Morgunblaðið - 18.10.2007, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.10.2007, Qupperneq 28
neytendur 28 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Skilningur á hegðun neytenda er mjögmikilvægur í þeim nútíma, sem alluralmenningur lifir og hrærist í, þvíval neytenda á hollu eða óhollu fæði getur haft bein áhrif á heilsufar fólks. Skiln- ingur á hegðun neytenda er ekki síður mikil- vægur í ljósi hagsmuna fyrirtækja, sem eru að markaðssetja og selja matvæli, segir Rich- ard Shepherd, breskur neytendasálfræð- ingur, sem var gestur á Matvæladegi Mat- væla- og næringarfræðafélags Íslands sl. þriðjudag og gaf m.a. innsýn í áhrifaþætti, sem hafa áhrif á fæðuval. Richard er prófessor í sálfræði og aðstoð- arforstjóri rannsóknarseturs við Surrey- háskólann í Bretlandi. Rannsóknir hans fjalla aðallega um að skilja hvaða ástæður liggja að baki fæðuvali fólks, breytingar á neyslu- hegðun og áhættu í sambandi við matvæli. Hann er í forsvari fyrir breskt rannsókn- arverkefni um miðlun og stjórnun á áhættu og er verkefnisstjóri fyrir neytendarann- sóknir í Evrópuverkefni um kornmeti auk þess að taka þátt í nokkrum áhugaverðum stórum Evrópuverkefnum m.a. um offitu og gagnagrunna um efnainnihald matvæla. Skoða þarf samspil áhrifaþátta „Fjölmargir þættir hafa áhrif á fæðuval fólks. Nefna má sem dæmi bragðgæði mat- væla, viðhorf og sannfæringu neytenda, markaðssetningu og auglýsingar auk menn- ingarlegs bakgrunns. að vera á skjön við foreldrana, en svo ná menn þroska og taka þá upp lærða góða siði frá æskuárunum,“ segir Richard og bætir við að mannlegur breyskleiki snúist svo ekki síst um það að allir „hinir“ séu í hættu, velji menn óhollustu umfram hollustu, en alls ekki þeir sjálfir. Til að skilja hvað er ráðandi varðandi fæðu- val neytenda er nauðsynlegt að skoða samspil allra þessara áhrifaþátta og hvað það er sem drífur fólk áfram í sínu neyslumynstri,“ segir Richard. „Ljóst er að konur eru mun meðvitaðri um heilsu sína en karlar enda lifa þær að jafnaði lengur. Karlar hafa ekki jafn miklar áhyggjur af heilsusamlegu mataræði, en þeim mun meiri áhyggjur af þeim afleiðingum, sem óhollustan kann að valda þeim síðar á ævinni. Einnig hefur komið fram kynslóðamunur í heilsumynstrinu því eldra fólk velur og borð- ar að jafnaði mun heilsusamlegri mat en þeir, sem yngri eru enda er heilsan kannski ekki efst á vinsældalistanum þegar maður er bara ungur enn og hefur mörg ár til að láta af heilsuspillandi ósiðum,“ segir Richard. Neytendasálfræðingurinn segir það ekki vera auðvelt verk að breyta neyslumynstri fólks. „Vandinn er sá að þótt neytendur viti hvað sé heilsusamlegt og að æskilegt sé að borða mikið af ávöxtum og grænmeti, lifa fæstir eftir þeim hollráðum. Nauðsynlegt er að örva holla lífshætti strax á unga aldri því ung börn eru áhrifagjörn og meðtaka hratt það sem þeim er kennt. Á táningsaldri vilja unglingar hins vegar kannski tjá sig með því Fæðuval neytenda hefur bein áhrif á heilsufar Morgunblaðið/Árni Sæberg Hollusta Nauðsynlegt er að örva holla lífshætti strax á unga aldri því ung börn eru áhrifagjörn og taka hratt inn það sem þeim er kennt og þó uppreisn geri gjarnan vart við sig á unglingsárum snýr fólk oft aftur til