Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 6
!
!
"
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
LÚÐVÍK Geirsson bæjarstjóri í
Hafnarfirði tekur undir ályktun
Ungra jafnaðarmanna í skipulags-
málum að því er varðar tillögu
þeirra um að fara í heildstæða
skipulagsvinnu í miðbænum frá
Vesturgötu til Íshúss. Lúðvík bend-
ir á að undanfarin 2-3 ár hafi farið
fram umræða um framtíð svæðisins
af hálfu eigenda lóða, þ.e. sveitarfé-
lagið, Hafnafjarðarhöfn og einkaað-
ilar. „En það hafa engar útfærslur
verið lagðar fyrir til alvarlegrar
umræðu eða samþykktar,“ segir
hann. „Málið er því á byrjunarreit.
Ég get alveg tekið undir að það eigi
að fara ítarlega yfir þessi mál. Við
höfum lagt þá línu að bærinn marki
sínar skipulagsáherslur á þessu
svæði áður en lengra verður hald-
ið.“
Draga sem flesta
inn í umræðuna
Jafnframt hefur verið samþykkt í
miðbæjarnefnd bæjarins að hefja
umræðu um miðbæjarsvæðið og
þróun og skipulag þar. Hvort sú
vinna leiði til upptöku og breytinga
á gildandi deiliskipulagi, verður að
koma í ljós, að sögn Lúðvíks.
„Það hefur verið mikil uppbygg-
ing á miðbæjarsvæðinu og ég held
að menn séu sammála um að menn
vilji horfa yfir sviðið og draga sem
flesta að þeirri umræðu og ákveða
næstu skref,“ segir hann.
Lúðvík segir engar aðrar athuga-
semdir hafa borist bæjaryfirvöldum
vegna þessa hluta í skipulagsmálum
á svæðinu, enda hafi ekkert skipu-
lag af svæðinu verið lagt fyrir.
Tillögur á borðinu
„Menn vita af því að þetta er eitt
af þeim svæðum sem eru til um-
ræðu,“ segir Lúðvík. „Það sem
hangir kannski á þessari umræðu
er að horft er til þess að fram-
kvæmdaaðilar hafa kynnt tillögur
sínar að töluverðri breytingu og
íbúðabyggð á svæðinu milli Hval-
eyrarbrautar og Óseyrarbrautar.
Þessar tillögur liggja eingöngu á
borðinu en hafa ekkert verið teknar
til formlegrar meðferðar hjá bæn-
um. Hafnarstjórn og skipulagsyfir-
völd hafa ekki verið tilbúin að sam-
þykkja þær eins og þær koma
fyrir.“
Málið á byrjunarreit og
ekkert skipulag lagt fyrir
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði vill ítarlegar umræður um skipulagsmál í miðbænum
6 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SVEINN Rúnar
Hauksson, lækn-
ir og formaður
Félagsins Ís-
land-Palestína,
er staddur á her-
teknu svæðunum
í Palestínu.
Sveinn hélt utan
30. september og
hefur á síðustu
dögum heimsótt
og dvalið í Balata-flóttamannabúð-
unum, Nablus, Jenin, Hebron,
Bethlehem, Ramallah og Austur-
Jerúsalem á Vesturbakkanum. Í
dag ætlar Sveinn Rúnar að reyna
að komast inn á Gaza-svæðið.
Hann áætlar að vera í Palestínu til
16. nóvember.
Síðustu daga hefur Sveinn Rún-
ar m.a. kynnt sér starfsemi fær-
anlegra heilsugæslustöðva Palest-
ínsku læknahjálparnefndanna,
starfsemi Rauða hálfmánans og
bráðamótttöku barnadeildar Aug-
usta Victoria-spítalans í Austur-
Jerúsalem.
Í gær sótti Sveinn Rúnar ráð-
stefnu um málefni Aðskilnaðar-
múrsins í Austur-Jerúsalem.
