Morgunblaðið - 18.10.2007, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
SKÁLDASPÍRAN, Benedikt
S. Lafleur, hefur hreiðrað um
sig í Skagafirði, og því verða
engin Skáldaspírukvöld í
Reykjavík um sinn. Spíran er
þó ekki af baki dottin og hefur
nú samstarf við Amts-
bókasafnið á Akureyri um upp-
lestrarkvöld á fimmtudögum,
og hefjast þau kl. 17.15, í fyrsta
sinni í dag. Fyrstur til að stíga
á svið er Benedikt S. Lafleur
sjálfur, en hann les úr tveimur nýjum bókum sín-
um. Sú fyrri heitir Ný sýn í pólitík, og kom út í
vor, en hin er barnabókin Dýrasögur fyrir börn á
öllum aldri, III. bindi, sem kom út á dögunum.
Bókmenntir
Skáldaspírukvöld
í Amtsbókasafninu
Benedikt Lafleur
NORSKI tenórsöngvarinn
Ivar Gilhuus syngur hlutverk
Tenórsins/Bakkusar á loka-
sýningu Íslensku óperunnar á
Ariadne á Naxos eftir Richard
Strauss, annað kvöld kl. 20.
Gilhuus kemur í stað Kolbeins
Ketilssonar, sem hverfur nú til
starfa erlendis. Ivar Gilhuus
hefur verið fastráðinn ein-
söngvari við Norsku óperuna
frá 1990. Hann hefur einnig
sungið víða í þýskum óperuhúsum m.a titilhlut-
verkið í Lohengrin, Tannhäuser og Otello. Nýver-
ið söng hann hlutverk Siegmunds í Valkyrjunni og
hlutverk Manricos í Il trovatore.
Tónlist
Nýr Bakkus leysir
þann gamla af
Ivar Gilhuus
BLÓTGÆLUR er ný ljóðabók
eftir Kristínu Svövu Tóm-
asdóttur, en útgefandi er
Bjartur. Kristín Svava er 22
ára og Blótgælur eru hennar
fyrsta bók.
hann sagði:
eia!
eia pillur! eia stjörnur!
stjörnurnar í bandaríska
fánanum
eia skógurinn
hugmyndaskógurinn
Bókin er 40 síður, prentuð í Odda og Ásta S.
Guðbjartsdóttir hannaði kápu.
Bókmenntir
Blótgælur
Kristínar Svövu
Blótgælur
Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur
sigridurv@mbl.is
KÖKUDISKAR, ljósakrónur, skart-
gripir, hillur, skálar, kollar og teppi
eru einungis brot af því sem verður
til sýnis í Laugardalshöll um
helgina. Þá fer fram sýningin og
fagstefnan Hönnun + heimili 2007.
Íslenskir hönnuðir sýna verk sín,
fjöldi fyrirtækja kynnir það nýjasta
í öllu því sem tengist hönnun og
heimilum, og haldin verður viða-
mikil fagstefna þar sem erlendir og
innlendir fyrirlesarar halda erindi.
Búist er við fjölda gesta í Höllina
um helgina.
Áhugi á hönnun aukist mikið
„Áhugi á hönnun hefur aukist
mjög og íslensk hönnun almennt er í
miklum uppgangi. Skilningur al-
mennings á hönnun, ekki síst vöru-
hönnun, hefur breyst mikið. Fjöldi
útskrifaðra hönnuða hefur aukist
gríðarlega og ásókn í hönnunarnám
er mjög mikil,“ segir Guðbjörg Giss-
urardóttir, framkvæmdastjóri
Hönnunarvettvangs, sem starfar
með rekstraraðilanum Íslandsmóti
að viðburðinum.
Guðbjörg bætir við að um helgina
megi búast við stórum hópi fólks
sem hafi mikinn áhuga á hönnun og
heimilum. „Það hefur náttúrlega
orðið gríðarleg aukning í nýbygg-
ingum og seldum íbúðum. Fólk er
um leið orðið meðvitaðra um um-
hverfið og hvernig það setur það
upp og hannar. Margir hér á landi
eru með nýjar vörur og það er mik-
ilvægt fyrir þá að fá tækifæri til að
kynna hana.“
Hvítir hanskar og kökudiskar
Á Hönnun + heimili 2007 verður
sérsvæði fyrir íslenska hönnun, sem
nefnist BRUM. Að sögn skipuleggj-
enda er nafnið táknrænt fyrir eitt-
hvað nýtt og ferskt – það sem er við
það að springa út.
