Morgunblaðið - 18.10.2007, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 18.10.2007, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 11 FRÉTTIR Villeroy & Boch / kringlunni / 533 1919 MIKIÐ ÚRVAL AF GLÆSILEGUM BARNABORÐBÚNAÐI sími 568 1626 www.stasia.is m bl 9 15 42 2 Nýjar vörur! Fallegar peysur hnepptar og rúllukraga Flottir síðir kjólar og síðar peysur Str. 44-56 Str. 36-46 HVERFISGÖTU 6, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 562 2862 FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði með dómi sínum á þriðjudag Samkeppniseftirlitið af kröfum Ár- degis, sem rekur Skífuna, um að fella niður 65 milljóna króna sekt vegna brota á samkeppnislögum. Forstjóri Árdegis segir að dóminum verði áfrýjað til Hæstaréttar og vinna þar að lútandi sé þegar hafin. Málið á sér nokkuð langan að- draganda og er ekki það fyrsta sem Skífan hefur höfðað á hendur sam- keppnisyfirvöldum. Í desember árið 2001 var Skífunni, með ákvörðun samkeppnisráðs, gert að greiða 25 milljónir króna í sekt vegna samn- ings sem gerður var við Aðföng ehf. um sölu á geisladiskum í verslunum Baugs. Upphaf þess máls má rekja til erindis sem samkeppnisyfirvöld- um barst frá Félagi íslenskra hljóm- listarmanna (FÍH) en í því var hald- ið fram að samningur væri aðila á milli. Í málinu var byggt á því að í samningnum milli Skífunnar og Baugs hefði falist samkomulag um einkakaup, þ.e. að Skífan átti að sjá verslunum Baugs fyrir verulegum hluta þeirra geisladiska sem þær seldu. Skífan skaut málinu til áfrýjunar- nefndar samkeppnismála og síðar var dómsmál höfðað til að fá úr- skurðinum hnekkt. Áfrýjunarnefnd- in staðfesti úrskurðinn en lækkaði sektina niður í 12 milljónir króna. Málinu lauk með því að Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu áfrýjunarnefnd- arinnar 19. febrúar 2004. Keppinautar útilokaðir Í júní á sl. ári ákvarðaði Sam- keppniseftirlitið á nýjan leik í máli gegn Skífunni, sem þá nefndist Dag- ur Group. Var félagið sektað um 65 milljónir króna fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrr á árinu 2006 hafði Árdegi keypt alla hluti í Degi Group, og í nóvember sama ár sameinuðust félögin undir nafninu Árdegi. Brotið féllst í samningum sem Dagur Group gerði við Hagkaup um sölu á geisladiskum og tölvuleikjum á árunum 2003 og 2004. Í þeim var kveðið á um einkakaup, þ.e. að Hag- kaup skuldbatt sig til að kaupa til- tekið hátt hlutfall af vörum af Degi Group. Með því voru keppinautar útilokaðir frá viðskiptum að veru- legu leyti. Í úrskurði Samkeppnis- eftirlitsins kemur m.a. fram að um ítrekun á broti hafi verið að ræða, og að samningarnir á árunum 2003 og 2004 hafi jafnframt verið umfangs- meiri og náð til fleiri vöruflokka en í fyrra málinu. Fyrirsvarsmenn Árdegis voru ekki sáttir við úrskurð samkeppn- isyfirvalda og skutu málinu til áfrýj- unarnefndar – sem staðfesti niður- stöðu Samkeppniseftirlitsins. Var því höfðað mál fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur. Þar kemur m.a. fram af hálfu Árdegis að leitast hafi verið við að skýra þau mannlegu mistök sem hafi orðið þess valdandi að samningurinn hafi orðið eins og raunin varð. Einnig kemur fram að á fundum með Samkeppniseftirlitinu hafi Degi Group, áður en úrskurð- urinn var birtur, verið gefinn kostur á að ljúka málinu með 35 milljóna króna greiðslu. Því hafi verið hafnað. Samkeppniseftirlitið neitaði til- boðinu og skýrði svo frá að á fundum með forsvarsmönnum Dags Group hefði verið sagt að sektin gæti aldrei numið lægri fjárhæð en 35 milljón- um króna. Ekki um brot að ræða Jafnframt byggði Árdegi kröfu sína fyrir héraðsdómi á því að samn- ingurinn við Hagkaup hefði ekki í heild sinni komið til framkvæmda en aðeins hluti hans. Meðal annars seg- ir: „Af hálfu stefnanda [er] því and- mælt að sýnt hafi verið nægilega fram á eða sannað að umræddur samningur hafi falið í sér raunveru- lega hættu á því að samkeppni yrði raskað. Ekki sé því um brot gegn samkeppnislögum eða ákvörðun samkeppnisráðs að ræða.