Morgunblaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.10.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 27 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Palestínumaðurinn ZiadAmro, sem er blindur,segir að afar erfitt sé aðvera fatlaður á her- numdu svæðunum. „Staða fatl- aðra er hreinlega skelfileg og einkum tvennt sem veldur því: Í fyrsta lagi hernám Ísraela, fatl- aðir geta alltaf gert ráð fyrir að verða fórnarlömb morðárása af hálfu ísraelskra hermanna. En jafnframt er mikill skortur á að- stoð við fatlaða við að finna sér vinnu og koma undir sig fótunum þannig að þeir geti bjargað sér sjálfir. Atvinnu og mat skortir fyrir mikinn hluta þjóðarinnar og fatlaðir eru ekki sérstakt for- gangsverkefni fyrir stjórnvöld.“ Amro er 41 árs, félagsráðgjafi að mennt og lauk námi við há- skóla í Bandaríkjunum, hann sótti nýlega Íslendinga heim í boði fé- lagsins Ísland-Palestína. Hann er fæddur í Hebron en býr nú með fjölskyldu sinni í Ramallah sem einnig er á Vesturbakkanum. Amro hefur verið einn helsti frumkvöðullinn í baráttu fatlaðra í Palestínu fyrir bættum kjörum og var hann um hríð formaður Öryrkjabandalags Palestínu. Er hann bauð sig fram til þings 2006 fyrir flokk Mustafa Barg- uthis læknis bakaði hann sér óvild Fatah, flokks Mahmoud Abbas forseta, og var í kjölfarið bolað úr opinberu starfi sem hann hafði. Aðspurður segir hann að því mið- ur sé ekki skipað í embætti sem sinni hagsmunum fatlaðra eftir hæfileikum heldur flokkslit. Spill- ing sé mikil í stjórnsýslu Palest- ínu. „En við gefumst ekki upp,“ segir hann og brosir. Amro segir allt starf Palest- ínustjórnar nú snúast um að bregðast við neyðarástandi og sinna almenningi vegna þess að Ísraelar séu að eyðileggja innviði heilbrigðiskerfisins og annarra samfélagsþátta. Hann segir yfir 100 fatlaða Palestínumenn hafa týnt lífi í árásum Ísraela frá sept- ember 2000 og yfir 6.000 hafa orðið öryrkjar. Mörg heimili fyrir fatlaða hafa verið skemmd eða eyðilögð. Stuðningur að utan – Fá fatlaðir Palestínumenn mikla aðstoð frá öðrum þjóðum? „Já, það gerum við, t.d. eigum við nú samstarf við samtök fatl- aðra hér á Íslandi og félagið Ís- land-Palestína hefur einnig stutt okkur. Við erum mjög þakklát fyrir þetta og aðra aðstoð sem við fáum frá fólki um allan heim. Samtök og stofnanir á Norð- urlöndunum hafa stutt með pen- ingum ýmis afmörkuð verkefni fyrir fatlaða, einkum á endurhæf- ingarstofnunum. Við þurfum ekki aðeins fjár- hagsaðstoð heldur tæknilega ráð- gjöf á sumum sviðum. En auk þess biðjum við um siðferðislegan stuðning, að fólk beiti sér fyrir því að stöðvuð verði mannrétt- indabrot Ísraela gegn fötluðum Palestínumönnum. Einkum á ég þá við morð hermanna á fötl- uðum.“ – Ráðast hermenn af ásettu ráði á fatlaða? „Stundum vita þeir að þeir eru að ráðast á fatlaða, þeir gerðu sprengjuárás á skóla fyrir blinda í Ramallah og vissu fullvel hvaða hús var um að ræða. Þetta voru ekki mistök, hershöfðingjar Ísr- aela segja að vopnin séu óskap- lega nákvæm, frávikið þegar sprengjunum sé miðað sé innan við metra. Það er ekki hægt að villast á geysimikilli byggingu á Gaza og einhverju öðru. Húsið kostaði tvær milljónir dollara og var skóli fyrir blinda en var jafn- að við jörðu.“ – Hvað hafa Ísraelar upp úr því að gera vísvitandi árás á hús blindra og annarra fatlaðra? „Það vantar ekki að Ísraelar séu alltaf með afsakanir á reiðum höndum. Þeir segjast hafa miðað á bíl með nokkrum mönnum ná- lægt húsinu. En það var verið að kenna í húsinu og þeir biðu ekki eftir því að bíllinn færi á brott heldur byrjuðu þeir að varpa sprengjum sem tættu húsið í sundur í leiðinni. Þeir refsuðu af ásettu ráði öllum, þeir vilja kenna okkur að veita ekki and- spyrnumönnum skjól. Skilaboðin eru: rekið á brott alla and- spyrnumenn sem nálgast ykkur. Þeir skutu ungan, heyrn- arlausan mann í Nablus á Vest- urbakkanum. Þeir drápu meira að segja heyrnarlausan gyðing í grennd við borgina Khalkyliya, héldu að hann væri Palest- ínumaður og kölluðu til hans að nema staðar. En hann heyrði ekki í þeim og var skotinn til bana. Og svona er þetta fyrir alla fatlaða Palestínumenn, það er skotið og ekki einu sinni gert ráð fyrir að um heyrnarlausa geti verið að ræða. Ungur maður var í hjólastól, lamaður eftir átök í fyrstu uppreisninni, intifada. Hann sat og drakk djús í mesta sakleysi en var skotinn til bana af hermönnum,“ sagði Palest- ínumaðurinn Ziad Amro. Morgunblaðið/RAX Ótrauður Palestínumaðurinn Ziad Amro er blindur en lætur fötlunina ekki hindra sig í að vinna að hagsmunum fatlaðra landa sinna. Illt að vera fatl- aður á hernumdu svæðunum Frammámaður palestínskra öryrkja segir neyðina koma hart niður á þeim m.a. Dýraríkið, stærstu gæludýraverslun landsins, 1.000 fermetra verslun.