„Þarna gefst gestum kostur á að
ganga inn í afmarkaðan heim og
upplifa einstaka stemningu. Um 30
hönnuðir sýna þarna nýja hluti. Það
er hreint ótrúleg gróska í hönnun á
Íslandi í dag. Sýningarstjórarnir
verða síðan uppáklæddir með hvíta
hanska, handfjatla hlutina, segja frá
því sem er í boði – og gera hönn-
uninni þannig eins hátt undir höfði
og hún á skilið. Það gera þeir líka
með því að hanna hillurnar eins og
þær séu kökudiskar og láta þetta
líta út eins og hlaðborð. Með því að
fræða almenning um hönnun á
þennan hátt náum við smátt og
smátt að auka á skilninginn og virð-
inguna fyrir því sem liggur á bak við
góða hönnun,“ segir Guðbjörg.
Það eru Guðfinna Mjöll Magn-
úsdóttir og Brynhildur Pálsdóttir
sem eru sýningarstjórar og hönn-
uðir BRUMs. Þegar blaðamaður
heyrir í Guðfinnu er hún hress og
kát – og segir hugmyndina að hlað-
borðinu hafa kviknað þegar þær
veltu fyrir sér hvernig hægt væri að
upphefja hlutina sem mest.
„Á hlaðborði eru alltaf girnilegar
veitingar og okkur fannst þetta góð-
ur útgangspunktur – að láta gesti
mæta í hlaðborð af hlutum með sér-
stöðu,“ segir hún og bætir við að þar
megi finna verk eftir vöruhönnuði,
fatahönnuði og grafíska hönnuði.
Gestum á gefst kostur á að kaupa
á staðnum það sem þeir sjá. Töskur,
dúkar, leikföng og tækifæriskort
geta þannig hæglega siglt ofan í
poka – allt undir styrkri stjórn
þeirra Guðfinnu og Brynhildar.
Fagstefna á föstudegi
Föstudagurinn 19. okt er tileink-
aður hönnunargeiranum sjálfum en
þá verða fluttir margvíslegir fyr-
irlestrar, auk þess sem sýnendur
kynna vöru sína og þjónustu fyrir
hönnuðum.
„Fyrirlestrarnir eru mikilvægir
því þeir færa okkur það sem er nýtt
úti í heimi í hönnun,“ segir Guðbjörg
hjá Hönnunarvettvangi. Steve
Christer frá Studio Granda flytur
erindi og mun að sögn Guðbjargar
meðal annars skoða sérstaklega
samstarf arkitekta og kaupenda.
„Jacob Holmen Jensen frá Bang
og Olufsen mun einnig halda fyr-
irlestur en fyrirtækið hefur verið af-
ar framsækið í hönnun. Hann mun
ræða hvert það stefnir. Vinay
Venkatraman frá Danmörku ræðir
um þjónustuhönnun og Mareike
Gast frá Þýskalandi um pappír sem
hráefni fyrir tvívíddar- og þrívídd-
arvörur,“ segir Guðbjörg og bætir
við: „Á kaupstefnunni verður ein-
mitt pappírssýningin „Paper Lab“
og verður áhugavert fyrir fólk að sjá
hvað pappír býður upp á í hönnun.“
Sýningin og fagstefnan Hönnun + heimili 2007 fer fram um helgina
Hönnun á hlaðborði
Pappírslampi Á sýningunni verður sérsvæði með hönnun úr pappír – sýningin „Paper Lab“ frá Þýskalandi.
Nýtt líf Þær Björg Juto og Anna Þórunn gefa gömlum hlutum nýtt líf með
því að setja á þá nýja húð og umbreyta þeim í athyglisverðar hirslur.
Búist við 20-30
þúsund gestum
Í HNOTSKURN
» Sýningin Heimili + hönn-un var fyrst haldin árið
2005.
» Þá mættu um 25.000 gestirí Laugardalshöll og kynntu
sér helstu nýjungar í hönnun.
