Morgunblaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 21 AUSTURLAND LANDIÐ Akranes | Fjölskylduhátíðir eða fyllirí? er spurt í yfirskrift ráðstefnu um menningar- og fjölskylduhátíðir og aðra viðburði á vegum sveitarfé- laga sem haldin verður í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi, í dag, kl. 10 til 16. Akraneskaupstaður heldur ráðstefnuna í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Rætt verður um vandamál sem skapast hafa í tengslum við um- rædda viðburði og varpað fram ýms- um spurningum: Hver eru viðhorf sveitarfélaga til hátíða og í hvaða farveg á að stefna með slíkar hátíðir? Hvaða úrræði og heimildir hefur lög- reglan til að bregðast við? Hvert er viðhorf stjórnvalda og með hvaða hætti geta þau komið sveitarfélögum til aðstoðar? Er hægt að halda hátíð án aðkomu fjölmennra björgunar- sveita? Er það ásættanlegt að ung- menni undir lögaldri sæki slíkar há- tíðir án eftirlits? Er almennt viðurkennt að „þetta hafi alltaf verið svona“ og engu sé hægt að breyta? Það er við hæfi að frumkvæðið að ráðstefnuhaldi sem þessu komi frá Akranesi þar sem Skagamenn hafa á undanförnum árum haldið vel heppnaðar hátíðir en engu að síður lent í vandræðum með ólæti og skemmdarverk – oftast eftir að aug- lýstri dagskrá var lokið. Ráðstefna um menningar- og fjölskylduhátíðir Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Hornafjörður | „Krakkarnir unnu gríðarlega vel og náðu stórkostlegum árangri,“ segir Jóhann Morávek, skólastjóri Tónskóla Austur-Skafta- fellssýslu og stjórnandi lúðrasveita skólans. Sveitirnar voru gestgjafar á landsmóti skólalúðrasveita sem fram fór á Höfn um helgina. Liðlega 500 börn komu á landsmót- ið, yngri lúðrasveitirnar í tónlistar- skólum landsins. Mótið stóð frá föstu- dagskvöldi og fram á sunnudag. Æft var stíft allan tímann og hljóðfærin aðeins lögð til hliðar á meðan krakk- arnir fengu að borða og sofa og taka þátt í annarri dagskrá sem heimafólk bauð upp á til að auka á tilbreyt- inguna. Nemendunum var skipt í fimm hópa sem voru í æfingabúðum á mismunandi stöðum í bænum. Þau æfðu mismunandi útsetningar og jafnvel nýjar tónsmíðar. Afraksturinn var fluttur á tónleikum á sunnudag. Kári Húnfjörð Einarsson, formaður Sambands skólalúðrasveita, segir að þetta fyrirkomulag hafi gefist afar vel og krakkarnir fái mikla æfingu og reynslu á þessum stutta tíma. Að þessu sinni var sérstakur slag- verkshópur og var fenginn slagverks- leikari frá Boston í Bandaríkjunum til að stjórna honum, Kristján Ásgeirs- son sem eins og nafnið bendir til er af íslenskum ættum. Hópurinn æfði tón- verk sem eingöngu er leikið með slag- verkshljóðfærum og spilaði fyrir hóp- inn. Kári telur að slagverksleik- ararnir fjörutíu hafi sett Íslandsmet því hann veit ekki til þess að svo margir slagverksleikarar hafi komið fram saman. „Þetta er stærsta verkefnið sem krakkarnir í lúðrasveitunum fá, að minnsta kosti þeir yngri. Þetta tókst vel. Þau öðlast reynslu og kynnast og skemmta sér saman,“ segir Kári. Settu Íslandsmet í slagverksleik á Höfn Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson Slagverk Kristján Ásgeirsson æfði slagverkshóp sem setti Íslandsmet þegar hann kom fram á lúðrasveitamótinu. Í HNOTSKURN »Landsmót skólalúðra-sveita er nú haldið á tveggja ára fresti. »38 skólar eru í sambandiþeirra. Sextán tóku þátt á Höfn þar sem yngri sveitirnar komu saman. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Djúpivogur | Laxeldi hefur verið hætt í Berufirði og þykir Djúpa- vogsmönnum ekki hafa verið full- reynt í þeim efnum og eru ósáttir. Atvinnulífið er þó þokkalegt á staðnum. Til dæmis hefur ferða- þjónustan gengið framar vonum og blússandi umferð er af fiskibátum í höfninni. Lista- og menningarhús er á teikniborðinu og Djúpavogsbú- ar að undirbúa árlega Sviðamessu í öndverðum nóvembermánuði. Þessa dagana er verið að slátra úr síðustu laxakví fiskeldisfyrir- tækisins Salar Islandica ehf. á Djúpavogi. Laxeldi hefur þar með verið hætt í Berufirði á vegum fyr- irtækisins, en í því á HB Grandi rúmlega 70% hlut. Áframeldi seiða hefur misfarist og telur stjórn fyr- irtækisins ekki forsendur fyrir lax- eldi í firðinum að svo stöddu. Bundnar voru miklar væntingar við laxeldið sem vaxandi atvinnu- veg á Djúpavogi og átti eldið að geta veitt 18 manns fasta atvinnu og hátt í 30 manns vinnu við laxa- slátrun. „Í stað þess að auka eldið smám saman eins og áætlað var hefur fjarað undan upp á síðkastið“ segir Björn Hafþór Guðmundsson, sveit- arstjóri Djúpavogshrepps, en ákvörðun um að hætta eldinu var tekin sl. vor. „Hreppurinn lagði talsvert hlutafé í fyrirtækið og mun eins og staðan er nú ekki fá nema hluta þess til baka. Það fór ómæld vinna og fyrirhöfn hjá forsvars- mönnum sveitarfélagsins í þetta, sveitarfélagið hafði mikla trú á eld- inu og við erum ósátt við þessa ákvörðun. Aðstæður hafa verið hagstæðar og laxeldið gengið vel, hitastigið í firðinum og vaxtarhraði var meiri en búist hafði verið við en menn urðu því miður fyrir áföllum í áframeldi seiðanna.