Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þórlaug Ingi-björg Krist- insdóttir fæddist á Ingvörum í Svarf- aðardal 8. október 1918. Hún lést á Dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík 4. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón Kristinn Jónsson, bóndi og járnsmiður á Ingvörum og á Dalvík, f. 3. sept- ember 1876, d. 2. júlí 1941, og Þóra Jóhannesdóttir frá Upsum í Svarfaðardal, húsfreyja á Ingvörum 1913-1927 og síðar á Dalvík, f. 1. desember 1891, d. 17. nóvember 1982. Alsystir Þórlaug- ar var Guðrún Aðalheiður, f. 13. desember 1913, d. 25. júlí 2001, gift Gesti Hjörleifssyni, f. 1908, d. 1995. Börn þeirra Kristinn Elvar, Lóre- ley, Þóra, Álfhildur, Sigurbjörg Jóna og Kári Bjarkar. Samfeðra systir var Sigrún, f. 22. apríl 1900, d. á Siglufirði 18. september 1969, gift Tómasi Sigurðssyni, f. 1898, d. 1926. Synir þeirra eru Sveinbjörn Sigurður og Guðjón Þórir. Eiginmaður Þórlaugar var Frið- rik Þorbergur Sigurjónsson, sjó- maður á Dalvík, f. 23. júní 1915, d. 16. júlí 1951. Foreldrar hans voru Sigurjón Sigurjónsson og kona hans Þóra Magnúsdóttir. Börn Þórlaugar eru: 1) Arnfinnur Frið- riksson, f. 22. ágúst 1939, kvæntur Steinunni Pálsdóttur, f. 17. febrúar 1940. Börn: a) Sólveig Þóra, f. 1959. Fyrri eiginmaður Hörður Guðjónsson. Börn þeirra Finnur Freyr, f. 1978, sambýliskona María Erna Jóhannesdóttir, sonur þeirra, f. 2007. Steinunn Hödd, f. 1986. Seinni eiginmaður Sólveigar er Guðmundur J. Gíslason. Dóttir þeirra er Eydís Ögn, f. 1999. b) arsdóttur. Hún á dótturina Emilíu Ýr. 4) Friðrik Reynir Friðriksson, f. 26. júlí 1949, kvæntur Marín Jónsdóttur, f. 1953. Börn þeirra eru: a) Rakel, f. 1977, í sambúð með Áskeli Þór Gíslasyni, sonur þeirra Áki, f. 2007. Áskell á dótturina Hilmu Ösp. b) Þóra Hlín, f. 1980. c) Kolbeinn, f. 1981, í sambúð með Marín H. Ragnarsdóttur. 5) Irma Ingimarsdóttir, f. 18. mars 1954. Var gift Karli Emil Gunnarssyni. Börn Irmu eru: a) Silja, f. 1971. Faðir hennar er Páll Ágúst Ellerts- son. Maki Silju er Freyr Ant- onsson, sonur þeirra Lárus Anton, f. 2005. Sonur Silju og Heimis Hermannssonar er Aron Freyr, f. 1990. b) Gunnar Jökull Karlsson, f. 1978, kvæntur Tinnu Jóhönnudótt- ur, sonur þeirra er Darri Jökull, f. 2004. c) Bjarmi Fannar, f. 1987. Þórlaug bjó fyrstu níu ár ævinn- ar að Ingvörum í Svarfaðardal. Ár- ið 1927 fluttist hún ásamt for- eldrum sínum og Guðrúnu systur sinni að Grundargötu 7 á Dalvík sem varð síðan hennar heimili alla tíð. Guðrún lést 2001 og var Þór- laugu mikill harmdauði. Þórlaug varð ekkja rúmlega þrítug að aldri. Með óbilandi dugnaði, þraut- seigju, bjartsýni og hörku kom hún öllum fimm börnum sínum til manns. Hún vann ýmis störf um ævina og þó aðallega við fisk- vinnslu. Vinnudagurinn var langur við beitningu, flökun, pökkun og snyrtingu. Síldaráranna minntist hún alltaf með bliki í augum þó ef- laust hafi ekki verið auðvelt að vinna í frystihúsinu á daginn og síldarplönunum á nóttunni. Þór- laug var mikil sauma- og prjóna- kona, og hún saumaði ófáar flík- urnar á barnahópinn sinn. Síðari árin vann hún við ræstingar hjá Pósti & Síma á Dalvík. Hún starf- aði með Leikfélagi Dalvíkur í fjölda ára og var heiðursfélagi í Slysavarnafélaginu á Dalvík. Útför Þórlaugar fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Friðrik Páll, f. 1970, kvæntur Ragnheiði Völu Arnardóttur. Dætur þeirra eru Lísa María, f. 1999 og Rósa Kristín, f. 2003. 