Morgunblaðið - 10.11.2007, Page 55

Morgunblaðið - 10.11.2007, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 55 GESTIR í spurningaleiknum Orð skulu standa í dag eru Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur og Halldóra Kristín Thoroddsen rithöfundur. Á milli þess sem þær velta fyrir sér m.a. orðunum „heimsbarn“ og „blóraböggull“ botna þær þennan fyrripart: Verðkönnunarvörurnar virðast kosta minna. Um síðustu helgi var fyrripart- urinn þessi: Bráðum kemur brennivín í búðir – hvílík sæla. Í þættinum botnaði Hlín Agnars- dóttir: Þá drekka allir eins og svín, öskra, veina og æla. Davíð Þór Jónsson „orti“ hins veg- ar fyrripart við fyrripartinn: Afi minn og amma mín úti á Bakka smæla. Því bráðum kemur brennivín í búðir – hvílík sæla. Hlustendur yfirfylltu pósthólf þáttarins, m.a. Magnús Halldórsson með þessa tvo: En templararnir tárin sín í tunnum sjálfsagt mæla. Frjálshyggjunnar fyllisvín fagna og þessu hæla. Jónas Frímannsson: Drykkfelldum finnst breyting brýn, en bindindismenn skæla. Þorgils V. Stefánsson á Akranesi: Þá bólgnar kaupmanns buddan fín, en Bakkus? „fleiri þrælar“. Sigurlín Hermannsdóttir var á öðrum nótum: Sem ég heiti Sigurlín með sanni vil því hæla. Óskar Jónsson: Bónusgrísinn, blindfullt svín, brotið gler og æla. Kristinn Hraunfjörð: Þeir skúrkar ættu að skammast sín er skynlaus börnin tæla. Kristján G. Kristjánsson bætti hressilega í: Utandyra eins og svín, útmiginn með stæla róni nokkur rámur hrín, hans raus er bara þvæla, og heldur virðist grátt það grín á gangstéttina að æla. Marteinn Friðriksson m.a.: Ég ætla að drekka eins og svín og engar hvatir bæla. Sigurður Einarsson í Reykjavík: En munum Villa móttó fín: Mjöðinn má ei kæla! Erlendur Hansen á Sauðárkróki kaus þessa leið: Siggi Kári, kempan fín, kúnstug barnagæla. Haltu á flösku heim til þín, svo hætti þau að væla. Kristján Ásgeirsson: Frá morgni þar til dagur dvín dreggjum má í sig þvæla. Loks Anna Sigurðardóttir: Þá skaltu ekki, skepnan þín, um skárri heilsu væla. Verðkannanir lítils virði Morgunblaðið/Árni Sæberg Kannanir Leitið og þér munuð finna. Hlustendur geta sent sína botna í netfangið ord@ruv.is eða bréfleið- is til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Orð skulu standa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.