Morgunblaðið - 10.11.2007, Side 1

Morgunblaðið - 10.11.2007, Side 1
STOFNAÐ 1913 307. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is FJÁRSJÓÐUR FRIÐUR Í AMSTRI DAGSINS ER EFTIR- SÓKNARVERÐUR FYRIR ALLA >> 24 FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is MESTAR líkur eru á að vextir hér á landi verði háir fram eftir næsta ári. Greiningardeildir bankanna spá því að vextir byrji ekki að lækka fyrr en á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Fara þarf mörg ár aftur í tímann til að finna jafn háa vexti. Þau lánakjör sem bjóðast fólki sem er að kaupa sína fyrstu íbúð eru slæm. Ástæðan fyrir þessum háu vöxtum er ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti, en bankinn telur nauðsynlegt að hækka vexti til að stuðla að minni verð- bólgu. Verðbólgan fór upp í 8,6% í ágúst á síðasta ári, en minnkaði nær stöðugt næstu tólf mánuði og var komin í 3,4% í ágúst sl. Hún hefur farið upp á við síðustu tvo mán- uði og er núna 4,5%. En hvers vegna eykst verðbólga? Það eru margir samverkandi þættir sem stuðla að verðbólgu. Einkaneysla er einn þáttur. Kortanotkun jókst mikið á öðrum ársfjórð- ungi. Fólk verslaði t.d. fyrir 21,5% hærri fjárhæð í ágúst en í apríl. Laun eru annar þáttur, en þau hafa hækkað um 8,8% á þessu ári. Atvinnuleysi er mjög lítið og víða skortir starfsfólk, en þetta stuðlar að þenslu. Fjárfestingar eru miklar bæði hjá einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum. T.d. hefur aldrei áður verið varið jafnmiklum fjármunum til samgöngumála. Fasteignaverð hefur hækkað um 16,2% á þessu ári, sem er mun meira en spáð var. Þetta á mikinn þátt í því að verðbólgan er að aukast á ný. Lánaframboð skiptir líka máli, en ljóst er að einstakar fjármála- stofnanir eru að draga úr því. Kjarasamningar eru lausir Í vetur eru nær allir kjarasamningar lausir og ljóst er að niðurstaða þeirra skiptir miklu máli varðandi þróun efna- hagsmála og þar með vaxta. Markmið Seðlabankans með vaxtahækkun er að hægja á þenslu. Vaxtahækkunin ætti að stuðla að minni fjárfestingum, minni eyðslu og jafnframt meiri stöðugleika í verðlagi, m.a. á fasteignum. Það er hins vegar ýmislegt sem ýtir áfram undir verð- bólgu. Það gengur vel í efnahagslífinu. Ekkert bendir til annars en að laun eigi áfram eftir að hækka, ekki síst núna þar sem kjarasamningar eru að losna. Þá er ljóst að háir vextir munu tæplega verða til þess að stór verkefni eins og tónlistarhús og stór verkefni í samgöngumálum verði stöðvuð. Það er því margt sem togar á móti þegar Seðlabankinn reynir að toga niður verðbólguna. Háir vextir út árið? Vextir lækka ekki nema verðbólga minnki                                   Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is LANDSVIRKJUN hefur í kjölfar könnunarvið- ræðna við þrettán aðila ákveðið að taka upp við- ræður við tvö fyrirtæki um sölu á raforku úr Þjórsá. Annað vill koma upp svonefndu netþjóna- búi, eða gagnaveri, á gamla varnarliðssvæðinu í Keflavík en hitt kísilhreinsun fyrir sólarrafala í Þorlákshöfn. Ekki verður gengið til samninga- viðræðna að sinni við fyrirtæki sem hyggja á byggingu nýrra álvera á Suður- eða Vesturlandi. Nokkrir aðilar höfðu lýst áhuga á því að reisa netþjónabú á Íslandi en eftir könnunarviðræður hefur Landsvirkjun ákveðið að fara í viðræður við Verne Holding ehf. og hefur verið undirrituð viljayfirlýsing þess efnis. Staðfesti Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður Verne Holding, að fyrirtækið ætti í formlegum viðræðum við Landsvirkjun. „Við erum svolítið að bíða eftir niðurstöðu varð- andi lagningu nýs sæstrengs áður