Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 55 GESTIR í spurningaleiknum Orð skulu standa í dag eru Gunnhildur Hrólfsdóttir rithöfundur og Halldóra Kristín Thoroddsen rithöfundur. Á milli þess sem þær velta fyrir sér m.a. orðunum „heimsbarn“ og „blóraböggull“ botna þær þennan fyrripart: Verðkönnunarvörurnar virðast kosta minna. Um síðustu helgi var fyrripart- urinn þessi: Bráðum kemur brennivín í búðir – hvílík sæla. Í þættinum botnaði Hlín Agnars- dóttir: Þá drekka allir eins og svín, öskra, veina og æla. Davíð Þór Jónsson „orti“ hins veg- ar fyrripart við fyrripartinn: Afi minn og amma mín úti á Bakka smæla. Því bráðum kemur brennivín í búðir – hvílík sæla. Hlustendur yfirfylltu pósthólf þáttarins, m.a. Magnús Halldórsson með þessa tvo: En templararnir tárin sín í tunnum sjálfsagt mæla. Frjálshyggjunnar fyllisvín fagna og þessu hæla. Jónas Frímannsson: Drykkfelldum finnst breyting brýn, en bindindismenn skæla. Þorgils V. Stefánsson á Akranesi: Þá bólgnar kaupmanns buddan fín, en Bakkus? „fleiri þrælar“. Sigurlín Hermannsdóttir var á öðrum nótum: Sem ég heiti Sigurlín með sanni vil því hæla. Óskar Jónsson: Bónusgrísinn, blindfullt svín, brotið gler og æla. Kristinn Hraunfjörð: Þeir skúrkar ættu að skammast sín er skynlaus börnin tæla. Kristján G. Kristjánsson bætti hressilega í: Utandyra eins og svín, útmiginn með stæla róni nokkur rámur hrín, hans raus er bara þvæla, og heldur virðist grátt það grín á gangstéttina að æla. Marteinn Friðriksson m.a.: Ég ætla að drekka eins og svín og engar hvatir bæla. Sigurður Einarsson í Reykjavík: En munum Villa móttó fín: Mjöðinn má ei kæla! Erlendur Hansen á Sauðárkróki kaus þessa leið: Siggi Kári, kempan fín, kúnstug barnagæla. Haltu á flösku heim til þín, svo hætti þau að væla. Kristján Ásgeirsson: Frá morgni þar til dagur dvín dreggjum má í sig þvæla. Loks Anna Sigurðardóttir: Þá skaltu ekki, skepnan þín, um skárri heilsu væla. Verðkannanir lítils virði Morgunblaðið/Árni Sæberg Kannanir Leitið og þér munuð finna. Hlustendur geta sent sína botna í netfangið ord@ruv.is eða bréfleið- is til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Orð skulu standa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.