Ætlun Sveins Rúnars er að
dvelja á Gaza-svæðinu til 15. nóv-
ember og heimsækja Ahli Arab
Hospital sem rekið er af anglik-
önsku biskupakirkjunni í Gaza
borg, heilsugæslu og sjúkrahús á
vegum UHWC (Samtök heilbrigð-
isstarfsnefnda) og Barnaverkefni á
vegum GCMHP (Gaza Community
Mental Health Program) í Beit
Hanoun, Heilsugæslu UNRWA í
Gaza Beach flóttamannabúðum,
PRCS endurhæfingarmiðstöðina í
Khan Younis og barnaþorp SOS í
Rafah.
Reynir að
komast inn á
Gaza-svæðið
Sveinn Rúnar
Hauksson
LANDEYJAHÖFN þykir líklegt
nafn á nýja höfn sem gerð verður í
Bakkafjöru, að mati Arnars Sigur-
mundssonar formanns fram-
kvæmda- og hafnarráðs Vestmanna-
eyjabæjar. Nafnið þykir lýsandi um
svæðið og tengja saman land og
Eyjar. Þetta kom fram í héraðs-
fréttablaðinu Fréttum í Vestmanna-
eyjum.
Innan skamms verður stofnaður
hafnarsjóður um ferjuhöfnina í
Bakkafjöru og verður rekstur henn-
ar að 60% eign Vestmannaeyjabæj-
ar og 40% í eigu Rangárþings
eystra.
Landeyja-
höfn líklegt
nefna fjögurra ára gamalt selspik
sem þykir betra eftir því sem það
er eldra, líkt og með rauðvín.
„Veisluhöldin hafa breyst gríð-
arlega á liðnum árum með því að
eiginkonurnar eru nú farnar að
hópast í veisluna með mönnum
sínum. Fólk trúir ekki fyrr en það
prófar réttina hvílíkt hnossgæti er
SVONEFND Selaveisla Guð-
mundar Ragnarssonar frá Flatey
er nú orðin ein vinsælasta uppá-
koman á veislumarkaðnum og hef-
ur slegið það rækilega í gegn að
uppselt er á hverju ári. Veislan
byrjaði fyrir nokkrum árum sem
lítil 40 manna skemmtun en spurð-
ist út og er nú orðin að 250 manna
stórveislu. Gildið er haldið í
Haukahúsinu í Hafnarfirði í kvöld.
Grillað selkjöt, súrsuð sels-
hreifasulta, grafin gæs, hvalkjöt
og hákarl er meðal veislurétta og
virðist maturinn falla fólki það vel
í geð að nú eru fyrirspurnir um
þennan nóvemberfagnað byrjaðar
að berast á miðju sumri. Jóhannes
Kristjánsson eftirherma skemmtir
fólki og að loknu borðhaldi er
dansað til klukkan tvö.
„Það líta margir á Selaveisluna
sem ákveðin tímamót þar sem
haustið er kvatt og við tekur upp-
haf jólaundirbúningsins,“ segir
Guðmundur. „Undanfarin ár hefur
fólk nálgast Selaveisluna af miklu
meiri alvöru en var á upphafs-
árunum. Þarna er boðið upp á 30
tegundir af mat.“ Sem dæmi má
um að ræða. Sem dæmi má nefna
að kjöt af útselskópum, sem aldrei
hafa nærst á öðru en móðurmjólk,
bragðast eins og hreindýrakjöt og
svartfugl í einum bita. Bragðið er
mjög sérstakt og allt annað en
fólk ímyndar sér.“
Stemningunni í Selaveislunni
lýsir Guðmundur sem „gamaldags
og ofurhressri sveitastemningu“.
Veislan er aðeins einu sinni á
ári og stendur ekki til að breyta
því.
„Selaveislan er haldin í minn-
ingu forfeðranna og sérstaklega
hugað að því að leggja rækt við
hinar gömlu matarvenjur Íslend-
inga,“ segir Guðmundur.
Borða
fjögurra
ára selspik
Árleg selaveisla Guðmundar slær í gegn
Hnossgæti Guðmundur Ragnarsson með selasteik sem mun vera meira sælgæti en margur heldur.
Morgunblaðið/Frikki
♦♦♦
„BRÝNT er að bregðast skjótt við
breyttu umhverfi og treysta stöðu ís-
lenskrar tungu í samfélaginu. Ef ís-
lenska hörfar af einhverjum sviðum
samfélagsins er hætt við að torvelt
verði að vinna tungunni sinn sess þar
á ný,“ segir í ályktun sem Íslensk
málnefnd sendi frá sér í gær um
stöðu íslenskunnar.
