Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 54
„[Í] mínum huga var þetta mjög einfalt. Hún ætlaði að reisa súluna, fínt og ég þurfti bara að græja blaðamannafundi og sjá til þess að þetta gengi eftir áætlun. Rétt? Rangt! Öll vinnan í kringum Yoko Ono – frá A til Ö – fór í það að halda henni við upprunalegu áætl- unina ... Yoko var með þétta dag- skrá. Fyrst fórum við út í Viðey þar sem búið var að koma ein- hverjum skólakrökkum fyrir og Villi borgarstjóri var mættur og allur pakkinn. Svaka seremónía. Það kom líka flugvél sem skrifaði „Love“ með reyk á himinhvelf- inguna. Sjálf Yoko kemur síðan og gengur til fólksins sem safnast hafði saman á staðnum þar sem reisa átti súluna. Hún tekur sig svo til og fer að helga staðinn. Það var búið að hlaða grjóthring sem allir stóðu í kringum, um 200 manns, og þar á meðal skólakrakkarnir sem sungu „Imagine“. Svo voru haldnar hefðbundnar ræður og ávörp en það fyndnasta var, og þetta kom ekki fram í neinum fréttum af at- burðinum, sjálf helgun staðarins. Yoko gerði það að hætti amerískra frumbyggja, fer að hoppa um í ein- hverjum indíánadansi með sprota í hönd og með nokkuð víruðum til- burðum. Villi, sem er búinn að standa þarna kyrr og prúður, tekur sig allt í einu til og fer að hoppa á sama hátt. Eitthvað sem honum fannst greinilega tilhlýðilegt og var vel skiljanlegt við þessar undarlegu aðstæður. Það breytir því ekki að þetta var algerlega spreng- hlægilegt. En svo var honum kippt til baka, þetta entist nú bara í eina, tvær sekúndur.“ Úr bókinni Öll trixin í bókinni. Þegar Villi steig indíánadans Morgunblaðið/RAX Ímyndið ykkur Við vígslu Friðarsúlunnar í Viðey. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son þáverandi borgarstjóri sést hér lengst til vinstri á myndinni. Einar Bárðar fylgdist með borgarstjóra stíga dans í Viðey Albert er lítill strákur sem er alltaf að hugsa eitt- hvað… 60 » reykjavíkreykjavík  Mikil brúð- kaupsveisla verð- ur haldin í Hafn- arhúsinu laugardaginn 17. nóvember næst- komandi. Af því tilefni þarf auðvitað að dytta að ýmsu í húsinu og nú er svo komið að byggt hefur verið fyrir innganginn að Grafíksafninu, sal íslenskrar grafíkur. Á bílastæði bak við Hafn- arhúsið er byrjað að byggja eitt- hvað sem ekki er ljóst hvaða til- gangi mun þjóna en sumir hafa giskað á að verði reyksvæði brúð- kaupsgesta. Þessi bygging lokar fyrir innganginn í Grafíksafnið og enginn mun því komast þar inn næstu vikuna. Núna um helgina átti að vera seinasta sýningarhelgi hjá Soffíu Sæmundsdóttur og Monicu Schokkenbroeken í safninu og um næstu helgi átti að opna sýning Pjéturs Stefánssonar. Vegna þessa frestast seinasta sýningarhelgi Soffíu og Monicu um tvær vikur. Byggt fyrir inngang Grafíksafnsins  Niðurstaða kosningar á mbl.is um bestu íslensku plötu allra tíma vakti mikla athygli og eru víst flest- ir sammála því að Sigur Rós og plata hennar Ágætis byrjun sé vel að titlinum komin. Á mbl.is var hægt að velja á milli tæplega 80 titla en þá var einnig hægt að bæta við þeim plötum á listann sem kjós- endum fannst vanta. Þann kost völdu fjölmargir og er skemmst frá því að segja að rúmlega 450 íslensk- ar plötur bættust við titla sem til- nefndir voru fyrir á mbl.is. Segir þessa fjöldi mikið um fjöl- breytni íslensks tónlistarlíf í gegn- um árin en ekki síður um smekk okkar Íslendinga sem seint verður talinn einsleitur þegar það kemur að listum og menningu. Ágætis smekkur Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA er ekki ævisaga,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen, blaðamaður og nú rithöfundur, um bók sína Öll trixin í bókinni sem fjallar um Einar Bárðarson og kemur út fyrir jólin. „Þetta er maður sem hefur verið að vinna mikið í tónlist- arbransanum og hefur staðið í umboðs- mannabrölti og er ákveðinn brautryðjandi á því sviði. Það er verið að fara yfir þann feril og til- taka hvað hann hefur lært af þessu brölti sínu. Um leið er hann að miðla reynslu sinni þannig að bókin virkar sem einskonar sjálfshjálparbók fyr- ir bransafólk og reyndar bara fólk almennt – þetta er bók um hvernig fólk á að höndla sigra og sorgir. Svo er þetta líka frábær heimild um ís- lenska dægurmenningu síðustu sjö, átta ár.