Morgunblaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 49
www.myspace.com/theendis www.icelandairwaves.is Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is THE END er skipuð reynslubolt- um úr bransanum eins og sagt er, mönnum sem eru eldri en tvævet- ur í öllu því sem viðkemur rokki og róli og þeim glannalega lífsstíl sem fylgir gjarnan því dásamlega tón- listarformi (eins og sést á mynd- inni). Þrír meðlima voru áður í At- ingere en þegar þeir hittu á þá bræður Steina og Sigga var The End set á stofn, sumarið 2005. Halldór Ágúst Björnsson segir blaðamanni að The End hafi nokk- uð djúpa merkingu. „Þannig er mál með vexti að það kom til okkar dularfullur maður, rétt áður en tvíburaturnunum var rústað. Hann sagði okkur frá ýmsu sem ætti eftir að gerast í kjölfarið og það hefur allt saman staðist. Og nú erum við, meðlimir, að bíða eft- ir því fjórða.“ Blaðamaður spyr hvort það sé mögulega hægt að nálgast þennan leyndardóm með því að mæta á tónleika með sveitinni. „Hvað heldur þú?“ svarar Hall- dór að bragði. Annars er fyrsta breiðskífa sveitarinnar fyrir margt löngu klár, önnur platan er í vinnslu og þeir félagar eru byrjaðir á þeirri þriðju. „Það er bara eitt vandamál,“ segir Halldór. „Engin þeirra er komin út ennþá! En á næstunni ætlum við að fara að dæla nýjum lögum inn á „svæðið“ okkar.“ Samkvæmt vefsvæði Airwaves er sveitin einnig nýkomin frá London þar sem hún hélt tónleika. „Já, þeir tónleikar voru reyndar fyrir ári,“ segir Halldór. „En þeg- ar maður er að fara að spila á Airwaves er eitthvað svo flott að geta sagst vera nýkominn frá London þar sem maður var að halda tónleika. Þannig að við létum bara upplýsingarnar frá því í fyrra standa. Kúl?!“ Endalok alheimsins? The End býr yfir ótrúlegu leyndarmáli – en sveitin er einnig að spila á Grand Rokki á Iceland Airwaves í kvöld Svalir Þrátt fyrir að vera tiltölulega óþekktir eru meðlimir The End miklir reynsluboltar á tónlistarsviðinu. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 49 Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar F A S T E I G N A S A L A N MIKLABORG Síðumúli 13 Sími 569 - 7000 www.miklaborg.is Höfum verið beðin um að útvega góðan sumarbústað fyrir fjársterkan kaupanda. Ef þú ert með bústað sem uppfyllir þessar kröfur vinsamlega hafðu samband við Guðmund í síma 898 6826 eða 569 7000 ● Um 100 fm ● Gróðursælt eignarland ● Nýlegur bústaður með heitum potti ● Heitt og kalt vatn ● Rafmagn ● Gott útsýni SUMARHÚS ÓSKAST Í BORGARFIRÐI Kröfur sem gerðar eru til hússins: THE KINGDOM kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára THE BRAVE ONE kl. 5:40D - 8D - 10:20D B.i. 16 ára DIGITAL STARDUST kl. 5:30D B.i. 10 ára DIGITAL NO RESERVATIONS kl. 10 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 8 LEYFÐ / KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, OG AKUREYRI SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI WWW.SAMBIO.IS eee „...hin besta skemmtun.“ A.S. eeee -J.I.S., FILM.IS SÝND Í ÁLFABAKKA Frá gaurnum sem færði okkur The 40 Year Old Virgin og Knocked Up - Dóri DNA, DV- J.I.S., FILM.IS FRÁBÆR RÓMANTÍSK GAMANMYND MEÐ CATHERINE ZETA JONES OG AARON ECKHART. SÝND Í ÁLFABAKKA, OG KRINGLUNNI STÆRSTA MYND ÁRSINS Á ÍSLANDI eeee - jis, film.is eeee - A.S, MBL SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA / AKUREYRI THE BRAVE ONE kl. 8 B.i. 16 ára STARDUST kl. 8 B.i. 10 ára / KEFLAVÍK GOOD LUCK CHUCK kl. 8 - 10 B.i. 14 ára STARDUST kl. 8 B.i. 10 ára HAIRSPRAY kl. 10:20 LEYFÐ 3:10 TO YUMA kl. 10:20 B.i. 16 ára CHUCK AND LARRY kl. 10:20 B.i. 12 ára HAIRSPRAY kl. 8 LEYFÐ BRATZ kl. 8 LEYFÐ / SELFOSSI Iceland Airwaves Momentum Gaukurinn kl. 19.30 Það er nóg að gerast í þungu ís- lensku rokki og eiginlega sama hvert litið er. Momentum spilar framsækna blöndu af dauðarokki og lögin fara oft í óvænta átt. We Made God Gaukurinn kl. 20.15 Kerrang!-menn hrifust svo af We Made God á síðustu Airwaves-hátíð að þeir óskuðu sérstaklega eftir að sveitin spilaði á Kerrang!-kvöldinu á Gauknum. Hugsanlega verður ný plata viðruð. My Summer as a Salvation Soldier Iðnó kl. 21.15 My Summer as a Salvation Soldier, sem móðir hans nefndi Þóri Georg, en með nýja breiðskífu í burð- arliðnum. Hún verður væntanlega á dagskránni og svo fljóta vonandi gamlar lummur með. Lay Low Listasafn Reykjavíkur kl. 22.00 Lovísa Elísabet, Lay Low, sló í gegn á Airwaves á sínum tíma og hefur haft í nógu að snúast víða um heim í kjölfarið. Áheyrendur fá vísast að heyra tónleikaprógramm það sem borið hefur verið á borð fyrir plötu- útgefendur, blaðamenn og tónlistar- áhugamenn víða um heim. Kimono Organ kl. 22.30 Þeir félagar í Kimono brugðu á leik á síðustu Airwaves-hátíð en að þessu sinni eru þeir meira með af fullum krafti. Þónokkuð er síðan sveitin hefur látið í sér heyra og líklega nýtt efni í hávegum. Sprengjuhöllin Lídó kl. 23.00 Sprengjuhöllin er aðalhljómsveitin í dag, sú vinsælasta og umtalaðasta. Það verður forvitnilegt að sjá hana í Lídó sem er í kjallara Iðnaðar- mannahússins við Hallveigarstíg. Royal Fortune Grand Rokk kl. 23.15 Það er fínt að slútta deginum með rólyndislegu þjóðlagarokki að hætti Royal Fortune; grípandi lög skreytt óvanalegum hljóðfærum. reykjavíkreykjavíkmælir með …

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.