs, ÍTR og stjórnar Faxaflóa- hafna, Margrét Sverrisdóttir er forseti borgarstjórnar og formaður menn- ingar- og ferðamálaráðs, Óskar Bergsson er formaður framkvæmdaráðs, Svandís Svavarsdóttir er formaður skipulagsráðs, Sigrún Elsa Smáradóttir er formaður leikskólaráðs, Oddný Sturludóttir er formaður menntaráðs, Björk Vilhelmsdóttir er formaður velferðarráðs og Þorleifur Gunnlaugsson er formaður umhverfisráðs. Sigrún Elsa Smáradóttir Björk Vilhelmsdóttir Björn Ingi Hrafnsson Óskar Bergsson Þorleifur Gunnlaugsson Oddný Sturludóttir Svandís Svavarsdóttir Margrét Sverrisdóttir Breytt skipan í ráðum GUÐMUNDUR Steingrímsson, varaþingmaður Samfylkingar- innar, verður að- stoðarmaður Dags B. Eggerts- sonar borgar- stjóra. „Ég hef fengið Guðmund Stein- grímsson til að hjálpa mér í þessu að minnsta kosti fyrstu metrana,“ segir Dagur. Hann segir að byrjunin skipti miklu og „ég treysti engum betur til að vinna það með mér“. Dagur segir að því sé haldið opnu hvað þeir starfi lengi saman en Guðmundur verði aðstoðarmaður sinn að minnsta kosti til áramóta. Guðmundur Steingrímsson aðstoðarmaður Guðmundur Steingrímsson VÖRÐUR, fulltrúaráð Sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík, ákvað á fundi í gær að haldinn yrði lokaður fundur fyrir stjórnir Sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík klukkan hálfsex síðdegis í dag. Á fundinum munu borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík skýra sín sjónarmið varðandi slit meirihlut- ans í borgarstjórn og framtíðina hjá borgarstjórnarflokknum. Borgarfulltrúar flokksins komu á fund fulltrúaráðsins í síðustu viku og skýrðu stöðu sína. Í kjölfarið lýsti fulltrúaráðið yfir fullum stuðn- ingi við borgarstjórnarflokk Sjálf- stæðisflokksins og oddvita hans. Sjálfstæðis- menn funda um borgarmál NÝ stjórn Orkuveitunnar var kjörin á fundi borgarstjórnar í fyrradag. Stjórnin er skipuð sex mönnum, fimm kjörnum af borgarstjórn Reykjavíkur og einum kjörnum af bæjarstjórn Akraness. Nýja stjórn skipa Bryndís Hlöðversdóttir for- maður, Ástráður Haraldsson, Jón Sigurðsson, Kjartan Magnússon og Júlíus Vífill Ingvarsson. Fulltrúi Akranessbæjar er áfram Gunnar Sigurðsson. Ný stjórn Orkuveitunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.