“ Rennur á rassinn og nær árangri Arnar segir að umfram allt sé Öll trixin í bók- inni þó skemmtileg saga þar sem farið sé í „ákveðið ferðalag með umboðsmanni Íslands.“ „Við byrjuðum bara að tala saman og bókin varð til. Einar fór að rifja upp eftirminnilegustu at- vikin og öll þessi hollráð og trix sem titillinn vís- ar í skutu þá ósjálfrátt upp kolli. Hann hefur bæði runnið á rassinn og náð árangri, þannig að maður getur séð hvað skal varast og hvað ekki.“ Eins og áður kom fram er ekki um hefðbundna ævisögu að ræða og því hefst hún ekki á því hvar og hvenær Einar fæddist. „Í fyrsta kafla er les- andanum kastað beint út í mikla atburðarás sem snýst um Evróvisjón. En svo er farið lítillega yfir í sögu Einars, það er af hverju hann byrjaði í þessu stússi sínu, og svo rek ég þetta í sæmilegri tímaröð áfram,“ segir Arnar, en eins og gefur að skilja eru fjölmargar skemmtilegar sögur úr bransanum í bókinni, meðal annars sú sem rakin er hér að neðan. Kvartar aldrei „Svo förum við til dæmis vel í Van Morrison tónleikana sem voru mikið ævintýri. Síðan er þarna heill kafli um hvernig maður á að tækla fjölmiðla. Það eru nefnilega ýmis brögð og brell- ur í sambandi við það,“ segir fjölmiðlamaðurinn og hlær. En hvað kom Arnari mest á óvart í fari Einars Bárðarsonar? „Ja, mér fannst til dæmis mjög flott að hann skyldi biðja mig um að skrifa þessa bók, það var svolítið „kúl múv“ hjá honum. Ég hafði verið í góðum tengslum við Einar frá því ég byrjaði á Morgunblaðinu þannig að ég þekkti hann af góðu einu þegar við byrjuðum. Samstarfið var líka alveg 100%. En það kom í sjálfu sér ekkert á óvart, hann stóð frekar undir öllum þeim væntingum sem ég hafði til hans,“ segir Arnar. „En það var annars mjög merkilegt að fylgjast með því hvernig hann vinnur. Ég sá hann til dæmis aldrei kvarta yfir því að eitthvað tæki of langan tíma og hann er aldrei stressaður. Það er alltaf stutt í grínið. Þetta eru kostir sem menn þurfa að hafa ætli þeir að snúast af ein- hverju viti í þessari bransaþeytivindu.“ Að- spurður segir Arnar að bókin hafi verið unnin í nokkrum góðum skorpum. „Við hittumst reglu- lega og tókum góða fundi. Fórum nokkrum sinn- um í hádegismat, til dæmis á Ask eða á kaffihús á Selfossi, Kaffi Krús. Stundum hittumst við líka heima hjá honum. Við hittumst bara og tókum svona þriggja til fjögurra tíma spjall. Eina vett- vangsferðin var hins vegar til London þar sem við slaufuðum bókinni í einu „maraþon-sessioni“ á skrifstofu hans þar í borg.“ Öll trixin í bókinni kemur út á föstudaginn, 16. nóvember, og segist Arnar hlakka mikið til. „Ég er búinn að sjá káp- una og svona, þetta er það sem það er, tónar allt við umfjöllunarefnið,“ segir hann og bætir við að bókin sé tvímælalaust jólagjöfin í ár. „Þú finnur ekki skemmtilegri bók – þegar maður opnar hana getur maður ekki hætt að lesa. Meira að segja ég sjálfur varð iðulega týndur í textanum þegar ég var að fara yfir einhver smáatriði.“ Arnar segir vel koma til greina að skrifa fleiri bækur af þessu tagi, þótt það sé allt óráðið enn sem komið er. „Ég skal þó játa að ýmsir menn eru byrjaðir að sveima um í hausnum,“ segir hann, og blaðamaður nefnir menn á borð við Megas og Bubba Morthens. „Ég er opinn fyrir öllu. Ég er til í hvaða gigg sem er og málið er dautt - eins og Einar myndi segja.“ Umboðsmannabrölt Bók Arnars Eggerts Thoroddsen um Einar Bárðarson kemur út á föstudaginn Morgunblaðið/Ómar Félagar „Við hittumst reglulega og tókum góða fundi. Fórum nokkrum sinnum í hádegismat, til dæm- is á Ask eða á kaffihús á Selfossi, Kaffi Krús,“ segir Arnar um fundi hans og Einars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.