Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 31
vaxtarsprotar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 31 Það næsta hjá okkur er að fylgja opn-uninni eftir með frekari kynningu ásalnum og finna flöt fyrir þá mögu-leika sem eru fyrir hendi. Við höf- um fengið góð viðbrögð hjá fólki sem kemur hér og tekur síðan með sér fólk í næstu heimsókn,“ sögðu hjónin Ólafur Sigur- jónsson og Bergþóra Guðbergsdóttir sem nú í ágúst opnuðu sýningarsal í Forsæti í Flóa- hreppi. Það var 19. ágúst síðastliðinn sem að þau opnuðu formlega sýningarsal í uppgerðu húsnæði á hlaðinu í Forsæti. Salurinn heitir Tré og list, lifandi listasmiðja og í salnum er til sýnis kjarninn úr verkstæði Sigurjóns Kristjánssonar, föður Ólafs, sem var mikill völundur, hagur á tré og járn. Þarna eru verkfæri, merkur smíðisgripur, þriggja þráða spunavél og svo mótor sem knúði vél- ar á verkstæðinu. „Þetta er minn grunnur, en í þessu um- hverfi byrjaði ég að standa við smíðar,“ sagði Ólafur sem er trésmíðameistari og þekktur hagleiksmaður fyrir handverk sitt og smíðisgripi ásamt því að vera tónlistar- maður og kórstjórnandi. Í næsta húsi er smíðastofa hans þar sem m.a. er heil flugvél í smíðum. Að húsið hæfði verkefninu Þau hjónin hönnuðu sjálf umgjörð sýning- arsalarins og gáfu því góðan tíma, en sal- urinn er í húsi þar sem var áður fjós og síð- ar kartöflugeymsla. Bergþóra fékk síðan þá hugmynd að nýta húsið til annarra hluta og gerðu þau þá hugmyndina um sýningarsal- inn að veruleika. „Við töluðum mikið um þetta og veltum því vel fyrir okkur hvaða form við hefðum á þessu. Okkur fannst mik- ilvægt að húsið hæfði verkefninu,“ sagði Bergþóra en húsið er viðarklætt að innan, með steinlögðu gólfi og góðri lýsingu þannig að listmunirnir njóta sín vel. „Það var mjög gaman að geta gert hugmyndirnar að veru- leika og finna ánægjuna af því þegar þetta var að verða til,“ sagði Bergþóra. Ólafur sá að sjálfsögðu um smíðina við innréttingu salarins og Bergþóra segist hafa unnið með honum sem handlangari. Þá komu synir þeirra að verkinu og réttu hjálp- arhönd, enda heilmikið verk að breyta fyrr- verandi fjósi og kartöflugeymslu í glæsilegan listsýningarsal. Þegar komið er inn í salinn blasa við list- munir í glerkössum. Um er að ræða smíð- isgripi, könnur og fleira, sem Ólafur hefur rennt og svo útskorna trélistmuni eftir Siggu á Grund. Þau eru bæði sprottin upp úr frjósömum jarðvegi handverksmanna í fyrrum Villingaholtshreppi en feður þeirra áttu gott samstarf við smíðar og handverks- vinnu. Á veggjunum eru ljósmyndir eftir Ólaf, en þau hjónin ætla að bjóða listamönn- um að sýna myndir sínar í salnum ásamt því að gefa tónlistarmönnum kost á því að vera með tónleika þar. Svo hafa Ólafur og Sigga á Grund hugleitt þann möguleika að halda námskeið í listsmíði og útskurði. Tónlistin víkur fyrir smíðinni „Grunnhugmyndin hjá okkur er að Berg- þóra verði safnstjóri í kringum þessa starf- semi okkar,“ sagði Ólafur. „Já, og við ætlum okkur að skapa möguleika til þess að Ólafur geti stundað listsmíði sína í meira mæli. Við munum leggja áherslu á þetta ásamt Siggu á Grund. Sýningargripir þeirra verða hérna og hægt að nálgast listmuni eftir þau, sem verða til sölu þegar fram líða stundir,“ sagði Bergþóra. „Minn draumur er að hafa heilsu og getu til að smíða sem mest af listmunum. Ég er með margar hugmyndir sem banka fast á dyrnar og vilja verða til og hef auk þess ver- ið beðinn um fjölda verkefna. Ég hef sinnt tónlistinni hingað til, við kórstjórn og fleira, en nú mun þetta listform taka við þó auðvit- að verði tónlistin á sínum stað til afþrey- ingar. Svo er það líka draumur okkar að við getum starfað við þetta bæði tvö,“ sagði Ólafur en hann smíðar listmuni af ýmsu tagi. Nefna má skírnarfontinn í kirkjunni á Haga á Barðaströnd sem Ólafur smíðaði í sam- starfi við Siggu á Grund sem skar hann út. „Við vonum að við getum höfðað vel til fólks með þeirri sérstöðu sem við byggjum upp hérna. Það er vaxandi umferð með ströndinni og um þetta svæði og með betri vegi mun hún aukast enn frekar,“ sögðu hjónin Ólafur Sigurjónsson listasmiður og Bergþóra Guðbergsdóttir kona hans í For- sæti í Flóahreppi. Fjósi og kartöflugeymslu breytt í listsýningarsal Morgunblaðið / Sigurður Jónsson. Í Forsæti Bergþóra Guðbergsdóttir og Ólafur Sigurjónsson í nýja sýningarsalnum í Forsæti. Í Forsæti í Flóahreppi hefur gamla fjósið fengið nýtt og virðulegra hlutverk. Sigurður Jónsson hitti á bænum húsráðendur sem sáu sjálf um hönnun sýningarýmisins. Vaxtarsprotar nefnist verkefni sem snýst um atvinnusköpun í sveitum og hefur fjölmennur hópur fólks á Suðurlandi og í Húnaflóa tekið þátt í því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.