Morgunblaðið - 18.10.2007, Síða 38

Morgunblaðið - 18.10.2007, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DOKTORSVÖRN fer fram við læknadeild Háskóla Íslands föstu- daginn 19. október. Þá ver Dag- björt Helga Pét- ursdóttir lífefna- fræðingur doktorsritgerð sína „Áhrif fisk- olíu í fæði músa á frumuboðamynd- un miltisfrumna og staðbundinna kviðarholsát- frumna“. Dr. Kristján Erlends- son, dósent og varaforseti lækna- deildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í stofu 132 í Öskju og hefst kl. 14. Andmælendur eru dr. Kevin L. Fritsche, prófessor í Nutritional Immunology við University of Missouri og dr. Helgi Valdimars- son, prófessor við læknadeild Há- skóla Íslands. Leiðbeinandi í verkefninu var dr. Ingibjörg Harðardóttir, dósent við lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar Háskóla Íslands. Doktorsvörn í lífvísindum frá læknadeild HÍ Dagbjört Helga Pétursdóttir Tvíburar á fjölunum Í TEXTA við mynd á baksíðu Morg- unblaðsins í gær, 17. október, voru systkinin Þorbjörg Jónína og Björg- vin Andri rangfeðruð, þau eru Þor- finnsbörn. Viðkomandi eru beðnir velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT FULLTRÚAR 15 borga í Evrópu taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu sem Reykjavíkurborg stendur fyrir dag- ana 18. og 19. október. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Youth in Europe – A drug Prevention Programme“. Verkefnið Youth in Europe var stofnað árið 2005 að frumkvæði evr- ópsku stofnunarinnar „European Cities against Drugs (ECAD)“ og stendur til ársins 2010. Leitað var til íslenskra aðila til að stýra verkefninu í Evrópu vegna góðs árangurs sem hefur náðst hef- ur hérlendis í vímuefnaforvörnum ungmenna. Tilgangur verkefnisins er að bera saman aðferðafræði og finna bestu leiðir til forvarna á með- al unglinga í Evrópu. Þetta íslenska verkefni hefur nú náð útbreiðslu til 15 borga í Evrópu og taka yfir 40.000 evrópsk ungmenni þátt í því. Allar borgir geta fengið að taka þátt í verkefninu og njóta þar með ár- angursins sem hlýst af þessari sam- vinnu. Á ráðstefnunni verða um 40 fulltrúar frá þeim borgum sem taka þátt í verkefninu og verður meðal annars farið yfir stöðu þess í nokkr- um borgum. Yfirskrift ráðstefn- unnar er „Linking research, policy and practice“. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragn- ar Grímsson, er verndari verkefn- isins og það er styrkt af Actavis. Ráðstefnan er lokuð. Alþjóðleg ráðstefna um forvarnir MÁLÞING verður haldið í Háskól- anum á Bifröst föstudaginn 19. október 10.30–13. Á undanförnum árum hafa Ís- lendingar fengið umtalsverða reynslu af störfum á átaka- og ham- farasvæðum. Margir Íslendingar hafa starfað fyrir alþjóðastofnanir á borð við Rauða krossinn, OECD og Sameinuðu þjóðirnar, en stór hópur manna hefur einnig starfað tíma- bundið fyrir Íslensku friðar- gæsluna. Hægt verður að hlusta á beina út- sendingu frá ráðstefnunni á vef Há- skólans á Bifröst, www.bifrost.is. Þátttakendur á málþinginu verða: Anna Jóhannsdóttir, forstöðumaður Íslensku friðargæslunnar, Davíð Logi Sigurðsson blaðamaður, Jónas G. Allansson, friðargæsluliði og mannfræðingur. Guðni Th. Jóhann- esson bregst við erindunum. Auk þeirra sem hér eru taldir hef- ur fulltrúum frá háskólastofnunum í landinu, fjölmiðlum og Alþingi verið boðin þátttaka. Málþingið er öllum opið sem áhuga hafa. Fundarstjóri verður Jón Ólafsson, forseti félags- vísindadeildar Háskólans á Bifröst.Hlutverk Ís- lendinga á al- þjóðavettvangi RÁÐSTEFNA um rannsóknarað- ferðir með aðstoð dreifðrar tölvu- vinnslu og rannsókna- og háskóla- neta verður haldin í Hátíðarsal HÍ í dag, fimmtudaginn 18. október, og hefst kl. 9.30. Í fréttatilkynningu segir m.a. að eitt af því sem kynnt verður sé tækni til að nýta og dreifa reikniafli og býður hún m.a. upp á nýja mögu- leika til að efla rannsóknir. Tæknin er á ensku almennt kölluð GRID sem lauslega má þýða sem tölvuað- veitukerfi. Nýjustu rannsóknaraðferðir nýta dreifða tölvuvinnslu til að hraða rannsóknum og úrvinnslu og eða til að takast á við stærri verkefni. Á ráðstefnunni verður fjallað um notkun á dreifðri tölvuvinnslu í rannsóknum og munu nokkrir val- inkunnir íslenskir fræðimenn skýra frá nokkrum dæmum um slíkt. Vinnustofa verður haldin föstu- daginn 19. október í Tölvuveri Reiknistofnunar HÍ í Tæknigarði, Dunhaga 5, Reykjavík og hefst hún kl. 9. Ráðstefnan og vinnustofan er öll- um opin og ókeypis. Hægt er að skrá sig og fá nánari upplýsingar á vefsíðu ráðstefnunnar: http:// www.icegrid2007.hi.is/ Ráðstefna um tölvu- aðveitukerfi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.