2) Jóna Kristín Frið- riksdóttir, f. 28. maí 1941, gift Stefáni Að- alberg Magnússyni, f. 21. júlí 1937. Synir þeirra: a) Magnús Örn, f. 1960, var kvæntur Sigríði Lín- ey Lúðvíksdóttur. Dóttir þeirra Kristín Sif, f. 1994. Sambýliskona Magn- úsar er Ester Halldórsdóttir. b) Vignir Þór, f. 1970, kvæntur Guð- laugu Dröfn Ólafsdóttur. Sonur þeirra Stefán Egill, f. 2005. c) Stef- án Freyr, f. 1977, sambýliskona Anna Þóra Viðarsdóttir. Börn þeirra Róbert Logi, f. 2004, og tví- burarnir Kristín og Hafdís, f. 2007. Fyrir átti Anna Þóra dótturina Birtu Björk. 3) Gunnar Magni Frið- riksson, f. 22. júní 1944. Fyrri kona hans var Guðrún Ágústa Halldórs- dóttir. Synir þeirra: a) Halldór Kristinn, f. 1965, kvæntur Magneu Kristínu Helgadóttur. Þau eiga þrjá syni, Daníel, f. 1991, Dag, f. 1996, og Helga, f. 2001. b) Magni Friðrik, f. 1967. Var kvæntur Sig- rúnu Jónu Grettisdóttur, sonur þeirra Andri Már, f. 1993. Sam- býliskona Magna er Helga Bryndís Magnúsdóttir. Síðari kona Gunn- ars er Sigrún Kamilla Júlíusdóttir, f. 22. júní 1943. Börn þeirra eru: a) Rúnar Júlíus, f. 1972, sambýlis- kona Hólmfríður Stefánsdóttir. Synir þeirra Arnór Reyr, f. 1996, og Axel Reyr, f. 2000. b) Karen Dögg, f. 1976, sambýlismaður Ró- bert Már Kristinsson. Þau eiga tvo syni, Hilmi Má, f. 2000, og Almar Örn, f. 2006. c) Viðar Örn, f. 1980, í sambúð með Selmu Klöru Gunn- Þú sæla heimsins svalalind ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, en drottinn telur tárin mín – ég trúi’ og huggast læt. (Kristján Jónsson.) Þessi ótrúlega duglega kona varð að lokum að loka þreyttum augum sínum. Elsku mamma, ég sat við sjúkra- rúmið þitt og horfði á þig. Og ég man. Ég man: þegar þú eldsnemma á morgnana fórst út í frystihús til að vinna. Þú komst heim í hádeginu og tókst til mat handa okkur krökkunum og ömmu, fórst svo aftur og vannst fram á kvöld. Ég man: þegar þú stormaðir í gula síldarpilsinu á leið út á plan. Þá var jafnvel saltað sólarhringum saman. Ég man: þú sast við saumavélina á kvöldin og nóttunni og galdraðir fram fötin á okkur. Einu sinni vantaði mig leikfimiskjól, sem þá voru úr lérefti með hringskornu pilsi. Hann lá á rúminu mínu einn morguninn. Ég man: það vantaði mjólk í heim- ilið og ég var send af stað með brúsa til að fara í mjólkurbúðina, sem var nokkuð langt í burtu. Á heimleiðinni brast á iðulaus stórhríð, ég komst ekki nema að Siggabúð og hímdi þar í dyraopinu, hrædd og ráðvillt 10 ára stelpa. Út úr sortanum kom einhver þúst. Það varst þú að leita að Kristínu þinni. Ég man: aftur var iðulaus stórhríð og þú varðst að fara af stað og sækja björg í bú. Þá kom góður nágranni og bauðst til að fara. Mikið undur létti mér. Ég man: þú sast á rúmstokknum og varst að svæfa yngsta bróður minn. Þú raulaðir fallegt vögguljóð, en höfuðið á þér féll alltaf niður á bringu. Þú varst svo örþreytt. Ég man hvað mikill kærleikur ríkti á milli þín og Guðrúnar systur þinnar. „Hún var hetjan mín,“ sagði Sigrún tengdadóttir þín um þig. Þú varst hetjan okkar allra. „Amma má ekki vera ein þegar hún deyr,“ sagði Silja, uppeldisdóttir og barnabarn. Við skiptumst öll á að sitja við rúmið þitt. Þegar þú sofnaðir þinn síðasta blund, sunnudaginn 4. nóvember, þá hittist svo á að við vorum öll hjá þér. Börnin þín sem stödd voru á Dalvík, tengdabörn, barnabörn og aðrir ást- vinir. Það var svo undur gott. Þú varst ekki ein. Ég veit að margir sakna þín, góðu konunnar, eins og lítill vinur þinn kallaði þig. Við söknum þín öll. Þú varst stórbrotinn persónuleiki, hnyttin í tilsvörum og ógleymanleg. Ég er viss um að þegar við komum öll saman til að kveðja þig, þá heyri ég þig í huganum segja: „þetta er alveg ljómandi“. Elsku mamma mín. Nú áttu skilið að hvíla þig. Þú verður alltaf hjá okk- ur, öllum hópnum þínum, í hugum okkar og hjörtum. Guð geymi þig og leiði á ljóssins vegum. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Úr Hulduljóðum Jónasar) Þín Kristín. Það var með eftirvæntingu og einn- ig nokkrum kvíða þegar ég kom í fyrsta sinn með tilvonandi eiginkonu minni að hitta væntanlega tengda- móður í Grundargötu 7 á Dalvík fyrir um 50 árum. Kvíðinn reyndist ástæðulaus og alla tíð hefur sam- bandið við Þórlaugu tengdamóður mína verið eins og best verður kosið. Þær ljóðlínur sem komu fyrst í hug minn við lát Þórlaugar eru úr kvæð- inu Ekkjan við ána eftir Guðmund Friðjónsson. Í því kvæði er lýst hetju- legri baráttu konunnar sem missir mann sinn frá stórum barnahópi. Þetta var einmitt hlutskipti Þórlaug- ar sem missir mann sinn frá fjórum ungum börnum. Aldrei heyrði ég hana kvarta yfir þeim erfiðleikum sem fylgdu því að sjá börnum sínum farborða á þeim tímum þegar tryggingabætur voru nær engar. Hún lagði metnað sinn í að börnin fengju þá menntun sem hugur þeirra stæði til og ættu ekki lakari aðbúnað en gerðist hjá öðrum. Þetta gerði hún með því að vinna nær nótt sem dag. Salta síld, vinna í frysti- húsinu og sauma á börnin á nóttunni. Ég hef eftir manni sem þekkti Þór- laugu vel að hún hefði bókstaflega verið hamhleypa til vinnu á sínum yngri árum. „Ég er aldrei syfjuð,“ sagði hún. Þá átti hún því láni að fagna að vera heilsuhraust alveg fram á efri ár. „Ég hef það alveg ljómandi gott,“ var jafn- an svarið ef hún var spurð um líðan sína. Þórlaug var kona sem einskis krafðist af öðrum en þeim mun meir af sjálfri sér. Hún var sannkölluð hetja hversdagsins. Þrátt fyrir að brauðstritið væri oft erfitt átti Þórlaug sín áhugamál. Má þar nefna að hún tók þátt í starfi leik- félagsins á Dalvík, bæði lék hún þar og tók einnig þátt í ýmsum störfum fyrir félagið. Þá hafði hún yndi af tón- list og oft hljómaði kvartett- og karla- kórssöngur í litla eldhúsinu í Grund- argötu, en þar var oft þröngt setinn bekkurinn. Þangað komu vinir og ættingjar og ýmsir aðrir, eins og símamenn sem litu við í kaffi og klein- ur. Allir voru hjartanlega velkomnir og ég held að Þórlaugu hafi liðið best þegar hún hafði fullt af fólki í eldhús- inu og stóð í pönnuköku- eða kleinu- bakstri. Hún fylgdist vel með mönnum og málefnum í íslensku þjóðlífi og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum, svo ekki sé minnst á hennar ógleyman- legu léttu tilsvör. Ég vil að lokum þakka tengdamóð- ur minni samfylgdina í hálfa öld. Þar bar aldrei skugga á. Öllum aðstandendum votta ég inni- lega samúð mína. Stefán A. Magnússon. Nú saman leggja blómin blöð, er breiddu faðm mót sólu glöð, í brekkum fjalla hvíla hljótt, þau hafa boðið góða nótt. Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, en aftanskinið hverfur fljótt, það hefur boðið góða nótt. (Magnús Gíslason.) Þessar ljóðlínur koma upp í huga minn nú þegar Þórlaug tengdamóðir mín er öll, á nítugasta aldursári. Líf- inu og lífshlaupinu má líkja við jurt sem vex í moldinni. Blómið vex upp af fræi, dafnar og nærist af birtu og yl sumarsins, stendur af sér storminn og vindana, síðan fölnar blómið að hausti. Nú hefur haustað hjá tengda- móður minni og frostnætur hafa sveigt blómið til jarðar. Þórlaug fór ekki varhluta af stormum í lífinu, en hún stóð þá af sér og stóð sterk eftir. Sumarið leið og síðan kom langt og gott haust. Við andlát Þórlaugar hrannast upp minningar allt frá því ég hitti hana í fyrsta sinn. Þá vorum við Friðrik son- ur hennar farin að draga okkur sam- an. Þetta var fyrir rúmum þrjátíu ár- um og man ég þennan fyrsta fund okkar eins og hann hefði verið í gær. Ég var auðvitað svolítið feimin, en óttinn reyndist ástæðulaus, vel var tekið á móti mér í Grundargötunni. Hjá Þórlaugu var alltaf vel veitt og það var oft gestkvæmt hjá henni. Grundargatan var eins og umferðar- miðstöð stórfjölskyldunnar. Þangað kom fólkið hennar reglulega og oft var mikið skrafað. Þórlaug var hjálp- leg og liðleg við mig með ýmislegt í gegnum tíðina og bar aldrei skugga á samskipti okkar. Það var gott að geta endurgoldið aðstoðina þegar fór að halla undan fæti hjá henni. Og svo minnst sé á kaffibrauðið hennar Þórlaugar og matargerð koma upp í hugann hennar afbragðs fiskibollur, sláturgerð á haustin og laufabrauðsgerð fyrir jólin. Laufa- brauð hafði ég sunnlendingurinn hvorki séð né smakkað fyrr en ég flutti til Dalvíkur, þetta varð ég að læra og var Þórlaug lærimeistarinn og tel ég að vel hafi tekist til. Ég kveð tengdamóður mína með virðingu og þakklæti fyrir allt sem hún var mér. Börnum Þórlaugar og fjölskyldum þeirra sendi ég samúðar- kveðjur. Veri hún Guði falin um alla eilífð. Marín Jónsdóttir. Elsku besta yndislega amma mín. Þú hefur alltaf verið hornsteinn til- veru minnar og ég veit ekki hvernig ég á að vera án þín. Svo sár og mikill er missir minn og svo stórt er skarðið sem höggvið er með fráfalli þínu, elsku amma mín. Ég sit grátandi og reyni að finna réttu orðin til að lýsa því hversu heitt ég elska þig og hversu mikils virði þú ert mér. En ég finn ekki nógu sterk lýsingarorð til að útskýra það. En huggun mín er að þú Þórlaug Kristinsdóttir ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, amma, dóttir og systir, GÍSLÍNA ERLENDSDÓTTIR frá Dal, til heimilis að Bakkagerði 9, Reykjavík, er látin. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 14. nóvember kl. 15. Páll Stefánsson og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA S. MÖLLER sem lést 29. október, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 12. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlega bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Jakob Þ. Möller, Isabel Contreras Möller, Jóhanna G. Möller, Sigurður Pálsson, Þóra G. Möller, Sigurður Briem, Helga Möller, Benedikt Geirsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri HJÖRTUR HJARTARSON lést á heimili sínu í Malmö, Svíþjóð, 7.11. 2007. Jarðarför auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Vilborg Arinbjarnar. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, INGA SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Seyðisfirði, til heimilis að Frostafold 6, Reykjavík, lést fimmtudaginn 8. nóvember á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Hún verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 15. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Finnur Óskarsson, Óskar Finnsson, María Hjaltadóttir, Sigurður Finnsson, María Þorleifsdóttir, Rut Finnsdóttir, Michael Borland og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.