Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 17 HUNDRUÐ manna urðu að flýja heimili sín vegna flóðaviðvörunar á austurströnd Englands í gærmorgun þegar stormur geisaði í Norðursjó. Óttast var að mikil flóðbylgja skylli á ströndinni vegna óveðursins en hún reyndist ekki eins mikil og spáð hafði verið. Varað var einnig við flóðbylgjum í Hollandi, Belgíu, Þýskalandi, Noregi og Svíþjóð en þær ollu ekki miklu tjóni sam- kvæmt síðustu fréttum. Óveðrið olli m.a. flóði í Ham- borg og á myndinni sést fiskmarkaður í borginni um- flotinn vatni. AP Flóðbylgjan minni en spáð var Blaðið hefur eftir sérfræðingum í málefnum mafíunnar að listinn bendi til þess að leiðtogum glæpa- samtakanna blöskri hegðun yngri manna sem gengið hafa til liðs við mafíuna á undanförnum árum. Reglurnar 10 eru eftirfarandi: 1. Enginn getur kynnt sig beint fyrir öðrum vinum okkar. Þriðji aðili verður að sjá um það. 2. Aldrei horfa á eiginkonur vina. 3. Aldrei láta sjá sig í návist lög- reglumanna. 4. Ekki fara á krár og klúbba. 5. Alltaf vera til þjónustu reiðubú- inn því Cosa Nostra er skylda – jafnvel þótt eiginkonan sé í þann mund að fæða barn. 6. Mæta verður á alla fundi sem boðað er til. 7. Sýna verður eiginkonum virð- ingu. 8. Þegar óskað er eftir upplýs- ingum verður svarið að vera sannleikanum samkvæmt. 9. Ekki má ráðstafa peningum sem tilheyra öðrum eða öðrum fjöl- skyldum. 10. Fólk sem ekki getur tilheyrt Cosa Nostra: Hver sá sem á ná- kominn ættingja í lögreglunni, hver sá sem á svikulan ættingja, hver sá sem hegðar sér illa og virðir ekki siðareglur og gildi. ÍTALSKA lögreglan segist hafa fundið lista yfir „tíu boðorð“ ítölsku mafíunnar þegar hún handtók Salva- tore Lo Piccolo, valdamesta guð- föður mafíunnar á Sikiley, í vikunni. Félagar í mafíunni, Cosa Nostra, verða m.a. að vera stundvísir og sýna mafíunni algera hollustu. Þá eiga þeir að sýna eiginkonum sínum virðingu en þær eiga þó ekki stuðn- ing þeirra vísan við barnsburð því þeir þurfa að alltaf að vera til taks fyrir mafíuna – „jafnvel þótt eigin- konan sé að fæða barn.“ Að sögn breska blaðsins The Daily Telegraph ber listinn yfir- skriftina: Réttindi og skyldur. Fundu tíu boðorð mafíunnar Málræktarþing Íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsölunnar laugardaginn 10. nóvember 2007 undir merkjum dags íslenskrar tungu í hátíðasal Háskóla Íslands kl. 11.00-14.25. Efni: Íslensk málstefna: Hvernig er ástandið á ýmsum sviðum málsins? 11.00 Þingið sett. Tónlistaratriði. 11.10 Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar: Drög að íslenskri málstefnu. 11.25 Halldóra Björt Ewen: Leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólar. 11.45 Brynhildur Þórarinsdóttir: Háskólar, vísindi og fræði. 12.05 Fundarhlé. Veitingar í boði Mjólkursamsölunnar. 12.30 Tónlistaratriði. 12.40 Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar: Ávarp. 12.50 Veturliði Óskarsson: Tungan og tengslin – Um íslensku sem annað mál, íslenskukennslu erlendis og tengslin við norrænt málsamfélag. 13.10 Verðlaun fyrir íslenskunotkun í fjölmiðlum. 13.20 Björn Gíslason: Fjölmiðlar og listir. 13.40 Dagný Jónsdóttir: Tungumál og málfar í viðskiptum og stjórnsýslu. 14.00 Almennar umræður. 14.20 Tónlistaratriði. Þingi slitið um kl. 14.25. Fundarstjóri Steinunn Stefánsdóttir Íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsölunnar KO M a lm an n at en g sl / s va rt hv ít t eh f.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.