Morgunblaðið - 18.10.2007, Síða 13

Morgunblaðið - 18.10.2007, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 13 LANDVERND hefur farið þess á leit við Kristján Möller samgöngu- ráðherra að hann beiti sér fyrir því að gerð vestari hluta Gjábakkaveg- ar verði frestað meðan UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, metur áhrif vegarins á svæðið. Svokallaður Gjábakkavegur er nú á útboðslista Vegagerðarinnar en vegurinn fer í gegnum Þingvelli sem eru á heimsminjaskrá UNESCO. Hefur Heimsminjanefnd Íslands lýst áhyggjum af því að með lagningu þjóðvegar með 90 km hámarkshraða megi búast við stór- aukinni umferð í gegnum þjóðgarð- inn umfram það sem eðlilegt geti talist vegna fjölgunar ferðamanna, sem heimsækja Þingvelli. Sú staða geti skapast að Þingvellir verði settir á lista yfir heimsminjar í hættu. Málið er nú til meðferðar hjá UNESCO og hefur Bergur Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Land- verndar, nú sent samgönguráð- herra bréf þar sem þess er óskað að útboði verði seinkað þar til UNESCO lýsir skoðun sinni á veg- arlagningunni. Einnig að betri veg- arstæði séu til. Vilja bíða með útboð KARL á fertugs- aldri var hand- tekinn í Kópa- vogi um kvöldmatarleytið í fyrradag. Í bakpoka hans var m.a. að finna fatnað og rakvél- ar sem hann gat ekki gert grein fyrir. Maðurinn var sömuleiðis með blóm í fórum sínum en fullvíst þykir að þau hafi verið fengin ófrjálsri hendi. Maðurinn var færður á lögreglustöð. Þess má geta að hann var líka handtekinn fyrir þjófnað um síðustu helgi en þá stal hann fatnaði úr verslun í miðborginni. Rósir Maðurinn stal m.a. blómum. Stal blómum og rakvélum SAMHJÁLP mun á næstunni opna nýja kaffistofu í Borgartúni 1 í Reykjavík, í húsnæði sem Reykja- víkurborg notaði síðast undir geymslur. Kaffistofan getur verið á þessum stað í þrjú ár. Að sögn Heiðars Guðnasonar, forstöðumanns Samhjálpar, leituðu samtökin að húsnæði u.þ.b. miðja vegu milli Hlemms og Lækjartorgs og þótt Borgartún 1 uppfylli ekki þá kröfu henti staðsetningin ágæt- lega. „Þetta er í göngufæri frá Hlemmi og Lækjartorgi og þessum stöðum þannig að við erum alveg sáttir við staðsetninguna,“ sagði hann. Eftir er að ganga frá nokkr- um lausum endum, s.s. semja um leigu fyrir húsnæðið, en að öðru leyti er allt frágengið, að sögn Heiðars. Kaffistofa Samhjálpar var á Hverfisgötu 42 árið 1982 en flutti síðan á Hverfisgötu 44 árið 1997. Kaffistofan lenti á hrakhólum í september og hefur undanfarið ver- ið í húsnæði Fíladelfíusafnaðarins í Hátúni 2. Vonast er til að kaffistof- an geti fljótlega aftur flutt inn á Hverfisgötu 44. Opið verður í Borgartúni sama tíma og var á Hverfisgötu, 10-16 á virkum dögum og 11-16 um helgar. Kaffistofa Samhjálpar í Borgartún ♦♦♦ ♦♦♦ TILBOÐ sem bárust vegna endurúthlutunar á ESB tollkvótum reyndust um 66% lægri en tilboð sem skilað var í vor. Heildarfjárhæð útboðsins nam 144 milljónum króna. Við úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ESB löndunum sl. vor kom í ljós að nokkur brögð voru að því að fyr- irtæki byðu háar upphæðir í tollkvótann en stæðu síðan ekki við tilboð sín þegar til átti að taka. Þannig bauð t.d. eitt fyrirtæki 207 millj- ónir, en innleysti ekki kvótann. Þetta leiddi til þess að útboðið var endurtekið, en jafnframt var reglum breytt þannig að nú verður tilboðum að fylgja ábyrgðaryfirlýsing banka, sparisjóðs eða vátryggingafélags. Þá þarf tilboðsgjafi sá er hæst býður að leysa til sín úthlutaðan tollkvóta með greiðslu andvirðis hans innan sjö daga frá dagsetningu tilkynningar um niðurstöðu útboðs. Hafi tilboðsgjafi ekki leyst til sín tollkvótann inn- an þessa tímafrests, er landbúnaðarráðherra heimilt að bjóða næstbjóðanda óinnleystan toll- kvóta. Í lok síðustu viku fór fram endurúthlutun á ESB-tollkvótanum og var sú úthlutun gerð á grundvelli þessara nýju reglna. Niðurstaðan var sú að nítján tilboð bárust í tollkvótann, þar af voru sjö fyrirtæki sem ekki uppfylltu útboðs- reglur varðandi ábyrgðaryfirlýsingu banka, sparisjóðs eða vátryggingafélags. Í frétta- tilkynningu segir að fyrirtækin hafi greinilega vandað sig betur og hafi tilboðin einnig verið umtalsvert lægri en í fyrri útboðum. Að mati landbúnaðarráðuneytisins ætti þessi niðurstaða að leiða til þess að neytendur fá notið aukins vöruúrvals og hagstæðari viðskiptakjara líkt og stefnt var að. Mun lægri tilboð í kvóta til innflutnings á búvörum Morgunblaðið/Sverrir Kjöt Um 144 milljónir fengust fyrir tollkvótana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.