Morgunblaðið - 18.10.2007, Side 33

Morgunblaðið - 18.10.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 33 stórt tómarúm og minningarnar hrannast upp í hugann. Ég, Helga, man hvað ég var spennt að sjá kær- ustuna hans Ragga fyrst. Við Linda urðum strax vinkonur og aldrei slettist upp á vinskapinn. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn var Linda eins og mamma mín. Hún kenndi mér hvernig hugsa ætti um ungbarn, hvernig ætti að blanda grautinn, og hvernig skyldi þrífa og halda húsinu hreinu. Við munum báðar vel eftir því þegar við ásamt Lindu vorum oft að taka slátur og var það hún sem stjórnaði. Einnig gerðum við nokkuð af því að steikja saman kleinur. Linda var mjög góð húsmóðir sem kunni sitt fag. Þegar börnin þeirra Stella Björk, Kristinn og Alfreð Már voru ung ákváðu Linda og Raggi að hún yrði heimavinnandi. Enda gaf hún sig alla í það starf og var alltaf til staðar fyrir börnin sín. Mér mun alltaf þykja svo vænt um að hafa fengið að vera viðstödd fæðingu Al- freðs. Eftir að við fluttum frá Patró eyddum við miklum tíma í síma, og var oft spjallað nokkrum sinnum á dag. En hún hikaði ekki við að leggja á ef hún þurfti að sinna börnunum sínum. Mér, Stínu, þykir rosalega vænt um þær stundir sem við áttum sam- an þegar við bjuggum báðar upp á Hjöllum. Það má segja að þessi tvö heimili hafi verið eitt, svo mikill var samgangurinn. Styrgerði dóttur minni fannst Linda vera orðin hálf- gerð „ská mamma“ þar sem að hún ásamt hinum börnunum var alltaf velkomin á hennar heimili. Það var alltaf svo notalegt að koma til Lindu, og rölti ég oft yfir á kvöldin þar sem við sátum fram eftir að spjalla og spila. Einnig röltum við oft niðrá Þorp og fengum okkur kaffi og töl- uðum um allt. Við fórum líka stund- um uppí fjall í berjamó á Patró og áttum þar góðar stundir. Við getum báðar tekið undir að Linda var rosalega góð og traust vin- kona. Hún tók alltaf vel á móti öllum sem til hennar komu og gaf sér alltaf tíma í spjall. Einnig var hún alltaf tilbúin að passa fyrir okkur og var það aldrei neitt mál. Við vonum að með tímanum getum við frekar glaðst yfir því sem við áttum saman í stað þess að gráta aðeins yfir því sem við höfum misst. Missir Ragga bróður og barnanna er mikill. Þau missa ekki bara eig- inkonu og móður, heldur sína bestu vinkonu. Elsku Raggi, Stella, Elmar, Kristinn og Alfreð, megi guð hjálpa ykkur í sorginni. Helga, Kristín (Stína) og fjölskyldur. Hinn 7. október síðastliðinn varð bráðkvödd á heimili sínu hún Linda, það er mjög erfitt að trúa þessu, kona í blóma lífsins. Við kynntumst þegar við vorum litlar stelpur því bróðir hennar og systir mín eru hjón. Síðan urðum við góðar vinkon- ur og brölluðum mikið saman, geng- um í sama skóla, unnum saman og leigðum saman, þú 19 og ég 18, þá var nú oft mikið fjör og gaman hjá okkur. Svo árið sem þú varðst 20 og ég 19 ára skelltum við okkur á vertíð til Hornafjarðar og vorum þar í 8 mánuði. Við vorum svo miklar borg- arstelpur og gátum við oft hlegið að því, höfðum varla komið út fyrir Reykjavík. En hún Linda átti nú ekki eftir að búa mikið í borginni því hún kynntist honum Ragga sínum á Hornafirði og flutti svo um ári eftir það með honum til Patreksfjarðar. Þau eignuðust þrjú börn og þar bjó