„Mikilvægt er því að kveða skýrt á
um stöðu íslenskrar tungu í stjórn-
arskrá þannig að rétturinn til að
nota íslensku í íslensku stjórnkerfi
og almannaþjónustu á vegum hins
opinbera sé tryggður.
Sambúð þjóðtungu við erlend mál
er ekki séríslenskt viðfangsefni held-
ur alþjóðlegt. Fjölmargar þjóðir
stunda alþjóðleg viðskipti um leið og
þær standa vörð um tungu sína og
menningu. Íslensk fyrirtæki, sem
þurfa að ráða sér erlenda starfs-
krafta, mega ekki gefa sér að útlend-
ingar hafi ekki áhuga á að læra ís-
lensku. Íslenska ætti að vera hluti af
íslenskri útrás,“ segir ennfremur í
ályktuninni.
Sterk staða tungunnar
Íslensk málnefnd telur að staða ís-
lenskrar tungu í samfélaginu sé
sterk. Um það vitni til dæmis ört
vaxandi bókaútgáfa, aukinn lestur
dagblaða og gróska í ýmiss konar
vefskrifum. Mikilvægt sé þó að Ís-
lendingar hugi að tungunni og sofni
ekki á verðinum.
Ályktunin birtist í heild á mbl.is.
Íslenskan verði hluti af útrásinni
Stöðu tungunn-
ar skal treysta
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
JÓHANNA Sigurðardóttir félags-
málaráðherra fjallaði um stærra
hlutverk Vinnumálastofnunar á árs-
fundi stofnunarinnar í gær.
Ráðherra sagði stór verkefni blasa
við sem leysa þyrfti á skömmum
tíma vegna nýrra reglna um starf-
semi erlendra og innlendra starfs-
mannaleigna fyrir skömmu. Hún
lýsti yfir mikilli ánægju með verk-
efnið „Allt í ljós“, sem þegar hefði
skilað viðeigandi árangri. Hún sagði
þó nauðsynlegt að endurmeta að-
stæður og ákveða framhaldið þegar
verkefninu lyki í desember.
Vegna samdráttar aflaheimilda og
áhrifa hans á vinnuöryggi á lands-
byggðinni sagði ráðherra að ýmissa
mótvægisaðgerða væri að vænta frá
stjórnvöldum. Til dæmis yrði 60
milljónum króna varið aukalega til
starfsemi Vinnumálastofnunar
næstu tvö árin til að mæta aukinni
þörf á vinnumarkaðsráðgjöf og miðl-
un.
Atvinnusköpun kvenna
„Svo mikil innleiðing nýrra laga og
reglna á svo skömmum tíma er ekki
æskileg, en sýnir að stofnunin býr
yfir sveigjanleika og styrk,“ sagði
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu-
málastofnunar, þegar hann kynnti
ársskýrslu fyrir síðasta ár á fund-
inum. Með þeim orðum átti hann við
breytingar á löggjöf í málefnum út-
lendinga á vinnumarkaði sem urðu á
síðasta ári. Að sögn Gissurar hafi
10% fólks á vinnumarkaði verið er-
lendir ríkisborgarar þegar mest hafi
verið og eftirspurn eftir þjónustu
evrópsku vinnumiðlunarinnar á Ís-
landi hafi margfaldast.
Mikla eftirspurn vinnumarkaðar-
ins sagði Gissur ekki síður hafa haft
áhrif á innlendu vinnumiðlunina og
fækkun langtímaatvinnulausra hefði
verið mjög mikil á síðasta ári.
Vegna samdráttar aflaheimilda
sagði hann að félagsmálaráðuneytið
stæði m.a. fyrir aukaúthlutun til
styrktar atvinnusköpun kvenna á
landsbyggðinni sem auglýst yrði inn-
an skamms.
Stofnunin býr yfir
sveigjanleika og styrk
Árangur þrátt fyrir mikið álag hjá Vinnumálastofnun