Morgunblaðið - 18.10.2007, Side 22

Morgunblaðið - 18.10.2007, Side 22
Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar F A S T E I G N A S A L A N MIKLABORG Síðumúli 13 Sími 569 - 7000 www.miklaborg.is Höfum verið beðin um að útvega góðan sumarbústað fyrir fjársterkan kaupanda. Ef þú ert með bústað sem uppfyllir þessar kröfur vinsamlega hafðu samband við Guðmund í síma 898 6826 eða 569 7000 ● Heitt og kalt vatn ● Rafmagn ● Gróðursælt eignarland ● Barnvænn staður SUMARHÚS ÓSKAST Í GRÍMSNESI Kröfur sem gerðar eru til hússins: daglegtlíf Bragðgæði matvæla, viðhorf og sannfæring neytenda eru meðal þeirra fjölmörgu þátta sem hafa áhrif á fæðuval fólks. » 28 neytendur Lamba- og svínakjöt, sem og kjúklingur er áberandi á helg- artilboðum matvöruverslana þessa dagana. » 28 helgartilboðin „Krimma-dagar“ verða haldnir í Berlín í Þýskalandi í lok október með þátttöku Íslands sem gestalands. » 25 berlín Á netinu má finna fjölmörg hjálpartæki til að komast nær því hversu vel maður stendur sig gagnvart umhverfinu. »29 vistvænt Þau Bergdís og Þórður tóku meðvitaða ákvörðun um að leggjast í ferðalög frekar en að kaupa raðhús. » 24 ferðalög Morgunblaðið/Frikki Hnífasmiður Páll Kristjánsson er handverksmaður af lífi og sál. Það var danskur eldsmiðursem kom mér á bragðið,“segir Palli. „Sá smíðaðihnífsblöð og ég hugsaði með mér að ég gæti þetta örugglega líka,“ Palli er enda kominn úr mikilli handverksfjölskyldu og hafði áður verið í skartgripasmíði. Hann ólst líka upp við handsmíðuð leikföng sem faðir hans, sem var smiður, smíðaði. Alls eru systkinin sex og fjögur þeirra hafa lagt hand- verkið fyrir sig að einhverju leyti. „Hin tvö sem ekki hafa gert það hafa sjálfsagt ekki gefið sér tíma í það,“ segir hann og gefur til kynna að handverksgenin séu engu að síður til staðar og það er ekki laust við að greina megi stolt í röddinni yfir hand- verksfjölskyldunni. Fílabein, frækönglar og surtarbrandur Hnífarnir hans Palla eru engir venjulegir borðhnífar heldur er um að ræða glæsilega dólka, sannkallaða veiðihnífa og notar hann náttúruleg efni í sköftin. Úr íslenskri náttúru koma hvaltennur, horn, bein, tré og surtarbrandur (steingert tré), en einnig notar hann framandi efni eins og fílabein og harðan við frá Asíu og Afríku og til Ástralíu sækir hann fræ- köngla, mjög harðgera, svo dæmi séu tekin. Efnið í hnífsblöðin fær hann að mestu frá Skandinavíu. Palli smíðar hnífana sem veiðihnífa þótt hann álíti að flestir hnífarnir sem hann smíðar fari á bak við gler í kassa safnara út um allan heim. „Margir þessara safnara hafa aldr- ei veitt eitt einasta dýr heldur eru einfaldlega ástríðufullir hnífasafnarar og safna þeim eins og aðrir safna listaverkum,“ segir Palli. Á vinnu- stofu hans í Álafosskvosinni hangir kort þar sem hann hefur merkt inn þau lönd sem viðskiptavinir hans koma frá, en langflestir viðskiptavinir hans eru útlendingar. Hverju ætli það sæti? „Í Noregi og á Írlandi, þaðan sem landnemar Íslands komu, er mjög al- gengt að gefnir séu fallegir og vegleg- ir hnífar í tilefni stórafmæla. Þessi hefð hefur ekki fest rætur á Íslandi því við upphaf landnáms og árhundr- uðin þar á eftir var dýrt að fá efni í blöðin til landsins.“ Hann bætir við að hann telji þetta ástæðu þess að búin var til sú goðsögn að „blöð skera bræður í milli“ og að ógæfa fylgdi því að gefa hnífa. Þess vegna sé lítil hefð fyrir bæði hnífasmíði og hnífagjöfum hérlendis, goðsögnina sé enda ekki að finna í nágrannalöndum okkar. Palli segir þó að það færist í aukana að Íslendingar kaupi af hon- um hnífa og þá er iðulega verið að gefa þá veiðimönnum á einhverjum tímamótum. Hvað ætli „meðalhnífur“ kosti hjá honum? „Minnstu hnífarnir eru frá u.þ.b. tíu þúsund krónum og góðir og veglegir hnífar kosta um 25 þúsund og svo náttúrulega upp úr.“ Vissulega miklir peningar fyrir hníf en það er ekki annað hægt en að dást að handverkinu. Palli leggur áherslu á að handverkið sé ávallt dýrara en verksmiðjuframleidd fjöldafram- leiðsla. „Í raun er ekki hægt að bera það saman,“ meinar Palli og er eilítið argur yfir því að Íslendingar kunni ekki betur að meta handverkið. En finnst honum ekki að hand- verkið hafi fengið uppreisn æru á undanförnum árum? „Að einhverju leyti en alls ekki nægjanlega mikið. Þróunin er hæg og fáir handverksmenn geta lifað af iðn sinni. Íslendingar eru enn á blokkar- og plaststiginu,“ segir Palli sposkur. Hann rekur nokkur menningarstig Íslendinga: „Við fórum út úr torfkof- unum og brenndum allt sem þeim fylgdi, fórum inni í braggana og úr þeim í blokkirnar á sama tíma og plastið ruddi sér rúms. Þar erum við enn.“ Hann hefur ekki hugsað sér að láta af hnífasmíði í bráð. Hann getur lifað af smíðinni en mikilvægast finnst honum að hafa svo gaman af þessu sem raun ber vitni. „Ég hlakka til á hverjum morgni að fara í vinnuna, “segir Palli að lokum. Sýningagripir Palli smíðar hnífana sem veiðihnífa þótt hann álíti að flestir fari þeir á bak við gler í kassa safnara. Hefur selt hnífa til vel flestra heimsálfa Páll Kristjánsson, eða Palli eins og hann er kallaður, er sjálflærður handverksmaður af lífi og sál. Hann hefur haft það að aðalatvinnu sinni undanfarin átta ár að smíða hnífa en verið viðloðandi hnífasmíð í 16 ár. Halldóra Traustadóttir kíkti í heimsókn. Náttúrleg Páll notar náttúruleg efni er hann vinnur sköftin. www.knifemaker.is |fimmtudagur|18. 10. 2007| mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.