Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 26
innlit 26 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Snyrtingin Mikil bót var að því að fá þessa litlu snyrt- ingu í staðinn fyrir að þurfa að nota útikamarinn. Eftir Fríðu Björnsdóttur fridavob@islandia.is Íþessu litla rauða húsi, semstendur í hæðinni skammtfyrir ofan Morgunblaðshúsiní Hádegismóum, hafa Gréta Steinþórsdóttir og Bragi Þorsteins- son eytt ófáum sumardögum allt frá því snemma á sjötta áratug síð- ustu aldar. Á veturna eru ferðirnar í bústaðinn færri vegna þess að í honum er ekki upphitun nema frá kolavélinni í eldhúsinu. Því getur orðið allkalt innan dyra í kalsaveðr- um vetrarins. Þegar hlíðin ofan við Rauðavatn er snævi þakin er bú- staðurinn ósköp fallegur og litir hans og grenitrjánna njóta sín frá- bærlega vel. Það mætti kalla búa- staðinn „chocolate box“ bústað, eins og Bretar nefna gömul og fal- leg sveitahús en rómantískar myndir af þeim skreyta iðulega dýrindis konfektkassa þar í landi. Fyrst kom lítill kofi „Gömlu hjónin, foreldrar Braga, þau Þorsteinn Pétursson og Kristín Sigurðardóttir, settust hér fyrst að og svo komum við á eftir og byggð- um við húsið,“ segir Gréta og Bragi skýtur inn í að elsti hluti hússins, lítill skúr með flötu þaki, hafi verið fluttur þarna uppeftir árið 1954. Um það leyti bauð borgin upp á sumarbústaðalönd allt frá efsta hluta Árbæjarhverfisins og upp að Rauðavatni. Búið var að úthluta lóð framan við lóðina sem bústaðurinn stendur á en sá sem hana hlaut var óánægður vegna þess hvað hún var grýtt! Þorsteinn, faðir Braga, greip tækifærið og fékk þarna land undir bústaðinn og lét sér fátt um finnast þótt í því væri svolítið grjót. Nú eru þarna fallegar skjólsælar lautir og hávaxin tré, mörg hver frá fyrstu árum fjölskyldunnar á staðnum. Bústaðurinn er 28 fermetrar að stærð og gengið er beint inn í stof- una af veröndinni. Áður fyrr var lít- ið svefnherbergi inn af stofunni og eldhúsið til hliðar við það. Gréta og Bragi ákváðu síðan að taka niður vegginn milli herbergis og stofu þegar ekki þurfti lengur að hafa þar kojur sonanna, og þau gistu þarna sjaldnar en áður. Eftir að veggurinn fór varð bústaðurinn miklu rýmri og meira pláss fyrir gesti sem eru ófáir á góðviðr- isdögum á sumrin. Gréta segist muna verslunarmannahelgi þegar óvenju gestkvæmt var og það svo að á einum degi komu 20 manns. „Sem betur fer var vinkona mín hjá Miklir gluggar Hjónin, Gréta og Bragi, sitja við stofuborðið og drekka kaffið sitt. Gluggarnir í húsinu eru stórir svo enginn fer á mis við fallegt útsýnið sem blasir við frá Lyngholti. Veggurinn fór Stofan stækkaði þegar svefnherbergisveggurinn var rifinn. Eins og rauð rós Lyngholt er bústaðurinn nefndur. Hann er fallegur á lit og líkastur rauðri rós þar sem hann sprettur upp úr hlíðinni við Rauðavatn. Kolaeldavélin Í eldhúsinu er kolaeldavélin og þar eru veggir enn klæddir striga og mask- ínupappír. Eldavélin er eini varmagjafinn í húsinu. Rauða húsið í hæðinni Lyngholt kalla þau bú- staðinn sem minnir helst á rauða rós þar sem hann stendur utan í hlíðinni upp af Rauða- vatni. Á sumrin er um- hverfið iðagrænt og þótt komið sé langt fram á haust halda barrtrén að sjálfsögðu sínum græna lit sem fer einstaklega vel við rauða húsveggi, grænt þak og snjakahvíta glugga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.