Morgunblaðið - 18.10.2007, Qupperneq 52
FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 291. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Horft til húsnæðismála
Samráðsnefnd um húsa-
leigubætur hefur lagt til við Sam-
band íslenskra sveitarfélaga að
framlög til húsaleigubóta hækki um
rúmar 200 milljónir króna á næsta
ári og um aðrar rúmar 200 milljónir
króna á árinu 2009. Líklegt er að
húsnæðismál verði ofarlega á baugi í
kjarasamningum sem eru fram-
undan. »Forsíða
Tímamót fyrir austan
Áætlað er að hefja framleiðslu raf-
magns í Fljótsdalsstöð í fyrstu viku
nóvember en vatni var í fyrsta sinn
veitt úr Hálslóni í aðrennslisgöng
Kárahnjúkavirkjunar um hádegisbil
í gær. »6
Heimild til hernaðar
Tyrkneska þingið hefur veitt
stjórn landsins heimild til að senda
hermenn til Norður-Íraks til að leita
uppi Kúrda sem gert hafa árásir í
Tyrklandi. Mikil andstaða er þó við
áform Tyrkja í Bandaríkjunum og í
Bagdad. »16
Metverð
Listaverk eftir Ólaf Elíasson,
Fivefold eye, var slegið á rúmlega 80
milljónir króna á uppboði í London á
sunnudag. »Forsíða
SKOÐANIR»
Staksteinar: Maður hinna
mörgu orða
Forystugreinar: Uppsagnir í
Finnlandi | Orðaskak um Írak
Ljósvakinn: Plúsar og mínusar
UMRÆÐAN»
Byggjum betra samfélag með RKÍ
Áliðnaðurinn eftir Kyoto
Opið bréf til Jóhönnu Sigurðardóttur
Starf í þágu friðar
Farnir að róa aftur á fjármálamiðin
Tölvunarfræðingar og hagvöxtur
Ísland í 10. sæti hjá Alþjóðabankanum
Bretar auka skatta á útl. auðkýfinga
VIÐSKIPTI»
2
23"
2
2 3
2"
2"
" 2"
23"
3"2"3
4 *5#% - #)
*
6
##$# - # 2"
23
2" 23
2
" 2"3"
2 3"23
"2 , 70 % 2
2 "
2"
2 2 " 2" 2
32 89::;<=
%>?<:=@6%AB@8
7;@;8;89::;<=
8C@%7#7<D@;
@9<%7#7<D@;
%E@%7#7<D@;
%1=%%@$#F<;@7=
G;A;@%7>#G?@
%8<
?1<;
6?@6=%1)%=>;:;
Heitast 11 °C | Kaldast 5 °C
Suðaustan 10-18 m/s,
rigning. Hvassast við S-
og V-ströndina. Hægari
vindur og úrkomu-
minna norðaustan til. » 10
Og nú hefur popp-
söngvarinn þekkti
Sting bæst í þennan
fríða flokk á klass-
ískri safnplötu sem
er á leiðinni. »44
TÓNLIST»
Garðar og
Pavarotti
TÓNLIST»
Kynþokkafullur
skólastjóri. »51
Sprengjuhöllin
sprengir sér leið á
topp beggja lista en
Pavarotti og Snigla-
bandið eru skammt
undan. »47
TÓNLIST»
Laga- og
Tónlisti
SJÓNVARP»
Ísland til Íraks og
herinn burt! »51
TÓNLIST»
„Ó, Keflavík“ heillar
gagnrýnanda. »51
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Osama bin Laden „hatar Björk“
2. Ljótur skellur Íslands í Liechtenst.
3. Maður féll níu hæðir …
4. Foreldrar Madeleine óttast …
ALÞÝÐUSVEITIN Sprengjuhöllin
er efst bæði á Tón- og Lagalistanum
þessa vikuna. Lag þeirra „Glúmur“
er mest spilaða lag landsins og Tím-
arnir okkar er söluhæsta platan hjá
þeim plötuverslunum sem taka þátt
í gerð Tónlistans. Sprengjuhöllin
hefur verið ein vinsælasta hljóm-
sveit landsins síðan fyrr á þessu ári
og því er ekki að undra að fyrsta
plata þeirra ryki út þegar hún kom í
sölu í seinustu viku.
Í pistlinum Af listum í Morgun-
blaðinu í dag segir að Sprengjuhöll-
in hafi vakið gleðina í íslenskri tón-
list, líkt og Ríó-tríóið hafi gert á
sínum tíma. Þar veltir höfundur
pistilsins einnig fyrir sér hvort
Sprengjuhöllin væri jafnvinsæl og
raun ber vitni ef hún væri af lands-
byggðinni en ekki úr Reykjavík.
Hefði þá verið talað um tilraun
nýrrar hljómsveitar til að endur-
vekja gömlu sveitaballastemn-
inguna? | 46-47
Sprengju-
höllin vinsæl
Sveitó? Sprengjuhöllin reykvíska.