“ Sveitarstjóri segist ekki eingöngu kenna núver- andi eigendum um hvernig fór, en ríkt hafi ákveðin bjartsýni sem m.a. varð til þess að ráðist var í bygg- ingu myndarlegrar sundlaugar á staðnum. Ferðaþjónustan gæfuleg Björn Hafþór segir ferðaþjón- ustuna nú einhvern helsta vaxtar- brodd svæðisins og hún hafi komið vel undan sumri og sýnt aukningu. Ferðaþjónusta sé þriðja þrótt- mesta atvinnugreinin á svæðinu og gefi um 30 störf á ársgrundvelli. Sérstakur ferðamála- og menning- arfulltrúi er nú í hálfu starfi hjá sveitarfélaginu. Djúpavogshreppur hefur gengið til samstarfs við Hornfirðinga í ferðaþjónustu, sorpurðun og varð- andi hafnarstarfsemi. Sjávarút- vegur er ennþá sterkasti atvinnu- vegurinn og mikil umferð verið um höfnina á Djúpavogi síðustu vikur og fullur kraftur ennþá í fisk- vinnslu. „Auðvitað höfum við ekk- ert fast í hendi um það hvernig að- ilar þar mæta samdrættinum, sem er óumflýjanlegur þegar fer að líða á næsta vor,“ segir Björn Hafþór og vonar að mótvægisaðgerðir rík- isvaldsins muni gera fyrirtækjun- um kleift að skapa tekjumöguleika fyrir fólk í tímabundnu atvinnu- leysi gegnum atvinnuleysistrygg- ingasjóð.. „Menn mega ekki gleyma að mikil verðmæti eru fólg- in í þekkingu á fiskvinnslu. Þarna er ákveðin óvissa og við höfum áhyggjur meðan henni er ekki af- létt.“ Í næstu viku verður líkast til haldinn sameiginlegur fundur Djúpavogshrepps og Fljótsdals- héraðs um hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna. Björn Hafþór segir þar lykilatriði gagnvart íbú- um Djúpavogs að samgöngubætur yfir Öxi verði að veruleika og að fjármagni verði veitt til sameining- arferlisins. Á Djúpavogi er nú í undirbúningi að byggja 900 m2 lista- og safnahús sunnanvert við voginn. Húsið verð- ur tileinkað listamanninum Ríkarði Jónssyni og listmunum hans. Þá verður í húsinu fjölnota tónlistar- og sýningasalur. Dætur Ríkarðs eiga frumkvæði að byggingu húss- ins og leiða fjármögnun verkefnis- ins. Hæðir og lægðir í atvinnulífinu á Djúpavogi en mannlífið við bestu heilsu Endalok laxeldis vonbrigði Ljósmynd/ÓB Lax Tryggvi Gunnlaugsson í laxaslátrun fyrir Salar Islandica í Ósnesi á Djúpavogi, en nú er fyrirséð að laxeldi leggst af í Berufirði að sinni. Í HNOTSKURN »Laxeldi Salar Islandica íBerufirði hefur verið hætt og undanfarið hefur verið unnið að slátrun úr síðustu eldiskvínni. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir atvinnulífið á Djúpavogi. »Djúpavogshreppur ogFljótsdalshérað hefja form- legar viðræður um sameiningu á næstu dögum. »900 fm2 lista- og safnahús til-einkað listamanninum Rík- arði Jónssyni verður reist á Djúpavogi. Hugmyndin er dætra Ríkarðs og leiða þær fjár- mögnun. Vopnafjörður | Um helgina stóð æskulýðs-félag Hofsprestakalls á Vopnafirði fyrir kærleiksmaraþoni til fjáröflunar í ferðasjóð fyrir Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar, sem haldið verður 19.-21. október nk. Í sex klukkustundir gengu unglingar í hús og buðu fram aðstoð sína. Fólk tók krökkunum vel og fól þeim ýmis verkefni, t.d. að þvo rúður, sópa, taka úr uppþvotta- vélinni, hengja þvott á snúru og margt fleira. Einnig var opið hús í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju, þar sem gestum var boðið upp á vöfflur og kaffi og bíleigendur gátu látið þrífa bílana sína. Þar sem þetta var kærleiksmaraþon, þá voru allar góð- gerðir og góðverk unnin af kærleika sem krefst ekki endurgjalds og því var allt ókeypis. Fjölmargir komu við í safnaðar- heimilinu og tóku virkan þátt í framtakinu. Marþoninu lauk með fjölmennri guðsþjón- ustu í Vopnafjarðarkirkju og eftir messu var kirkjugestum boðið upp á súpu og brauð, sem krakkarnir í æskulýðsfélaginu sáu um. Á annað hundrað þúsund krónur söfnuðust í maraþoninu, sem tókst í alla staði mjög vel. Kærleiksgjafir Pússa Ungt fólk gerir góðverk. Ljósmynd/SMG Þú færð afmæliskortið á næstu Olís-stöð. Frosin læsing? Náðu þér í lása„sprey“ með afmæliskorti Olís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.