Morgunblaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 48
„Í kvöld hlakka ég mest til að sjá bandarísku hljómsveitina Grizzly Bear, sem er frábær sveit sem gerir tónlist ólíka öllu öðru sem heyrist í dag. Ég hef séð þá á sviði og þeir eru stórkostlegir. Ég held að ég hafi séð Kira Kira í fyrra og mig minnir að það hafi verið mjög skemmtileg upplifun, ég mun örugglega sjá þau aftur. The Duke Spirit er sveit sem ég er svolítið spenntur fyrir, þótt ég sé ekkert yfir mig hrifinn af tónlistinni sjálfri veit ég að þeir eru æðislegir á sviði. Ég kom hins vegar fyrst og fremst til að sjá íslensku sveit- irnar, það er alveg ótrúlegt magn af góðum hljómsveitum hérna mið- að við hvað landið er lítið. Svo er magnað að sjá hvað það er mikið af ungum krökkum í þessum sveit- um. Ég sá til dæmis Sprengjuhöll- ina í fyrra og ætla örugglega að sjá hana aftur. Svo ætla ég auðvit- að að sjá Jenny Wilson. Um helgina ætla ég svo að sjá Benna Hemm Hemm og auðvitað of Montreal. Ég vona að Kevin Barnes, forsprakki sveitarinnar, fari úr öllum fötunum á sviðinu. Hann gerir það nefnilega nokkuð oft.“ – Jonah Flicker, blaðamaður Village Voice í Bandaríkjunum. Á hvaða tón- leika ætlar þú? Morgunblaðið/Ómar Tónlistarskríbent Jonah Flicer mætti einnig á hátíðina í fyrra og skrifaði þá fyrir vefritið Pitchfork Media en skrifar nú fyrir Village Voice. 48 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á / ÁLFABAKKA THE BRAVE ONE kl. 5:30 - 8D - 10:30D B.i.16.ára DIGITAL THE BRAVE ONE kl. 8 - 10:30 LÚXUS VIP STARDUST kl. 5:30D - 8 - 10:30 B.i.10.ára DIGITAL NO RESERVATIONS kl. 8 - 10:30 LEYFÐ SUPERBAD kl. 8 - 10:30 B.i.12.ára CHUCK AND LARRY kl. 8 B.i.12.ára MR. BROOKS kl. 10.30 B.i.16.ára BRATZ kl. 5:30 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 6 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:30 LEYFÐ ER RÉTTLÆTANLEGT AÐ TAKA LÖGIN Í SÍNAR HENDUR ÞEGAR LÖGREGLAN STENDUR RÁÐÞROTA? SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA FRÁ FRAMLEIÐANDANUM MICHAEL MANN OG LEIKSTJÓRANUM PETER BERG eeee “MARGNÞRUNGI SPENNUMYND MEÐ ÞRUMUENDI„ EMPIRE HVERNIG STÖÐVAR ÞÚ ÓVIN SEM ER ÓHRÆDDUR VIÐ AÐ DEYJA? SÝND Í KRINGLUNNI - J.I.S., FILM.IS  Hin stórgóða breska hljómsveit The Magic Numbers er leynigestur Iceland Airwaves- hátíðarinnar í ár og fara tónleikar sveitarinnar fram á sunnudaginn á NASA. Samkvæmt Eldari Ástþórssyni hjá Hr. Örlygi, sem skipuleggur há- tíðina, óskaði sveitin sérstaklega eftir því að leika á hátíðinni í ár en óskin kom hins vegar það seint að þegar var búið að raða öllum hljómsveitum nið- ur á þau kvöld sem fyrir voru skipulögð. Segir Eldar að þeir hjá Hr. Örlygi hafi hins vegar ekki viljað hafna sveitinni og því brugðið á það ráð að bæta við kvöldi á NASA á sunnudeginum. The Ma- gic Numbers hefur verið ein vinsælasta neðanjarðar-poppsveit heims, und- anfarin tvö ár, og samnefnd plata sem kom út árið 2005 var hvarvetna hampað. Ekki er enn ljóst hvaða sveitir aðrar koma fram á tónleikunum. The Magic Numbers er leyni- gestur Iceland Airwaves í ár  „Drekka bjór með Worm is Green / reykja sígó með Singapore Sling / farí partí með amina / og kyssa Bloodgroup-stelpuna.