“ Dómurinn féllst ekki á rök Árdeg- is og vísaði í forsendur áfrýjunar- nefndar. „Verður ekki fallist á að mat nefndarinnar á alvarleika brot- anna hafi verið rangt, enda hefur ekki verið sýnt fram á það af hálfu stefnanda.“ Sverrir Berg Steinarsson, for- stjóri Árdegis, vildi lítið tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Vildi bíða niðurstöðu Hæstaréttar. Skífan Staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá þriðjudegi mun Árdegi, eigandi Skífunnar, þurfa að greiða 65 milljónir króna í sekt. Dóminum verður áfrýjað til Hæstaréttar Í HNOTSKURN »Samkeppnisráð sektaðiSkífuna um 25 milljónir króna í desember árið 2001. Úrskurðinum var áfrýjað, áfrýjunarnefnd lækkaði sekt- ina í 12 milljónir, en málinu lauk ekki fyrr en fyrir Hæsta- rétti. Rétturinn staðfesti nið- urstöðu samkeppnisyfirvalda. »Aftur mun Hæstirétturskera úr í máli Samkeppn- iseftirlitsins gegn Skífunni. Skífan unir ekki 65 milljóna kr. sekt Samkeppniseftirlitsins ÞAÐ er mikilvægt að íslensk stjórn- völd nýti sér hagfræðina betur við stefnumótun í heilbrigðiskerfinu. Leggja þarf áherslu á að auka rann- sóknir á þeim sjúkdómum og þeim þáttum sem hvað kostnaðarsamastir eru í heilbrigðiskerfinu, því að ein- ungis þannig er hægt að marka stefnu til framtíðar. Slík stefnumörkun kann að hafa í för með sér að taka þurfi afar erfiðar ákvarðanir en ásetningur manna á hins vegar alltaf að vera sá að kaupa sem mesta heilsu fyrir þá fjármuni sem til ráðstöfunar eru. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli finnska prófessorsins Petri Parvinen á málþingi um heilsuhag- fræði sem haldið var á vegum Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands og Frumtaka, samtaka frumlyfjafram- leiðenda, í Þjóðminjasafninu í gær. Frummælandi var auk Parvinens Tinna Laufey Ásgeirsdóttir heilsu- hagfræðingur. Parvinen ræddi reynslu finnskra stjórnvalda í þessum efnum en hann stýrir öflugri rann- sóknarstofnun á sviði heilsuhagfræði. Tinna sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær að Parvinen hefði m.a. kallað eftir því að íslensk stjórnvöld hefðu heilsuhagfræðinga á sínum snærum til að meta þær upplýsingar og þau gögn sem koma frá hagsmunaaðilum. Í Finnlandi væri almennt mikill áhugi á að rannsaka þau vandamál sem blöstu hvarvetna við í heilbrigðis- kerfinu og spara þannig gríðarlega fjármuni. Tinna kveðst sjálf hafa talað á sömu nótum í sínu erindi. „Tæknileg- ir möguleikar í heilbrigðisvísindum gera okkur kleift að gera mun meira en fjárhagurinn leyfir. Við erum því alltaf að velja, marka áherslur í heilbrigðiskerfinu hvað skuli gera og hvað skuli sitja á hakanum. Það er einfaldlega óhjá- kvæmilegt að velja á milli kosta, ein- hverjum gerlegum meðferðum verð- ur að hafna. Ein mælistika sem leggja má til grundvallar felst í því að velja helst það sem kaupir sem mest líf, ef svo má að orði komast, og sem mesta heilsu miðað við þá fjármuni sem ráð- stafað er til heilbrigðismála,“ segir Tinna. En hvernig er hægt að útskýra fyrir veikum einstaklingi að meðferð hans sé ekki hagfræðilega hagkvæm? Hún segir að slíkar ákvarðanir eigi helst ekki að taka „á gólfinu“ heldur á vettvangi stefnumótunar og stjórn- mála og með hliðsjón af grundvallar- sjónarmiðum og heildarhagsmunum. Heilsuhagfræði sé til grundvallar Tinna Laufey Ásgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.