» Í ár sýna 30 íslenskirhönnuðir verk sín, auk
fjölda fyrirtækja sem selja
vörur sem tengjast heimili og
hönnun.
» Á föstudag fer fram fag-stefna en frá kl. 11-18 á
laugardag og sunnnudag er
sjálf sýningin opin almenningi.
Aðgangseyrir er 1.000 krónur.
www.islandsmot.is
www.icelanddesign.is
Girnilegt Á BRUM svigna hlaðborð
undan íslenskri hönnun.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
ARABÍSK tónlist heyrist ekki oft
opinberlega á Íslandi. En nú er lag,
því Hannan El-Shemouty frá Kaíró
heldur þrenna tónleika hér á landi
næstu daga. Með henni leika þeir
Steingrímur Guðmundsson á slag-
verk og Hilmar Örn Agnarsson á
orgel, en kvennakórinn Vox Fem-
inae undir stjórn Margrétar Pálma-
dóttur og Kammerkór Suðurlands
undir stjórn Hilmars Arnar syngja
hvor á sínum tónleikunum.
Á dagskránni verða þjóðlög frá
ýmsum áttum, þar á meðal íslensk
þjóðlög sem leikin verða í nýjum
búningi og ævaforn arabísk þjóðleg
og klassísk tónlist.
„Þetta byrjaði þannig að Hilmar
Örn sá hana á tónleikum í Berlín og
varð svo hrifinn,“ segir Steingrímur
slagverksleikari. „Við erum búnir að
vera að vinna í því að blanda ís-
lenskri tónlist saman við austræna,
þannig að úr varð að hún kæmi hing-
að. Við Hilmar höfum verið að æfa
með henni í Berlín.“
Listakona í bæði vestrænni
og austrænni tónlist
Steingrímur segir að Hannan El
Shemouny sé frábær tónlistarkona,
hún syngi á tíu tungumálum og sé
líka mjög góður slagverksleikari,
auk þess að leika á arabísku borð-
hörpuna Qanun. Sem barn lærði
Hannan bæði klassíska arabíska
tónlist og vestræna klassíska tónlist
og lauk hún meistaraprófi í tónlist
frá háskólanum í Köln í Þýskalandi.
Þar í landi býr hún nú. „Mér finnst
það merkilegt að egypsk kona fari til
Þýskalands til að lifa sem tónlist-
armaður. Hún lærði hvort tveggja;
arabíska tónlistin er í sínum klass-
ísku formum þótt vestrænt fólk
þekki þau ekki, og svo spilar hún líka
á píanó og syngur.“ Hannan El
Shemouny er vel þekkt langt út fyrir
þýska landsteina fyrir tónleika, leik-
hústónlist, námskeið og fyrirlestra
um tónlist sína. Hún hefur lagt sig
fram um að skapa tengsl milli hefð-
bundinnar austrænnar tónlistar og
vestrænnar nútímatónlistar. Árið
2001 stofnaði Hannan tónlistarhóp-
inn Layaly Ensemble en sá hópur
sérhæfir sig í klassískri austrænni
tónlist og er starfandi í Berlín. Með
þeim hópi gaf hún út geisladiskinn
Orient-Okzident, þar sem hún syng-
ur og leikur á margskonar aust-
urlensk hljóðfæri, en sérgrein henn-
ar er slagverkshljóðfæri.
Að sögn Steingríms verður efnis-
skráin arabísk-íslensk, með þjóð-
lögum í nýjum útsetningum og
klassískri arabískri tónlist.
Tónleikar í Reykjavík,
Vestmannaeyjum og Skálholti
Fyrstu tónleikarnir verða í kvöld
kl. 20 í Fríkirkjunni í Reykjavík með
Vox Feminae, aðrir tónleikarnir
verða í Vélasalnum í Vestmanna-
eyjum á laugardag kl. 14, og þeir
þriðju í Skálholti kl. 16 á sunnudag,
og þá syngur Kammerkór Suður-
lands með.
Arabískt Steingrímur, Hilmar Örn
og Hannan El Shemouty.
Sameina
austur
og vestur
Arabísk tónlist
á þrennum tón-
leikum á Íslandi