æskusiðanna. Morgunblaðið/Golli Neytendasálfræðingurinn Þó fólk viti vel hvað sé hollt, fara fæstir eftir þeim holl- ráðum þó konur séu meðvitaðri en karlar og eldra fólk meðvitaðra en þeir, sem yngri eru, segir Richard Shepherd. Vandinn er sá að þótt neyt- endur viti hvað sé heilsu- samlegt og að æskilegt sé að borða mikið af ávöxtum og grænmeti, lifa fæstir eftir þeim hollráðum. Fjarðarkaup Gildir 18. til 19. okt. verð nú verð áður mælie. verð Fjallalambs lifrarpylsa, ósoðin, frosin..... 442 632 442 kr. kg Fjallalambs blóðmör, ósoðin, frosin ....... 424 606 424 kr. kg Nautagúllas úr kjötborði ....................... 1.398 1.595 1.398 kr. kg Svínabógsneiðar úr kjötborði ................ 598 798 598 kr. kg Ferskur 1/1 kjúklingur.......................... 454 699 454 kr. kg Kjúklingaleggir ..................................... 396 609 396 kr. kg 4x80 g hamborgarar m/brauði.............. 398 498 398 kr. pk. Fk ís, súkkulaði og vanillu ..................... 119 199 119 kr. ltr Hagkaup Gildir 18. til 21. okt. verð nú verð áður mælie. verð Holta kjúklingalæri með legg, kryddl. ..... 455 759 455 kr. kg UN nautahakk ..................................... 999 1.449 999 kr. kg Kjötb. lambalæri, hvítl. og rósmarín ....... 998 1.577 998 kr. kg Kjötb. ít. kjötb. í tómat rjómasósu.......... 1.498 0 1.498 kr. kg Kjötb. Marsala kryddl. ungkálfavöðvi...... 2.398 0 2.398 kr. kg Kjötb. sikileyskur kálfapottréttur ............ 1.998 0 1.998 kr. kg Kjötb. lambasirloin m/myntu/hvítlauk ... 1.998 0 1.998 kr. kg Epli, rauð, ný uppskera ......................... 164 194 164 kr. kg Akursels gulrætur, 500 g ...................... 299 349 299 kr. kg Bónus Gildir 18. okt til 21. okt. verð nú verð áður mælie. verð Kók light 2 ltr....................................... 79 139 39 kr. ltr KS lambasvið, frosin ............................ 239 399 239 kr. kg SS svínalundir ..................................... 1.469 2.203 1.469 kr. kg Mozzarella ostur, ferskur, 125 g............. 149 159 149 kr. pk Bónus kúmenbollur ,320 g ................... 159 198 159 kr. pk Freschetta Romapitsur, 400 g............... 259 398 259 kr. pk KF kofareykt folaldakjöt m/beini ........... 382 573 573 kr. kg KF sveitabjúgu..................................... 299 359 299 kr. kg Krónan Gildir 18.til 21. okt. verð nú verð áður mælie. verð Lambalæri af nýslátruðu ....................... 975 1.500 975 kr. kg Lambasúpukjöt af nýslátruðu ................ 499 779 499 kr. kg Goða saltkjöt, ódýrt.............................. 299 449 299 kr. kg Ungnautagúllas ................................... 1.398 1.923 1.398 kr. kg Móa kjúklingalæri, magnpakkning ......... 396 609 396 kr. kg Goða svið, frosin í poka ........................ 389 598 389 kr. kg Super franskar kartöflur, 1kg................. 299 369 299 kr. kg Sprite/Sprite Zero, 2 ltr ........................ 89 153 45 kr. ltr Krónu eldhúsrúllur ............................... 399 549 399 kr. pk. Nóatún Gildir 18. til 21. okt. verð nú verð áður mælie. verð Grísahnakki, úrbeinaður, sneiðar ........... 899 1.598 899 kr. kg Grísagúllas.......................................... 798 1.598 798 kr. kg Grísasnitsel ......................................... 