[...] Við leiðum fólk um búðina og það upplifir ákveðinn ævintýraheim um leið og það er að versla.“ Elías segir að eigendur Leik- bæjar og Just4Kids hafi boðað fyrir um ári að þeir ætli sér að ná vöruverðinu nið- ur um 20%. Nú séu þeir að komast í þá aðstöðu með opnun stórrar verslunar sem geri kleift að ná hagkvæmari inn- kaupum og lægra vöruverði. „Menn munu strax sjá 20% verðlækkun,“ segir hann. u Toys’R’Us annars staðar á dum og segist eiga von á að leikföngum hér verði á svipuðu rslununum í Noregi. um bæði að opna miklu stærri eð leikföng en við höfum verið ð til og við verðum líka með fjöl- að fyrir börn, s.s. ungbarnavör- gn í barnaherbergi, fatnað o.fl. – í llt sem lýtur að börnum, hæfni þörfum,“ segir Elías Þorvarðar- rslunina Just4Kids. fum fengið fleiri til liðs við okkur, Morgunblaðið/Brynjar Gauti ag Fyrsta Toys’R’Us-verslunin á Íslandi verður opnuð í dag við Smáratorg. Leikfangakeðjan rekur verslanir í 35 löndum. k október Eigendur verslunarinnar Just4Kids segja hana verða ævintýra- ona mun verslunarhúsið líta út þegar auglýsingaskiltin verða komin upp. „ÞARNA er um að ræða markað þar sem einn aðili var orðinn mjög stór. Ég tel fulla ástæðu til þess að fagna tilkomu þessara tveggja aðila,“ segir Jó- hannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, um þær breytingar sem eru að eiga sér stað á smá- sölumarkaði með leikföng hér á landi með opnun stórverslana Toys’R’Us í dag og Just4Kids í lok mánaðarins. Skerpa verulega á samkeppninni „Þetta mun skerpa verulega á samkeppn- inni í þessari grein og okkur hefur ekki sýnst veita af. Þessar keðjur hafa boðað verðlækkun og miðað við þessar yfirlýs- ingar mega neytendur vænta þess að jóla- gjafirnar verði eilítið ódýrari í ár,“ segir Jóhannes. Hann segir að yfirlýsingar forsvars- manna nýrra verslana um að leik- fangaverð verði 20% lægra en almennt hefur tíðkast hér á landi gefi neytendum tilefni til að ætla að verðlækkanir muni eiga sér stað. „Síðan mun samkeppnin verða harðari og aðrir munu væntanlega endurskoða verðlagninguna hjá sér og neytendur geta unað glaðari við sitt.“ Ódýrari jólagjafir í ár Jóhannes Gunnarsson þessa ð að rðan ögunum í viljað ég held g standa. rú – ekki i er svo- n á ekki fur hann ar. Við rg sæti t að ná eigum við r því ekki tel að nn haldið r sem sningar því betra verði það fyrir íhaldsmenn. Efnahagurinn sé sterkur en blikur séu á lofti sem eigi eftir að koma íhaldsmönnum til góða. Þeir megi samt ekki sofa á verðinum. Kann- anir sýni þá núna með mikið forskot á Verkamannaflokkinn en ekki séu nema þrjár vikur síðan staðan var allt önnur. „Það sem mér þykir at- hyglisvert er á hversu mikilli hreyf- ingu fylgið virðist vera. Fólk virðist æ síður tengjast einum flokki órjúf- anlegum böndum,“ segir Parish. Parish er sem fyrr segir fulltrúi á Evrópuþinginu. Hann segir eitt stærsta málið nú á vettvangi Evr- ópumála vera tilraunir manna til að lauma stjórnarskrársáttmálanum svokallaða inn bakdyramegin, en sem kunnugt er rann hann út í sand- inn fyrir tveimur árum þegar kjós- endur í Frakklandi og Hollandi höfnuðu samþykkt hans. Parish seg- ir menn að vísu ekki tala um stjórn- arskrá núna – þeir séu búnir að læra sína lexíu – en 96% upprunalega textans sé að finna í þeim sáttmála sem menn nú vilji ná í gegn. Breskir íhaldsmenn eru þó ekki á móti öllu í sáttmálanum – raunar segir Parish að nauðsynlega þurfi að samþykkja tilteknar verklagsbreyt- ingar sem helgast af því að aðild- arríki ESB eru nú 27 en voru áður 15. Íhaldsmenn vilji hins vegar ekki að stjórnvöld afsali sér yfirráðum yf- ir eigin landamærum eða innflytj- endamálum. Þá eru þeir engir aðdá- endur evrunnar. „Ég er sjálfur afar hlynntur stækkun ESB, bæði inn- göngu Mið-Evrópuþjóðanna og Tyrklands, enda vil ég víkka ESB út en ekki dýpka samstarfið þannig að það nái til frekari pólitísks samruna en orðinn er,“ segir Parish. rown ar Morgunblaðið/Frikki Íhaldsmaður Neil Parish er formaður landbúnaðarnefndar Evrópu- þingsins. Hann hefur setið á Evrópuþinginu frá 1999.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.