“ Á þessum ljóðlínum hefst svokallað Airwaves-lag Morðingjanna (sem finna má á Airwaves- síðunni) sem verður að teljast eitt versta lag sem samið hefur verið á árinu. Tilgangur lagsins er óljós en nú standa þeir Morðingjar loksins undir nafni; áhugi manns á tónlist er allt að því myrtur með köldu blóði. Morðingjarnir sekir um morð  Listahá- tíðin Sequen- ces býður til tónlistar- gjörnings í Tjarnarbíói líkt og í fyrra en í stað einn- ar nætur gam- ans verður tónleikunum dreift yfir þrjá daga. Í dag munu Dick Head Man Records og hljómsveitin Tonik vera með dagskrá frá kl. 16. Fyrri hlut- inn „Let’s Play to Music“ stendur til kl. 19 en í síðari hlutanum sem stendur frá kl. 21-23 verður leikin lifandi tónlist og fleiri myndbönd sýnd sem auðvelda mönnum að komast nær hinni einstöku veröld Dick Head Man. Sequences-tón- listarveisla  Bókabúð Máls og menningar verður klædd í viðeigandi Airwa- ves-búning yfir hátíðina. Fyrir utan að geta fengið þar bækurnar, tíma- ritin, DVD-diskana og allar plöt- urnar sem tengjast hátíðinni munu liggja þar frammi allar helstu upp- lýsingar um dagskrá hátíðarinnar, hverjir voru hvar, hvers vegna, hvernig og hvenær. Síðast en ekki síst verður boðið upp á stjörnum prýdda tónleikadagskrá alla hátíð- ardagana frá kl. 17-19 en í dag leika Jónas Sigurðsson, Seabear og óvæntur leynigestur. Mál og menn- ing á Airwaves  Í kvöld verður svokallað hrað- stefnumót íslenskra sveita og er- lends bransafólks í sal Norræna hússins. Þá fá þær sveitir, sem hafa skráð sig, fimm mínútur með hverj- um af þeim 30 útvöldu talsmönnum plötufyrirtækja, almannatengsla- sérfræðinga og tónleikabók- unarfyrirtækja auk lögfræðinga og forsvarsmanna tónlistarhátíða sem hingað eru komnir á Iceland Airwaves. Er hugmyndin að íslenskir tónlistarmenn komist í kynni við erlenda áhrifamenn inn- an tónlistariðnaðarins á áhrifa- ríkari (og allsgáðari) hátt en alla- jafna gerist á stórum tónlistarhátíðum. Stefnumót við erlent bransafólk  Breakbeat.is stóð fyrir dubstep- kvöldi á Barnum í gær þar sem Mala&Sgt.Pokes tróðu upp meðal annarra en í kvöld er það önnur danstónlistarstjarna sem verður í aðalhlutverki. Sá heitir Martijn Deijkers og er hollensk drum&bass-hetja sem hefur verið viðriðinn stefnuna í ein 15 ár og haldið úti klúbbakvöldum í heima- borg sinni, Rotterdam. Drum&bass á Barnum Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is GYLFI Blöndal, gítarleikari Ki- mono, segir að ný hljóðversskífa sveitarinnar sé væntanleg í vor. Þessar upplýsingar ættu að vera fjölmörgum til hugarhægðar, en nú eru að verða tvö ár síðan frábær plata sveitarinnar, Arctic Death Ship, leit dagsins ljós. Eftirvænting eftir nýju efni frá þessari gæðasveit hefur því verið allnokkur, og hefur verið slegið lítillega á hana með nýju lagi, „Wire“, sem fór í spilun á öldum ljósvakans fyrir stuttu. Þá kom og út endurhljóðblönduð skífa fyrr á þessu ári, sem var gerð í samstarfi við Curver. „Já, við erum svona að dunda okkur við að koma saman næstu plötu, auk þess sem við erum að koma okkur upp hljóðveri,“ segir Gylfi og upplýsir blaðamann um leið um að tónleikarnir á Organ verði þeir síðustu með nýja bassa- leikaranum, Árna Hjörvari Árna- syni. „Já, hann er á leið til Englands í nám, þannig að við erum í sömu sporum nú og við vorum fyrir hálfu ári, þegar Dóri hætti. En við erum svona að þreifa okkur áfram með þau mál.“ Gylfi segir nýju tónlistina ekki beint vera u-beygju frá því sem áð- ur hefur verið. „Við erum samt að semja tónlist um þessar mundir sem mætti segja að væri aðgengilegri en áður. Í mjög vissum skilningi samt. Það má segja að þetta séu aðgengilegheit samkvæmt okkar skilningi sem þýðir þá að þetta er í raun ekki nema temmilega aðgengilegt!“ Aðgengilegri en áður Ein virtasta rokkhljómsveit landsins kemur fram á Organ í kvöld og flytur efni af væntanlegri breiðskífu Svart á hvítu Kimono deilir sviðinu á Organ með Khonnor, Skátum, The Telepathetics, Úlpu, Rohnda & the Rhinestones og Mountain Zero. www.kimono.is www.myspace.com/kimono www.icelandairwaves.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.