ÍSLENSKA fyrirtækið Mind hefur
gert samning við verslanakeðjuna
Imaginarium um sölu á sérstakri
tölvu fyrir börn, sem fyrirtækið hef-
ur hannað og þróað í samvinnu við
Mitac. Tölvurnar eru með eigið
stýrikerfi sem íslenskir tölvunar-
fræðingar hafa hannað.
Auk hönnunar á tölvunni hefur
Mind verið að þróa tæknileikföng,
alls 18 vörutegundir, sem seld eru til
stórra verslanakeðja á borð við
Toys’s og Carrefour, auk þess sem
viðræður standa yfir við Wal-
Mart-keðjuna. | Viðskipti
Mind Tölvurnar fara fyrst á mark-
að í Hong Kong í ársbyrjun 2008.
Íslenskar
barnatölvur
ÉG var aldrei hræddur um að ég væri
í lífshættu. Ég vissi nákvæmlega hvar
ég var og í hvaða ástandi ég var. Það
eina sem mér leið illa með var að ég
vissi ekki hvað hafði komið fyrir
strákana á bátnum,“ segir björgunar-
sveitarmaðurinn Adam Finnsson en í
fyrrakvöld þurfti hann að synda upp á
sker í Hofsvík. Þar hringdi hann á
Neyðarlínuna.
Adam, sem er 18 ára félagi í björg-
unarsveitinni Kili, fór með vilja í sjó-
inn en hann og tveir aðrir björgunar-
sveitarmenn voru á slöngubát að æfa
það að draga menn um borð í bát. Æf-
ingin fór fram skammt undan landi í
Hofsvík, norðan við Kollafjörð.
Myrkrið var algjört og norðanrokið
slíkt að félagar Adams misstu sjónar
á honum. Þá ákvað hann að synda í
land.
Vildu enga áhættu taka
Þótt rokið væri mikið og öldurnar
torvelduðu sundið var Adam ekki
hætta búin af því hann var í flotgalla.
Hann veit ekki hve lengi hann var á
sundi en sjálfum fannst honum það
vera heillangur tími. „Þegar ég kom
að skerinu var ég kominn með
krampa í hægri fótinn af því að ég var
búinn að synda svo mikið.“ Þar renndi
hann niður flotgallanum og sótti
GSM-síma sem hann hafði með sér.
Fyrst reyndi hann að hringja í félaga
sinn á bátnum en sá rétt missti af
hringingunni. Þá fékk Adam SMS-
skilaboð þar sem hann, sem björgun-
arsveitarmaður, var boðaður í leit að
sjálfum sér! Félagar Adams höfðu
tekið þá skynsamlegu ákvörðun að
taka enga áhættu og boða til leitar.
Sterkir straumar eru skammt sunnan
við Hofsvíkina og því óttuðust þeir að
hann gæti rekið út eftir Kollafirði.
Adam hringdi af skerinu í Neyð-
arlínuna og lét vita af sér. Þá þegar
var þyrla Landhelgisgæslunnar kom-
in á vettvang en hún hafði verið í ná-
grenninu við æfingar. Þyrlan var fljót
að finna Adam og tóku bátsfélagar
hans hann um borð. Hann hafði þá
aðeins staldrað í skamma stund við á
skerinu.
Fékk skilaboð um að
leita að sjálfum sér
Varð aldrei hræddur en hafði áhyggjur af félögum sínum
Morgunblaðið/Eggert
Óttalaus Adam upplifði sig aldrei í hættu þann skamma tíma sem hann var í sjónum. Einungis fáeinum mínútum
eftir að Adam var boðaður í leitina að sjálfum sér voru a.m.k. tveir björgunarbátar lagðir af stað til leitar.
TVÆR risastórar leikfangaverslanir verða opnaðar
hér á landi í þessum mánuði og lofa forsvarsmenn
verslananna mikilli verðlækkun á leikföngum.
Toys’R’Us er stærsta leikfangaverslanakeðja heims
og opnar í dag stórverslun við Smáratorg í Kópavogi. Í
lok mánaðarins svara eigendur Leikbæjar fyrir sig og
opna stórverslun í 6.000 fermetra húsi undir heitinu
Just4Kids við Kauptún í Garðabæ, skammt frá IKEA.
Þetta verður ævintýraveröld með leikföng, barnaföt,
barnahúsgögn og ungbarnavörur, segir Elías Þorvarð-
arson, framkvæmdastjóri Just4Kids.
Toys’R’Us er bandarísk keðja sem rekur á annað
þúsund verslanir um allan heim. | Miðopna
Verðstríð á leikfangamarkaði
Morgunblaðið/Þorkell
Leikföng Boðið verður upp á mikið úrval af leik-
föngum fyrir jólin og verðið ætti að vera lægra.