Morgunblaðið - 18.10.2007, Side 44
Miðbæjarrotta með
trefil myndi aldrei við-
urkenna að hún hlustaði á
Sprengjuhöllina … 46
»
reykjavíkreykjavík
GARÐAR Thór Cortes er á meðal þeirra sem syngja inn á plöt-
una The Number One Classical Album 2008 sem útgáfurisarnir
Sony BMG og Universal munu gefa út um allan heim í næsta
mánuði. Um er að ræða tvöfalda safnplötu og er Garðar í góðum
félagsskap á henni, því meðal annarra sem eiga lög á plötunni
eru Kiri Te Kanawa, Luciano Pavarotti, Placido Domingo, Anna
Netrebko, Bryn Terfel, Il Divo, Mario Lanza, Andrea Bocelli,
Katherine Jenkins, Lesley Garrett, Sarah Brightman, Mike Old-
field, Sting og Andrew Lloyd Webber. Platan kemur út í Bret-
landi hinn 19. nóvember og henni mun fylgja mikil auglýsinga-
herferð í sjónvarpi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Í byrjun vikunnar var svo gengið frá stórum samningi um út-
gáfu á plötu Garðars í Mið-Ameríku og Portúgal, auk þess sem
viðræður um útgáfu í Evrópu, Kanada og Bandaríkjunum
standa yfir.
Garðar í góðum
félagsskap
Garðar Thor Cortes. Luciano Pavarotti. Sting.
Syngur á plötu með Pavarotti,
Domingo, Sting og fleirum
Sálarverjinn
Guðmundur Jóns-
son lauk sólóplat-
naþríleik á dög-
unum með útgáfu
plötunnar Fuður.
Þrenningin Japl,
Jaml og Fuður er því öll komin út
og af því tilefni er Guðmundur, eða
Gummi, að spila einn með kassagít-
arinn víða um land og er ferðalagið
rétt tæplega hálfnað. Hitt vita þó
færri að Guðmundur heldur úti dá-
góðri heimasíðu þar sem hægt er að
fylgjast með ferðum kappans.
Næstu tónleikar Guðmundar verða
á morgun á Langa Manga á Ísafirði,
23. okt. í Gilinu, Ólafsvík og 24. okt.
í Bíókaffi á Siglufirði. Nánar um
dagskrá tónleikanna er að finna á
gummijons.is.
Guðmundur Jónsson
ferðast um landið
Svo virðist sem Friðarsúla Yoko
Ono hafi hafið eins konar ljóssúlu-
æði. Tvær aðrar ljóssúlur sáust
þannig á himni í fyrrakvöld en um-
fram súluna í Viðey var þeim varp-
að af færanlegum kösturum. Þó
ekki sé vitað hverjum súlurnar til-
heyra var greinilegt að þær áttu
upptök sín í austurbænum.
Dularfullar súlur
Uppistandarinn, grínistinn,
pistlahöfundurinn og tónlistarmað-
urinn Eyvindur Karlsson er nú
einnig orðinn rithöfundur en ný-
lega kom út bókin Ósagt hjá JPV
sem fjallar um unga konu sem situr
í yfirheyrsluherbergi lögreglunnar
og gerir ekki annað en að ljúga. Á
eyvindurkarlsson.com má svo sjá
bíóstiklu um bókina.
Hvað lætur Eyvindur
Karlsson Ósagt?
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
JASON Jones hafnaði mér. Hann kom hingað til
lands í þeim tilgangi að fá íslenska herinn aftur
til Íraks og þegar ég spurði hvort það væri ekki
bara hægt að senda einhvern af blaðamanna-
fundinum (þar sem hinn svokallaði íslenski her
samanstóð af einum fjölmiðlafulltrúa) játaði hann
því en sagðist frekar vilja fá ljóshærðu fréttakon-
una í fremstu röð: „Hún er miklu sætari en þú.“
Draumum mínum um að gerast bandamaður
Sáms frænda í Mið-Austurlöndum var því rústað
af manni íklæddum boxgalla Apollo Creed úr
Rocky.