898 1.698 898 kr. kg Grísa spare ribs ................................... 498 649 498 kr. kg Ungnautahakk..................................... 998 1.398 998 kr. kg Laxasteik m/lime & kóriander ............... 1.298 1.698 1.298 kr. kg Nóatúns bayonneskinka ....................... 899 1.498 899 kr. kg Riceselect Texmati hrísgr. hvít/brún ....... 314 449 314 kr. pk. Samkaup/Úrval Gildir 18. til 21. okt. verð nú verð áður mælie. verð Kjötborð nautahamborgarar, 120 g ....... 139 186 139 kr. stk. KEA léttreyktur lambahryggur ................ 1.249 1.795 1.249 kr. kg Borgarnes Londonlamb, framparts ........ 1.139 1.634 1.139 kr. kg Matfugl kjúklingur, 1/1 ferskur .............. 449 699 449 kr. kg Coca cola, 1 ltr .................................... 89 157 89 kr. ltr Egils mix, 2 ltr...................................... 99 178 45 kr. ltr Merrild 103, 500 g .............................. 279 397 558 kr. kg Jacobs pítubrauð fín, 6 stk.................... 99 140 99 kr. stk. Borgarnes skólaskinka, 165 g............... 179 229 179 kr. stk. Kjötvörur fyrir hversdagsmat og veislur helgartilboðin Leirvogstunga, framtíðarbyggingarlandReykvíkinga,“ eða eitthvað í þá veru var auglýst í útvarpinu. Það varð Hálfdani Ár- manni Björnssyni tilefni að bragnum „Hverju má sökkva?“ Leirvogstunga heitir lagleg jörð, löngum fóstraði búfjárhjörð. Fólki, sem þarna forðum bjó, frjósama moldin veitti nóg. Nú skal þar reisa borg og bar, bílfærar steypa göturnar. Ónýtt skal mold og öllu breytt. Enginn við þessu segir neitt. Veita skal hrjóstri grjóta grið, en götur steypa um frjólendið. Sigmundur Benediktsson orti tvær ólíkar haustvísur í síðustu viku: „Í þeirri fyrri er horft úr rellu Arnarflugs í blíðviðri, en sú seinni er ort við að flytja vinnutæki í myrkri og leiðindaveðri.“ Geislar falla, glæstan sal greypa allan myndum. Haustið mjallar herðasjal heklar fjallatindum. Hreykir sér bára, hörfar nú sólin, haustmyrkrið skárast að dróttinni. Herðir sig kári, hrikta til bólin, himinninn tárast í nóttinni. Haustið mjallar herðasjal pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Franskt salamí Frá Sláturfélagi Suðurlands kemur nú á markað spægipylsa sem krydduð er á franska vísu. Hún er sérlega mild og góð ein sér, auk þess sem hún þykir henta vel með ost- um og kexi og á vel við í ýmsa brauð- og pastarétti. Franska spægipyls- an fæst í öllum helstu matvöruverslunum. Spægipylsa með pestó Spægipylsa sem bragð- bætt er með pestó er þá líka komin markað frá SS. En pestóið þykir eiga vel við spægipylsubragðið, og er áleggið því tilvalin á snitt- urnar eða smurbrauðið og hægt að leika sér með hana á forréttadiskinum. Eldsnöggt í matinn SS-býður einnig upp nýja vörutegund: álegg, beikon eða kjöt sem búið er að skera, sneiða, bita niður og jafnvel steikja. Vörurnar eru hugsaðar til að auka þægindin fyrir neytendur og spara þeim tíma. Um er að ræða fjóra mismunandi vöruliði; skinkustrimla, pepperóní-sneiðar, eldaða beikonbita og forsteikt hakk. Skammtarnir henta sér- lega vel þegar verið er að búa til t.d. pitsur, pastarétti, salöt, brauðrétti, mexíkóskar pönnukökur eða aðra rétti í þess- um dúr. nýtt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.