en meiri skuld- binding verður gerð. Við eigum í viðræðum við Farice um hann og gerum okkur vonir um að þær klárist fljótlega, það gæti orðið í næstu viku,“ sagði Vilhjálmur. Hann staðfesti ennfremur að líkleg staðsetning gagnaversins yrði á varnarliðs- svæðinu í Keflavík. Þar væri fyrir ákveðið hús- næði sem mætti nota og ekki þyrfti því að byggja frá grunni. Vilhjálmur vildi ekki tjá sig um hvað Verne Holding væri tilbúið að borga fyrir raforkuna en fram kom hjá Landsvirkjun að vænta mætti hærra raforkuverðs í viðskiptum við netþjónabú og sólarkísil en við aðra stórkaupendur. Eftir- spurn eftir orku væri langt umfram framboð og að ekki væri hægt að mæta þörfum allra. Vonbrigði fyrir Alcan Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, sagði ákvörðun Landsvirkjunar að semja ekki um orkusölu til nýrra álvera á Suður- og Vesturlandi talsverð vonbrigði fyrir Alcan. Ekki hefur enn verið undirrituð viljayfirlýsing varðandi kísilhreinsunina sem á að rísa, a.ö.l. í Þorlákshöfn, ef samningar takast milli þess og Landsvirkjunar um orku. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er um erlent fyrirtæki að ræða. Hærra verð fyrir orku Í HNOTSKURN »Forsvarsmenn Landsvirkjunar teljaað jafnmörg störf geti skapast af rekstri netþjónabúa og kísilhreinsunar og í álveri. »Verne Holding ehf. er í eigu Novators og General Catalyst. » Í kísilhreinsun þeirri sem vonast ertil að rísi í Þorlákshöfn verður fram- leitt hráefni í sólarrafhlöður. Ekki er um það að ræða að mengandi efni séu losuð út í andrúmsloftið. Landsvirkjun fer í viðræður við Verne Holding um sölu á raforku vegna net- þjónabús á Reykjanesi og við erlent fyrirtæki um kísilhreinsun í Þorlákshöfn  Ekki samið | 4 og miðopna Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • Sími 577 1170 www.boconcept.is EF ÞÚ FINNUR EKKI RÉTTU KÖRFUNA EKKI KENNA OKKUR UM X E IN N IX 0 7 11 0 07 Körfur með50% afslætti Leikhúsin í landinu Gefðu góða leikhúsferð >> 56 HJÁLPARSVEIT skáta í Reykja- vík fagnaði í gær 75 ára afmæli sínu. Af því tilefni var félögum sveitarinnar, velunnurum og gestum boðið til móttöku í höf- uðstöðvum sveitarinnar við Mal- arhöfða. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, var heiðursgestur og ávarpaði afmæl- isgestina. Dætur hjálparsveitarfólks, þær Þórhildur Marteinsdóttir, Selma Fönn Hlynsdóttir, Nína Lovísa Ragnarsdóttir og Embla Nanna Þórsdóttir komu sér fyrir inni í snjóbíl og fylgdust þaðan með ræðuhöldunum. Nú eru 150 liðsmenn í hjálp- arsveitinni sem á aðild að Slysa- varnafélaginu Landsbjörg.Morgunblaðið/Kristinn Afmæli í snjóbíl OF LÍTIÐ samráð er haft við Alþingi í meðferð EES-mála hér á landi og um eitthvert árabil hef- ur engin upplýsingagjöf um mál á mótunarstigi átt sér stað. Þetta segir Bjarni Benediktsson, al- þingismaður og formaður utanríkismálanefndar, í grein í Morgunblaðinu í dag. Bjarni segir og að brýnt sé að huga að miklu öflugri samskiptum fastanefnda þingsins og þingflokka við áhrifaöflin í Brussel. Hann rifjar upp að forsætisnefnd Alþingis hafi 1994 sett reglur um að hafa skuli virkt samráð við Alþingi um öll EES-mál á mótunarstigi og var gert ráð fyrir þegar þær voru settar að utanríkismálanefnd og EFTA-nefndin myndu funda mánaðarlega til að fjalla um EES-mál. ,,Af einhverjum ástæðum hefur þessum reglum ekki verið fylgt hin síðari ár. Svo virðist sem meðferð EES-mála á Alþingi hafi smám saman þróast í átt til minna samráðs og takmarkaðri upplýsinga, sérstaklega vegna mála á mótunarstigi,“ skrifar Bjarni. | Miðopna Of lítið samráð Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.