Jason Jones er fréttamaður The Daily Show
with John Stewart. Óhefðbundinn fréttamaður
vissulega enda tók Jon Stewart við þættinum um
svipað leyti og Bush yngri komst til valda og hafa
hann og háðfuglarnir sem vinna með honum ver-
ið einhverjir hatrömmustu andstæðingar forset-
ans. Þetta er hápólitískur gamanþáttur með
beittar tennur, margir viðmælenda þáttarins hér-
lendis virtust tvístígandi þegar ég ræddi við þá
um daginn og þeir íslensku stjórnmálamenn sem
leitað var til sögðu þvert nei. Hingað er hann
kominn til þess að vinna innslag um Ísland og
hermanninn sem fór heim. „Hún er flott, ég
meina, nafnið. Herdís. War diva! Hvaða her-
mannsnafn er betra en það?“ segir hann um Her-
dísi Sigurgrímsdóttur en þegar viðtalið var tekið
hafði hann þegar talað við Magnús Ver, fyrrum
sterkasta mann heims, og Stefán Pálsson, her-
stöðvaandstæðing, og ætlaði að ná fleirum síðar.
Armbeygjur og silfurkúlur
En blaðamannafundurinn er mikil sýning sem
byrjar á armbeygjum og mannalátum. Jason er í
raun að leika sjálfan Sám frænda með öllum klisj-
unum sem því fylgja. Hann gerði svipuð innslög í
Danmörku (í kjölfar Múhameðsteikninganna) þar
sem hann kallaði víkingana fyrstu nasistana.
Hann stóð við það á fundinum; „Þeir rændu, rupl-
uðu og nauðguðu.“ Hann hendir hristum bjórdós-
um (silfurkúlum) til fréttamanna, tjáir okkur að
Osama bin Laden hati Björk og setur út á ís-
lenska framburðinn.
En í viðtalsherberginu eftir fundinn hitti ég
fyrir allt annan Jason, alvarlegan og einlægan
andstæðing stríðsins í Írak. „En þú getur ekki
gert grín að hermönnunum, þeir eru þarna að
hætta lífi sínu. Þannig að við beinum spjótum
okkar að arkítektum stríðsins, stjórnvöldum.“ En
hvers vegna skyldi Bush hafa unnið aftur þrátt
fyrir þætti eins og The Daily Show sem og kvik-
myndir á borð við Fahrenheit 911? „Áhorfið er
ekki það mikið, fyrir hvern frjálslyndan sjón-
varpsþátt er íhaldsþáttur á móti með miklu meira
áhorf. Þeir spila inn á lægstu hvatirnar og það
virkar greinilega.“
Sjálfur hefur hann eitt sinn leikið forseta-
frambjóðanda en getur ekki farið í framboð enda
fæddur í Kanada. Sem kallar vitaskuld á sam-
anburð við annan mann sem ekki getur orðið for-
seti sökum upprunans, Arnold Schwarzenegger.
„Ég er miklu betri leikari en hann og myndirnar
mínar miklu merkilegri – þótt þú hafir nær
örugglega ekki séð þær,“ segir hann og segir
leikhæfileika skipta öllu máli í pólitík. „Rétt eins
og það er alvöru Jason og fréttamanns-Jason þá
höfum við bæði alvöru Bush og Bush forseta.“ Að
lokum biður hann fyrir kveðju: „Segðu öllum að
ég sé ekki sá hálfviti sem ég þykist vera.“
Biðlað til Her Dísar
Í leit að her Jones hafði þetta að segja um her lýðveldisins: „Herdís, nafnið þýðir war diva, ég get
ekki ímyndað mér betra nafn fyrir her.“ Myndskeið af blaðamannafundinum má svo sjá á mbl.is.
Jason Jones er hér að vinna fréttainn-
slög fyrir The Daily Show. Þeir leita að
íslenska hernum sem var sendur heim