hún til dauðadags, samband okkar minnkaði mikið á seinni árum og heyrði ég síðast í henni á gamlárs- kvöld. Elsku Linda, ég vil þakka þér fyr- ir okkar kynni. Raggi, börn og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Kolbrún Guðmundsdóttir. Mig langar að minnast Lindu í fá- einum orðum. Ég kynntist henni sem lítil stelpa þegar við Stella urð- um vinkonur heima á Patró. Linda var alltaf með á nótunum hvað við vorum að gera og fylgdist vel með öllu sem börnin hennar tóku sér fyrir hendur. Hún og Stella áttu virkilega sér- stakt samband og voru ekki bara mæðgur heldur miklu meira en það, þær voru perluvinkonur. Ég man þegar við Stella vorum litlar og fórum inn heima hjá henni til að drekka, þá var Linda annað- hvort búin að baka ilmandi snúða eða einhvers konar góðgæti, alltaf svo myndarleg. Svo sat hún og spjallaði við okkur á meðan við þömbuðum mjólk eftir alla útiveruna og sögðum henni frá hvað við hefð- um verið að gera. Alltaf var hún full af áhuga. Einu sinni brotnaði eldhússtóll sem ég settist á og mikið hvað við hlógum. Linda grínaðist með það lengi á eftir, hvað ég hefði nú verið mikil brussa. Margar svona litlar minningar eru svo dýrmætar í dag. Þegar við vorum orðnar eldri var þetta nákvæmlega eins. Ef við vor- um að fara á böll eða annað að skemmta okkur var alltaf velkomið að koma og setjast inn heima hjá þeim og spjalla áður en farið var út. Linda var meira orðin vinkona heldur en eingöngu mamma Stellu og þegar við vorum orðnar ennþá eldri fór ég í kaffi til hennar bara svona til að spjalla en ekki endilega bara að heimsækja Stellu. Ég man þegar Alfreð var nýfædd- ur. Einn daginn þurftu þær mæðgur að skreppa á skólafund uppi í grunn- skóla og Linda bað mig að passa stutta stund því hann þekkti mig. Vá. Ég var ekkert smá stolt hvað hún bar mikið traust til mín að leyfa mér það því hann var svo lítill. Það var alltaf stutt í grínið hjá Lindu og það sem maður gat hlegið stundum. Það sem datt upp úr henni var ótrúlegt. Hún var virkilega fynd- in og skemmtileg. Þegar dóttir mín fæddist var Linda afskaplega áhugasöm og vildi alltaf vera að kíkja á hana í vagn- inum. Hún sagði einmitt við mig að það væri svo „smart“ að vera með teppi yfir sænginni þannig að ég gerði það. Allaf bauðst hún til að passa ef ég þurfti og sýndi sínar bestu og ömmulegustu hliðar. Elsku Linda, þú hefðir orðið svo góð amma, alveg sú besta. Það er svo skrítið að hugsa til þess hvað er stutt á milli hláturs og gráts. Ég sit hér og skrifa með gæsahúð og kökk í hálsinum og hugur minn er hjá ykkur, elsku fjölskylda sem eigið um sárt að binda á þessum erfiðu tímum. Megi guð vera hjá ykkur og styrkja. Sigríður Gunnarsdóttir. Elsku Linda mín. Takk fyrir allar frábæru stundirnar sem við áttum saman. Þær voru alveg yndislegar. Við sátum heima hjá þér næstum hvern einasta dag síðastliðið ár og drukkum kaffi, borðuðum bakkelsi og hlógum. Ég get bara ekki trúað því að þú sért farin frá okkur. Ég bíð eftir því að koma í kaffi til þín og leyfa Sigurbjörgu litlu að leika sér með dótið á gólfinu hjá þér. Þú varst alltaf svo góð og yndisleg við okkur, þú vildir allt fyrir okkur gera. Það var æðislegt að hafa átt síðasta kvöldið með þér svo ánægðri og kátri. Við skemmtum okkur svo vel saman. Og manstu svo síðustu jól þegar ég var ófrísk að Sigurbjörgu, þá bökuðum við allar smákökurnar saman, það voru góðar stundir. Þú átt alltaf vísan stað í hjarta okkar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku Raggi, Stella, Kristinn, Al- freð og aðrir aðstandendur, við vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Guð veri með ykkur öllum. Petrína, Rögnvaldur og Sigurbjörg Helga. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Þetta erindi lýsir vel eilífðarljós- inu sem veitir líka huggun og styrk í sárum söknuði og því þurfum við á að halda vegna fráfalls Lindu Al- freðsdóttur. Skyndilega dregur ský fyrir sólu. Í blóma lífsins er Linda skyndilega hrifin brott til æðri heima frá elskaðri fjölskyldu sinni, vinum og samferðafólki. Það er ofar skilningi okkar hvers vegna Linda fékk ekki lengri tíma með fjölskyldu sinni sem hún elskaði heitt og lifði heilshugar fyrir. Við slíku má mann- legur máttur sín lítils. Vegir Guðs eru órannsakanlegir og eftir sitjum við, sorgmædd og hljóð. Minningarnar um Lindu eru mér mjög hugstæðar. Hún var falleg, vel- viljuð og ljúflynd kona sem lét gott af sér leiða og gaf frá sér birtu og yl. Ég var svo lánsöm að kynnast henni á vinnustað okkar í Patreksskóla fyrir nokkrum árum. Við urðum brátt góðar vinkonur. Oft var glatt á hjalla hjá okkur því hún var gædd góðri kímnigáfu svo úr varð einatt glens og gaman. Ég minnist þess, þegar hún einn sólskinsdag í sumar bauð mér í kaffi heim til sín og eig- inmannsins, hversu notaleg stund það var. Í byrjun þessa mánaðar átti ég stórafmæli og ekki stóð á vináttu- kveðju frá henni. Sonur hennar kom með gjöf handa mér í skólann og heim barst mér dýrindis blómvönd- ur frá Lindu. Um kvöldið talaði ég við hana í síma, hressa og káta og við ákváðum að hittast fljótlega. Nú verður ekki af því en í krafti trúar tendra ég ljós og sendi hljóða kyrrð- arkveðju. Elsku Lindu minni þakka ég sam- fylgdina og bið Drottin Guð að taka hana að sér, lýsa henni veginn og veita henni styrk og blessun í ríki sínu. Ég votta Ragnari, Alfreð, Kristni, Stellu, Elmari og öðrum að- standendum Lindu dýpstu samúð og hluttekningu og bið Guð að styrkja ykkur í sorginni og umvefja ykkur ljósi sínu. Guðrún S. Norðfjörð. Elsku hjartans Linda mín! Engin orð fá því lýst þegar Raggi hringdi um hádegið á sunnudaginn og tilkynnti mér andlát þitt, það var svo ótrúlegt og óraunverulegt, þú aðeins 48 ára gömul, hress og kát. Okkar vinátta hefur staðið óslitið sl. 20 ár og aldrei borið skugga þar á. Við höfum oft hlegið og skemmt okk- ur vel, því þú gast verið ótrúlega stríðin og látið margt flakka. Mér er minnisstætt þegar eldri drengirnir okkar voru litlir, alltaf að gera ein- hver strákapör af sér, sem okkur þótti þá ekkert fyndið, en í dag höf- um við oft hlegið dátt þegar þú varst að rifja þau upp og við sáum spaugi- legu hliðarnar. Þú hefur alltaf verið mjög gjafmild og hjálpsöm, boðin og búin til að passa mín börn og ann- arra, enda varst þú mjög barngóð. Það var aðdáunarvert hvað þú varst dugleg með börnin hennar Ástu systur þinnar. Í minningunni standa eftir öll gamlárskvöldin okkar, ferðin til Spánar fyrir aðeins einum mánuði, ásamt ferðunum inn í sumarbústað og margt margt annað sem ég ætla að geyma í hjarta mínu ásamt minn- ingu um einstaka vinkonu sem eng- inn kemur í staðinn fyrir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Linda mín, þetta er kveðjan mín til þín með þökk fyrir allt. Guð geymi þig og varðveiti. Elsku Raggi, Stella, Kristinn, Al- freð og aðrir aðstandendur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi al- góður Guð styrkja ykkur öll. Minn- ing um góða konu og móður lifi. Þín vinkona Sigurbjörg. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGA STRAUMLAND, lést sunnudaginn 14. október á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Hún verður jarðsungin frá Garðakirkju, Garðaholti á Áftanesi, föstudaginn 19. október kl. 15.00. Svala Sigurleifsdóttir, Bjarney J. Sigurleifsdóttir, Vilmundur Þorsteinsson, Kristín S. Sigurleifsdóttir, Kristján Sveinbjörnsson, og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, tengdasonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON bóndi, Steinnýjarstöðum, Skagabyggð, verður jarðsunginn frá Hofskirkju í Skagabyggð laugardaginn 20. október kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Skagastrandardeild Rauða kross Íslands. Árný Margrét Hjaltadóttir, Hjalti Árnason, Anna Kristjánsdóttir, Gunnar Már Ármannsson, Kristján Steinar Kristjánsson, Linda Björk Ævarsdóttir, Guðríður Ingunn Kristjánsdóttir, Sævar Freyr Þorvarðarson, Hjalti Kristjánsson, Sveinbjörg Snekkja Jóhannesdóttir og barnabörn. ✝ Okkar ástkæri MAGNÚS JÓNSSON lést af slysförum mánudaginn 15. október. Útförin verður auglýst síðar. Guðrún Dagný Pétursdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Jón Tryggvason, Auður Jónsdóttir, Víðir Pálsson, Petra Jónsdóttir, Kristjana Þórdís Jónsdóttir, Jóhannes Karl Sveinsson, Jón Tryggvi Jónsson, Svala Arnardóttir. ✝ Eiginkona mín og móðir okkar, INGUNN HELGA STURLAUGSDÓTTIR, læknir, Boston, USA, lést á heimili sínu mánudaginn 15. október. Haukur Þorgilsson, Svana Lára Hauksdóttir, Katrín Hauksdóttir, Haukur Jóhann Hauksson, Helga Hauksdóttir. Elsku frændi. Það hefur verið erf- itt að hella upp á teið undanfarið, í hvert skipti sem ég helli sjóðandi vatninu yfir telaufin flæðir sorgin og vantrúin yfir mig, ég trúi því ekki að þú sért farinn. Heil- inn skilur en hjartað trúir ekki og hreinlega neitar að skilja raunveru- leikann. En á sama augnabliki og sorgin virðist ætla að taka völdin hellast yfir mig góðar minningar um Guðmundur Ingólfsson ✝ GuðmundurIngólfsson fæddist 24. sept- ember 1943 í Reykjavík. Hann lést á Landspít- alanum 7. október síðastliðinn. Guðmundur var jarðsunginn frá Ás- kirkju mánudaginn 15. október sl. frábærar samveru- stundir: Á Laugarás- veginum þar sem við töluðum um allt og ekkert af mikilli innlif- un og stundum með miklum fyrirgangi. Jóladagur, þar sem öll fjölskyldan hittist, hló og skemmti sér, heim- sóknir í Skorradalinn ásamt endalausum minningum frá því ég man eftir mér sem smákrakka. Við þess- ar minningar læðist fram tár á sama tíma og það örlar á brosi. Þú hafðir mikil áhrif á mitt líf, í mínum huga verður þú alltaf Guð- mundur frændi, stór, sterkur og áhrifamikill. Þín er og verður sárt saknað. Ástar- og saknaðarkveðja, Ingibjörg Stefánsdóttir, Ragnar Örn Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.